Mjölnir


Mjölnir - 28.04.1972, Blaðsíða 2

Mjölnir - 28.04.1972, Blaðsíða 2
Mjölnir Einar Indríðason MINNINGAKORÐ tJtgef.: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra. ÁbyrR'ðarmaður: Hannes Baldvinsson. — AfgTelðsla: SuðurKÖtu 10, SlgluflrðL Sími 71294. Argjald 75 kr. — Slgluf jarðarprentsmlðja h. *. Verkalýður og völd 1. maí er í nánd, dagur verkalýðs og vinnandi fólks hugar og handa. ) Samkvæmt venju mun huga rennt til baka um liðið ár og kannað livað áunnist hafi og hvað tapast í átökum um kaup og kjör og pólitísk völd. Það, sem hæst ber af slíkum atburðum eru úrslit al- þingiskosninganna í júní s.l., — myndun vinstri stjórnar í júlí mánuði, — samningar í desember, sem tókust án verkfalia. ' Úrslit kosninganna sýndu að verkalýðs- og vinstra fólk skildi að þörf var á breytingum í stjómarfari landsins. Gamla viðreisnarstjórnin féll eftir 12 ára setu, — 12 ára valdatíma auðstéttarflokksins og embættismannaklíku Al- þýðuflokksins. Hin nýja ríkisstjórn er mynduð af þrem flokkum, sem sammála eru um lausnir þýðingarmikilla málafiokka, en hafa að öðru leyti skiptar skoðanir um ýmis grundtallar- atriði í þjóðfélagsmálum. Það er því í slíku samstarfi á- vailt hætta á að ekki fáist framkvæmt alit, sem allir óska, heldur ráði samkomulag milli aðila um framkvæmdamál. En „hrollvekju“ arfur viðreisnarstjórnarinnar féll vinstri stjórninni í skaut. Verkalýður og launafólk yfirleitt hefur að undanförnu litið gagnrýnisaugum á þrónu verðlagsmála, verðhækkan- ir dynja yfir á flestum sviðum, kaupgetan rýmar og ár- angur iangvinnrar kaupgjaldsbaráttu verður að engu. Þetta er eins og undir „viðreisn“ segir fólk. En hvað hefði þá orðið ef „hrollvekjan“ hefði fengið að ganga yfir tak- markalaust? ! Gagnrýni er góð og nauðsynleg, en hún má ekki draga í skuggann af því neikvæða allt, sem jákvætt og mikilvægt er. Vinstri stjómin hefur þegar snúist við ýmsum óleyst- um vandamálum af stórhug og myndaskap, og fái hún starfsfrið munu framkvæmdir gerast, er breyta munu miklu um alla afkomu almcnnings I landinu. Verkalýðsstéttin og samtök hennar hafa geysilega þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna, að vera bakhjarl vinstri stjórnar í viðleitni hennar til framkvæmda á verklegu og félagslegu sviði, og að vera gagnrýnin og vökul gegn öll- um tilhneyingum til undanláts fyrir kröfum auðstéttar- innar. Völd auðstéttar byggjast á yfirráðum yfir ýmsum lykil- stofnunum þjóðfélagsins miklu fremur en kjörfylgi og þingstyrk, og þau völd haldast þar til breytt verður um í því stjórnarkerfi. Völd verkalýðsstéttar byggjast nær eingöngu á kjör- fylgi og þingstyrk þeirra stjórnarflokka, sem hún styður, því breytingar á skipan stjórna og stofnana taka lengau tíma. \ Því er það árverkni og styrkur samtaka verkalýðsins, sem skapað getur þeirri ríkisstjórn, sem þau styðja, afl og áræði til átaka við gamlar grýlur og ný nauðsynja- og framfaramál. Það er ósk blaðsins Mjölnis að íslenzk verkalýðssamtök megi eflast að styrk, félagslegum og menningarlegum, og geti af auknum ltrafti treyst þau völd, sem þau þegar hafa í ríkisstjórn landsins. INNILEGAR ÞAKKIIv til allra, sém sýndu okkur sam- úð og lilýhug við andlát og útför mannsins mins, EINARS INDKIÐASONAR Fyrir mína hönd, barna, tengdabama og bamabarna. Lovísa Ilelgadóttir Einar Indriðason fyrrv. Verkstjórj lézt á heimili sínu, Illíðarveg 44, Siglufirði, hinn 13. þ. mán. Útför han-s fór fram frá Siglufjarðarkirkju 19. apríl. Einar var fæddur að Víðimýr- arseli í Skagafjarðarsýslu 22. september 1898. Foreldrar hans voru hjónin Indriði Jóhanns- son og Oddný Björg Jólianns- dóttir. Þau hjón fluttust til Siglufjarðar um aldamótin með börn sín tvö, Einar og Maríu Sigríði, sem síðar giftist I-'áli Ásgrímssyni, en lézt frá ung- um börnum þeirra. Á Siglufirði eignuðust þau Indriði og Oddný þrjú börn, en ekkert þeirra komst til fullorðinsára. Árið 1931 kvæntist Einar eftirlifandi konu -sinni, Lovísu Helgadóttur. Börn þeirra eru Indriði, rafmagnsverkfræðing- ur, búsettur í Rey-kjavík, kvænt- ur Krístínu Leifsdóttur, og Sig- ríður, fædd 1935, búsett á Akureyri, gift Sigurði Bárðar- syni bifvélavirkja. Indriði faðir Einars mun haía stundað hér almenna vinnu se.m til félst, og fyrir Einari lá það beint að gerast verkamaður og sjómaður, þvi á æskuárum hans máttu aðrar leiðir heita lokaðar börnum fátæks fólks, hvað sem hæfi- leikum leið. Þessi fyrirfram markaða lífsbraut hinna fátæku hefur vafalaust vakið margan greindan ungling til umhugs- unar um orsakirnar fyrir mis- munandi aðstöðu einstakling- anna í þjóðfélaginu. Svo mun hafa verið um Einar Indriða- son, sem var greindur inaður, raunsær, rökhugull og með trausta ályktunarhæfni. Það hefur þvi komið af sjálfu sér að liann yrði sósialisti. Hann gerði sér mjög glögga grein fyrir stéttaskiptingunni í þjóð- félaginu og stöðu sinni innan þess. Sósíalismi hans var ekki bundinn tilf in ni ngalegum for- sendum; frekar mætti líkja hon um við afstöðu manns, sem er búinn að reikna dæmi til l'ulls og er viss um að niðurstöður sínar séu réttar. Pólitísk af- staða Einars var því óháð geð- þótta og persónubundnum við- liorfum. Einar stundaði fram yfir fertugt sjómennsku o-g verka- mannavinnu, en gerðist síðan verkstjóri hjá síldarsöltunar- stöðinni Pólstjarnan h. f. og síðar hjá Síldarútvegsnefnd. H-ann var góður starfsmaður, verkhygginn, röskur og sam- vizkusamur. Hann var því jafn- an eftirsóttur til vinnu. Hann hafði því yfirleitt sæmilegar tekjur, eftir því sem gerðist um verkamenn. Þar við bæti- ist, að þau Lovísa voru bæði forsjál og ráðdeildarsöm í með- ferð fjármuna, enda komust þau alltaf vel -af. Einar Indriðason kom til Siglufjarðar barn að alcfri, óx hér upp, vann hér lífsstarf sitt allt og hefur nú fengið legstað í siglfirzkri mold. Stéttarsyst- kin hans hafa misst góðan fél- aga, bæ-rinn góðan þegn. En við þv-í er ekkert að segja; allir verða að -gjalda hina síðustu skuld. Einar Indriðason var skilvís maður, og það er trú mín, að einnig síðasta uppgjör- inu hafi hann gengið frá á þann liátt, að reikningar hafi verið lireinir. Konu Einars, börnum þeirra og barn-abörnuin votta ég inni- legustu samúð. Benedikt Sigurðsson V«3&K/ FASTEIGN ASKATT AR Sarúkvæmt heimild Félagsmálaráðuneytisins hef ur ibæjarráð Sigliuf jarðar ákveðið, að fasteignaskatt- ar skuli innheimltir nú þegar á sama hátt og í sömu fjárhæðum og á sl. ári, að viðbættu sorphreins- unargjaldi. Greiðslur þessar ber að skoð-a sem fyrirframr greiðslu upp í fasteignagjöld ársins 1972, eins og þau ve-rða endanlega ákveðin í samræmi við vænt- anle-ga lagasetningu um teikjustofna sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Er hér með sikorað á húseigendur í Sigluf jarðar- kajupstað að inna þessar fyrirfram-greiðslur fast- eignagjalda af hendi nú þegar. Siglufirði, 4. apríl 1972. BÆJARSTJÓRINN í SIGLUFIRÍ)! Verkalýðsfálaglð Vaka ósikar félögum sínum og Siglfirðingum öllum GLE2HLEGS SUMARS SAKAHORN Svo sem lesendum Mjölnis er kunnugt, hefir 1 tveim síö- ustu biöð-um birst ákæra á hendur viðsemjendum verka- lýðssamtakanna. Þeir eru á- kærðir fyrir að virða ekki samningsbundin loforð, jafnvel þó séu bundin í löggjöf lands- ins. 1 þessu blaði af Mjölni verða ekki birtar nýjar ákærur þótt, því miður sé af nokki-u að taka. Mikið hefur borið á því, að fólk sé forvitið um hverjir sakborningar séu, og dæmi eru þess, að vinnuveitendur krefj- ist þess, að nöfn séu birt, svo saklausir liggi ekki undir g-un. Sakahornið hefir svarað þvi til, að hér í fásinninu geti þetta verið nokk-urs konar get- raunastarfsemi fyrir þá, sem vilja. En þá verða menn líka að láta fylgja uppástungu sinni og hverri ákæru nafn og lieimilis- fang, sem auðvelt væri að birta • -hvenær sem er. Sem betur fer era þeir -tímar löngu liðnir er allur réttur var vinnuveitandans megin og samningur þar sem atvinnu- rekandinn og verkamaðurinn voru aðilar að ekki til. En ástandið í dag er árang- ur þrotlausrar baráttu og fórna. Vökufélagar höldum vöku okkar. Stöndum vörð um það sem áunnizt hefur og hyggjum að framtíðinni. íi________________________ 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.