Mjölnir


Mjölnir - 28.09.1972, Síða 2

Mjölnir - 28.09.1972, Síða 2
ÍJtgeí.: Alþýðubandalagið I Norðurlandakjördæmi vestra. ÁbyrpPannaöur: Harmes Baldvlnsson. — Afjfrelðsla: SuðnrKÖtu 10, SlKlufiröL Siml 71284. ÁTKjald 76 kr. — Slgluf Jnrðarprcntsmlðja h. *. Raforkuinál Sjálfstæðismenn hér í bænum og nokkrir fylgifiskar þeirra hafa reynt að blása upp pólitískt moldviðri vegna þeirrar nýskipxuiar raforkumála í norðlendingafjórðungi, sem nú eru í burðarliðnum. Er þar skemmst að minnast langloku í 6. tölublaði Siglfirðings þar sem Þormóður Kun- ólfsson hefur htið upp úr rannsóknum sínum á nýjustu niðurstöðum vísmdarannsókna og heimspeki til þess að klappa Sverri Sveinssyni á kollhm og leggja Framsókn lífs- reglurnar. Þótt í langloku Þormóðs sé reyndar flest úr lagi fært og mistúlkað verður ekki hér og nú farið að eltast við þau skrif, enda vart við því að búast að menn hafi eirð í sér til þess að lesa þann langhund aftur ef þeir hafa komist í gegnum hann einu simii. Hér skal þó aðeins drepið á tvö atriði, sem nokkru varða í raforkumálum. Á fjórðungsþingi Norðlendinga á Akureyri 4. og 5. sept. sl. var samþykkt tillaga, um orkumál, sem fer fjarri því, sem ýmsir íhalds- og bæjarlækjaforkólfar höfðu vonað. Tillagan, sem samþykkt var samhljóða á þinginu, fer hér á eftir. 1. Fullnýtt verði nú þegar öll tiltæk raforka á Norður- landi og svæðið sameinað í eina Norðurlandsvirkjun, eign heimamanna og ríkisins. 2. Hlutlaus könmm verði gerð á hagkvæmustu lausn orkuþarfa Norðurlands með skammtíma og langtíma sjón- armið í huga og þeir valkostir teknir, sem gefa ódýrasta orku til notenda. 3. Norðurlandsvirkjun selji allt rafmagn á sama heild- söluverði til dreifingaraðila. 4. Unnið verði að auknum áhrifum heimamanna á stjórn Kafmagnsveitna ríkisins. í Siglfirðingi er reynt að læða því inn hjá almenningi hér í bæ, að Alþýðubandalagið hafi einhver „annarleg“ sjónar- mið í raforkumálunum. En treystir sá mildi skriffinnur Siglfirðings sér til þess, að halda því fram, að í tillögu Hannesar Baldvinssonar, sem samþykkt var samhljóða í rafveitunefnd 11. apríl s.l., konú fram einhver annarleg sjónarmið? Tillagan fer hér á eftir: „Vegna þeirra hugmynda, sem fram hafa komið um samtengingu raforkuvera á Norðurlandi, beinir rafveitu- nefndin í Siglufirði þeim tilmælum tíl iðnaðarráðuneytis- ins, að fullt tillit verði tekið tíl hagsmuna Skeiðsfossvirkjun ar I væntanlegum framkvæmdum og stuðlað verði að full- kominni nýtíngu á framleiðslu orkuversins. Jafnframt lætur nefndin í ljós óánægju sína með seina- gang á samningaviðræðum við Kafmagnsveitur ríkisins um orkusölu Skeiðsfoss í Ólafsfjörð og Fljót.“ í þessari tillögu er hinn siglfirzki málstaður skilgreindur sá málstaður, sem Sjálfstæðið og fylgifiskar þess, tala sem hæst um án þess þó að geta gert sjálfum sér eða öðrum grein fyrir hver er. Sóknin verður að minnka I grein, sem Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmálaráð- herra skrifaði í Þjóðviljann sl. sminudag, segir hann m. a. Dráttarvextir á vangreidd bæjargjöld Útsvör, aðstöðpgjöld og fasteignagjöld, álögð í Siglufjarðarkaupsitað árið 1972, eru gjaldfallin. lx/2 % mánaðarlegir dráttarvextir reiknast á van- greidd bæjargjöld frá eindaga þeirra, skv. lögum nr. 8/1972. Gjaldendur þeirra eru því vinsamlegast beðnir að inna gjöld þessi þegar af ihendi. Siglufirði 1. seþt. 1972. BÆJARSTJÓRINN 1 SIGLUFIRÐI HAFSKIP HF. ÞÉK GETIÐ TREYST ÞJÓNUSTU OKKAR. Siglingar tíl fjölmargra hafna úti á landi frá mörg- uni helztu höfnum Evrópu. Meðal annars höfum við ferðir á 10 daga frestí frá Hamborg, Antwerpen og Ipswich tíl AKUREYRAR. Við kappkostmn góða þjónustu. UMBOÐSMAÐUR Á SIGLUFIRHI: ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON Norðurgötu 13, sími 7 12 24 HAFSKIP HF. HAFNARHÚSINU — REYKJAVÍK — SÍMI 21160 um möguleika okkar til samninga við aðrar þjóðir um veiðar innan 50 mílna markanna: „Við höfrnn fallizt á að gefa þessum erlendu aðilum, sem hér hafa stundað fiskveiðar, nokkura umþóttunartíma til að hverfa út fyrir mörkin. En hver er staða okkar til að bjóða útlendingum áframlialdandi veiðar á okkar miðum? Hvað getum við boðið án þess að illa fari fyrir okkur sjálf- um og öllum þeim sem fiskimiðin ætla að nýta? ÖneitanL lega bendir margt til þess að syo sé komið með fiskistofn- 1 ana við landið, að ólijákvæmilegt sé að draga stórlega úr sókninni í þá. Það er af þeim ástæðum, sem við höfum í tillögum okkar til Breta um nokkum umþóttunartíma fyrir þá, miðað við það, að þeir yrðu að draga verulega úr veiði sinni innan 50 mílna markanna frá því sem verið heiur. Tii jiess að tryggja þessa minnkun í framkvæmd höfum við krafizt þess, að þeir fækkuðu skipum sínum, sem hér stunda veiðar og að stærstu skip þeirra fengju ekki leyfi til veiðanna hér. Þá höfum við einnig krafizt þess, að skip þeirra veiddu á takmörkuðum veiðisvæðum, þannig að veru tegur hluti fiskimiðamia yrði friðaður hverju sinni fyrir veiðum læirra. Þegar ástand fiskistofnanna við landið er haft í huga og síminnkandi afli okkar sjálfra, þá er aug- ljóst að frá því má ekki hvika að í hugsanlegu samkomu- ! lagi við útlendinga um bráðabirgðalieimiidir verður að ! tryggja að veiðimöguleikar þeirra minnki verulega nú þeg- ! ar.“ Norðlenzk trygging lif. nordlehzk BP-húsinu við Trvggvabraut Akureyri — Sími 2-18-44 TRYGGING FYRIR Alhliða vátryggingastarfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Kjördæmisráðs- fundur AB Hjnia árlegi fundur Kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra var lialdinn á Sauðárkróki sl. laugardag. Fundinn sóttu full- trúar víðast að úr kjör- dæminu. Fundarstjórar voru kjörnir Óskar Garibaldason og Haukur Hafstað. Framsögumað- ur um stjórnarsamstarfið, stjórn málaiviðhorfið og málefni kjór- dæmisins var Ragnar Arnalds alþingismaður. Meginliluti ræðu Ragnars fjallaði um þróun og framgang mála liinna einstöku staða í kjördæminu og kom þar fram að núverandi stjórnvöld hafa gefið verulegan og sum- staðar virkan gaum að at- vinnulegum vandamálum kjör- dæmisins. Á sumum stöðum er þegar í fullum gangi margvis legur undirbúningur að atvi.anu legri uppbyggingu. Þá upplýst- ist, að framlög til skólabygginga munu nú vera tiltölulega hæst í þessu kjördæmi. Að framsöguræðu lokinni hóf ust umræður og urðu þær hin- ar fjörugustu og var þá m. a. rætt um Alþýðubandalagið, störf þess og stefnu, og lögð rík á- herzla á að efla beri starf þess inn á við jafnt sem út á við. Stjórn kjördæmisráðsins var endurkjörin og er hún þannig skipuð: Formaður, Hannes Baidvins- son, Siglufirði. Meðstjórnendur, Guðmundur Theodói’sson, Blönduósi og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Siglufirði. Varamenn: Lára Angan- týsdóttir, Sauðárkróki, Hulda Sigurbjórnsdóttir, Sauðárkróki og Kristinn Jóhannsson, Skaga- strönd. 1 blaðnefnd Mjölnis voru kjörnir: Benedikt Sigurðsson, Kolbeinn Friðbjarnarson, Hlöð- ver Sigurðsson, Einar M. Alherts son, Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, allir frá Siglufirði, Hreinn Sigurðsson, Sauðárkróki, Fjól- mundur Karlsson, Hofsósi, Guðmundur Theodórsson, Blönduósi, Kristinn Jóhanns- son, Skagaströnd og Þórður Skúiason, Hvammstanga. Fundurinn var haldinn i hinu aldna húsi VRla Nova. Alþýðubandalagsmenn í Skaga- firði festu kaup á þvi húsi fyrr á þessu ári og hafa þar nú sína bækistöð. Þarna framreiddu AB konur ljúffengt kaffi og brauð fyrir fundarmenn og sé þeim kær þökk fyrir. Við hinn nýja samastað bindur Alþýðubanda- lagsfólk á Sauðárkróki miklar vonir að hann verið félagsiífi AB lyftistöng og hjálparhella, og flytur Mjölnir þeim heilla- óskir urn að svo megi verða. Hvenær kemur Bárður? 2 — MJOLNIR

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.