Mjölnir


Mjölnir - 28.09.1972, Qupperneq 4

Mjölnir - 28.09.1972, Qupperneq 4
TÍMASKEKKJR SIGLFIRfllHGS ,.‘r '• Á ' ‘ Það liggur brúnan bjarma af leiðara Siglfir.ðings 30. ágúst s.l. Óttasleginn höf- undurinn sér alheimskommú nisnjann gægjast fyrir hvert liorn, tilbúinn að hremma hvern þann sem gefur færi á; sér. Kommunistagrýlan er ekk- ert nýtt fyrirbrigði á síðum Siglfirðings né annarra í- haldsblaða, fremur en fals og lygi. Nú er hins vegar svo farið að þessi gamla grýla er dauð og fóik liefur fremur samúð með gröfnum aðilum en hitt. Sífellt stærri fjöldi fólks, einkum ungs fólks, 'uin all- án lieim fylkir ,sér stolt und- ir merki sósíalismans og berst markvissri baráttu fyr- ir afnámi auðvaldsþjóðfél- agsins og óréttlátri skiftingu arðs þess sem verkalýðurinn skapar, en fyrir réttlæti í garð allra á jafnréttisgrund- velli. Styrk hinnar sósíal- ísku hreyfingar má marka af viðbrögðum borgaralegra valdhafa auðvaldsríkjanna, sem verða æ lítilmótlegri og oft svo lág að þeir neyðast til að beita valdi sínu, lög- reglu og herliði, til að hefta tjáningafrelsi þeirra róttæku að.ila, ,sem fiytja sannleikann um ástand auðvaldsþjóðfél- agsins. En sem kunnugt er óttast lygarinn ætíð sannleik ann. ★ Ísland er engin undantekn ing, gorkúlurnar, ' félögin, . spretta á hinum rotnandi mykjuhaug, þjóðfélaginu, sé notuð líking leiðarahöfundar Siglfirðings. Þessir „auka- fætur undir starfsemi á íslandi“ eru alls ekki gerfisamtök eða sýndarfélög fremur en flokkur „lýðræð- is“ og frelsis“ Sjálfstæðis- flokkurinn, en þau „spretta eins og gorkúlur á haug“, til andstöðu gegn óréttlæti og rotnun þess þjóðfélags sem við búum við og dæmi má sjá um í bæjarmálum hér á Siglufirði. Þessir „aukafætur undir starfsemi kommúnista á is- landi“ eru íslenzkir aðilar, sem meta stöðu lands síns í umheiminum með þvi að lita á heildina og afstöðu hverra til annarra. Róttækir aðilar á íslandi taka afstöðu gegn þáttöku landsins í hern aðarbandaiögum og gegn því að sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé séertur. Það er helber lygi að rót- tækir aðilar, flokkar eða fé- lög, hafi lýst yfir velþóknun sinni á skerðingu skoðana- og tjáningafrelsis í A-Evrópu löndum, innrásinni í Tékkó- slóvakíu og öðru því, sem þar miður fer eða kalli það „góðan yfirgang“. Hve oft sem slíkar lygar verða á borð bornar í Siglfirðingi, Morgun blaðinu, eða öðrum blöðum íhaldsins, verða þær aldrei sannar, en bera vott um megnustu lágkúru. ★ Það þykir alltaf farsælast að gera hreint fyrir eigin dyrum áður en vandalausir eru atyrtir. íslenzkir sósíal- istar búa ekkj í Sovétríkjun- um og eru ekki sovézkir,, þeir eru íslenzkir og búa á íslandi. Island er ekki í Varsjárbandalaginu heldur í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Við skulum því líta fyrst á stöðu Íslendinga í íslenzku þjóðfélagi síðan á stöðu landsins í þeirri heild sem það, ráðamenn þess, hefur skipað sér í og talið sig eiga samleið með. Þvi næst skulum við atliuga í hverju andstæður heildanna eru fólgnar og afstöðu okkar til þeirra. (t. d. NATO og Varsjárbandalagsins) ★ Eins og áður kom frain er Island aðili að NATO, og hlýtur fyrir það velþóknun íhaidsmanna og brúnstakka. í þessu sama hernaðarbanda- lagi eru þjóðir sem fara með meintan yfirgang á liendur öðrum þjóðum. Þar eru og þjóðir þar sem fasistar fara með völd og loka hundruð þúsunda íbúa á bak við lás ogs lá vegna skoðana þeirra. Voldugasta þjóð þessa „frið- elskandi“ hernaðarbandalags Bandaríkin, hefur tekið þátt í nær öllum manndrápsstríð- um sem háð hafa verið á þessari öld og drýgir nú hinn hroðalegasta glæp, sem mannkynið hefur orðið vitni að, þar sem er stríðið í Víetnam. 1 NATO eru lönd eins og Portúgal, sem drýgir þjóðar- morð á innfæddum ibúum Angóla, auk þess sem afskap- lega lítið frelsi eða lýðræði ríkir heimafyrir; Grikkland, tugir eða ekki hundruð þúsunda pólitískra fanga eru kúgaðir í fangelsum, vegna þess að pólitískar skoðanir þeirra samrýmast ekki skoð- unum lierforingjastjórnarinn ar; Tyrkland, þar eru Jíflát algeng vegna pólitískra sko. ana og hundruð þúsunda sitja á bak við lás og slá við hinn versta aðbúnað. Þetta er ekki kallað frelsisskerðing ineðal NATO-sinna, enda í samræmi við pólitíska stefnu bandalagsins, sem veitir þess um löndum bæði hernaðar- lega og almenna aðstoð. Bretar og V-Þjóðverjar rísa upp á móti aðgerðum Islendinga til að færa út landhelgina, þeir láta gróða- sjónamið brezkra og v- þýzkra útgerðarfélaga (sem skapa aðeins örlítið brot af heildar, þjóðartekjum lands síns) vega meira en tilraunir Islendinga til að treysta eða jafnvel skapa sér tilverugrundvöll, auk þess sem aðgerðir okkar koma til með að verða til hagsbóta fyrir alþjóðlegar fiskveiðar þegar fram í sækir. Stundarhagsmunir brezkra og v-þýzkra útgerðar auðhringa eru látnir sitja í fyrirrúmi. Þannig er hugur bandalagsþjóða okkar í NATO til friðunaraðgerða og tilverubaráttu okkar. Norska stjórnin reynir nú af öllum mætti að koma landinu inn i Efnahags- bandalag Evrópu. Með samn- ingum sínum við EBE skuld- bindur stjórnin sig til að minnka landhelgi Noregs, á næstu tíu árum, í 6 mílur á stóru svæði. Norskir sjómenn krefjast hins vegar 50 mílna land- helgi, en stjórnin er til- neydd, vegna skuldbindinga sinni við EBE, að andmæla 50 milna landhelgi hvort sem er við Noreg eða Island. Þannig rekast á hagsmunir, annars vegar, norskra auð- fyrirtækja og banka, sem óska eftir samruna við ev- rópskt auðvald og hins veg- ar, norskra sjómanna og Is- lendinga. Viðskiptasamning- ar auðfyrirtækjanna eru mik- ilvægari, þar sem það er eina leið þeirra til að við- halda óréttlætinu í skiptingu framleiðsluarðsins, heldur en skynsamleg samvinna ríkj- anna, hvort sem hún kallast norræn eða er innan vé- banda NATO eða annarra fjölþjóðlegra samtaka. ★ „Hin nýju vinnubrögð“ stjórnarandstöðunnar eru af- argömul og rækilega út- jöskuð vinnubrögð í íslenzk- um stjórnmálum almennt. Það er einungis hlægilegt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi skapað þá þjóðareiningu, sem í landhelgismálinu er. Til þess að eining náist milli tveggja eða fleiri aðila þarf báða eða alla til að skapa þá einingu, en hins vegar er hægt að segja að einn sé taglhnýtingur annars, sem ieiðir framgang málsins. Og þetta er einmitt það, sem stjórnarandstaðan hefur gerl og kallar „ný vinnubrögð", hún hefur hnýtt sig aftan í þá stefnu, sem stjórnarflokk- arnir og „aukafætur“ þeirra bótuðu í landhelgismálinu og liafa nú framkvæmt. Annað hvort af kjarkioysi eða af hagsmunaástæðum ihöfðu flokkar núverandi stjórnarandstöðu ekki mótað þá stefnu, sem þeir nú fyigja í landhelgismálinu, á þeim tólf árum, sem hömiungai „viðreisnar“ stóðu. ★ 1 leiðara Siglfirðings er annaðhvort um að ræða al- varleg tímaskekkju eða vís- vitandj lygi. Iiugur höfund- arins er e.t.v. ennþá að hrær ast á þeim tíma sem Kommú nistaflokkur Islands starfaði og leiddi baráttu íslenzks verkalýðs gegn ofstæki nas- ista sem hér gengu eitt sinn klæddir brúnum stökkum um götur undir merki sínu, hakakrossinum. Þeir gengu einnig um göturnar hér á Siglufirði. ★ Afli í ágúst Stöðvarstjóraskipti hjá Pósti og síma, Siglufirði 1 ágústmánuði var landað á Siglufirði 545 tonnum af fiski, móti 953 tonnum á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um aflann af Ilafliða og Siglfirð ingi, sem báðir lögðu upp á Siglufirði í fyrrasumar. Ágústaflinn var sem hér seg- ir. Hafnarnes 150 smál. Dagný 91 — Dofri 25 , Tjaldur 20 — Dagur 18 — Dúfan 26 — 42 færabátar. . . . . 207 Bergliildur SK.. 8 — Samtals 545 smál. Línuaflinn í september hefur verið mjög rýr. Dagur byrjaði róðra 2. sept., Dofri 15. og Tjaldur 16. sept. Þá eru minni dekkbátar með Hnu og færi. Færabátar hafa mjög lítið feng- ið, sökum stopulla gæfta til færaveiða. Nýr bátur, Aldan Si 85, eign Hinriksen-bræðra, mun hefja línuróðra fljótlega. Hlíf hefur verið á færuni undanfarið og gengið vel. Út- gerðin saltar sjálf aflann. Nýr bátur Fyrir skömmu var settur á fiot hjá slippnum á Siglufirði 11 tonna dekkbátur, sem seldur hefur verið til Stöðvarfjarðar, hin snotrasta fleyta. Stöðvarstjóri Pósts og Sima á Siglufirði, Gissur Ó, Erlingsson, liefur látið af því starfi og er nú fluttur búferlum til Seyðis- fjarðar, þar sem hann hefur tekið við stöðvarstjóra- og um- dæmisstjórastarfi hjá sömu stofnun. Þann stutta tíma, rösk tvö ár, sem Gissur dvaldi á Siglufirði, aflaðí hann sér vin- sælda i starfi, beitti sér fyrir ýmsum breytingum til endur- bóta lijá stofnuninni á staðnum og var í viðskiptum lipur og greiðvikinn. Þá beitti hann sér fyrir stofnun Golfklúbbs Siglu- fjarðar, sem síðan kom upp golfvelli í landi Hóls og hafa þeir golfmenn mikið starf unn- ið þar. Þegar þau ágætu hjón Valgerð ur Óskarsdóttir og Gissur Ó. Erlingsson eru flutt til nýrra heimkvnna og starfa þar fylgja þeim áreiðanlega hlýjar vel- farnaðaróskir allra þeirra, sem kost áttu að kynnast þeim. Það er eftirsjá að hverju góðu fólki, sem burtu flytur úr þessum bæ, Staða stöðvarstjóra var í s"in- ar auglýst laus til umsóknar og er nú liðinn rúmur mánuður síðan umsóknunarfresti lauk. Um starfið sóttu a.m.k. sex starfandi menn hjá Pósti og síma, þar af tveir Siglfirðingar, þeir Hjörtur Karlsson, ritsíma- varðstjóri og Guðmundur Árna- son, póstfuiltrúi. Hvor um sig eru prýðismenn og ágætir starfs menn á sínu sviði, og að sögn hlotið álíka stuðning í starfs- mannaráði. Það er samgöngu- málaráðherra, Hannibal Valdi- marsson, sem skipar í þessa stöðu. ★ 4 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.