Mjölnir


Mjölnir - 20.12.1972, Blaðsíða 4

Mjölnir - 20.12.1972, Blaðsíða 4
Jólamatur Hátíðamatur Hamborgara- svínahryggir Hamborgara- svínakótilettur Svínslæri Svínasneiðar Svínakótelettur Svínahryggir Nýtt: úrb. reykt svíns- læri ca. 1^4 kg- Grillkjúldingar Kjúklingar Kjúklingabringur Kjúklingalæri Kjötkjúklingar Ali-hænur Kindalæri Kindasneiðar Kindahryggir Kindakótelettur Súpukjöt Hr. + læri Ávaxtahryggir (Góm- sætir) Hamborgaralæri. Kinda Jólahangikjöt Jóla-úrbeinað læri Jóla-úrbeinað framp. Samskonar og í fyrra. Frá Slátiu*f. Suðurl. BEK. Vínarpylsur Kálfabjúgu Kindabjúgu Hádegispylsur Hreinsuð svið Hamborgarar 52 teg. af áleggi og mayonesi Fryst rækja og reyktur silungur Nýir og niðursoðnir ávextir seldir með jólaverði Öl. Gos. Súkkulaði og Konfekt. „MACHINGTOS“ Brauð og kökur Rjómi og mjólk Símar 71162 og 71265. Við sendum kl. 11,30 og 6. daglega. Pantið tímanlega. Fáið yður pöntunarlista. Jólagjafir í hundraðatali Gleðjið yður. Gleðjið aðra GLEÐILEG JÓL Gestur Fanndal Orð- sendlng Þarf ráðsmaður sjúkrahúss að fá skrifstufnaðstnð til Siglfirðinga heima og heiman og ann- arra velunnara Siglu- fjarðar. Fyrir dyrum standa mikl- ar endurbætur á Siglufjarð- arkirkju. Á síðast liðnu sumri átti kirkjuhúsið 40 ára vígsluafmæli. Það var vígt 28. ágúst 1932. Eins og ykkur er öllum kunnugt, var Siglufjarðar- kirkja eitt stærsta og veg- legasba guðshús hérlendis á sínum tíma og er reyndar enn í dag. En á þessum 40 árum sem liðin eru frá vígslu hennar, hefur margt orðið tímans tönn að bráð og ann- að látið á sjá, sem nú er brýn þörf að bæta og laga. Er þar fyrst að telja glugga kirkjunnar, sem í ráði er að endurnýja, og er það metnaðarmál safnaðarins að keyptir verði steindir glugg- ar í kirkjuna frá Þýzkalandi og er undirbúningur undir það þegar hafinn. Flestir þeirra, sem burtu hafa flutzt, hafa notið margra helgra stunda í þessu gamla guðshúsi sínu og eiga margar helgar minningar við það tengdar, engu síður en við sem enn höfum not kirkjunnar. Því er það einlæg ósk okk- ar og von, að allir vinir Sigluf jarðar leggist á eitt að styðja að framgangi þessa máls með fjárframlögum, á- heitum og minningargjöfum. Sóknarprestur og sóknar- nefnd Siglufjarðarkirkju veita móttöku öllum fram- lögum til þessa verks. Einnig hafa eftirtaldir Siglfirðingar á Reykjavíkur- svæðinu góðfúslega boðizt til að veiita móttöku þvi fé er safnast kynni. 1 Reykjavík: Séra Óskar J. Þorláksson Séra Ragnar Fjalar Lárus- son Jón Kjartansson, forstjóri, í Kópavogi: Jón Skaftason alþingismaður. í Garðahreppi: Séra Bragi Friðriksson, Ólafur Einars- son, alþingismaður. í Hafnarfirði: Erla Axels- dóttir, Brekkugt. 13. I Keflavík: Ingvi Brynjar Jakobsson, lögregluvarðst. Á Ákranesi: Guðrún Hjart ar, Háholti 5. Með fyrirfram þökk og ósk um blessun Guðs á kom- andi tímum. Sóknarnefnd Siglufjarðar ★ Menn muna sennilega enn þann mikla gauragang, sem varð þegar ráðið var síðast í stöðu sjúkrahússráðs- maims. Margir sóttu um og var því vahð erfitt. Guð- mundur Þorláksson, trésmið- ur, var ráðinn til starfans, og honum greidd laun í 17. launaflokk í fyrstu. Þegar kjaradómur felldi úrskurð um laun og kjör bæjarstarfs- manna á s.l. ári, hækkaði ráðsmaðurinn upp í 22 launa- flokk, sem gerir um kr. 40.000 á mánuði. Þess má geta til gamans að bæjar- gjaldkerinn er í 21. launa- flokki. Þessi úrskurður kjaradóms byggist m.a. á svofelldri lýsingu á starfi ráðsmannsins: Eftir- lit og umsjón á sjúkrahúsi. Gerð reiknínga, hndieimta og bókhald, ásamt kaupútreikn- ingi og útborgun vinnulauna. Mimiiháttar viðhaldsstörf. Innkaup önnur en lyf og hjúkrunarvörur. Óreglulegur vimiutími. Ekki gert ráð fyr- ir greiðslu yfirvinnu. A. B. á móti Nú hefur ráðsmaðurinn óskað eftir heimild til þess að ráða sér laðstoðarstúlku í hálft starf. Þessa málaleit- an samþykkti stjórn Sjúkra- húss Siglufjarðar á fundi sínum 13. nóv., gegn atkvæði fulltrúa A. B. Máiið fór síð- an fyrir bæjarstjórn, en þar var afgreiðslu þess frestað, eftir nokkrar umræður. \ í umræðum um þessi mál bentu fulltrúar Á. B. á. þessi atriði málsins: Aðstoð sú, sem ráðsmaður- inn æskir eftir, er fyrst og fremst vegna bóklialdsstarfa, og yrði jafnvel ekki unnin iiman veggja sjúkrahússins, heldur einhversstaðar úti í bæ. Ráðsmaður metur þetta stárf sem hálft dagsverk, eða 80 tíma á mánuði. Það sem ráðsmaðurinn fer fram á, er einfaldlega það, að hann lialdi starfi sínu í 22. launa- flokk, eftir að starf, sem hann metur sjálfur sem hehning af starfi sínu, er falið öðrimi aðila. Fulltrúar A. B. geta ekki fallist á að afgreiða þetta mál með þess- um hætti. I umræðum benltu þeir á, að hugsanleg lausn væri sú, að skipta starfinu í tvennt og ráða annarsvegar bókhald- ara og hinsvegar sendil og húsvörð. En ef að líkum læt- ur heldur meirihiuti bæjar- stjómar sama strik og meiri- hluti Sjúkrahússstjórnar og lætur þetta lítilræði eftir. Vestmannaeyjar og Isafjörður Blaðið hefur aflað sér -upplýsinga um fyrirkomulag þessara mála í Vestmanna- eyjum og á Isafirði. Á báð- um þessum stöðum er bókhald sjúkrahúsa unnið á skrifstofum bæjarins. I Vest- mannaeyjum er húsvörður og sendill í 12-13 launaflokki. Á Isafirði vinnur ráðsmaðm• sjúkrahússins á bæjarskrif- stofunum, sér um bókhald þess og því um Mkt, enn fremur er hann innkaupa- stjóri bæjarins og tekur laun eftir 21. launaflokki. Á Isa- firði eru sendilstörf og þess háttar undir eftirliti ráðs- konu. Hér á Siglufirði virðist aftur á móti stefnt að því, að koma upp smá skrifstof- um út um hvippinn og hvapp inn og búa til þægilegheita bitlinga fyrir gæðinga meiri- hlutans. Súkkulaðiverksmiðjan LINDA h.f. AKUREYRI framleiðir fjölbreyttustu tegundir sælgætir á Islandi úr fyrsta flokks hráefnum. Allir borða LINDU-súkkulaði, það eykur þrótt og gefur frísklegt útht. Súkkulaðiverksmiðjan LINDA h.f. Símar: 12800-11660 — Akureyri Eyþór H. Tómasson Mikið fannfergi Mjög snjóasamt hefur ver- ið undanfarnar vikur, eftir eindæma gott haust hér norðanlands. Fyrsti snjórinn féll um vetumætur en tók upp aftur. I nóvemberbyrjun hófst svo snjókoma, og má segja, að 'hún hafi staðið úrtakalítið, og oft með mik- illi veðurhæð, allt fram til 10. desember. Kyngdi niður óhemju miklum snjó víða, svo að miklar truflanir urðu á samgöngum á landi og innanlandsflugi. Frost hafa hinsvegar ekki verið mikil, allan illviðrakaflann var það yfirleitt rétt fyrir neðan núlhnarkið Undanfarna viku hefur verið þíðviðri og hefur snjórinn minnkað geysimik- ið, og eru samgöngur nú aft- ur orðnar eðlilegar, ■ miðað við árstíma. Snjómokstur á götum Starfsmenn bæjarins hafa sýnt mikinn dugnað við að halda götunum hér bílfærum í ótíðinni imdanfarnar vikur. En síðan brá til þíðviðris, hafa sumir fyllzt nokkurri óþolinmæði eftir því, að snjóruðningarnir minnkuðu, og finnst að meira hefði mátt gera að því að f jar- lægjia snjó af gangstéttum og frá húshliðum þar sem umferð er mest, t. d. í ná- grenni verzlana. Aldrað fólk kvartar yfir því, að það komizt vart frá húsunum, t. d. við Suðurgötuna, í hall- anum upp á Hafnarhæð, og þegar það loks komizt út á götuna, sé þar aðeins pláss fyrir bíla. Sömu sögu er að segja um ýmsar aðrar götur. Vonandi hjálpast hlákan og hinir' rösku ýtumenn að við að fjarlægja* hvimleið- ustu skaflana, svo ekki hljótist alvarleg óhöpp í jólaösinni. 4 — MJÖLNTR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.