Fylkir


Fylkir - 18.03.1949, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.03.1949, Blaðsíða 4
4 F Y L K I R R i t d ö m u r Framhald af 2. síðu. í bókaflóðinu fyrir síðustu jól barst íslenzkum lesendum í hend ur þýðing Sveinbjarnar Egilsson- cir ó Qdysseifskviðu, síðasta bindi Flómerskvæða, í ógætri útgófu þeirra Kristins Ármannssonar og Jóns Gíslasonar, sem eru fróð- ustu menn núlifandi um forn grísk fræði. Þeir, sem nú eru miða'ldra og eldri, munu hafa fagnað gömlum vini, „er lesinn var upp til agna" og verið hafði ófóanlegur um alllangt skeið. Hómers-kviðurnar eru öndveg- isrit heimsbókmenntanna, og vart munu önnur verk hafa haft meiri og varanlegri óhrif ó and- legt líf Vesturlanda en þær, bæði beint og óbeint. Veldur þar margt um og verður ekki rætt nónar hér. En það er engan veginn of- mælt, sem sagt er, að Hómer sé „faðir grískrar skáldl istar". Hann hefur orðið fleirum faðir í þessu efni en Grikkjum, svo stór- kostleg sem áhrif hans á sagn- ræna („epíska") Ijóðagerð hafa orðið. Illicnskviða segir frá falli llli- on eða Trójuborgar, en Odys- seifskviða fjallar um heimför kappans Odysseifs og raunir þær, er hann rataði í. Eg mun ekki rekja efni þessara kvæða, en læt lesandanum eftir að forvitnast um það. Um Hómer hefur margt verið rætt og ritað, og svo má segja, að þegar nafn hans ber á góma, þá sé hver höndin upp á móti annarri. Enginn veit með vissu, hvort Hómer hefur nokkru sinni verið til, en margir álíta, að kvið ur þær, sem við hann eru kennd- ar, séu margra kynslóða og margra skálda verk, er síðar hafi verið safnað saman og steypt í eina hcild. En hvað, sem því líð- ur, verður varla um það deilt, að þær séu stórvirki, er líkja má við hin grísku súlnahof, björt og stílhrein, umleikin sólskinsbirtu og heiðríkju. Enn eru kvæði þessi lesin og lærð víða um heim. Þrjú þúsund ár hafa ekki megnað að varpa skugga á þau. Líkingaauð- legð Hómers og myndvísindi virð ats óbrigðul og nær því þrotlaus. Lýsingar hans eru tíðum orðmarg ar, en söguþráðurinn rofnar aldrei í skrúðmælgi, og frásögn- in er látlaus og einföld. Lýsing- arnar á lifnaðarháttum hinna fornu Grikkja eru ijósar og skýr- ar og veita góða innsýn í heimil- islíf og aðra siði. Þá eru sumar persónulýsingarnar aðdáanlegar og víða svo af ber. Eg get ekki stillt mig um að benda á kven- lýsingar Hómers. Hvar getur un- aðslegri kvenlýsingu en lýsing- una á Násíku hinni hvítöi'muðu, eða er til göfugri lýsing á tryggð eiginkonunnar en lýsingin á Penelópu, er biðui* manns síns í 20 ár, þrátt fyrir ásókn biðlanna. Og svo mætti lengi telja. • Það væri synd að segja, að Sveinbjörn hafi þý» kviðurnar. Miklu fremur mæfti segja, að hann hefði íslenzkað þær í þess orðs beztu merkingu. Enda hafa Hómers,-þýðingar Sveinbjarnar mest orð á sér allra íslenzkra þýðinga, og svo telja fróðir menn, að þær séu í bezta lagi nákvæm- ar. Hjá Sveinbirni fer saman, svo að fágætt er, frábær næmleiki á skáldlega fegurð, vandvirkni og nákvæmni og hinsvegar nær því óbrigðul smekkvísi og stílnæmi samfara frábærri máltilfinningu, svo að úr samleik lærdóms og listfengis skapast heilsteypt lista-. verk úr fornum klassískum og ís- Framhald af 1. síðu. kommúnistar, að íslendingar sýndu málstað Breta og banda- manna þeirra fullan fjandskap. Og eftir að Bretar hernámu land- ið hamaðist Þjóðviljinn dag eftir dag gegn því að íslenzkir verka- menn vnnu hjá setuliðinu. Þá verkamenn, sem ekki hlýddu þessu bcði skirraðist blaðið ekki við að stimpla sem landráða- menn og vinnuna nefndi það varla annað en landráðavtnnu. Þetta var í þá daga, er kommún- istar voru vinir og bandamenn nasista. Og til þess að undirstrika þessa vináttu kröfðust kommún- istar þess í Þjóðviljanum hinn 28. jan. 1940, að íslendingar hættu fiskflutningum til Bretlands, en að samningar yrðu tafarlaust teknir upp við þjóðverja í þessu skini, Endaði þessi bægslagangur þeirra með því að hernámsyfir- völdin sáu sig tilneydd til þess að flytja aðalforsprakka kommún- ista, þá Einar Olgeirsson o. fl. af landi burt, eftir að sannast hafði á flokkinn þátttaka hans í hinu fræga „dreyfibréfi", þar sem setuliðið var hvatt til uppreisnar gegn yfirmönnum sínum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að Nasistar réðust á Rússa að óvörum og eftir að Rúss ar höfðu gengið í hernaðarbanda lag við Breta og bandamenn lenzkum fræðum. Margir þeir, er nú fást við að þýða erlend rit á íslenzku, mættu taka Sveinbj. sér til fyrirmyndar, því að vafa- samt er, að til sé önnur þýðing erlends rits, er taki þessari fram að öllu yfirbragði og tign. Hóm- ers-þýðingar Sveinbjarnar Egils- sonar eru hollur lestur þeim, er viljá drekka í sig anda íslenzks máls, í þeim er að finna „upp- sprettulindir og niðandi vötn" ís- lenzkrar tungu. Orðaforðinn er feykilegur og smekkvísi í orða- vali nær því óbrigðul, stíllinn un- aðslegur og hrynjandi mjúk og fögur. Útgefendur hafa ritað allýtar- legan formála fyrir útgáfunni og gera þar nánari grein fyrir henni. Einkum vil ég benda mönnum á kaflann um málsmeðferð Svein- bjarnar, þar sem drepið er á nokkur atriði í málsmeðferð hans. Bókin er 52 -þ LXXXVI bls., prýdd mörgum myndum efninu til skýringar og frágangur allur hinn vandjðusti. E. H. E. þeirra, breyttist afstc'Ja kommún ista svo að segja á cinum degi. Þjóðviljinn tók upp sinn fyrri söng og hamaðist gegn Nasist- um. Og svo langt gengu kommún istar í umsnúningi sínum, að þeir hvöttu verkamenn eindregið til þátttöku í setuliðsvinnunni, sem nú var tatlin landvamavinna en ekki landráðavinna eins og áður. Þessi eltingaleikur og þjónkun kommúnista við málstað Rússa sannar greinilega, aðþeimerann að hentara en að hafa sjálfstæða skoðun í utanríkismálum og að íslendingar geta aldrei treyst á afstöðu þeirra í þessum efnum, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru orðnir marg sannir að því að láta stjórnast af öflum, sem eru íslandi fjandsamleg. Það sem nú aðallega einkennir umræður kommúnista um Atlantshafs- bandalagið er sú krafa þeirra að ísland lýsi yfir algerðu hlutleysi. Að sjálfsögðu dettur engum Islending í hug að efa að algert hlutleysi væri æskilegast, ef slíkt hugtak væri raunhæft. En því miður færði síðasta heimsstyrjöld íslendingum heim sanninn um það, að þó að þeir sjálfir vilji vera hlutlausir, fá þeir ekki við það ráðið. Það er nú orðin staðreynd að íslandi hefur verið boðin þátt- taka í hinu væntanlega banda- lagi. Utanríkisráðherra landsins, Bjarni Benediktsson er þessa dag ana staddur í Washington ásamt tveimur meðráðherrum sínum, að ' •"S kynna sér efni væntanlegs sátt- 1 mála og þá hvaða kröfur verða gerðar til íslands í þessu sam- bandi. Fyrr en þetta liggur Ijóst fyrir hefur almenningur enga möguieika til að taka afstöðu til málsins. Upphrópanir kommúnista í þessu sambandi eru ekkert ann- að en blekking ein. í fyrsta lagi eru þeir með bægslagangmum í sambandi við þetta mál, að reyna að draga athygli fólksins fiá hrörnun flokksins innanlands. ! öðru lagi vita þeir að þessu bandalagi lýðræðisþjóðanna er stefnt til varnar gegn yfirgangi Rússa, og væri það eitt nægjan- legt til (. ?ss að þeir væru fyrir- fram ákveðnir andstæðingar þess. Forsaga kommúnisra í þessu máli er á þann veg, að * bæru þeir nokkurn snefil af virð- ingu fyrir sjálfum sér myndu þeir taka þann kostinn að þegja Þegar íslendingum var á sín- um tíma boðið að senda fulltrúa á stofnþing sameinuðu þjcðanna í San Fransisco, var það gert að ófrávíkjanlegu skilyrði að þeir segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Kommúnistaflokk urinn var eini stjórnmálaflokkur- inn hér á landi, sem lét sér sæma að krefjast þess að lagst yroi a náinn og skilyrðunum fulínægr. Það væri gaman að sjá nú upp- litið á þessum hlutleysisposrulum ef þeir þá hefðu fengið vilja sín- um framgengt og Island hefði sagt þessum ríkjum stríð á hend- ur. Sem betur fer er þjóðin farin að átta sig á þeim skrípuleÍK, sem kommúnistar eru að leika i sambandi við þetta mál. Allur al- menningur veit að þeir leika nú hér á landi sem annarsstaðar, ná kvæmlega sama hlutverkið og fimmta herdeild Nasista og norsku Quislingarnir léku á sín- um tíma. Yfirlýsingar flokks- bræðra þeirra í Frakklandi og víð ar sanna þetta ótvírætt, þar sem þessir samherjar þeirra hafa lýst því yfir, að þeir telji sér skylt að standa við hlið Rússa ef þetta ríki lendi i ófriði við föðurland þeirra. Andstöðublöð kommún- ista hér á landi hafa margkrafið þá um afstöðu þeirra til þessara yfirlýsinga, en ekkert hefur enn heyrst frá þeim, af þeirri ástæðu éinni að þeim er það alveg Ijóst, að slík yfirlýsing myndi skapa þeim réttláta fyrirlitningu alls al- mennings. Með ósamhljóða yfir- lýsingu væru þeir hinsvegar komnir út af „línunni" og munu þeir forðast það í lengstu lög. Þeir hafa tekið þann kostinn að þegja. Guðl. Gísloson I Utanríkisstefna kommúnisfa

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.