Fylkir - 07.10.1949, Blaðsíða 2
2
F Y L K I R
FYLKIR
málgagn Sjálfstæðisflokksins
Útgefandi:
Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja
Ábyrgðarmaður:
Guðlaugur Gíslason
Auglýsingastjóri;
Finnbogi Friðfinnsson
Prentsmiðjan Eyrún h. f.
í þróttir
23. október.
Þann 23. október n.k. verður
gengið til alþingiskosninga. Þess -
ar kosningar fara fram tæpu ári
fyrr en reglulegar kosningar áttu
að fara fram. Að þannig fór er
fyrst og fremst vegna þess að
samstarf lýðræðisflokkanna um
stjórnarsamstarf hefur mistekist.
Orsakir þess að svona fór verða
ekki raktar hér, enda almenn-
ingi að miklu leyti kunnar. En
samvinnuslit lýðræðisflokkanna
um stjórn landsins hafa fært
heim sanninn um, að þjóðin
verður að fá nýja forystu. Hún
verður að fá einum flokki foryst
una. Sjþlfstæðisflokkurinn er
eini flokkurinn, sem hefir mögu- ,
leika til þess að fá hreinan þing- ,
meirihluta. Við seinustu kosning
ar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20
þingmenn, en til þess að hann
öðlaðist hreinan meirihluta
þurfa aðeins rúmir 400 kjósend- ,
ur að hætta að kjósa Alþýðu- og
Framsóknarflokkinn í 8 kjördæm
um. Stjórn landsins verður aldrei
farsæl, nema að einn flokkur ]
stjórni, beri ábyrgðina einn —
og taki afleiðingunum einn. Þjóð ;
in. er að skilja þetta. Allsstaðar
irá berast fregnir um fylgisaukn
ingu Sjálfstæðismanna. Og ósk-
andi væri að sú fylgisaukning
yrði það mikil að unnt væri að
afloknum kosningum að taka
upp þá einu heilbrigðu stjórnar-
háttu, að einn flokkur — Sjálf-
stæðisflokkurinn — færi með
stjórn landsins.
Hér í Vestmannaeyjum stend-
ur baráttan við kosningarnar 23.
október millum Sjálfstæðisflokks
ins og kommúnista. Sú'barátta
er reyndar ekki tvísýn, því áð
auðvitað vita allir að Jóhann
sigrar með miklum aktvæða-
mun. En vissan um sigur Jó-
hanns má ekki draga kraftinn
úr því höggi, sem kommúnistarn
ir eiga að fá 23. október. Þess-
vegna verða allir lýðræðissinnar
að vinna að því að sigur Sjálf-
stæðisfjokksins hér í Eyjum verði
sem mestur, og sýna þar með
.kommúnistum að sól þeirra er
að síga til viðar. ,
Framhald af 1. «íOu.
þrautina með 2390 stigum.
800 m hlaup vann Magnús
Helgason á 2.17 mín. 2. var
Ingvar Gunnlaugsson á 2.18.9
sek.
Fimmtudaginn 29. þ. m.
hélt Knattspyrnufél. Týr Sig-
ríði Bjarnadóttur frá Hoffelli
kveðjusamsæti, en liún flytur
nú úr bænum norður á land
til búskapar. Sigríður, eða
Sigga á Hoffelli, eins og hún
hefur jafnan verið kölluð hér
í Eyjum, liefur starfað leng-
ur en nokkur önnur stúlka
hér að íþróttamálum, og haft
brennandi áhuga fyrir þeim
allt frá bernsku. Fáar stúlkur
munu eiga lengri íþróttasögu
hér á landi en einmitt hún.
Það hefði verið bæði fróðlegt
og skemmtilegt að geta farið
yfir keppnisferil hennar frá ]
því að hún keppti í fyrsta !
skipti fyrir um það bil 15 ;
árum og til þessa dags, þar j
mundi áreiðanlega kenna
margra grasa og margar góð- ■
ar og gamlar minningar rifj-
ast upp, en til þess er hvorki
tími né rúm hér. Sigríður
varð snemma mjög góður
handboltaspilari og einhver
kræfasta skytta sem Týr hef-
ur átL. Það mun varlega áætl-
að að hún hafi á sínu keppn-
istímabili sett ekki færri en
200 mörk bæði á kappleikj-
um Týs og eins þar sem fé-
lögin hafa keppt sameigin-
1 lega. Það er fjarri því að
handboltinn hafi verið henn-
ay eina áhugamái á sviði í-
þróttanna, hún hefur einnig
I S^OC:
Edik
Edikssýra
Litað svkurvatn
nýkomið
Neytendaféiagið
Til sölu nýlegt
HÆNSNAHÚS
í mjög góðu standi. Nokkur
hænsn geta fylgt. Prentsmiðjan
visar a.
stundað aðrar íþróttir með
ágætum árangri, svo sem
leikfimi, sund og frjálsar í-
þróttir, hún á til dæmis Vest
mannaeyjamet í hástökki
kvenna sem er 1.25 m. — Að
lokum við ég segja þetta:
Iþróttaferill Sigríðar er öðr-
um til fyrirmyndar, ekki að-
eins vegna þess hve vel hún
hefur staðið sig, heldur
miklu frekar vegna þess hve
lengi og vel hún hefur stund-
að æfingar. Og ég er viss um
að þótt Sigríður flytji nú í
annað hérað, þá muni hún
ekki þar með hafa „lagt
skóna á hilluna“. Að end-
ingu þetta, um leið og við
félagar hennar þökkum Sig-
ríði langt og gott samstarf,
óskum við henni og manni
hennar farsællar framtíðar.
K. J.
Úr Eyjum
Framhald af í. síðu.
hér, bæði í heimalandinu og
í úteyjum. í Álsey voru þeir
Gísli Eyjólfsson Búastöðum,
Guðjón Eyjólfsson Kirkjubæ,
bróðir han.s, Einar bóndi
Jónsson í Norðurgarði og 5
aðrir ónafngTeindir menn.
Voru hinir 3 fyrrnefndu
að ,,aðsækja“, sem svo er kall-
að, — þ. e. að drepa fýlinn
með álnarlöngum, sterkum
sköftum, sem nefnd voru
„fýlakeppir“. Þegar þeir nú
voru af mesta kappi að drepa
fýlinn hittist svo á, að þeir
voru allir samtímis staddir í
nokkuð stórri grastó. Kom þá
mjög snarpur jarðskjálfta-
kippur og skipti það tæpast
sekuridum að torfan sem þeir
voru í, losnaði frá berginu og
fór til ferðar, en niður í sjó
var margra tuga metra hátt
berg, með sillum, nefjum og
grastætlum.
Það geta allir ímyndað sér,
hve voðaleg aðstaða þeirra
var LÍl að bjarga sér frá bráð-
um dauða, og hve skelfilegt
það var, að vera u.tan í bjargi
í þessum mikla jarðskjálfta.
Allt sýndist dinglandi laust
og lítið. Mold, graskekkir og
grjót á fljúgandi ferð allt í
kringum þá og loftið titrandi
af þrýstingi og hvin niður-
lirapandi stórgrýtis. Alsey
sýndist þeim öll ganga í bylgj
um og skalf hún eins og
hrísla í vindi og þeir þrír
komnir til ferðar niður með
grastorfunni, þar' sem bráður
dauði virtist óumflýjanlega
bíða þeirra allra.
Frzmh*ld i 4. «íðu.
Það er svo margt . . .
Já, „það er svo margt ef að er
gáð, sem um er þörf að ræða,"
sagði skáldið forðum. Þá voru
dægurmálin rædd af miklum
móð, og þau eru það enn í dag.
Alltaf skapast ný og ný viðfangs
efni. Þau eru rædd bæði af lærð-
um og leikmönnum. Sjónarmiðin
verða mörg og dómarnir misjafn
ir. Jafnvel svo mjög, að það sem
einum sýnist hvítt, segir annar
svart vera. Báðir eru þeir þess
fullvissir, að þeir sjái þann eina
rétta litinn.
Útvarpsumræðurnar.
Fyrir fáum dögum kappræddu
nokkrir ungir menn um stjórn-
mál. Kappræðum þeirra var út-
varpað, svo að þjóðin gæti sem
bezt fylgst með málflutningi
þeirra og boðskap. Þeir fluttu
mál sitt skýrt og skörulega, hver
frá sínu sjónarmiði. En sjónar-
miðin urðu jafnmörg stjórnmála
flokkunum, svo sem við var að
búast. Það sem einn sagði hvítt,
kvað annar svart vera o. s. frv.
Allir gáfu þeir þó þjóðinni það
fyrirheit, hver í sínu lagi, að ef
þeirra flokkur stjórnaði ríkinu,
myndi flest, sem aflaga hefur
farið, breytastjil hins betra, því
mættu allir treysta.
Hlustendurnir.
Þjóðin öll hlustaði. Henni bar
að hlusta á stjórnmálamennina
ungu, sem voru þarna mættir
íyrir hönd flokka sinna. Þeirra
er framtíðin og þeirra bíður það
hlutskipti, að leysa marga erfiða
þraut, til blessunar fyrir land
sitt og þjóð.
Meiri hluti kjósenda hefur
skapað sér ákveðna skoðun í
stjórnmálum. Þeir eiga ekkert
erfitt með að átta sig á rétta
litnum. En hvað svo með hina ó-
vissu? Um þá er barizt. En varla
verða nú margir þeirra jafn á-
nægðir með frambjóðendurna
almennt, og kjósandi nokkur á
Austurlandi var fyrir nokkrum
árum. Þegar hann hafði hlustað
á þá alla á framboðsfundinum,
víst frá fjórum flokkum, varð
honum að orði:
„Rólega hér ræður falla,
rökin eru glögg og slyng.
Hélzt ég vildi ykkur alla
eiga til að senda á þing".
En þetta var nú í þá daga.
S.