Fylkir


Fylkir - 20.01.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 20.01.1950, Blaðsíða 2
FYLKIR FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Gíslason Auglýsingar annast: skrifstofa Sjálfstæðisflokksins sími 344. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Kjösið D listann Vestmannaeyingar, athugið vel hvað þið gerið er þið komið að kjörborðinu 29. janúar n. k. Sjálfstæðisflokk- urinn er eini flokkurinn hér í Eyjum sem hefur mögu- leika til þess að fá meirihluta í bæjarstjórn við næstu kosn- ingar. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig eini stjórnmálflokkur landsins sem berst fyrir vel- megun allra stétta þjóðfélags- ins. Athugið vel hvað afleið- ingar síðustu bæjarstjórnar- kosningar hafa haft á hag bæj arfélagsins. Það er raunasaga sem ekki má endurtaka sig. Ef þannig fer, að bæjar- málum verður stjórnað með sömu forsjá og undanfarin ár, þá verður engum verð- mætum bjargað og þær miklu skuldaklyfjar, sem þeg- ar eru myndaðar, sliga allt einstaklingsframtak hér, með því að skuldirnar verða lagð- ar á alla einstaklinga bæjar- félagsins, sem þeir fá ekki undir risið. Það er líka stað- reýild, að þegar meirihluti er niyndaður af stjórnmálaflokk um, með gjörólíkar stefnur um lausn stóru framfaramál- anna, næst ekki viðunandi samkomulag og úrlausn eng- in til hlýtar. Athugið því vel, að slíkt má ekki henda við næstu bæj arstjórnarkosningar. Sjálfstæð isflokkurinn er eini flokkur- inn sem getur bjargað því, sem verður bjargað úr þeim glundroða sem fjármál bæjar- irís eru þegar kömin í. En því aðeins að. hann fái meiri- hluta í bæjarstjórn, enda verður hún öðrum kosti ó- starfhæf. Hvers vegna hætti bærinn söluá utanbæjarmjólk Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja er álagning á aðflutta mjólk hing- að rúmlega 400 krónur á tonn. Þrátt fyrir þetta hefur bæjarsjóður hætt sölu utanbæjarmjólkur í mjólkurbúð sinni og með því stórskaðað bæjarbúa, sem eftir sem áður verða að standa straum af reksturskostnaði mjólkurbúð- arinnar og reksturshalla Dalabúsins. Almenningur hlýtur að spyrja. Er eitt- hvert leynimakk á milli bæjarstjórnar- meirihlutans og Helga Ben. um þetta mál, þar sem hann er einn látinn hirða allan gróðann af utanbæjarmjólkinni á meðan að mjólkurbúð bæjarins er dag- lega haldið opinni til afgreiðslu á því litla mjólkurmagni, sem frá Dalabúinu kemur. Þegar ráðist var í byggingu Dalabúsins á sínum tíma var það gert af illri nauðsyn. Ástandið í þessum málum var þá þannig. Umræður, sem fjárhagsnefnd bæjarins átti við stjórn Búnaðar félagsins leiddu í Ijós, að kúm hér fór mjög ört fækkandi og alveg fyrirsjáanlegt að hér yrði stórkostlegur mjólkurskortur, ef ekki yrði hafist handa til úrbóta. Var þá þegar af Hinrik Jóns- syni, bæjarstjóra, leitað bæði til Samsölunnar í Reykjavík, Mjólk- urbús Flóamanna og samlagsins í Borgarnesi um kaup á mjólk til flutnings hingað. Því miður töldu viðkomandi aðilar sig enga mjólk hafa af- lögu. Enda setuliðið þá í algleym ingi og á allra vitorði, að það tók til sín allverulegan hluta af þessari framleiðslu landsmanna. Mjólk sú, sem hinga er flutt kostar nú hjá Sam- sölunni í Reykjavík pr. tonn ................ kr. 2.050,00 Kostnaður í Rv., flutningskostnaður til Vestm.eyja og uppskipun hér nemur samtals pr. tonn......... — 1 18,50 Útskipun og flutningskostnaður á umbúðum til Reykjavíkur er pr. tonn .................... . — 67,50 Kosfnaðarverð mjólkurinnar er því pr. tonn. ... kr. 2.235,00 Útsúluverð er hinsvegar kr. 2,65 líterinn, eða pr. tonn ..................................... — 2.650,00 Seljandi hefur því í brúitóhagrsað'.............. — 415,50 af hverju tonni, sem hingað er flutt. Var þá horfið að byggingu Dala búsins. Eðlileg afleiðing þess var, að bærinn setti á fót mjólkurbúð til þess að selja framleiðslu þess þar sem ekki var um heimsend- ingu mjólkurinnar að ræða, vegna vöntunar á nothæfum fiöskum. Þegar að því kom, að mögu- leikar opnuðust fyrir að fá hing- að aðflutta mjólk, hefði ekki ver ið nema eðlilegt, að bæjarsjóð- ur, sem búinn var með stofnun Dalabúsins og opnun mjólkur- búðarinnar, að taka að sér for- ystuna í þessum málum, hefði einnig tekið að sér að annast inn flutning og sölu á þeirri mjólk, sem hingað er aðflutt, sérstak- lega þegar þess er gætt, að með því móti hefði mátt stór- lækka þann reksturshalla, sem verið hefur á Dalabúinu undan- farin ár. Sé reiknað með eðlilegri mjólkurneyzlu bæjarbúa hér, að því frádregnu sem hér er fram- leitt, er alveg óhætt að slá því föstu,_ að hagnaðurinn af sölu aðfluttrar mjólkur nemur árlega I milli 40 og 60 þús. krónum. 1 Þegar þess er gætt, að þæjar- sjóður hefur hvort sem er opna mjólkurbúð, leigir dýrt húsnæði og heldur starfsfólk til af- greiðsiu, væri fróðlegt að fá að vita, af hvaða ástæðum sölu uianbæjarmjólkur hefur verið hætt í mjólkurbúð bæjarins. Hörgul á mjólk frá Samsölunni Nú á þessu riýbyrjaða ári gerast eldsvoðar tíðir hér í Eyj- um. Eg segi ekki þessi orð vegna þess, að ég geri ráð fyrir að svo verði áfram. Enda hvarfl- ar sú hugsun vart að nokkrum. En það er annað í þessu sam- bandi, sem hefir vakið hjá mér hugsun. Eins og öllum útvarps- hlustendum er kunnugt hefir undanfarin ár títt verið tilkynnt um eldsvoða hér og þar á land- inu og einkum úr sveitunum. Það hefir vakið athygli mína, að mjög oft fylgir fregninni að það, semb brann hafi verið óvátryggt og skaðinn því óbætanlegur eig- endum. Það er einmitt þetta, sem hef ir hvarflað að huga mínum nú, er innbú búenda hér í Eyjum „vátryggt fyrir eldi." Mér er nær að halda að svo sé ekki, og ef til vill af þeim orsökum að eldsvoðar hafa verið mjög fá tíðir. En við'skulum gera okkur grein fyrir því að eldurinn gerir sjaidan boð á undan sér, en kemur í húsvitun, ef til vill þeg- ar verst stendur á, s. s. í vondum veðrum eða þegar enginn er heima til að taka á móti. Ekki þarf nema lítinn atburð til þess að allar eignir heillar fjölskyldu séu foknar út í veður og vind sem aska og ailir standa eftir og fá skaðann ekki bættan. Oll hús í bæjum ber að tryggja samkv. lögum. Það er því innbúið sem menn ættu að athuga, og það strax, hvort er vátryggt. Ef svo er ekki, þá gerið það án tafar. Vátryggingarfélögin bjóða svo góð kjör að það fé munar eng- ari um, en getur fengizt ríflega endurgoldið ef þessi vá ber að dyrum. er ekki um að kenna. Og varla fær meirihluti bæjarstjórnarinn- ar nokkurn mann til þess að trúa því, að bærinn fái ekki af- greidda mjólk frá Reykjavík vegna vanskila, þar sem aldrei hefur um nein lánsviðskipti á þessari vöru verið að ræða. Al- menningur hér hefur alltaf ver- ið látinn greiða mjólkina við móttöku. Meðan annað upplýsist ekki hlýtur þetta að skoðast, sem táknrænt dæmi um þann vesal- dóm og úrræðaleysi, sem ríkj- andi er í herbúðum vinstri flokk anan um stjórn málefna bæjar- ins. Kjósið því D-listann.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.