Fylkir


Fylkir - 20.01.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 20.01.1950, Blaðsíða 1
Mólgogn Sjálfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestm.eyjyum, 20. jan. 1950 3. tölublað. Fyrsti dómurinn á te. i: Bæjarútgerð Vestm.eyja ftuáami Laugardaginn 14. jan. s.l. var í Sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja upp kveðinn svohljóðandi dómur í málinu Kaupfélag Verkamanna, Vestmanna- eyjum gegn Bæjarútgerð Vestmanna- eyja. Því dæmist rétt vera: Stefndir Ársæll Sveinsson, Björn Guð mundsson, Hrólfur Ingólfsson, Sigurður Stefánsson og Sigurjón Sigurðsson fyrir hönd Bæjarútgerðar Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum greiði stefnandanum Friðjóni Stefánssyni fyrir hönd Kaupfé- lags Verkamanna Vestmannaeyjum, kr. 41.549,83, ásamt 6% ársvöxtum frá 30. nóvember 1949 til greiðsludags og kr. 3.675,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Það hefði ekki þótt spámann- lega vaxinn maður, sem hefði haldið því fram við komu bæjar- togaranna, að aðalfyrirtæki kommúnista hér, yrði fyrst allra til þess að fá útgerðina dæmda og hóta aðför að lögum innan 15 daga ef ekki yrði greidd um- yrðalaust matarúttekt skipverja. Miðað við önnur hliðstæð við- skipti, er réttmæti skuldar þeirr ar, sem eftir stendur hjó K.f. Verkamanna siðferðilega séð vægast sagt mjög hæpin þeg- ar tillit er tekið til þess, að Kaup félagið hefur aldrei gefið bæjar- útgerðinni nokkurn afslátt af viðskiptunum, þrátt fyrir það, að matarúttekt skipanna er lang- samlega stærstu viðskiptin, sem nokkurntíma hafa verið lögð upp í hendur einnar verzlunar hér. Þegar byrjað var á rekstri skipanna, lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarstjórn, það til, að viðskipti þessi yrðu boðin út, meðal verzlana hér í bænum og við þann aðila samið, sem hagkvæmust kjör byðu. Þetta máttu1 fulltrúar krata og kommúnista ekki heyra nefnt. heldur var farið með við- skiptin beina leið ! kaupfélagið án nokkurra samninga um af- slátt. Enda flestum kunnugt, að fulltrúar krata höfðu fyrirfram fallist á þetta við myndun nú- verandi meirihluta bæjarstjórn- ar. Til fróðleiks er rétt að rifja upp hvernig samtök útgerðar- manna fara að í hliðstæðum til- fellum þó í mun smærri stíl séu. Um s.l. óramót, er matstofan að Strandveg 80 tók til starfa, var þegar samið við ákveðna verzlun um útvegun á öllum mat Framh. á 3. síðu MINNINGARORÐ Brynjólfur G. Guðlaugsson Fæddur 30 júlí 1921 Dáinn 26. desember 1949 Þetta litla byggðarlag hefur margt afhroðið goldið í fang- brögðunum við Ægi, og marga fórnina orðið að færa fyrir þá lífsbjörg sem sjómennimir hafa úr hafsins djúpi dregið. En und- anfarin ár hefur forsjónin forð- að okkur frá stærri áföllum, og og maður var næstum farinn að trúa, að aukin tækni og betri útbúnaður skipanna myndi forða okkur frá fleiri voðahöggum — en þá kom reyðarslagið — ó skömmum tíma fer hópur varskra drengja í hafið og drukknar. Enn einu sinni hefur hafið innheimt sinn skatt, og að því að manni virðist miskunnar- lausara en nokkru sinni fyrr. Einn í hópi þessara góðu drengja var Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson er tók út af togar- anum Bjamarey á 2. dag jóla s.l. Brynjólfur heitinn var fæddur hér í Eyjum 30. júlí 1921 sonur hjónanna Valgerðar Guðmunds- dóttur og Guðlaugs Brynjólfs- sonar útgerðarmanns og skip- stjóra. Heimili foreldra Brynjólfs var sjó- og útgerðarmannsheimili þar sem allt snerist um útgerð og sjósókn. Mun Binni — eins og hann í daglegu tali var nefndur meðal þeirra, sem hann þekktu — hafa drukkið í sig með móðurmjólk- inni áhuga fyrir sjó og sjósókn. Hann byrjaði því' svo að segja strax eftir fermingu að stunda sjó, og reri á ýmsum bátum hér. En hugur Brynjólfs stefndi hærra. Markið var að komast á Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Til þess að öðlast réttindi til að sækja Stýrimannaskólann var Brynjólfur heitinn á ýmsum stærri skipum Eyjaflotans um nokkurt skeið, en að réttindum fengnum settist hann í stýri- mannaskólann 1942 pg lauk þar góðu prófi eftir tveggja vetra nám. Þegar bæjartogararnir komu, var Binni einn meðal þeirra dug miklu sjómanna af yngri kyn- slóðinni er þangað réðust. Var svo um hann sem fleiri að honn í upphafi þekkti lítið til verka á togara, en meðfæddir sjó- mannshæfileikar og dugnaður skipuðu honum fljótlega í röð beztu manna um borð, enda vann hann sér traust og virð- Framhald á 4. síðu. X D-listinn er listi Sjálfslæðisflokksins

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.