Fylkir


Fylkir - 24.01.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 24.01.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Siáifstæðis- flokksin; 2. árgangur. Vestm.eyjum 24. janúar 1950 4. tölublað. Málefnayfirlýsing Sjálfstæöis- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 29. janúar 1950 Sjálfstæðisflokkurinn telur rétt að birta nú þegar viðhorf sitf- t-il hinna ýmsu mál- efna kaupstaðarins, þannig að kjósend- ur geti fyrirfram gerf- sér grein fyrir við- horfi flokksins til þessara mála, fái hann hreina meirihlutaaðstöðu að kosn- ingunum loknum. 1, Ffármál. Til greiðslu þeirra óreiðuskulda sem safnast hafa á bæinn og fyr irtæki hans undanfarið kjörtíma- bil, verði fengið eift heildarlán ti! sem lengst tíma. Flokkurinn gerir sér alveg Ijóst, þó ekki liggi fyrir nein heildarskýrsla þar um, að skuldir þessar eru orðnar svo miklar, að þær verða alls ekki, auk alls ann ars, lagðar á bæjarbúa í útsvör- um á næstu órum. Þó telur flokkurinn sjálfsagt, að fjárhagur rafveitunnar og hafnarinnar verði fráskilinn fjár- hag bæjarins og telur þegar fengna reynslu fyrir því, að fyr- irkomulag það, sem upp var tek ið fyrir nokkru í þessum efnum hafi reynzt miður heppilegt. 2, Hafnarmál. Haldið vc-öi ófram dýpkun innsiglingarinnar og hafnarinn- ar og lokið verði sem fyrst við byggingu bryggjunar , sem nú er í smíðum í Friðarhöfn. Sérstök áherzla verðí lögð á, og þegar hafist handa um bygg- ingu bátakvíar. Auk þess verði unnið að því ón tafar, að skipuleggja innan- verða höfnina og jafnhliða at- hugaðir möguleikar fyrir inn- siglingu gegnum Eiðið. Flokkurinn telur rért, að at- hugað verði hvort heppilegra sé, að unnið verði að því, að höfnin verði tekin í tölu lands- hafna, eða byggð upp á sama grundvelli og verið hefur. 3. Raforkumál. Lögð verði áherzla á að full- gera rafveituna. Jafnhliða verði unnið að því að fá rafmagn frá ,fastaland- inu" svo fljótt sem auðið er og að Vestmannaeyjar njóti í þessum efnum aðstoðar af Mar- shallfé, svo sem dæmi eru fyrir um aðra kaupstaði og lands- hluta. Gjaldskrá rafveitunnar verði endurskoðuð. Áherzla; verði lögð á, að raf- veitan fái innflutningsleyfi fyrir og flutt verði inn nauðsynleg rafmagnstæki til heimilsnotkun- ar. 4. Menningarmál Bygging Gagnfræðaskólans verði fullgerð sem fyrst. Hafist verði handa um byggingu eða kaup ú húsi fyrir húsmæðra- skóla og vill flokkurinn í því sambandi benda á, að úr ríkis- sjóði er lagt fram allt að 75% af kostnaðarverði slíkra skóla. Ennfremur mun flokkurinn beita sér fyrir stofnun vélstjóra- og sjóvinnuskóla. Hlúð verði að barnaleikvellin- um á Stakkagerðistúninu með því að gera leiktæki betri og f jöl breyttari og aðbúnaður allur bættur. Ennfremur verði barna- leikvöllunum fjölgað eftir því, sem þörf krefur. Flokkurinn lýsir yfir, að hann mun stuðla að bindindisstarf- semi og annarri heilbrigðri menningarstarfsemi hér í bæ. 5. íþróttamál. íþróttasvæðið ofan Landa- kirkju verði fullgert og sundlaug bæjarins verði yfirbyggð og hlynnt verði eftir föngum, að öðru leyti, að íþróttastarfsemi í bænum. 6. Heilbrigðismál. Athugað verði um endurbær- ur á Sjúkrahúsi bæjarins eða byggingu nýs sjúkrahúss. Flokkurinn mun beita sér fyrir byggingu sóttvarnahúss. Enn- fremur fyrir endurbótum á heilsuverndarstöðinni eða bygg- ingu nýrrar stöðvar. Endurbætt verði aðstaða til Ijóslækninga í barnaskólanum, Þvottahús Sjúkrahússins verði fullgert hið bráðasta. 7. Átvinnumál. Vegakerfið verði lagfært og unnið verði að því skipulags- bundið og markvisst að stein- steypa aðalvegi bæjarins. Enn- fremur verði keyptur nýtísku veghefill. Flokkurinn telur brýna nauð- syn bera til þess, að ræktun Keimaeyjar verði hraðað og viil í því skyni veita allan þann sfuðning, sem verða má, bænd- um og öðrum þeim, sem að jarð ræktarframkvæmdum og mjólk- urframleiðslu vinna. Ræktunarvegirnir verði teknir í tölu þjóðvega. 8. Samgöngumál. Krafa verði gerð til Ríkisskip um, að það haldi uppn föstum ferðum til Eyja ákveðinn dag, að minnsta kosti einu sinni í víku með einu af skipum sínum. Unnið verði að stækkun flug- vallarins og ennfremur að því, að fargjöld með flugvélum til og frá Eyjum verði lækkuð. 9. Elliheimilið verði fullgjört og starfræksla þess hafin hið allra fyrsta. 10. Brunamál. Brunavarnir verði efldar svo sem unnt er. Unnið verði þegar í stað að útvegun þeirra tækja, sem á vantar til að fullgera brunabíl þann, se mbærinn hefur árt í smíðum s.l. ár. Sjóveita verði lögð hæfilega víða um bæinn til afnota fyrir slökkviliðið. 11. Sorphreinsun. Keyptur verði nýtízku sorp- hreinsunarbíll eins og þegar héf- ur verið samþykkt af bæjarstjórn eftir tillögu sjálfstæðismanna.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.