Fylkir


Fylkir - 18.08.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.08.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Nú eru dóm Fyrir nokkrum mánuðum eða í febrúarmánuði 1949 átti mál- gagn kommúnista, Þjóðviljinn í deilum við Tímann, og er það ekki neitt óvenjulegt en þessari deilu lauk með tilefnislausri á- rás á þáverandi fjármálaráð- herra Jóhann Þ. Jósefsson og bar á hann ærumeiðandi sakir. Síðar á sama ári, nokkru fyrir alþingiskosningarnar, voru þessi sömu ummæli tuggin upp af Eyjablaðinu hér og áttu þau að leggja J. Þ. J. að velli í kosn- ingunum, hvað þó algerlega mis tókst. Loks voru þessi sömu um- mæli „Komma" enn endurtekin af uppfræðaranum Þ. Þ. V., á opinberum umræðufundi til bæj- arstjórnarkosninga, sem fram fóru í janúar s.l., og mun hann þar hafa fundið til skyldunnar um að uppfræða lýðinn þó jafn- vel væri um eitthvað sem ekki kom málinu við, þar eð J. Þ. J. kom ekki nærri þessum kosn- ingum . „Uppistaðan í öllum þessum óhróðri kommúnista og skóla- stjórans um J. Þ. J. var 5 ára gömul fréttarangfærsla, sem ein hver gamansamur náungi hafði látið isfirzka blaðið Skutul hlaupa með sumarið 1945 og síðan hefur verið eina haldreipið .fyrir andstæðinga J. Þ. J. til þess að ófrægja hann og hefir verið óspart notað." Jóhann Þ. Jósefsson taldi rétt ast að dómstólar landsins fjöll- uðu um þessi mál og stefndi því hverjum af öðrum eftir því sem tilefni gafst. Nú hafa fallið dómar á við- komandi menn og hefir þeim lítið orðið til varnar, þegar þeir áttu að standa ábyrgir gerða sinna. Niðurstöður héraðsdóm- anna, sem gengið hafa í öllum þessum málum, eru sem hér greinir: Sig. Guðmundsson ristj. Þjóð- viljans var með dómi bæjarþings Reykjavíkur uppkveðnum 25. marz s.l. dæmdur í 1200 króna sékt til ríkissjóðs eða 9 daga varðhalds, og til að greiða 600 króna málskostnað. Einar Bragi Sigurðsson ritstjóri Eyjablaðsins var með dómi bæj- arþings Vestmannaeyja, upp- kveðnum 30. maí s.l., dæmdur í 800 króna sekt til ríkisstjóðs eða 8 daga varðhald og til að greiða 300 krónur í málskostn- að og 100 krónur fyrir dóms- birtingu. Hin umstefndu ummæli voru dæmd dauð og ómerk. Þorst. Þ. Víglundsson gagn- fræðaskólastjóri var með dómi ar hrepptir uppkveðnum í bæjarþingi Vest- mannaeyja 3. júlí s.l. dæmdur í 1000 króna sekt til ríkissjóðs eða 10 daga varðhald og til að greiða að auki 300 kr. í máls- kostnað og 100 kr. fyrir opin- bera birtingu á dómnum. Ummæli hans um stefnda voru dæmd dauð og ómerk. Sorgarsaga bæjar- útgerðarinnar. Framhald af 1. síðu. isflokkurinn notaði aðstöðu sína í bæjarstjórn og kaus tvo menn í útgerðarstjórnina. Þegar framsóknarflokkurinn komst hér f valdaaðstöðu, setti hann höfuðpaur sinn, Helga Ben. í útgerðarstjórn- J ina. Verður ekki annað sagt, en að aldrei hefur útgerðar- stjórnin verið svipminni eða aðgerðarlausari, en síðan að hann kom þangað. Það var þessi útgerðarstjórn, sem H. B. er helzti ráðamaðurinn í, sem lét auglýsa togarana í annað sinn á nauðungarupp- boði. Það var sama stjórn, sem lét leggja togurunum upp, löngu áður en önnur sambærileg skip hættu vegna verkfallsins. Og það var bæj- arstjórnarmeirihlutinn, undir forustu H. B., sem samþykkti að selja togarana, þó ekkert hafi orðið úr því ennþá. Það hefur greinilega komið i ljós í útgerðarstjórninni, eins og reyndar víða annars staðar, að dugnaður fulltrúa Framsóknarflokksins er stað- bundinn við hans eigin hag, en ekki til aflögu fyrir aðra. Afkoma skipanna. Því miður hefur rekstur skipanna og afkoma verið einn sorgarleikur frá upphafi. Afli þeirra árið 1948 var al- veg í meðallagi, en fjárhags- afkoman langt fyrir neðan önnur sambærileg skip. Sam- anburður á afla skipanna ár- ið 1949, miðað við önnur skip liggur ekki fyrir. Hins- vegar var fjárhagsafkoman þetta ár mun betri en áður, þar sem skipin áttu þó í árs- lok um 65 þús, krónur upp í afskriftir. Árið 1950, eftir að framsóknarmenn komust í valdaaðstöðu, keyrir þó alveg um þverbak, þar sem útgerð skipanna stöðvaðist á miðju Frá síðasta bæjar- stjórnarfundi. Á fundi bæjarstjórnar 10. þ. m. lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram eftirfar- andi tillögu. ,,Þar sem fyrirsjáanlegt er, að gamla Friðarhafnarbryggj- an er að falla, samþykkir bæj- arstjórn, að nú þegar verði hafizt handa um viðgerð á henni og að fyrstu peningar, sem fást fyrir sölu skulda- bréfa hafnarsjóðs verði varið til þessara framkvæmda svo og til þess að fullgera bryggju þá, sem nú er í smíðum í Friðarhöfn". Samþykkt var að vísa tillögunni til hafnar- nefndar. Tillaga þessi var borin fram vegna þess, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óttuðust, að meirihluti bæjarstjórnar ætlaði sér að nota andvirði skuldabréfa þeirra, að upp- hæð kr. 600 þús., sem hafn- arsjóður fékk leyfi fyrir nokkru að gefa út, með á- byrgð ríkissjóðs, til greiðslu á ýmsum óreiðuskuldum bæj- arins, en ekki í þarfir hafnar- innar. Viðhorfið í hafnarmálum er í augnablikinu í stórum dráttum þannig: Verk það sem grafskipið Grettir er nú að vinna, mun kosta um kr. 300 þúsund. Óhjákvæmileg viðgerð á gömlu Friðarhafnarbryggj- unni er lauslega áætluð kr. 150 þúsund. Að fullgera nýju bryggj- una í Friðarhöfn mun aldrei kosta undir kr. 150 þús. Samtals gerir þetta krónur 600 þúsund. Upp í þetta hef- ur hafnarsjóður aðeins kr. 200 þúsund. Þar af helming- urinn lánsfé. Fari meirihlutinn sínu fram og misnoti andvirði skuldabréfanna til greiðslu á óreiðuskuldum bæjarins, er fyrirsjáanlegt að alger stöðv- un verður hér á öllum hafn- arframkvæmdum, öðrum en þeim, sem Grettir er nú að vinna að. Og má þá ekkert út af bera svo gamla Friðar- hafnarbryggjan hrynji ekki. Slíkt myndi verða óbætanlegt tjón fyrir höfnina um ófyrii'- sjáanlega framtíð. ári vegna greiðsluörðugleika og bæjarstjórnarmeirihlutinn sá engin önnur ráð, en að selja bæði skipin, til greiðslu á þeim kröfum, sem á þeim hvílir. Nú laug herleg dáð Þ. Þ. V. hefir enn í viðskipta- mólgagni H. B. reynt að telja viðskiptavinunum trú um það, að J. Þ. J. hafi af ósettu róði sagt ósatt fyrir rétti. Furða er, þegar hann hefir nú orðið að þola þó raun, að sjó sín stóru orð dæmd dauð og ómerk og refsiverð að auki. Hér virðist honum vera hólmstró og skal haldið í það þegar aðrar bjargir eru bannaðar. Þ. Þ. V. gerði þarna eina reg- indellu í þessum mólflutningi sínum. Hann birti útddrótt úr lögreglurannsókninni. Viðskipta- vinirnir, sem óbyggilega hafa þar búist við einhverju, sem eitt- hvað „fútt" var í, verða fyrir þeim vonbrigðum að þar segir svo og er haft eftir J. Þ. J. ,,■■■■ heyrði hann um þetta talað", sem sagt, það sem aðrir höfðu sagt reyndist ekki rétt. Skyldi ekki sumum viðskipta- vinunum þykja hart ef þeir væru sagðir Ijúga því, sem aðrir hefðu ranglega sagt þeim, enda þótt þeir væru í góðri trú. Þeir um það. aÞð er þeirra „bissiness". En mig langar til að spyrja Þ. Þ. V. Hefir honum aldrei orð- ið ó sú skyssa að skýra rangt fró einhverju, segjum í góðri trúP Þegar Þ. Þ. V. seldi Hóa- garðslandið er gengið út fró því að hann hafi ótt landið. En eftir þeim gögnum, sem þar liggja, hefir hann blekkt kaup- andann eða skýrt rangt fró um það atriði sem verulega þýðingu hafði í lögskiptum milli manna, sem fóir myndu gera í góðri trú. Ég er nú þeirrar skoðunar að Þ. Þ. V. hafi verið í góðri trú og hér sé um misgóning að ræða. En ég veit ekki hvað viðskipta- vinirnir halda. Mó vera að þeir segi sem svo: „Nú laug herleg dóð". J ,E. Flutningar með Loft- leiðum í júlí 1950: Farþegar 1318, farangur 13350 kg., vörur 12307 kg., póstur 902 kg. í júlí í fyrra: Farþegar 868, farangur 6232 kg., vörur 3195 kg., póstur 831 kg. „Helgafellið" flutti á einni viku um Þjóðhátíðina 1110 farþegar til og frá Eyjum. Tek að mér kjólasaum til 10. sept. n. k. Sauma- stofa opin kl. '0—12 f. h. alla virka daga á Heinra- götu 3 (gamla pósthús- inu). Aðalheiður Kolbeins.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.