Fylkir


Fylkir - 20.10.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 20.10.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 20. okt. 1950 19. tölublað. Erum við að missa togaranna? Svo sem öllum er kunnugt hefur togaraverkfallið staðið yf- ir síðan 1. júlí í sumar. Flestir togararnir hafa því legið 3Ví> mónuð, að Eyjatogurunum und- anteknum, sem báðir hafa legið tæpum mánuði lengur eða í um ÁVi mánuð, þar sem þeir voru báðir bundnir í júníbyrjun. Að svo langri stöðvun lok- inni mætti ætla að togarar bæj- arins væru tilbúnir á vei$ar sama dag og verkfallinu væri aflétt, en því fer fjarri. Fjárhag útgerðarinnar er svo komið að allt stendur svo ,,gikkfast" að ekkert er hægt að gera, hvað lítið viðvik sem er og rukkararn- ir eru allsstaðar. Hinsvegar er vitað að til að koma skipunum ó veiðar og losna úr verstu kröggunum, þarf mikið fé og hefur framkvæmdastjóri talið að það fé þyrfti að vera a. m. k. 800 þús. kr. til 1 miljón. Þessu hefur ekki verið mótmælt neins- staðar en viðurkennt af öllum sem til þekkja. Staðreyndin er því sú, til þess að koma skip- unum á veiðar að verkfalli loknu þarf fyrrgreinda upphæð. Þetta var vitað þegar í vor. Þrótt fyrir þetta hefur sáralítið verið gert í málinu, og nánast hverj- um degi látin nægja sín þjáning. Framkvæmdastjóri hefur að vísu ótt tal við Útvegsbankann hér og í Reykjavík um þessi mól en fengið vægast sagt mjög dauf- ar undirtektir — og þá einna helzt í þá átt að lónað yrði ein- hver smáupphæð sem engin lækning yrði á fjórhagsvandræð- um útgerðarinnar og allt sæti í sama farinu að stuttum tíma liðnum. Fyrir skömmu voru send ir til Reykjavíkur til að reyna að útvega lónsfé ug raeða vandamál útgerðarinnar við Úrvegsbank- ann í Reykjavík, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri. Út af fyrir sig var þetta viðleitni, en ókaf- lega veik, því að öllum aðstæð- um athuguðum höfðu þessir menn ekki aðstöðu til að koma móli sínu við bankann. Afrakst- urinn var líka eftir því. Svör við lánbeiðnum voru neikvæð, en hinsvegar fyllilega gefið í skyn að bezt mundi að selja annað eða bæði skipin. — Þegar þannig er komið mól- um að Útvegsbankinn sem hing- að til hefur eingöngu lánað fé í útgerðarreksturinn og hefur líf hennar að miklu leyti í hendi sér, neitar að lóna viðbótar reksturfé, og lætur skína í að bezt mundi að selja skipin — þá er kominn tími til að ókveð aí fullri alvöru hvað gera skuli. Meirihluti bæjar- stjórnar, hefur einn aðstæð- ur og vald til að marka stefnuna í þessum málum. Hann einn getur bundið bænum skuldbind- ingar. Af þessu leiðir að meirihlut- inn verður að gera upp við sig hvaða stefnu á að taka í sam- bandi við bæjarútgerðina. Skip in verða ekki hreyfð nema með miklu viðbótar fjármagni, og ætli meirihlutinn að koma út- gerðinni á stað á nýjan leik verð ur að láta sverfa til stóls um hvort hægt er að útvega nægi- legt lónsfé — og það strax. Þorsteinn Jónsson í Laufási sjötugur Þann 14. október s.l. ótti einn af þekktustu og merkustu borg- urum þessa bæjar, Þorsteinn Jónsson í Laufási, 70 óra af- mæli. Þorsteinn er fæddur í Austur- Landeyjum, en fluttist hingað kornungur með foreldrum sínum Jóni Einarssyni bónda og konu hans Þórunni Þorsteinsdóttur. Á uppvaxtarórum Þorsteins byrj- uðu unglingar snemma að stunda sjó og var Þorsteinn eng- in undantekning þar frá. Var hann aðeins 17 ára gamall þeg- ar hann gerðist háseti og tvítug- ur er hann hóf formennskuferil sinn er stóð óslitin þar til fyrir tveim árum að hann hætti sjó- mennsku. — Skipstjómin fór Þorsteini af- burðavel úr hendi. Aldrei misti hann tnann eða slys urðu á mönnum, þótt fast hann sækti sjóinn. Þótt aðalstarf Þorsteins hafi verið á sjónum, hefur hann þó gefið sér tíma til þess að sinna ýmsum héraðs- og félagsmálum, ótti sæti í stjórnum ýmissa fé- laga, tekið virkan þótt í sveitar- stjórnarmálum og allsstaðar kom ið fram sem góður drengur, róð hollur, athugull og traustur. Hér skal ekki frekar rakin hin mjög svo merkilega starfs- sag aÞorsteins á undanförnum áratugum, enda óþarfi þar sem hún mun svo að segja hverjum manni kunnug hér í Eyjum. Á almælisdaginn kom út bók eftir Þorstein „Formannsævi í Eyjum". Er sú bók hin merkileg- asta, full af fróðleik og gefur glögga innsýn í það líf, sem hér var lifað í Eyjum um og eftir aldamótin. Þorsteinn hefur verið gæfu- maður, eignast góða konu og mannvænleg börn og mun kona hans eigi eiga lítinn þótt í iífs- hamingju hans, staðið við hlið hans í blíðu sem stríðu og stjón"H að búi af mikilli prýði. Á afmælisdaginn sótti Þor- stein heim fjöldi vina og sam- Mannfjðldi í Veslmannaeyjum Á undanförnum árum hefur mikið verið um það rætt manna á meðal og reyndar í blöðum líka að fólki fari fækkandi hér í Eyjum. Sérlega var þetta tal áberandi fyrir nokkrum órum er nokkrar fjölskyldur er hér höfðu búið mjög lengi tóku sig upp og fluttu burtu. Staðreyndin er hinsvegar sú eins og neðanskráð sýnir að íbúafjöldi hefur staðið í stað síðastliðin 10 ór. Munar t. d. ekki nema þremur mönnum á íbúafjölda áranna 1939 og 1949. 1939 samtals 3552 1940 — 3556 1941 — 3546 1942 — 3514 1943 — 3536 1944 — 3597 1945 — 3558 1946 — 3478 1947 — 3476 1948 — 3501 1949 — 3549 Hinsvegar er Ijóst af þessu yf- irliti sem rekið er úr manntali i s.l. ára, að þó ekki hafi verið um beina íbúafækkun að ræða, hef- ur öll eðlileg fjölgun fluttst ó burt. Sú staðreynd er alvarleg. Ef hin eðlilega fólksfjölgun sem hér er um 50—60 manns órlega hefði setið eftir s.l. 10 ár þó myndu íbúar bæjarins vera nú um eða' yfir 4 þús. manns. Monnum finnst ef til vill í fIjótu bragði að ekki skipti þetta Framhald ó 2. síðu. borgara, þ. ó. m. bæjarstjórn Vestmannaeyja, er tilkynnti hon um að hún hefði kjörið hann heiðursborgara Vestmannaeyja- bæjar. Fylkir óskar hinum aldna heið ursmanni til hamingju á þessum tímamótum í lífi hans og óskar honum farsældar á ókomnum árum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.