Fylkir


Fylkir - 03.11.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 03.11.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Hðalfundur Lifrars. Vestm. FYLKIR málgagn SjálfstætSisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Björn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Ágúst Matthíasson Pósthólf 117 — Sími 103 Prentsmíbjan Eyrún h. f. Mál málanna í bæ eins og Vestmannaeyj- L.m gr(>inir menr n* 'inlrcög'tj mjög á um hvað skuli teljast þýðingarmikil mál fyrir byggðar lagið og hvað ekki. Einn legg- ur allan þunga á þetta, annar á hitt. — Afstaða okkar til lífs- bjargar og framtíð barna okkar er þó á þann veg aðlí einuimáli eru allir sammála og það er í landhelgismálinu. Um þetta mál hefur svo margt verið skrifað og sagt á undanförnum árum, að í smágrein þessari verða engin ný sannindi sögð. Hinsvegar gerð tilraun til þess að leggja málinu lið o ghalda því vakandi í vitund' þess fólks sem á allt undir að vel skipist. — Fréttir sem berast hingað vestan af fjörðum og eins að norðan bera það með sér að ástandið í at- vinnu- og fjármálum er þar mjög ískýggilegt — og það svo að jafnvel er talað um bjargar- skort á mörgurrl heimilum. Og þegar orsakanna fyrir þessu öm- urlega ástandi er leitað — þá er í rauninni aðeins eitt sem veldur — aflabrestur. — Og hvað getum við svo gert til þesss að aflaleysið sæki okkur ekki heim — með þess ömurlegu af- leiðingum sem við svo að segja daglega lesum um eða heyrum frá fyrrgreindum byggðarlögum. — Það er ofur einfalt. Vernda fiskimiðin — lífsbjörgina — fyr ir óhóflegum ágangi og rán- yrkju. Koma í veg fyrir að fiski- miðin hér við Eyjar verði eins leikin eins og fiskimiðin úti fyr- ir Vestfjörðum, og að hér verði aflabrestur ár eftir ár, eins og átt hefur sér stað fyrir vestan, með öllum hans óhugnanlegu afleiðingum. Fyrir þetta þæjar- félag er því ; fyrst ,og síðast — landhelgismálið. — Öll önn- ur mál, hversu þýðingarmikil sem þau í fljótu bragði virðast vera, hverfa í skuggann fyrir þessu máli — það er upphafið og endirinn, — Bókarf regn Framhald af 1. síðu. sjálfræði hefst eitt stórbrotnasta og glæsilegasta tímabilið í at- vinnusögu landsins. Nú voru ára skipin óðum að hverfa, skútuöld- in tók við, og í kjölfar seglskip- anna fóru vélbátarnir, og loks togararnir. Margir þeirra manna er frumkvæðið áttu að þessum stórstígu framförum, eru nú fallnir í valinn, en enn eru á lífi nokkrir, sem kunna frá mörgu að segja varðandi þetta um- brotatímabil. Þessir bjartsýnu og stórhuga athafnamenn settu svip sinn á umhverfi sitt, kaupstað- inn eða þorpið, sem var svo lán- samt að njóta starfskrafta þeirra, atorku og áræðis, og víða sjást ennþá spor þessara manna í lífi og starfi síðari kynslóða, og munu sjást enn um langan aldur. Einn af þessum mönnum er Þorsteinn Jónsson í Laufási. Hann hefur nú nýlega sent frá sér endurminningar sínar um hálfrar aldar sjósókn og for- mennsku í Eyjum og nefnir bók- ina „Formannsævi í Eyjum." Þessar minningar eru ekki sjálfsævisaga í eiginlegum skiln- ingi, heldur þættir úr viðburða- ríkri og starfsamri ævi á sjó og landi, því að Þorsteinn lét einnig til sín taka ýms mál, er ekki komu sjósókninni beinlínis við, svo sem ýms félagsmál þessa byggðarlags. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgja ferli Þor- steins, allt frá því er hann ræðst formaður á julið, sem Gísli Stef- ánsson í Hlíðarhúsi átti, og þa, tilhann lætur af formennsku á Unni III. Oft komst hann í hunn krappann, og stundum mátti vart á milli sjá, hvor yrði yfir- sterkari, Ægir eða formaðurinn, sem vildi sækja, — og sótti, — gull í greipar hans. En alltaf kom Þorsteinn heill í höfn og allir, sem með honum voru, þótt oft væri djarflega teflt. Hjá Þor- steini fór saman dirfska of frá- bær fyrirhyggja ásamt fullri var- úð og sívakandi athygli á ýmium fyrirbærum. Enda var það svo, að sjómenn urðu fyrst og fremst að treysta á guð sinn og sjálfa sig í þá daga, þegar höfnin var ófullkomin, vitar fáir eða engir og engar veðurfregnir, eins og nú er. Það var blátt áfram lífs- nauðsyn að veita eftirtekt ýms- um fyrirbærum í lofti og sjó, ef vel átti að fara. Þorsteinn í Lauf ási bjó yfir þeim hæfileika að taka eftir og muna, þótt sma- vægileg virtust atvikin. Má í því sambandi benda á það, er teista verður til þess að bja ga lífi hans og skipverja hans. Þorsteinn secjir frá ýmsum Aðalfundur Lafrarsamlagsins var haldinn s.l. mánudag. — Reikningar félagsins voru born- ir upp og samþykktir einróma. Sýndu þeir að félagið stendur styrkum fótum og að um stjórn- völinn er haldið öruggum og traustum höndum. I skýrslu stjórnarinnar sem gjaldkeri félagsins las upp eru ýmsar upplýsingar um rekstur og framkvæmdir s.l. ár. — Ár- ið 1949 var tekið á móti 1384 tonnum af lifur (928 tonn 1948) og fengust/úr þessu lifrarmagni 803 tonn af lýsi eða 57,8%. Fyr skemmtilegum og athyglisverð- um viðburðum. Það er. t. d. gam- an að lesa um viðskipti hans við Jósef Wood, enska togaraskip stjórann, og við foringjann á „Fyliu", danska varðskipinu. Yf- irgangur togara við fiskibátana er sorgarsaga, sem Ijúka þyrfti hið bráðasta, og ásælni þeirra á bannsvæðin við strendur lands- ins. Enn má nefna kaflann um fiskna menn og ófiskna, sem er dálítið sérstæður. Þá er líka feng ur að slysaannálnum, sem nær frá 1918 til 1950. Þá þáttur hefði þó mátt vera lengri, því að heimildargildi hans verður því meira sem hann nær lengra aft- ur í tímann. Hin tíðu og alvar- legu sjóslys urðu svo til þess, að Vestmannaeyingar eignuðust sitt eigið björgunar- og varðskip, en frá stofnun þess fyrirtækis er einnig sagt. Fleira mætti nefna, en sjón er sögu ríkari, enda ætti ætti engum að leiðast lestur bók- arinnar. Bók Þorsteins í Laufási ber það með sér, að hún er rituð af alvöru og festu. Hún ber það með sér, að hún er komin úr höndum þrautreynds, hugsandi manns, sem rasaði aldrei um ráð fram, en hugsaði áður en hann framkvæmdi. Það verður heldur ekki séð, að menntunar- skortur hafi staðið höfundinum í vegi, er hann skráði þessar endurminningar sínar. Slíkir menn hljóta að vera miklir af sjálfum sér. Þeir eru „þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund." Bók Þorsteins hefur höfðing- legt yfirbragð. Hún er hollur og skemmtilegur lestur ungum sem öldnum. Get leigt þeim STÓRA STOFU sem getur greitt 4—5 þúsund krónur fyrirfram. Andrés Hannesson Holti ir lifrina var greitt kr. 1,56 pr. kg., sem er svipað verð og árið áður. Vinnslukostnaður var dá- lítið lægri en árið áður eða rúm 34% af söluverði lýsisins. Fram- leiðsla ársins 1949. var seld til 4 landa, Bretlands, Tékkósló- vakíu, Finnlands og Bandaríkj- anna auk 42 tonna sem seld voru til sameinuðu þjóðanna. Fyrsta afskipun fór fra.m 3. apríl 1949 en sú seinasta í byrjun árs ins 1950. — Svo sem kunnugt er fer verð lýsisins eftir vitamininnihaldi þess. Reyndist lýsið misjafnt og hafði að innihalda allt frá 2900 vitamineiningum niður í 2100. Söluerfiðleikar voru talsverð- ir á framleiðslunni og fékk for- maður samlagsins Jóhann Þ. Jósefsson mest að kenna á þeim. Voru afskipanirnar marg- ar og smáar. — Talsvert var unnið að endurbótum á húsum og áhöldum samlagsins á árinu. Meðal annars var lögð leiðsla frá verksmiðjunni niður í Frið- arhöfn og fenginn mælir á leiðsl una, svo að nú þarf ekki að vega lýsið úr skipi né í skip — heldur hægt að dæla lýsinu beint um borð í tankskip. Á yfirstandandi ári (1950) voru ýmsar framkvæmdir fyrir- hugaðar og sótt um leyfi til þeirra, en hefur verið marg- synjað af hinum voldugu „ráð- um" í Reykjavík. Meðal fyrir- hugaðra framkvæmda voru end- urbætur á skilyrðum til að vigta lifrina. — I sambandi við öflun sumar- lifrar, þá vottar samlagið sjó- mönnum þeim, sem sumarveið- ar stunda þakklæti sitt fyrir elju þá, sem þeir sýna í öflun henn- ar. Að vísu má segja að sjómenn hirði lifrina engu að síður sín vegna en samlagsins, en eigi að síður er samlaginu mikill styrk- ur í allri natni við söfnun lifrar, og vill styrkja sjómenn eftir mætti í þessari söfnun. Sem dæmi þess hve varasamt getur verið að henda lifur, má benda á hið aumlega útlit með lýsisverðið 1949. Frá því snemma sumars og fram til ára móta leit helzt út fyrir að ekk- ert myndi hafast upp úr sum- arlifrinni. Að vísu voru menn að tala um 50—60 aura pr. kg. — en í allri óvissu. Þrátt fyrir þetta dökka útlit, héldu sjámenn áfram að hirða lifrina — og árangurinn varð kr. 1,25 pr. kg. Einn dragnóta- bátur fékk nærri 6 þús. kr. fyr- ir „sumarlifur". — Að lokinni skýrslu stjórnar- innar ræddi formaður samlags- Framh. á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.