Fylkir


Fylkir - 10.11.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.11.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 10. nóv 1950 22. tölublað. mmm Afstaða Sjálfstæðisflokks- ins til bæjarútgerðarinnar Bæjarútgerðin og afkoma fogaranna mun vera það mál, sem mestu umtali og áhyggjum veldur þeim bæjarbúum, sem á annað borð láta sig nokkru skipta afkomu bæjarfélagsins. Rekstrarfyrirkomulag togaranna. í upphafi þegar til útgerðar- innar var stofnað, bentu blöð Sjálfstæðisflokksins og fulltrúar hans margsinnis á það, að heppi legast og áhættuminnst væri fyr ir bæjarfélagið og allan almenn- ing, að um rekstur þeirra yrði stofnað hlutafélag, með á- kveðnu framlagi bæjarins í eitt skipti fyrir öll. Mætti á þann hátt afla togurunum nauðsyn- legt rekstursfé. Hafði þessi leið þá verið ákveðin í nokkrum kaupstöðum landsins, sem tog- ara keyptu og í öllum tilfellum reynst happasælli, en hinn beini bæjarrekstur eins og hér er. Á þetta hefur verið bent áður í málgagni flokksins, en mér þyk- ir þó rétt að undirstrika það hér, að gefnu tilefni. Rætf um að selja skipin. í framhaldi af tillögu útgerð- arstjórnar á fundi hennar 22. apríl s.l., lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi tillögu á fundi bæj- arstjórnar hinn 5. maí s.l. Bæjarstjórn felur útgerðar- stjórn og framkvæmdastjóra út- gerðarinnar að leita fyrir sér um sölumöguleika á togurunum öðrum eða báðum. Lögð verði áherzla á sölu innanbæjar. Nið- urstaða útgerðarstjórnar verði lögð fyrir bæjarstjórn við fyrsta tækifæri. Tillaga þessi var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum, fulltrúa Framsóknarflokksins, fulltrúa kommúnista og Hrólfs Ingólfssonar. Fulltrúar Sjálfstæð isflokksins greiddu ekki atkvæði um tillöguna hvorki með né móti. Töldum við eðlilegast að slík samþykkt byggist fyrst og fremst á atkvæðum þeirra manna, sem ábyrgir verða að teljast fyrir afkomu bæjarfélags- ins. Þegar til kom reyndist þó ekki meiri alvara á bak við þessa samþykkt meirihlutans, en svo, að enn hefur ekkert kom- ið fram í bæjarstjórninni, sem bendir til þess, að nokkur til- raun hafi verið gerð til þess að selja annað skipið eða bæði. FuHSrúar Sjálfstæðis- flokksins reyndu þegar hinn 16. júní að koma í veg fyrir sföðvun togaranna A fundi bæjarstjórnar hinn 16. júní s.l. spurðust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir um það hvort nokkuð jákvætt lægi fyrir um sölu togaranna. Þegar svo reyndist ekki lögðum við fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir, að b.v. Bjarnarey hefði veiðar nú þegar að nýju, þar sem ófor- svaranlegt verður að teljast og hrein uppgjöf að leggja skipun- um upp á sama tíma og öll önnur hliðstæð skip, bæði þau sem eru í eigu einstaklinga svo ög önnur bæjarfélög eiga, eru gerð úr. Jafnhliða má benda á, að stór hætta er á að stöðvun skipanna leiði til þess, að bæj- arfélagið missi umráðaréttinn yfir skipurtum og að þau verði seld á nauðungaruppboði, þar sem bæjarsjóður er sjáanlega ekki nægilega sterkur fjárhags- lega til þess að ieysa inn áhvíl- andi skuldir á útgerðinni. Tillögu þessari var eftir all- ítarlegar umræður vísað til út- gerðarstjórnar og hlaut útgerð- arstjórnin að líta þannig á að bæjarstjórn ætlaðist til, að skip- ið yrði gert út ef hún sæi tök á því, enda voru umræður fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn allar á þann veg. Á þessum tíma voru öll önnur hliðstæð skip í gangi, eins og bent er á í tillögunni, nema Eyjaskipin. B.v. Elliðaey löglega forfölluð vegna ásiglingar, En afskráð hafði verið af Bv. Bjarn- arey og henni lagt upp inni í Friðarhöfn. Akureyrartogararnir höfðu þá hafið karfaveiðar með góðum árangri og undirbúning- ur undir sömu veiðar hjá öðrum skipum, bæði á Norðfirði og Seyðisfirði. Önnur skip voru á saltfiskveiðum. Þrátt fyrir þetta Framh. á 2. síðu. Margrét Bjarnadóttir minnmgarorð í. 10. des. 1869 d. 2. okt. 1950 Nú þégar þú kæra vinkona ert horfin af sjónarsviðinu, bak við tjaldið, hvarflar hugur okk- ar til löngu liðinna ára, ung- dómsára okkar undirritaðra. Þú varst þá orðin roskin kona eða um fertugt en við um tíu ára gamlir snáðar, og komum þá oft á heimili þitt að Hvammi, já, og stundum oft á dag og marg- ir saman. En það var sama hve- nær við komum og hve oft, ávallt var sama blíðuviðmótið og brosið þitt og vorum við þó oft ærið hávaðasamir nágranna- strákarnir og víst ekki ætíð sem heppilegastir gestir fyrir hvít- skúruð gólfin og íbúðina alla hreina og þokkalega. En þú gast umborið alla okkar strákakátínu og ærslagang hvernig sem á hittist um heimsóknartíma okk- ar og varst alltaf jafn vingjarn- leg við okkur. Þú skildir okkur svo vel .og varst ökkur aðkomu- strákunum jafnblíð og þínum strákum. Margan bitann og sopann þáð um við af þér og víst gafstu okk ur oft meira en efni stóðu til, en þér fannst aldrei of gefið, ekki heldur þótt lítið eða má- ske ekkert væri eftir handa sjálfri þér. Við skildum þetta ekki þá, höfum efalaust haldið að af nógu væri að taka en við skildum það síðar að það eru ekki ávallt gnægtir fyrir þó gef- 'ið sé, skildum að sá gefur mest, sem gefur með gleði af minnstu. Og hverri þinni gjöf okkur til handa fylgdu góð orð og blíða, sem; vermdi okkur strákunum um hjartað og glæddi hugsun okkar á því sem gott var. Vel erum við þess minnugir er þú á einni ærslastund okkar lést okkur heyra og ýtskýrðir fyrir okkur heilræðin í gömlu yísunni góðu: Lærðu gott • á meðan mátt máttur þinn kann dvína brátt Framh. á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.