Fylkir


Fylkir - 24.11.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.11.1950, Blaðsíða 4
4 F Y L K I R Neðan frá sjó Afli og gæftir: Gæftir hafa verið í betra lagi; en lítið um sjósókn, og er um að kenna að næstum er alveg aflalaust. Á þriðjudaginn fór einn dragnóta- bótur á sjó og fékk aðeins 800 kg. eftir daginn, í fyrradag fóru þrír og í gær fór einn. Var bezt- ur afli í gær, hjó Leif, um tonn, en annars var yfirleitt alveg sóra tregt hjó bótunum. Sama aflaleysið er í botn- vörpuna, og hafa þeir þrír bótar sem botnvörpuveiðar stunda þó reynt víða. í gærkvöldi lögðu af stað óleiðis til Englands tveir bótar( Heimaklettur og Suður- ey. Eru bóðir þessir bótar með eigin afla. Hefur Heimaklettur um 30 tonn en Suðurey um 25. Síldin: Reknetaveiðin í Faxa- flóa hefur undanfarið verið treg- ari, en þó lifnaði heldur yfir henni í gær, og fengu marcjir bótar góða veiði þ. ó. m. Sjöfn, sem landaði í Reykjavík í gær rúmum 100 tunnum. Nokkrir bótar eru hættir veiðum, og aðrir eru um það bil að hætta. Engin síld hefur komið hér ó land í vikunni að undanteknum 100 tunnum, sem Muggur kom með í gær. Veidd- ist síldin í Miðnessjó. — Markaðsleif: íslendingar hafa samanborið við aðrar þjóðir mjög einhæfa framleiðslu. Ein- mitt vegna þessa verða íslend- ingar að vera mjög ó verði um að koma frömleiðslu sinni inn ó sem flesta markaði veraldar. Finnst mörgum góðum íslending um ekki nóg að gert í þessum mólum. Eins og öllum er kunn- ugt hefur og er Ítalía eitt helzta markaðsland okkar fyrir salt- fisk. Eru ítalir vanir að borða saltfisk fró blautu barnsbeini og vilja hafa þessa fæðu ó borð- um. Nú er það svo, að órlega flytja til Venezuela í Suður- Ameríku um 25 þús. ítalir. Allt þetta fólk er vant að borða ís- lenzka fiskinn og vill auðvitað fó hann til nýju heimkynnanna. Á tímum þjóðflutninga ísl. vest- ur um haf, eltu hinir snjöllu dönsku verzlunarmenn Islending ana með Brödrene Braun nef- tóbakið og Ludvig David kaffi- bætirinn og um langan tíma mótti fó þessar vörur í búðum í Winnepeg. ítalir og aðrar þjóðir við Mið- jarðarhafið flytja nú mjög vest- ur um haf til Venezuela og ann- arra Suður-Ameríku ríkja. í fyrri heimkynnum sínum voru Miðjarðarhafsþjóðirnar vanar að borðo saltfisk, og vilja auðvitað halda því ófram. Við íslending- ar verðum að hafa það eins og VeSrið. Þegar menn hittast ó förnum vegi, ber oft margt ó góma. Atburðir líðandi stundar eru eðlilega aðal umræðuefnið í það og það skiptið. En svo er það veðrið. Þegar minnst er ó veðrið er að vísu mikið mól ó dagskró, ekki sízt hjó okkur íslending- um, sem erum svo mjög hóðir veðurfarinu, með alla okkar af- komu bæði til lands og sjóvar. „Fast þeir sóttu sjóinn . . Á tímum óraskipanna réði veðrið svo að segja algerlega yfir sjóferðum og aflabrögðum, ef þó ó annað borð var fiskur ó grunnmiðum. Þetta hefur nú tekið gerbreyt ingum, stig af stigi. Skipin hafa farið stækkandi og útbúnaður þeirra fullkomnast meir og meir, bæði hvað snertir öryggistæki skipanna sjólfra og aðbúnað skipverja. Sjómönnum er nú kleift að sækja sjóinn í þeim veðrum, sem boðað hefðu hrein frótök ó fyrri órum. Sjórinn var þó sóttur af hinu mesta kappi þó, eins og nú. En vegna þess hvað fleytan var smó og öryggis- laus voru slysin tíð, þegar veður ofsi skall ó. Sjóvarútvegurinn hefur tekið tæknina í þjónustu sína. »Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni." Svo kvað vesturíslenzki bónd- inn forðum, og svo geta bænd- ur íslands kveðið enn þann dag í dag. En mætti nú ekki milda sann leik þessara orða að nokkru? Við minnumst óþurrkanna á Austur- og Norðurlandi s.l. sumar. Augu margra hafa nú opnast fyrir því, hversu ber- skjaldaðir menn hafa yfirleiH- verið gagnvart ótíðinni. Tíðar- farið mun að vísu alla tíð róða mestu um grassprettuna, en nýt ing heyjann gæti verið öruggari en nú er, þegar óþurkasumur eru. Mesti fjöldi bænda hefur Danirnir með neftóbakið, við verðum að elta neytendurna. Eins og fyrr er sagt flytja ór- lega 25 þús. ítalir til Venezuela, ó 10 órum verða þetta 250 þús manns, fyrir utan fjölgun. Allt er þetta fólk, sem þekkir íslenzka fiskinn. Alít mælir því með að ef vel væri ó haldið mætti vinna þarna stórkostlega markað fyrir saltfiskinn okkar. verið tregur til þess að notfæra sér votheysgerðina sem skyldi, þrótt fyrir góða reynslu nokk- urra framtakssamra og fram- sýnna manna ó undanförnum órum, af votheyi, þegar rétt er með farið. Súgþurrkun hefur einnig rutt sér nokkuð til rúms nú ó allra síðustu órum. Hef- ur hún yfirleitt gefið góða raun og lofar góðu í framtíðinni. Menn verða að hætta að treysta eingöngu ó góðu tíðina, svo sem gert hefur verið, heldur taka tæknina meira í þjónustu sína við landbúnaðinn. Reynslan fró Austur- og Norðurlandi s.l. sum ar ætti að verða mönnum hvatn ing til þessa. Só tími verður að koma, og það sem fyrst, að bændur íslands gefi öruggir hagnýtt sér heyfeng sinn, þótt óþurrkasumur komi. x O R G E L Orgel óskast til leigu í vetur. Upplýsingar i síma 143. Litill kolakyntur MiÖ8töðvarketill óskast til kaups. Ragnar Renediktsson Knattspyrnuféi. Týr: STUNDATAFLA yfir innanhússæfingar í vetur. Þriðjudaga: Kl. 7,30 Knattsp. 1. og II. fl. — 8,20 Frjólsar íþróttir. — 9,10 Handbolti, stúlkur. Fimmtudaga: Kl. 8,20 Leikfimi karla — 9,10 Handbolti, stúlkur. Föstudaga: Kl. 7,30 Knattsp. I. og II. fl. — 8,20 Frjólsar íþróttir — 9,10 Körfubolti. Laugardaga: Kl. 7,30 III. fl. knattspyrna. Sunnudaga: Kl. 10,00 Handbolti stúlkur. — 2 eða 4 frjálsar íþróttir. Stjórnin. Mannslát: Þann 19. þ. m. lést Nikólína Guðnadóttir hér í bæ. Nikólína var háöldruð er hún lést, fædd 1874. Trúlofun. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína frk. Guðrún Magnúsdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð og Guðfinnur Jónsson, Norðurgarði hér í bæ. Þjóðkirkjan: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 f. h. Messað kl. 2 e. h. Betel: Samkoma kl. 4,30. HvítasunnusöfnuSurinn: 12 manna flokkur úr Hvítasunnu- söfnuðinum á íslandi er nú staddur í Svíþjóð og sækir þar biblíuskóla sænska safnaðarins. Meðal þátttakenda frá íslandi eru Einar Gíslason frá Arnarhóli, forstöðumaður safnaðarins hér og frú hans Guðný Sigmunds- dóttir. í bréfi sem blaðinu hefur borist frá Einari, lætur hann mjög af dvöl sinni í Svíþjóð. Hafa mörg sænsk blöð birt grein ar um ísland og íslenzku þátt- takendurna í þessu tilefni og er í blöðunum drepið á ýmislegt varðandi íslenzk mál og allt mjög vinsamlega. — Jarðarför: Jarðarför Kjartans heit. Guðmundssonar fer fram á morgun og hefst að heimili hins látna kl. 1 Vi e. h. Tónlistarskólinn: Tónlistarfé- lagið hefur gengist fyrir stofnun Tónlistarskóla hér \ bæ og verður skólinn settur á morgun í húsi K. F. U. M. kl. 5 e. h. Merkisafmæli: Sunnudaginn 26. nóv. n.k. á Þórunn Jónsdótt- ir, Þingholti, 80 ára afmæli. Bridgekeppni: Tvímennings- keppni í brigde er nýlokið. Sig- urvegarar í keppninni voru Kristjana og Sigurður Óla, höfðu 398 stig. Næstir voru Högni Jónsson og Garðar Sigurjónsson með 392 stig. Salatolía. Laukur nýkominn Verzl. Geysir Sími 77 >################################»<

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.