Fylkir


Fylkir - 29.12.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 29.12.1950, Blaðsíða 1
Málgagn SjáSfstæðis- ffokksins 5. árgangur. Vestmannaeyjum 29. des. 1950 27. tölublað. Tveir Svíar á þjóðhátíð Um þjóðhátíðina í sumar voru hér'á ferð tveir Svíar/Ake Hjelm bla'ðamaður og Hans Mahnberg ljósmyndari. — Fyrir nokkru birtist í mjög víðlesnu sænsku1 blaði, „Se", lýsing á dvöl þeirra hér, í formi orða og mynda. Myndirnar eru mjög góðar, en rétt þykir að birta hér þýðingu' á' hinni sænsku grein, svo lesendur Fylkis geti sjálfir dæmt um réttmæti frá- sagnarinnar. Bersýnilegt er af frásögninni að Svíarnir hafa dvalið á hóteli Helga Benedikts sonar. Hvort þeir hafa fengið þær upplýsingar, sem fram koma í greininni á hótelinu skal ósagt láti'ð, en hitt fer ekki fram hjá manni, að greinarhöf- undar eru dálítið hissa yfir tveggja-bókstafa-dýrkuninni og gera rólegheita grín að. „Eg hafði tekið í mig kjark og boðið hýreygri fríðleiksmey í dans. Hrífandi ómuðu; tónarn- ir frá litlu hljómsveitinni milli hárra fjallahlí'ðanna og við oln- boguðum' okkur ákveðin áfram mílli tjaldaraðanna. En við inn- ganginn að danspallinum hlaut för sú sneypulegan endi. Hrana- legur vörður þreif í mig og hvéssti á mig augun. Aðgöngu- miðinn að dansinum —- sem kvöldi'ð áður kostaði mig 40 krónur — var úr gildi'genginn! í kvöld kostaði það aðrar 40 krónur, vildi maður skemmta sér. Heimsins dýrasti dansmiði, það veit trúa/ mín — en stúlkan var sannarlega þess virði! Þegar aðrir Islendingar hitta Vestmannaeying, sýna þeir hon- um næstum því lotningar kennda auðsveipni og vifðingu. Að vera íslendingur er það fínna. Virðinginíá ef til vill ræt- ur sínar að rekja til þess, að Vestmannaeyingar eru manna ríkastir á íslandi. Og það skilur maður, a'ð svo hlýtur að vera, þegar þeir bæði taka og fá 80 ísl. krónur (gengi 3:15) fyrir nokkra snúninga tvö kvöld í röð! Ríkastur hinna ríku er maður sá, sem dylst bak við bókstafina „H.B", sem maður sér hvarvetna í Vestmannaeyj- um. Þeir eru bróderaðir á rekkjuvoðirnar í hótelinu, þar sem maður sefur, þeir standa á matarílátunum í matsölunni, þar sem ma'ður borðar, maður les þá á húsveggnum beint á móti, þegar maður vaknar og hleypir upp f'ellitjaldinu, þeir standa á öllum dósum með nið- ursoðnum fiski, á öllum bátum, öllum bílum, í öllum búðar- gluggum.... Það lítur ekki út fyrir að þarna rúmist neinn nema þessi Helgi Benediktssoh. En þótt hann lifi eins og kóng- ur í ríki sínu, hafa allir hinir 4000 „undirsátar" hans í kaup- staðnum að méðaltali beztu bankainnstæðurnar í bönkum íslands. En hversu ríkir sem Vestmannaeyingar eru nú, geta þeir aldr^ei keypt sig frjálsa. Með árlegri afborgun geta þeir byggt sín eigin hús, en þeií geta aldrei eignast lóðina — öll eyjan er eign ríkisins. Fiskveiðar og eggjatekja eru aðalatvinnuvegirnir og Vest- mannaeyingurinn er iðnari og kemst betur áfram en landar hans. En einu sinni á ári tekur hann sér frí og fer a. m. k. á ærlegt „fyllirí". Þá eru Vest- mannaeyjar í nokkra daga frek- ar Wiskymánnaeyjar. . já, siður- inn helzt allt frá 1874, þegar minnzt var 1000 ára frá upp- hafi íslandsbyggðar. Fleipur Eyjablaðsins ^ bezta, sem hugsazt getur, að vera Vestmannaeyingur er enn Fyrir nokkru birtist í Eyjablað- inu ein greinin enn um bæjar- útgerðina. Er grein þessi dálítið sérstæð, þar sem helzt má ætla eftir lestur hennar að maðurinn sem staðið hefur að þeirri rit- smíði hafi „slegist við" eða hafi dottið ofan úr runglinu. Fyrir þessar sakir er greinarstúfur þessi ef til vill ekki svaraverður, en rétt þykir þó að hnekkja mestu firrunum. — Rekstrarfyrirkomulagiö: Eyjablaðsritarinn kemst að niðurstöðu í grein sinni að ein orsökin til stöðvunar togaranna í tæpa 6 mánuði í sumar og haust hafi verið sú að í upphafi hafi verið deila um rekstrarfyr- irkomulag togaranna og að sjálf stæðismenn hafi síðan haldið uppi áróðri ó það fyrirkomulag sem valið var um rekstur tog- aranna. Það er að vísu rétt að í upphafi bentu sjálfstæðismenn á að heppilegra myndi að hafa annað form á útgerð togaranna en beinan bæjarrekstur. Er nú komið í Ijós að þessi skoðun var rétt. Eða finnst Eyjablaðinu að bæjarútgerðin hafi gengið það vel og verið sá fyrirmyndar- rekstur ó fyrirtækinu, að það sé rógur og svik við útgerðina að gagnrýna ýmisl. ! sambandi við reksturinn. Hinu er svo ekki að leyna að sjálfstæðismenn eru yfirleitt ó móti bæjar- og ríkis- rekstri, svo Eyjablaðið ætti varla að falla í stafi þó að sjólfstæð- ismenn séu ekki með fagnaðar- söng yfir bæjarútgerðinni, eins og að því fyrirtæki hefur verið staðið. — Karfa veiðarnar. Þá kemur Eyjablaðið að karfa veiðunum, en er að vonum held- ur sagnafátt um þær. Vill blað- ið eðlilega tala sem minnst um þann þátt útgerðarinnar. Segir blaðið aðeins það, að hægt hefði verið að gera út — ef rekstursfé hefði fengist. Jæja, var það vísdómur. Hinu gleymir Eyjablaðið að geta um að raun- verulega var ekkert gert til að koma skipunum ó karfaveiðar. Sést það bezt af því að aðalráða mennirnir innan bæjarstjórnar fóru ekki til Reykjavíkur til ú-t vegunar ó lánsfé fyrr heldur en tæpir 6 mánuðir voru liðnir frá því að skipin voru bundin. — Þáttur sjálfstœöismanna: Þá kemur Eyjablaðið að þætti sjálfstæðismanna í sambandi við útgerðina. Er blaðið æði hneyksl að og reynir að iæða því inn hjá lesendum blaðsins að allir erfiðleikarnir séu sjólfstæðis- mönnum að kenna. Eyjablaðið veit sem sé skömmina upp á sig og sína menn og reynir eins og viss dýrategund að klóra yfir ó- sómann með því að kenna öðr- um um ófarimar. Þetta leyfir Eyjablaðið sér að bjóða upp á, þótt aliur almenningur viti að sjálfstæðismenn hafa allan starfstíma útgerðarinnar verið í minnihluta bæði innan útgerð- arinnar og bæjarstjórnar og hafa þar af leiðandi vinstri menn getað ráðið öllu. — Eyja- blaðið er æði margmólt yfir því hve sjólfstæðismenn hafa komið illa fram við útgerðina og setið ó svikráðum við hana. Maður skyldi nú halda að Eyjablaðið kínokaði sér við að ræða þessi mól eftir framkomu þess eina fyrirtækis sem kommúnistar stjórnuðu hér í bæ, í garð út- gerðarinnar. Eftir að Bæjarút- gerðin hafði óbeinlínis haldið lífinu í Kaupfélagi Verkamanna um margra mónaða skeið, létu kaupfélagið sig hafa það að innheimta skuld sína hjó Bæj arútgerðinni með mólsókn. Þetta var gert eftir að kaupfélagíð hafði fleytt rjómann ofan af viðskiptum sem nómu hundruð- um þúsunda. Er kaupfélagið

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.