Fylkir - 29.05.1954, Blaðsíða 4
4
F Y L K I R
Innilegt þakklœti til allra, er sýndu okkur
samúö og hluttekningu við andlát og jarðarför
dóttur okkar
HALLDÓRU
Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gíslason.
Cement, Snowcem.
Fyrirliggjandi.
Tóinas M. Guðjónsson.
Sími 5.
HKHHHKHHHKHKHKHKHKHiKHiKHH^^
ALBOL-ÞVOTTALðGUR
er ómissandi við hreingerningarnar.
Kjarfan Friðbjamarson 4 Co.
Ljósmyndaslofan
verður opin fyrir fermingarbörn báða fermingardagana kl.
4—6 e. h. — Einnig á mánudag 31. maí eftir kl. 9,00, — og verður
opin á sama tíma 8. júní 11. k.
HÖRÐUR SIGURGEIRSSON.
Landakirkja.
Guðsþjónusta n. k. sunnudag
kl. 2. e.h. Ferming. — Guðsþjón-
usta á Hvítasunnudag kl. 2 e.
h. Ferming. — Guðþjónusta á
annan í Hvítasunnu kl. 2 e. h.
Stokkseyrarferðir.
Eins og undanfarin sumur
mun m.b Gísli Johnsen halda
uppi áætlunarlerðum mill Eyja
og Stokkseyrar á miðvikudög-
um og laugardögum.
Gagnfrœðaskólanum
sagt upp.
12. maí s. 1. var Gagnfræða-
skólanum sagt upp. Hæstu eink
unn í skólanum hlaut Árný
Guðjónsdóttir, Dölum. Árný er
nemandi í 1. bekk bóknáms-
deildar. Aðra hæstu einkunn
hlaut Guðmundur Lárusson,
Akri, hann er nemandi í 2.
bekk verknámsdeildar.
Lítið um soðningu.
Um þessar mundir kvartar
fólk mjög yfir því hve erfitt sé
að fá fisk til neyzlu. Sjór er lít-
ið stundaður, nenta hvað nokkr
ar trillur hafa stundað handfæra
veiðar, en vegna hinnar mjög
óstöðugu veðráttu líða oft nokkr
ir dagar án þess að á sjó gefi fyr
ir smábátana.
6 luku prófi við
Stýrimannaskólann.
Á þessu vori útskrifuðust 6
ungir Vestmannaeyingar frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík, eftir tveggja vetra nám. —
Eru það þeir: Bjarni Sighvats-
son, Ási; Ingvar Gunnlaugsson,
Gjábakka; Jóhann Sigurðsson,
Svanhól; Stefán StefánsSon,
Gerði; Trausti Sigurðsson,
Hæli og Valgarð Guðjónsson,
Heiðarveg 25.
Luku þeir allir prófi með
góðri einkunn.
Eins og margsinnis hefur
verið bent á hér í blaðinu og
víðar, þá vex stöðugt nauðsyn
þess, að hægt sé að Ijúka a. m.
k. fyrri hluta Stýrimannaskól-
ans hér heima. Bátarnir stækka
stöðugt, en eins og sakir standa
þá er ekki hægt að afla sér
stærra prófs, en gildir fyrir 30
tonna báta, án þess að sækja
dýrt skólanám til Reykjavíkur.
Má í því sambandi geta þess,
að á síðastliðinni vertíð fengu
yfir 30 skipstjórar og stýrimenn
undanþágur til þess að gegna
störfum sínunt á bátunum, sem
gerðir voru út héðan.
Þetta er mjög athyglisvert
vandamál, sem verður að leysa.
Það er staðreynd, að ekki eru
nema fáir sjómenn, sem hafa á-
stæður til þess að sitja í tvö ár
á skólabekk í Reykjavík og þess
vegna er það lágmarkskrafa, að
konrið verði hér upp námskeið-
um eða sjómannaskóla, þar sem
Sjómannsefnin gætu að minnsta
kosti lokið fyrri vetri Stýrimanna
.skólans, sem gæfi þeim viss rétt
indi, auk þess, að þeir fengju
inngöngu í Sjómannaskólann
til þess að ljúka námi.
Vorhátíð ungra Sjálf-
stæðismanna
Eins og undanfarin ár munu
ungir Sjálfstæðismenn efna til
hátíðarhalda á HvítaSunnunni.
Verður vandað til hennar að
vanda. Von er á Heimdelling-
um með m.s. Esju, sem væntan
lega verður hér um Hvítasunn-
una. Er vitað, að mikill fjöldi
hefur tryggt sér far með skip-
inu, svo búast má við fjölmenni
um hátíðarnar.
Síldveiðiundirbúningur.
Allmikill iiugur er í útgerð-
armönnum að gera út báta sína
á síldveiðar fyrir Norðurlandi
í sumar. I fyrra fóru héðan 14
bátar, en nú er búizt við því að
sú tala tvöfaldist. Eins og menn
rnuna, þá var aflinn í fyrrasum
ar skástur miðað við sumurin
þar á undan, og er vonandi að
sumarið, sem fram undan er,
verði gott síldarsumar.
Samnorrœna sundkeppnin
Undanfarið Iiafa skólabörn
og þeir, sem á förum eru úr
bænum, þreytt 200 m. sundið í
Samnorrænu sundke])pninni.
Þar sem sundlaugin er ekki enn
þá fullbúin vegna vöntunar á
hitatækjum má búast við því,
að við verðum seinni að taka
við okkur í sundkeppnina en
aðrir Staðir á landinu, en jxar
sem tækjanna er von mjög
bráðlega ætti ekki að þurfa að
kvíða því, að við látum okkar
hlut eftir liggja, miðað við aðra
kaupstaði á landinu.
Endurbœtur á barnaleik-
vellinum á Stakagerðis-
túni.
Verið er að endurbæta leik-
völlinn á Stakagerðistúninu, en
hann er elzti leikvöllur barna
hér í bæ. Var full þörf á lag-
færingu þessari, og eins væri
mikil þörf á }rví að búa völlinn
fjölbreyttari leiktækjum en fyr-
ir voru. Það er nauðsynlegt að
gera svo mikið ,sem hægt er til
jress, að yngstu borgararnir geti
unað sér á leikvölliun bæjarins,
Svo fólk þurfi ekki stöðugt að
vera lirætt um börn sín vegna
hinnar miklu slysahættu, sem
víða er sérstaklega í fjöllum og
á bryggjunum.
Skemmdarvargar á ferð.
Fyrir nokkrum árum voru
settir upp vandaðir og jrægileg-
ir bekkir á nokkrum fögrum
stöðum á Eyjunni. Bekkir Jress-
ir voru vel þegnir af flestum,
en ekki liafa allir verið ánægð-
ir með jxá, jrví nú er búið að
brjóta flesta þeirra niður, svo
ekki sést neitt eftir. Er þessi
eljusemi skemmdarvarganna frá
bær, því fyrrnefndir bekkir
voru rammléga gerðir, svo þurft
hefur töluverð átök til }:>ess að
koma þeim fyrir kattarnef. Væri
óskandi, ef skennndarverkum
sem Jressum mætti fækka í bæn
um.
Hœttulegur leikur.
Fyrir nokkrum dögum tóku
unglingsdrengir bifreið í leyfis-
leysi og óku henni út af Dalveg
inum, Jrar sem margir metrar
eru niður á jafnsléttu. Það, sem
meðal annars varð drengjum
þessum til lífs var, að bifreiðin
lenti á símastaur, og stoppaði
við hann, en annars hefði bif-
reiðin að öllum líkindum oltið
niður á jafnsléttu. Enda þótt
drengirnir, sem hér um getur,
| hafi sloppið' ómeiddir í þetta
sinn, ætti ökuferðin að verða
öðrum til viðvörunar.
Hressingarskálinn h. f.
Fyrir nokkru var Stofnað fyr
irtækið Hressingarskálinn h. f.
af þeim Ragnari Hafliðasyni og
Tryggva Guðmundssyni. Hefur
Jjað látið byggja hús við Vest-
mannabraut 30, Viðey, fyrir
starfrækslu sína.
Eru Jrar mjög vegleg húsa-
kynni fyrir starfrækslu veitinga-
Stofu og einnig verður Jrar
verzlun. Fyrirhugað var að
hefja reksturinn fyrir Hvíta-
sunnu, en vegna Jress að töf
varð á afhendingu húsgagna í
veitingasalinn mun hann ekki
verða tilbúinn Jrá. En verzlun-
in, sem þarna verður opnuð
mun hinsvegar taka til starfa
laugardaginn fyrir Hvítasunnu.
Málverkasýning
Sveins Björnssonar.
Eins og bæjarbúum er kunn
ugt, efndi Sveinn Björnsson til
nválverkasýningar hér um dag-
inn. Lauk sýningu Sveins um
síðustu helgi. Höfðu þá um 500
manns skoðað sýninguna og yf-
ir 20 málverk selzt. Er Jress á-
gæta aðsókn óvenjuleg og sýnir
áhuga bæjarbúa fyrir verkum
hins unga listamanns.