Fylkir - 23.12.1955, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955.
Björgunarstarí og landhelgisgæzla.
35 ára þróun.
Saga íslenzku þjóðarinnar frá upphafi fram á
þennan dag hel'ur fyrst og fremst mótazt af baráttunni
við óblíð náttúruöfl til sjávar og sveita, baráttu fyrir
daglegu brauði, þar sem hiklaust var teflt á tæpasta
vaðið, og stigið á fremsta hlunn, allt að vinna, en engu
að tapa — nerna lífinu sjálfu.
Margur maðurinn hefur í aldanna rás orðið und-
ir í þessari ægihörðu baráttu, ýmist orðið úti á heiðum
uppi og í óbyggðum eða fallið í hinn vota faðm Ránar
og hlotið þar hinztu hvíld.
Mestir og ógnarlegastir hafa mannskaðar orðið
á sjónum. Á fiskimiðin við strendur landsins var harð-
sótt, og sú sókn snerist oft upp í vörn er endaði mörg-
um sinnum í algerum ósigri. Sé blaðað í íslenzkum
annálum frá liðnum öldum, blasir við ömurleg mynd.
Á hverju ári verða fleiri eða færri sjóslys, sum hin
hörmulegustu, og er þó árið 1685 eitt hið átakanleg-
asta, er um getur. En þá fórust á einum degi 132 menn.
Slíkt afhroð hefur engin önnur þjóð goldið.
Þess verður fyrst vart á 18 öld, að viðleitni hefj-
ist í þá átt að sporna við slysurn á sjó og leiðbeina um
um slysavarnir. En það er ekki fyrr en um 1880, að
hafizt er handa um bjargráðastörf. Það gerði sá ágætis-
maður, séra Oddur V. Gíslason, prestur í Grindavík,
réttnefndur faðir íslenzkra slysavarna. Starf hans í þágu
slysavarna verður vart ofmetið, svo sem hann vann að
þeim í ræðu og riti.
Hér er hvorki ráðrúm til að rekja sögu íslenzkra
slysavarna á sjó né heldur geta þeirra manna, er mest
og bezt unnu að því að koma þeim í sæmilega viðun-
andi hor£.-En merkið, sem séra Oddur Gíslason hóf á
sínum tíma, féll aldrei niður, þótt sinnuleysi og deyfð
ríktu lengi vel í þessum efnum og séra Oddur ætti við
margvíslega örðugleika að etja.
I Vestmannaeyjum var stigið stærsta skrefið og
giftudrýgsta til varnar slysum á sjó. Stofnun Björgunar-
félags Vestmannaeyja varð ,,ljós fyrir þjóðinni“, sem
lýsti henni leiðina í merkilegu þjóðþriíamáli. Stórhug-
ur sá og áræði, er einkenndi forystumennina við stofn-
un þess félags, varð ljós á vegi þeirra rnanna, er síðar
gengust fyrir stofnun Slysavarnarfélags Islands 1928.
Á þessu ári eru liðin 35 ár frá því að hið fyrsta
björgunar- og varðskip, ÞÓR, kom til landsins, til
Vestmannaeyja. Með koniu þess skips hófst björgunar-
starfsemi á sjó og landhelgisgæzla á íslenzku skipi undir
íslenzkra manna stjórn á sérstöku þar til ætluðu skipi.
Það kom áf sjálfu sér, að þetta tvennt var sameinað, og
var þar með mörkuð sú stefna, er enn er fylgt í þessum
efnurn.
Elzta varðskipið Þár var fyrsta vardskip íslands. Var þaö
keypt til landsins af Björgunarfélagi Vestmannaeyja með styrk
frá ríkinu og kom fyrst til Vestmannaeyja 26. marz 1920.
Veröi félagið síðan út skipið til björgunarstarfsemi og land-
helgisgæzlu jxir til ríkið keypti það árið 1926. Skipið strandaði
á Húnaflóa 21. des. 1929. Elzti ÞÓR var gufuskip, byggður í
Englandi 1899 se?n togari til íslands og hét þá THOR. Síðar
keypti danska landbúnaðarráðuneytið hann og notaði til haf-
rannsókna, m.a. hér við land. Loks var skipið varðskip í Dan-
mörku í fyrri heimstyrjöld. Stærð 205 rúmlestir brúttó, gang-
ur 8 - 8i/2 sjóm. Vopn: Ein 47 mm. fallbyssa sett á skiþið 1924.
Næst elzli ÞOR var gamall þýzkur togari, Senator
Scháfer, byggður í Stettin 1922. Kom hingað til lands 2. des.
1930 og sótti Pálmi Loflsson forstjóri skipið. Var skipið síðan
við landhelgisgœzlu og fiskirannsóknir m.m. til óirsins 1939,
en eftir þann tíma mest í strandferðum og fiskflutn-
ingum til E?iglatids til ársins 1946, er það var selt.
Strandaði við Skotland 1930. Stærð 226 rúml. brúttó,
gangur 10i/2 sjóm. Vopn: Ein 47 mm. fallbyssa.
Varðskipið ÞÓR, núverandi, er byggt i Dan-
mörku árið 1931 og kom hingað um haustið sama ár.
Það er 693 rúmlestir að stærð, með tveimur 1600 ha.
diesel-vélum og gengur allt að 18 sjómílur á klst.
Auk þess er skipið búið ýmsum björgunartækjum og
siglingatœkjum af nýjustu gerðum eins og tveimur
radar-tœkjum, gyro-áttavita, mjög fullkominni radíó-
miðunarstöð o.fl. Vopn: Ein 37 mm. fallbyyssa.