Fylkir


Fylkir - 23.12.1955, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1955, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955. Vardskipid ÆGIR, byggður í Danmörku ár- ið 1929 og kom hingað 14. júlí sama ár. Hefir verið við björgunarstörf og landhelgisgœzlu síðan. A síðustu tveim árum hefir það einnig verið not- að allmikið til ýmisskonar síldar- og hafrannsókna • og hefir í þeim tilgangi verið komið fyrir um borð bœði ýmsum tcekjum og aðbúnaði til þeirra þarfa, íou sem Asdic-fiskileitartœki og rannsóknarstofu m. rn. Ennfremur hefir brú skipsins verið breytt. Stœrð 500 rúmlestir brúttó, gangur 12,5 sjóm. Vopn: 57 mm. fallbyssa. ÆGIR, þá er honum hafði verið breytt. Varðsliipið HERMÓÐUR eldri og nýi hafa sem kunnugt er iðulega verið notað við landhelgis- gæzlu og björgunarstörf, sérstaklega á vetrarver- tiðum. HERMÓÐUR eldri, var byggður í Bret- landi 1891, sem togari, en síðar seldur til Noregs og var keyptur þaðan hingað árið 1924. Var síðan við vitaflutnmga, og ýms önnur störf til ársins 1947, er honum var lagt upp. Slitnaði siðan upp frá festum í Hvaljirði ári siðar og rak á land, og var síðan rifinn. Sjtcerð 113 rúmlestir, gangur 8 sjómílur. HERMÓÐUR nýi, er byggður í Svíþjóð 1947 og kom hingað um haustið sama ár. Hefir verið við vitaflutniga og landhelgisgcezlu m.m. síðan. Stcerð 20S rúmlestir brúttó, gangur 12 sjÓ7n. Vopn: 47 mm. fallbyssa.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.