Fylkir - 23.12.1955, Page 13
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955.
13
Guðmundur Kamban:
Spuna-
konan.
í jarðbrjóstin rennur regnið vægt,
og rósbörnin sjúga í sig þrótt.
Rökkrið er brumað, og hægt og hægt
úr húmknappnum útsprungin rauða-nótt.
Nú smáþagnar rokksins bí-bí-og-blaka,
þeir blunda, sem vaka, þeir þegja, sem kvaka;
og það gerir hljóðið svo hljótt.
Mín örlaganótt? Eg þekki þig
og það eftir sextán ár.
Þá var það, hann kom og kvaddi mig,
hann kraup mér í skaut, og ég strauk hans hár.
Ævilangt gat ég sett ást hans í hlekki,
ég átti sverðið — en brá því ekki:
Innibyrgð, ógrátm ást.
Hafið þið séð, hvernig sælan er lit?
Þá sáuð þið augun hans.
Heyrt varir gefa orðunum vængjaþyt,
veikt eða sterkt: Það var röddin hans.
Og líkt eins og hvítbráðið steypustálið,
sem storknar við deigluna, ef slökkt er bálið:
svo fundust mér faðmlögin hans.
Eg hefi elskað mig fríða við andlit hans.
ég hefi elskað svo loftið varð heitt.
Eg kunni ekki gang, heldur dillandi dans,
og dagarnir, vikurnar biðu ekki neitt.
Og nú var allt glatt, sem var grátið áður,
og gildi heimsins var meira en áður:
að elska — var lífið eitt.
Það ástarlíf varð honum lifandi lind.
sem list hans drakk kraft sinn úr.
Og ég sá hann hefja sig tind af tind,
sem taminn örn hefði sprengt hans búr.
Eg hét, að ég skyldi ekki hefta honum framann:
Við hétum að eiga okkar forlög saman,
hvort þau yrðu sæt eða súr.
Þá var það einn dag, að hann hermdi það heit:
ég hefti ekki framann sinn.
,,Það eru ekki svik við þig,“ sagði hann, ,,ég veit,
að sæmd mín er lögð undir úrskurð þinn.
En tryggðin við lífsstarfið heimtar mig héðan,
og hvort annars tryggðir við reynurn á meðan.
Og svo skal það sjást, hvort ég vinn.“
,,Að vita þig hugsa um mig hvar sem ég fer.“
— og höndin hans klappaði milt.
,,Að brúðurin þreyir þolgóð hér.“
— hann þrýsti mér, kyssti mig, stjórnlaust, vilt.
„Og svo kemur hamingjan, — svo kemur gjaldið."
Þá sagði hann lægra: „Nei, þú hefir val.dið,
og haltu mér heima ef þii vilt.“
Eg grét ekki, bað ekki, — bara fann,
hve brjóstið varð þröngt um stund,------------
Og síðan hvern dag ég sat og spann,
ég sá ekki meir okkar næsta fund.........
Nú stendur hann hæzt upp á hæð sinnar frægðar,
en hjarta mitt kunni ekki að biðjast vægðar
og berst nú með ólífisund.
Það sló fyrir þig, og slær það enn
og slær fram á síðasta blund.
En vörnin, sem þrýstirðu, þagnar senn:
Eg þakka hvern einasta dag og stund.
Eg var sælli en allir veraldar gylfar,
ég veit ég hef kannað það bezta, sem til var
á þessari glapsýnu grund.----------
Snúrurnar hrökkva: Snældan er full,
og snurðulaust allt, sem ég spann.
Þeir kalla það ull, en glóandi gull
úr greip minni rann — það var allt fyrir hann,
sem hóf mitt líf upp í hærra veldi,
minn hvíta prins, sem ég trúnað seldi
og heitast af öllum ann.
Eg orka ekki meir, enda þarf ekki það,
á þráðnum er hvergi gróm.
Ef blóðugur er hann á einum stað,
er orsökin sú, að hann spannst inn í góm.
Því þar var hnútur sem þurfti að renna,
og þá var sem ég fann hold mitt brenna,
og skildi minn skapadóm.
Þú vitjar mín aftur, mín örlaganótt,
með allan þinn nnnningafans.
Hví læðistu svona — seint og hljótt?
Sérðu ekki, að þetta er minn brúðardans?
Velkomin nótt. Eg fer nakin í háttinn,
því nú hefi ég spunnið sterkasta þáttinn
í hamingjuþræðinum hans.
Veiztu þetta?
1. Hve lengi er ljósið á leiðinni frá tunglinu til jarðar?
2. Hvað heitir stærsta skip íslenzka flotans?
3. Hvað heitir syðsta byggt ból á íslandi?
4. Hvað heitir þjóðhöfðingi Vatikan-ríkisins?
5. Hver er sendiherra íslands í Póllandi?
6. Hver sagði þessi frægu orð: „Hér stend ég, ég get ekki
annað.“?
7. Hvað er tórturtagga?
8. Hvað er kárína?
9. Hvað eru lághelgar?
10. Hver sagði þetta: „Svona eiga sýslumenn að vera.“?
Svör ú blaðsíðu 14.