Fylkir


Fylkir - 23.12.1956, Qupperneq 5

Fylkir - 23.12.1956, Qupperneq 5
JÓLABLAÐ FYLKIS 1956. 5 Bjarna sýslumanns, sem upp komust, voru þessi: Guðmundur Schevirig, lækn- ir, í Hólmavík í Strandasýslu, Brynjölfur Benedikt, bóndi í bverárdal í Húnaþingi, og Páll Friðrik Vídalín, sýslumaður í Stykkishólmi. Sigurður heit. Guðmundsson, skólameistari, ritaði um frú Hildi Bjarnadóttur ágæta grein í tímaritið Jörð, 1.—2. hefti 7. árg., og í sama hefti um son hennar, merkisbóndann Brynj- ólf í Þverárdal. Í greininni um frú Hildi ræðir hann sérstaklega um æskuástir hennar og þjóð- skáldsins góða, Mattliíasar Joch- umssonar. Bjarni sýslumaður var hinn mesti framfaramaður. Hafði hann ekki verið lengi í Vest- mannaeyjum, er hann fór að láta ýmis framfaramál til sín taka. Má alveg sérstaklega sjá, hverjum augum hann leit á menntun alþýðu og gildi henn- ar fyrir allar sannar framfarir og bætta lífshætti, í ávarpi því, er hann samdi til almennings og þeir sendu út, Bjarni, séra Brynjólfur á Ofanleiti Jónsson og j. P. T. Bryde, kaupmaður, til hvatningar um stofnun Lestr- arfélags Vestmannaeyja, 1862. F.11 þar segir m. a. svo: „Hverjum manni má kunnugt vera, hve mjög almenn mennt- un og þekking styður að því að efla heill og velferð lýða og landa og má með sanni álítast grundvöllurinn undir andleg- um og líkamlegum framförum livers einstaks manns og þjóðfé- lagsins yfir höfuð, því upplýsing- in og þekkingin hvetur menn til dáða og dugnaðar, og til þess að neyta krafta sinna sér og öðrum til gagns og nota, svo með al- mennri upplýsingu fylgir alla jafna alinenn velferð, dáð og dugur, en með vanþekkingu ó- clugnaður og eymdarskapur . . í þessum orðum koma skýrL í Ijós skoðanir Bjarna sýslumanns á gildi menntunarinnar og þeim möguleikum, sem hún skapar. K11 þegar hann kom hingað til Eyja, vorið 1861, stóð svo á um almenna menntun, að þá var hér enginn starfandi barnaskóli, en skóli sá, er tekið hafði til starfa 1745, var |iá liðinn undir lok, hann var allur um 1760. Það var því eitt hið fyrsta verk Bjarna, er hann kom, að beita sér fyrir jiví, að barnafræðslunni yrði komið í sæmilegt liorf og komið yrði á fót skóla. Skrif aði hann af því tilefni dómsmála ráðuneytinu og gerði ítarlegar tillögur og áætlanir um skóla- hald í Vestmannaeyjum. Sjálfur hafði hann kennt börnum end- urgjaldslaust. á vetrum eftir því sem tími hans leyfði. Lærðu margir efnilegir unglingar Iijá hontim skrift, reikning og dönsku. Þessar tillögur Bjarna komust þó ekki til framkvæmda að sinni, og var barnaskóli ekki settur á stofn í Eyjum fyrr en um 1880. Barátta Bjarna fyrir því áð koma upp skóla hér er annars mjög inerkileg og er athyglis- vert að lesa um það, hversu vel hann hélt á máli sínu. Sýnir og fátt betur víðsýni hans og alla framfaraviðleitni og um leið ó- sérplægni Iians. Lestraríélag V estmannaeyja \ar stofnað fyrir forgöngu sýslu manns árið 1862. Hafði hann, Hildur Solveig Tliorarensen eins og áður er drepið á, feng- ið til liðs við sig í þessu ináli þá J. P. T. Bryde, kaupmann, og séra Brynjólf Jónsson á Ofan- ieiti. Félag þetta kom upp bóka safni, sem Bjarni annaðist, með- an hann var hér, og sá hann um útlán bóka og bókakaup. Útveg aði hann safninu bókagjöf frá ríkisstjórn að verðmæti 200 rík- isdalir. Lét Bjarni prenta bóka- skrá félagsins, en það mun hafa , átt um Goo bindi bóka, er sýslu maður fluttist brott. Upp úr 18G0 gerði allmikið aflaleysi vart við sig á fiskimið- um Eyjaskeggja. Rak hvert afla- leysisárið annað, en náði há- marki 1868. Þá mátti heita „dauður sjór,“ helmingur allra róðraskipa náði 50 fiskurii í lilut yfir vertíðina, hæsti hlutur um 200 fiskar. Það má geta nærri, að slíkt hefur liaft allmikil áhrif á af- komu almennings, enda var þá sem nú, aðalatvinnan við sjóinn. Bjarni sýslumaður fór þess á leit við ríkisstjórnina, að hún styddi að úrbótum á atvinnuleysinu, með jiví að á kostnað, ríkissjóðs færi fram veruleg nýfækt og yrði þannig bætt úr atvinnuleys inu. Fékkst 500 ríkisdala fram- lag til þessa eftir tillögu Bjarna og voru miklar jarðabætur unn- ar fyrir þetta fé. Fengu um 60 manns atvinnu við þessar nýrækt ir, og má nærri geta, að mikill styrkur hefur það verið þeirra heimilum að fá þarna fé t.il fram færslu. Annað var jiað, sem Bjarni reyndi að koma í kring til úr- bóta á aflaleysinu, en það var að koma á fót þilskipaútgerð í Eyj- um. Var að jiví meira aflaör- yggi en á áraskipunum, þar sem þilskipin voru stærri og betur búin og voru ekki staðbundin, ef því var að skipta. Lögðu nokkrjr — 5 — bændur fram fé til kaupa á þilskipi, alls um 1000 dali. Sótti sýslumaður um styrk eða lán til ríkissjóðs að upphæð 1200 dali til kaupanna. Af skipakaupunum varð þó ekki, enda var lánbeiðni Bjarna ekki svarað fyrr en 1865. Enn er ótalið eitt hið merk- asta mál, er Bjarni sýslumaður Magnússon lét til sín taka, en það voru tryggingamál skipa þeirra, er gengu til fiskiróðra úr Eyjum og skrásett voru hér. Fyrir hans forgöngu var stofn- að Skipaábyrgðarfélag Vest- mannaéyja 2G. janúar 1862. Ým- islegt er nú á huldu um aðdrag- anda og úndirbúning þessarar félagsstofnunar, en Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, hefur tínt saman allt Jiað. sem vitað er um jiað og birt í afmæl- isriti Bátaábyrgðarfélagsins 1939 bls. 38 og áfram. En þó er vitað skv. frásögn Bjarna sjálfs í ýms- um gögnum, að hann stofnaði Skipaábyrgðarfélagið, og kveðst hann hafa kallað eigendur hinna stórii skipa á fund, stoínfund félágsins, til að ræða við þá um „ýms mikilvæg málefni skipseig endum viðvíkjandi." Er Bjarni gefur yfirlit. um starfsemi félags ins skömmu áður en hann fer norður í Húnaþing, um 1872, segir hann, að félagið hafi „tek- ið blómlegum framförum og góðum þrifum, sem því heldur vekti gleði hans sem hann liefði verið liinn lielzti livatamaður til þess, að félag jietta yrði stofn- að, sjávarútveg Vestniannaeyja til styrktar og eflingar, með því að tryggja skipseigendur, ef skipsskaða bæri að.“ Skipsskaðar voru sum árin mjög tilfinnanlegir, og ef flett er upp annálum og öðrum frá- sögnum um sjóslys, sézt, að þau hafa verið alltíð og venjulega fórust með skipunum allmargt manna. Tjónið varð því tilfinn anlegra sém ofan á mannskað- áriri bættist jiað, aö eigendur skipa urðu oftast öréigar, ér þau fórust, og var óhugsandi að ekkjur og börn þeirra, er drukknuðu, gætu á ný eignazt hlut í skipi, þegar atlt fórst ó- tryggt. Skaðabætur, sem Skipa- ábyrgðarfélagið greiddi fyrir skip, er tryggt var hjá því, gerðu kleift að eignast aftur skip. Sést af þessu litla dæmi, liversu Jiýðingarmiklum félags- skap hér var hrundið af stað. Bjarni Magnússon var alla tíð, meðan liann var hér, forsvars maður Skipaábyrgðarfélagsins og liafði á liendi reikningshald allt og innjjeimtu iðgjalda. Þannig varð hann til að koma föstu íormi á starfsemi félags- ins og marka jiví þá stefnu, sem það síðan fylgdi, og liefur það lengi búið að verkum Bjarna. Hér að framan hefur verið drepið á þau málefni, er Bjarni Magnússon lét til sín taka í sýslumannstíð sinni hér, og er Jió margt ótalið enn. Má þar til nefna afskip'ti hans af lundaveið um og aðferðum við þær, en hann kom því til leiðar árið 1869, að lundaveiðar með net- um voru bannaðar með öllu. Voru þá á ný teknir upp greflar og síðar háfar, og eru nú ein- göngu notaðir háfar. Hann hafði og nokkur afskipti af sam göngumálum og fékk því til leiðar komið, að póstskipið kæmi við í Vestmannaeyjum í hverri ferð, bæði á út- og upp- leið, í stað þess, sem ákveðið hafði verið, er það hóf ferðir, að jiað kæmi við, þegar veður leyfði. Allmiklir misbrestir urðu þó á þessu, en bót var það frá Jiví, sem áður var. Auk sýslumannsstarfanna hlóð- ust ýmisleg félagsstörf á Bjarna. Hefur þegar verið getið um Skipaábyrgðarfélagið, bókavörzl una og kennslustörfin. Embætt istekjurnar munu ekki hafa ver- ið ríflegar í tíð Bjarna, og Iiafði hann allmikil búskaparumsvif, meðan hann dvaldist hér. Hann hafði jörð á Vilborgarstöðum og hálft Þorlaugargerði, auk Yzta- kletts, sem var „sýslumannssetr- ið.“ Ennfrennir eignaðist hann hluti í áraskipum, bæði áttær- ingi og sexæringi. Eftir Bjarna Magnússon liggja nokkrar ritgerðir, svo sem um lögmæti samninga og annarra skjala og Yfirlit um lielztu atriði í fátækralöggjöf íslands. Bjarni var hinn ötulasti stuðn ingsmaður séra Brynjólfs að Of- anleiti og bindindisfélags þess, sem hann stofnaði. Hvatti hann menn eindregið á aflaleysisárun- um miklu að eyða ekki fjármun- um sínum til brennivínsdrykkju- eða kaupa á öðrum munaðar- varningi. Norður í Húnaþingi beitti Framhald á 6. síðu

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.