Fylkir - 23.12.1956, Qupperneq 6
6
JÖLABLAÐ FYLKIS 1956.
„Herra, iijarga þú.
Frá vígslu björgunarbátsins ,,Gísli J. Johnsen'1
Þann 21. mar' s. /. fór fram a Reykjavikurhöfn vigsla
björgunarhálsins „Gisla J. Johnsen“, að viðstöddurn
gefendum bdtsins, forsetahjónunum, stjórn Slysa-
varnafélags Jslands, stjórnum slysavarnadeildanna i
Reykjavík og nágrenni. Auk þess tók fjöldi tnanns
þátt i vigsluathöfninni.
Við þetta tœkifæri flutti Sr. Óskar J. Þorláksson,
dómkirkjuþrestur, formaður slysavarnadeildarinnar
„Ingólfur" i Reykjavík, rœðu þá, sem hér fer á eftir:
Séra Óskar J. Þorlákssom:
Náð sé með yður og friður
jrá Guði föður vorum og
Drottni Jesú Kristi. Amen.
Góðir áheyrendur! Öll könn-
umst vér við þá frásögn Nýja
testamentisins, þar sem frá því
er sagt, að Jesús Kristur hafi
verið með lærisveinum sínum
úti á Genesaretvatninu, þegar
allt í einu gefði svo mikinn
storm, að það tók að gefa á bát-
inn og lærisveinarnir sáu ekki
annað en báturinn myndi þá og
þegar sökkva undir þeim. Ótta-
slegnir hrópuðu þeir til meistara
síns, þar sem liann svaf rólegur
í skutnum: „Herra, bjarga þú,
vér förumst." Og hjálpin kom
fyrir guðlega handleiðslu, storm
irin lægði, öldurnar hnigu og all
ir komust heilu og höldnu að
landi.
Eg rifja upp þessa sögu í dag,
þegar vér erum að fagna þessu
nýja björgunarskipi, sem flýtur
hér á höfninni og á að hafa
bækistöð sína í Reykjavík og
vera til taks hér við Faxaflóa,
þegar hættu ber að höndum.
Slysavarnastarfsemin í land-
inu er til orðin, til þess að geta
alítaf svarað kalli hinna nauð-
stöddu á réttum tíma. Björgun-
arskip, björgunartæki og slysa-
varnadeildir, þetta eru allt hlekk
ir í þeirri traustu keðju slysa-
varnamálanna í landinu, sem
vér treystum á þegar hættu ber
að höndum.
Vér bjóðum þetta nýja skip.
Gísla J. Johnsen, velkomið hing
að í Drottins nafni.
Það er gefið af góðum hug
og af höfðingslund og því vil ég
ségja í dag: „Guð blessi glaðan
gjafara."
Þetta fríða skip hefur nú klof
ið Öldur hafsins yfir íslands ála
og blessun Drottíns hefur hvílt
yfir þessari fyrstu ferð þess. Guð
gefi að svo megi verða yfir
hverri ferð, þegar það leggur frá
landi.
Eg minnist þess frá æskuárum
inínum, við brimströndina á
Suðurlandi, að þegar allir höfðu
skinnklæðzt og skipið hafði verið
rétt mælti formaðurinn, áður
en ýtt var niður í flæðarmálið,
þessi orð: „Nú setjum vér nær í
Jesú nafni."
Og þegar komið var út fyrir
sjálfan brimgarðinn á örugga
iegu, þá hljóðnaði allt og sjó-
ferðabænin var Iesin og létt ára
lagið var eins og undirspil. Það
var beðið um blessun Drottins
yfir skip og skipshöfn, um vernd
og handleiðslu í hættum og
mannraunum.
í táknrænum skilningi er í
dag verið að vígja þetta skip til
björgunarstarfs. Frá þessum degi
á það að vera viðbúið að leggja
frá landi, til þess að hjálpa og
lijarga, þegar þörf gerist.
Þessu skipi er ætlað mikið og
göfugt lilutverk, að vera hin
bjargandi hönd á hættu og neyð
arstund, því er ætlað að heyja
baráttu við úfnar öldur og stríða
storma, því er ætlað að svara
hinu örlagaríka kalli á neyðar-
stundu:
„Herra, bjarga þú, vér för-
umst.“
Og því skal lagt frá landi í
hvert sinn, í Jesú nafni, í trausti
til Guðs, sem „bylgjur getur
bundið og bugað storma her,“
hans, sent ræður yfir storminum,
yfir öldum hafsins, yfir lífi vor
mannanna. Minnumst þess, að
Drottinn er í storminum ,eins
og hann er í hinum blíða blæ.
Og vér þurfum á hjálp hans að
halda, hvort sem oss mætir blítt
eða strítt á lífsleiðinni.
Vér biðjuin Guð að blessa
þetta skip, björgunarbátinn
„Gísla J. Johnsen“ i því starfi
sem bíður þess á komandi áruni.
Vér biðjum Guð -að blessa þá,
sein fara með þéttá skip og á því
starfa, vernda þá í hættum og
mannraunum og leiða þá heila í
höfn úr hverri raun.
Vér biðjum Guð að blessa þá,
sem kunna að þurfa á hjálp
þess að halda og gera það happa
sælt í björgimarstaríinu.
Vér biðjum Guð að biessa þá,
sem vinna að slysavarnamálum
víðsvegar um landið, sjómanna
stéttina íslenzku og sjómenn
allra landa, þjóð vora og kirkju
og oss öll í störfum og lífi.
Og ég lýsi blessun yfir þetta
skip og yfir yður öll, sem mál
mitt heyrið.
Bjarni E. Magnússon
Framhald at 5. síðu
Bj^rni sér fyrir margvíslegum
framfaramálum þeirra Húnvetn
inga.
Hér að framan hefur verið
stiklað á stærstu atriðum í ævi-
ferli þessá merka manns og braut
lyðjanda um ýrnis mikilvæg
framfara- og menningarmál. Er
engum blöðum um það að fletta,
að hann hefur verið einn sá
mesti framfaramaður, er setið
-. ■ ’
Drottinn blessi þig og varð-
veiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa
yfir þig og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti
yfir þig og gefi þér frið.
í Jesú nafni, Amen.
hefur í sýslumannsembætti hér,
og er þá á engan liallað. Ávaxt-
anna af stiirfum hans njótum
við enn í dag, þar sem er Báta-
ábyrgðarfélagið og bókasafnið.
Segja má að vísu, að fivort-
tveggja hefði komið liér, án þess
að Bjarna sýslumanns hefði not
ið við, fyrr eða síðar, en það
haggar samt ekki þeirri stað-
reynd, að fyrir hans tilverknað
getum við nú senn haldið upp á
aldaraf mæii Bátaá by rgðarf élags
Vestmannaeyja og Bókasafns
Vestmannaeyja. Það sýnir einnig
hitt, að Bjarni var um margt á
iiiidan sinni sjimtíð ög var hug-
kv.vmur maður, en um leið
traustur og íarsæli forystumað-
ur.