Fylkir


Fylkir - 23.12.1956, Page 7

Fylkir - 23.12.1956, Page 7
JÓLABLAi) FYLKIS 1956. 7 JConungur - nfósnari - sakamaður. Nokkur orð um Jörund hundodagakonung þýtt og endursagt. Þess hefur ósjaldan sézt og heyrzt getið, að óströlsk stjórnar- völd hafi lótið í Ijós sérstakan feginleik og gleði yfir innflutn- ingi manna af norrænu þjóðerni. Mó enda nú orðið finno afkom- endur norrænna innflytjenda í flestum stöðum og starfsgrein- um þjóðfélagsins. Allur þorri þessa fólks hefur fyrir löngu týnt tungu feðra sinna, en ekki hafa þeim förlazt þeir eðliskost- ir, er óströlsk yfirvöld meta hina fars^ælustu: Traustleika í orðum og athöfnum, vinnusemi, sið mannlega umgengnishætti, hóf samlega sannsýni og hæfileikann til aðlögunar að hóttum og sið- um hinnar nýju fósturjarðar, sem veitti þeim viðtöku. Og samt hefur þeim tekizt að varðveito nokkur þjóðerniseinkenni sín og menningarleifðir. En norrænir menn koma við sögu í Ástralíu fyrr en ó þessari öld, því að þegar í þann mund, er hinir fyrstu hvítu menn stíga fæti sínum ó óstralska grund, er norrænna manna við getið. Á norðurenda Dick Hartogs lands er enn minningartafla fró órinu 1696 með nöfnum skip- verja hins góða, holienzka „Geelvinck." Þar var næstróð- andi Jóhannes nokkur Bremer fró kóngsins Kaupinhafn. Hólfum óttunda tug óra síðar steig James Cook fyrsta sinn fæti ó óstralska jörð í Botany Bay. Með honum voru í för margir vísindamenn, enda var för hans visindalegs eðlis fyrst og fremst. Meðal þeirra var einn sænskur, dr. Solander, jurtafræð ingur, sérstaklega valinn til þess arar ferðar af Linné, hinum heimskunna, sænska vísinda- manni. Enn er til andlitsmynd Solanders höggvin í stein í Botany Bay, ó þeim stað, er þeir félagar fyrst stigu fæti sínum ó land. En svo kemur sérstæður kafli í sögu Ástralíu — kafli saka- mannanna. Ef til vill væri þess helzt óskað af þjóðernislegum metnaði, að dregið væri strik yfir þennan þótf í sögu ólfunnar, en hin víðfræga, norræna sam- vizkusemi og sannleiksóst knýr til þess, að getið sé um norræna menn einnig ó þessu tímabili. í hópi sakamanna eru fjölmarg ir norrænnar ættar. Wiliam nokkur Lindvold, timburmaður ó sænsku skipi, var fundinn sekur um stuld byssuhólks ó enskri skipsfjöl. Fyrir vikið hlaut hann 14 óra tugthússvist — en það merkti ó þeim tíma fria ferð ó kostnað krúnunnar til Botany Bay. Nöfnum eins og Petersen, Lundin, Jakobsen og Olsen bregður fyrir ó fangaskrónum fró þessum tíma — en kunnast allra norrænna nafna varð þó nafnið Jörgen Jörgensen — Jör- undur Jörundsson — hunda- dagakonungur ó íslandi, — enskur njósnari — afbrotamað- ur — eiginmaður „Xanþippu." Ferill hans byrjaði glæsilega. Hann kemur fyrsta sinni til Ástralíu órið 1801 með sjómáel ingaskipi, „Lady Nelson," fró London. í þeirri för var hann hafinn til stýrimannstignar og af honum fór gott orð svo sem öðrum norrænum mönnum ó þessum suðlægu slóðum. í þess- ari ferð Jörundar var stofnaður bærinn Hobart ó Tasmaníu og þar gerð sakamannanýlenda. Hann var handgenginn maður Flinders, kapteini, og ótti hlut að mælíngul og kortlagningu allrar óströlsku strandlengj- unnar. En svo fóru „Lady Nelson" og Jörundur aftur til Englands. Þó gaus heimþróin upp í stýrimann- inum, sem þó var 22 óra að aldri, og hann var gripinn löng- un til að sjó föðurland sitt ó ný og hitta að móli gömlu jólkana heima í litla bænum, þar sem mergjuð skröksaga fró hinum enda hnattarins var vel þegin yfir krús af góðu öli. — Þetta hefði Jörundur samt ekki ótt að gera, því að meðan ó heimdvöl hans stóð brauzt stríðið út og Napoleon sendi heri sína yfir gervalla Evrópu. En því miður veðjaði Danmörk ó rangan hest í þessari snerru Frakka og Breta. Skírdagsbardagi, skothríð ó Kaupmannahöfn, Willemoes og Nelson — allt þetta heyrir nú til sögunni, sem hvert barn þekkir. En kennslubækurnar minnast ekki ó það, að Jörundur hinn ungi var einn þeirra, sem börð ust. Honum var fengin skip- stjórn ó fallbyssubóti, var tek- inn fastur af Englendingum og fluttur í „fangabúðir" í Eng- landi, svo sem fór um fjölmarga danska og norska sjómenn — að meðföldum þeim „kynlega hal, hærugróm, sem í hólman- um yzta bjó," sem var „hvers- dagsgæfur, en heldur fór." En í fangabúðunum var hinn góði Jörundur ekki lengi. Hann gerðist einskonar landvarnar- maður. Hann var lótinn laus gegn drengskaparheiti, með því skilyrði þó, að hann færi til ís- lands með skip að sækja þang- að saltfisk handa enska flotan- um. — Og ó íslandi lagði Jör- undur grundvöllinn að frægð sinni ó ókomnum órum og öld- um. Er hinn drottinholli umboðs- maður konungsins gerði sig lík- legan til að snúast gegn Jör- undi, gerði hann sér lítið fyrir og steypti umboðsmanninum af stóli og útnefndi sjólfan sig ein- valdan róðsmann sögueyjarinn- ar — „hæstróðanda til sjós og lands." En nú var Englendingum nóg boðið. Þeir höfðu ekki fyrir hugað honum að efna til bylt- ingar ó íslandi, heldur sækja þangað varning. Honum skyldi ekki haldið uppi að efna til nýs, sjólfstæðs konungsríkis undir veldissprota „Jörundar kon- ungs." Þeir sendu lið til hins nýstofn aða ríkis og létu taka konunginn höndum, fluttu hann til Englands og óvítuðu hann harðlega fyrir að hafa rofið heit sitt, sem hann hafði losnað úr fangelsi fyrir. Eftir enn eina „umferð" í fangabúðunum öðluðust þarlend ir menn ó ný trú ó þennan slynga framtakssama Dana — hann var lótinn laus aftur og fluttur yfir til Þýskalands, þar sem hann vann að njósnum fyrir ríkisstjórn hans hótignar, Bretakonungs, um gervalla Norðvestur — Ev- rópu. Við lok Napoleonsstríðanna var ekki þörf orðin ó starfs- kröftum hans í leyniþjónustunni, Jörundur fór aftur til Lundúna- borgar. Og það fór fyrir honum svo sem fjöldamörgum öðrum heim- sendum hermönnum ó næstu órum, að hann fylltist lífsleiða og gremju, honum þótti daufleg vístin ó friðartímum. Fyrrverandi konungurinn fór nú að spila og lagði mikið undir — og hann tapaði. Til að greiða spilaskuldir sínar tók hann að flytja húsgögn matselju sinnar til veðlónarans. Þessi bjargræðisvegiir entist skammt — og næst heyrum við danska stýrimannsins, fyrrum landvarnarmanns konungs og njósnara, getið ó skipsfjöl ó leið til Ástralíu. — í þetta sinn rigs- ar hann ekki um þilfarið eða ó stjórnpalli. Hann situr hlekkj- aður í lest fangaskipsins ósamt fjölda annarra dæmdra afbrota- manna, samtals 150. Illkvittin örlganorn réði því, að hann var settur ó land í fanga- nýlendunni Hobart ó Tasmaníu — bænum, sem hann hafði sjólf Framhald á 8. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.