Fylkir - 23.12.1956, Side 10
JÓLABLAÐ FYLKIS 1956.
Bókamarkaðurinn
Hrímfell:
Bókaútgáfan Hrímfell hefur á
þessu ári gefið út tvær bækur,
,.í leit að Paradís“, og „Helveg-
ir hafsins." Eru báðar bækurn-
ar þegar komnar á markaðinn
og verður þeirra getið lítils hátt-
ar.
Hin fyrrnefnda, „I leit að
Paradís," er ferðasaga frá fjarlæg
um lcindum og framandi þjóð-
um, frá Austur-Asíu og Kyrra-
hafseyjuni. Höfundurinn er
sænskur, Olle Strandberg að
nafni, og er sagður kunnur mað
ur fyrir ferðalýsingar sínar. Það
er kostur mikill við bók þessa,
að í lienni segir frá reynslu ltöf-
undarins sjálfs í ýmsum efnum,
þ. e. að hann gerir sig ekki á-
nægðan með að sjá, heldur verð
ur hann virkur þátttakandi,
hvort sem það er í hátíðahöld-
um í Indlandi eða Kína, ópíurn
reykingum og einlífi á Paradís-
areyju á Kyrrahafi, — sem raun-
ar er engin Paradís.
Bók þessi er mjög læsileg, hún
er vel rituð og skemmtilega, frá-
sögnin er víðast hvar skýr og ein-
föld, og lesandinn lifir atburð-
ina með höfundinum, en er ekki
áhorfandi — og þá með höfund-
arins augum, eins og oft vill
verða. Höf. fer ekki alltaf troðn
ar slóðir, og leit hans að Paradís
ber ekki árangur. Hún er ekki,
þar sem hann hélt hún væri, og
almenningi hefur með ýmsum
,,tæknilegum“ ráðum verið tal-
in trú um, að hún væri.
„I leit að Paradís" er ágæt
bók, prýðilegt lestrarefni ung-
um og gömulum.
„Helvegir hafsins" er safn
frásagna af slysum á sjó og svað-
ilförum. Þar segir frá atburð-
um, er gerast fyrir aldamót og ;i
árinu 1953. í henni eru sjö frá-
sagnir af tniklum atburðum á
Nær ypphafi Sífs okkar
09 fakmorki.
Framhald af 9. síðu.
samfélags heilagra í trú, von og
kærleika.
Blessa þú séra Jóhann Hlíðar
með heilagri návist þinni og
kærleika. Veit honum kraft þinn
og náð. Helga hann í þínum
sannleika. Styrk trú hans og kær
leika til þín. Svo að hann megi
vinna störf sín með gleði og
breiða út ríki þitt. Ver þú í oss
öllum, veikum máttugur í Jesú
nafni. Amen.
Friður og náð sé með yður í
Jesú nafni. Amen.
sjó, súmum þeirra allválegum,
en öðrum, sem enda þó á betra
veg en á horfist. En þau slys
sem þessi bók segir frá, stafa
ekki öl 1 af hamförum náttúr-
unnar, þau stafa sum af manna-
völdum, og þannig er með sög-
una af ,,Cap Arcona,“ einu glæsi
legasta farþegaskipi, er plægt
hefur öldur Atlantshafsins. Sag-
an uni Mögdu litiu og stórskip-
ið jafnaldra er mjög lmgstæð,
þótt hryllileg sé öðrum þræði.
Þung voru líka örlög þeirra, er
hurfu í hafdjúpið með orustus-
hurfu í hafdjúpið með orustu-
skipinu ,,Sao Paolo,“ í bylnum
mikla seinast. En sem betur fer
eru ekki allar sögur á þá leið,
er þarna segir frá. Á síðustu
stundu berst hjálpin, eða við-
gerð á jn'í, sem aflaga fer, heppn
ast eftir ítrekaðar tilraunir og
dæmafátt þolgæði, og öllu skilar
heilu í höfn.
Þetta eru bækur, sem allir
geta lesið, og er vel til þeirra
vandað af forlagsins hálfu. Kápu
teikningar hefur Matti Ástþórs-
son gert af smekkvísi, og er hin
fyrrnefnda prentuð í Prentsmiðj
unni Eyrún h. f., en hin síðari í
Odda.
Sefbeig:
Blaðinu liafa borizt tvær af út-
gáfubókum Setbergs, „Áfanga-
staðir um allan heim“, og „Svað
ilför á Sigurfara." Sú fyrmefnda
er safn ferðasagna eftir ýmsa höf
unda, íslendinga, er lagt hafa
land undir fót, innanlands og
utan. Þar segir Árni Óla frá
kynnisferð á æskustöðvar sínar
eftir 30 ára fjarvist, Sigurður
Þórarinsson gengur á F.tnu,
Gísli Halldórsson ferðast frá
Berlín til Kaupmannahafnar
fyrir 11 aura, Guðmundur frá
Miðdal kynnist Löppum og
séra fóhann Hannesson fer inn
í þokuha, og í henni býr margt.
Hér hefur aðeins íátt eitt verið
nefnt af Jdví, sem bókin segir frá,
en sagnirnar eru allar vel ritað-
ar.
„Svaðilför á S.igurfara“ er eft-
ir Dod Osborne, kunnan höf-
und ferðasagna, skútukarl, sem
víða hefur farið og kann frá
mörgu að segja. í þetta sinn seg-
ir hann frá Afríkuferð á Sigur-
fara, skútu sinni, og þar kynnist
hann mörgu skemmtilegu og
um leið .. furðulegu. Bók þessi
mundi hrífa huga jteirra, sem
gaman hafa .af því að lesa-um
• ;,kalda. kar.la;“.en samt sem áður
er hún enginn skáldskapur.
Setberg gefur á þessu ári út
fleiri bækur en þær, sem hér
hafa verið nefndar. Þar til má
nefna „Kristínu Lafransdóttur“,
eftir norsku skáldkonuna Sig-
rid Undset, eitt af fremstu rit-
um heimsbókmenntanna. Sumir
munu telja söguna langdregna,
en samt sem áður er hún stór-
virki.
„Við, sem byggðum þessa
borg,“ er safn frásagna ýmissa
manna um Reykjavík, eins kon-
ar þættir úr sögu Reykjavíkur,
um vöxt hennar og viðgang s. 1.
hálfa öld eða meira. „íslenzkir
pennar“ er spegilmynd smá-
sagnagerðar á íslandi um 50 ára
skeið. Efni jæssarar bókar er
valið af ritdómendum dagblað-
anna í Reykjavík. Þá má ekki
láta hjá líða að geta útgáfunnar
á hinum frábæru ævintýrum
Andersens. Á þessu ári koma:
„Nýju fötin keisarans," „Hans
klaufi“ og „Pápi veit, hvað hann
syngur.“ Þá eru ennfremur
„Prinsessan á bauninni" og „Það
er alveg áreiðanlegt." Ævintýri
Andersens eru hollur lestur full-
orðnum ekki síður en börnum,
og betur væri börnum að lesa
þau og kynnast fegurðinni og
unaðinum í ævintýrunum en
sumu því lesefni ,sem nú er
einna helzt hampað og hossað á
bókamarkaðnum.
Enn er að geta tveggja Set-
bergs-bóka, „Kvenleg fegurð“ og
„Læknir á flótta.“ Hin fyrr-
nefnda er eins og nafnið bendir
til sérstaklega fyrir konur og er
í henni að finna ýmsar leiðbein
ingar um það, sem nútíma kona
vill helzt ástunda, en jrað er
fegrun og snyrting.
Hin síðari er ein af hinum
svon. „Slaughter-bókum,“ sem
orðið hafa vinsælar hér á landi
á síðari árum. Höfundurinn er
læknir, en hefur lagt jDau störf
á hilluna og hefur þegar látið frá
sér fara um 20 bækur.
Allar eru Setbergs-bækur
vandaðar að frágangi. Eigandi
fyrirtækisins er Arnbjörn Krist-
insson, frá Hvíld.
Á brattann.
Kvœði það, sem hér fer ú eftir,
barst. blaðinu fyrir jólin í fyrra.
En það kom of seint til að kom-
ast í jólablaðið þd. Þess vegna
er það birt nuna. Biður blaðið
höfundinn velvirðingar á þessu.
Vindling totta, vínið teyga
varðar á þróun öfugri.
Það er fólksins unga að eiga
áhugamálin göfugri.
Reyndu kona blys að bera,
brattans klíf þú maður tirtd;
eldra fólkið á að vera
unglinganna fyrirmynd.
Markið guðlegt muna seiðir.
— Af mætti sólar eyðist hjarn.
Heillabrauta haltu leiðir,
hnatta geimsins óskabarn.
Einn tengir jarðir, sveiflar
sólum,
sættir, huggar, veitir yl. —
Streng þú heit á helgum jólum
að hjálpa þínum Guði til.
Fjalldrapi.
Vangadans:
Bók með þessu nafni er ný-
lega komin út. Er það safn smá-
sagna eftir Svavar Gests. Hann
er landsmönnum kunnur fyrir
annað en skáldsagnagerð, en þó
var vitað, að eitthvað hafði hann
fengizt við slíkt áður, m. a. af
því, að ein þeirra sagna, sem
teknar eru upp í þetta safn, var
frumprent. í Fylki fyrir nokkrum
árum. F.r jiað sagan „Nótt í F,vj-
um,“ sæmilega gerð saga, Jró
stutt sé.
Sögurnar í kveri Jressu eru
margar nokkuð vel gerðar, en
form það, sem höfundur hefur
valið, smásasan, er eitt erfiðasta,
í allri skáldritun.
Hér verður ekki rakið efni
sagnanna, né heldur la^ður
neinn Salómonsdómur á Jrær.
Þær eru vel Jjess virði, að þær
séu lesnar, og ef höfundurinn
heldur svona áfram, má vera, að
hann gerist enn liðtækari á vett-
vángi íslenzkra smásagna áður
en langt um líður.
immmmmmm
mmmmi
Bifreiðaeigendur alhugið!
Við höfum opnað smurstöð að Faxastíg 27.
Opið alla virka daga frá kl. 9-6.
Smyrjum allar gerðir og stærðir bíla, úðum
fjaðrir og grindur.
Höfum einnig allar bifreiðaolíur, frostlög,
bremsu- og sturtuvökva og margt fleira. Gerið svo
ve I að.reyna vi$skipti n. ..
Ölíuverzlún Íslands h. f. (B. P.)
m.mmiwmmmmmm.mmmm,m