Fylkir


Fylkir - 11.10.1957, Page 1

Fylkir - 11.10.1957, Page 1
Mélgagn SjálfstæSis- flokksins 9. árgangur Vestmannaeyjum 11. okt. 1957 29. tölublað. .......................... SEXTÍU OG FIMM AliA ÁRNI J. JOHNSEN Árni J. Jolmsen verður 65 ára á sunnudaginn kemur, 13. þ. m. Hann er fæddur í Vestmanna- eyjum, í húsinu Frydendal, sem nú heitir Bjarmi, árið 1892, sonur hjónanna Jólianns Jörg- ens Johnsen og konu hans, Sig- ríðar Árnadóttur. Jóhann, íaðir Árna, andaðist árið 1893, jjá var Árni, sem var ýngstur Jreirra bræðranna, að- eins 30 vikna gamall. Tók þá móðirin við umsýslu allri með aðstoð hinna eldri sona sinna. Mannmargt var tíðum á lieim ilinu, oft uin 20 inanns, eink- ura á vertíð, enda rekinn bæði landbúnaður og sjávarútvegur. Vandist Árni við öll algeng störf svo sem Jrá var títt, og þótti snemma liðtækur. Hann gerðist ágætur fjallamaður, á gætur sigmaður var hann og veiðimaður með háf og slyng- ur í Ijallgöngum. Árni gekk á verzlunarskóla í Reykjavík og síðar á Köl)- mandsskolen í Kaupmannahöfn, tók J)ar próf og fékkst um hríð við bókarastörf. Hann varð snemma sundmaður ágætur, og frægt er orðið sund hans milli Álseyjar og Brandsins. Árni stundaði sundkennslu í Ljótar- staðavatni í Landeyjum, og var fyrsti sundkennari þeirra Rang- æinga. Voru aðstæður þar til sundnáms hinav örðugustu, vatnið 8 stiga lieitt. Eftir það gerðist hann starfsmaður hjá Gísla bróður síniim, sem liafði tekið við verzlnarrekstri föð- ur síns og rak með móður sinni. Fékkst hann einnig við verzlun arstörf, rak sjálfur verzlun og starfaði einnig fyrir aðra. Um fermingaraldur réri Árni á opn- um bát í tvö sumur og hefur öðru hvoru stundað sjó síðan, var m. a. í siglingum í síðasta stríði. Árið 1915 kvæntist Árni Margréti Jónsdóttur, Guð- mundssonar, bónda, í Suður- garði. Eignuðust þau sex börn, sem öll eru á lífi. Hann liefur síðan 1948 búið með Olgu Karlsdóttur og átt með henni tvo syni. Auk þess liefur Árni fóstrað börn um lengri eða skemmri thna. Meðan Árni var enn ungur maður lijá móður sinni, stofn- aði hann til útgerðar með Kristjáni Gíslasyni á Hóli. Héldu þeir út vélbátnum Marz, sem jafnan var kallaður „stráka báturinn". hóLt Árni væri eiginlega allt- af sístarfandi, var sem ætíð hefði hann þó tíma til að koma til hjálpar, el' þess þurfti með. Kom ])að sér vel á þeirn árum, er engar skipulagðar slysavarnir voru til. Var liann oft fenginn til að fara út í erlenda togara, sem leituðu lándvars hér, og íá þá ti'i að hefja leit að bátuin, sem farið var að óttast um. Voru ])essar ferðir jafnan hinar mestu svaðilfarir, en Árni lét Joað ekki aftra sér. Tókust þær jafnan giftusamlega, meðan hann annaðist J)ær og aðrar af- greiðsluferðir í skip, Þá var jafn an farið á opnum báturn, og má nærri geta, að aðgæzlu hefur l erið þörf, er farið var með sjúklinga á milli í körfum. Áhugamálum sínum hefur Árni reynzt *trúr, ekki sízt í Góðtemplarareglunni, og hefur hann verið um 20 ára skeið æðsti templar stúkunnar Sunnu nr. 204 og barizt af eldmóði fyrir málefnum reglunnar. Hann er ásamt fleiri áhugamönnum í Eyjum frumkvöðull að bygg ingu félágsheimilis templara, en það er ófullgert enn. Annað áhugamál Árna hefur verið landbúnaður, einkum garðrækt, og má segja, að hann hafi verið brautryðjandi, eða að mihnsta kosti meðal hinna alfremstu í blóma- og grænmetis rækt í Eyjurn. Meðan liann bjó I Suðurgarði, reisti liann þar tvö stærðar gróðurhús, hin fyrstu hér, og eru þau starf- rækt enn og í hans eigu. Er hann nú að byggja þriðja gróð urhúsið, sem verður einskonar tilraunagróðurhús. Söngmaður er Árni ágætur. Hann hefur sungið í kórum síð an hann var 12 ára, og nú síð- ast var hann forsöngvari í „Þórði Malakoff" á Þjóðhátíð í sumar. Hann starfaði í hinni fyrstu lúðrasveit, sem starfaði hér í bæ, og þá var hann inn- an við fermingu. I kirkjukórn- um hefur hann sungið langan aldur, söng einsöng á svon. Helga Helgasonar konsertum hér, stjórnaði Karlakór verka- manna um tveggja ára skeið. Þess má einnig geta, að Árni var í liði knattspyrnumanna, í samræmi við tillögur VesL- mannaeyinga á fundi þeim, sem sjávarútvegsmálaráðherra boð- aði til á s. 1. hausti, til um- ræðna um landhelgismálið, sam ])ykkti bæjarstjórn á fundi sín- um s. 1. miðvikudag, að fara ])ess á leit við ríkisstjórnina, í l'yrsta lagi að leyfðar verði drag nótaveiðar innan friðunarlín- unnar, ákveðinn tíma að sumr- inu til á tilteknum svæðum, og í öðru lagi, að friðuð verði til- tekin svæði hér við Eyjar fyrir öllum veiðum, á tímabilinu 15. rnarz ti! 15. apríl ár hvert. Er hér um að ræða helztu þorsk- hrygningarsvæðin við Eyjar. Tillögur bæjarstjórnar, eins og þær voru endanie'ga sam- Jrykktar, ásamt greinargerð bæj arráðs fara hér á eftir: þeirra, sem fóru til Reykjavíkur 1912 til fyrstu keppni, sem háð var við utanbæjarmenn. Árni hefur verið fjörmaður mikill, dugnaðarforkur í öllu starfi og berst af eldmóði fyr- ir áhugamálum sínum. Hánn hefur alltaf ltaldið ])eim sið að vera árrisull mjög og gerir enn, þótt farinn sé að reskjast. En lítt eða ekki sér á honum aldurs mörk. Má vera, að Jrar hafi sundíþróttin komið honum að liði, en hana iðkaði hann mjög í köldum sjó framan af ævi. Hefur verið getið sunds hans milli Álseyjar og Brands. Sund- íþróttinni á hann það að Jrakka, að honum hefur auðnazt að bjarga mörgum mannslífum, og það er kunnugra manna mál, að hann - eigi drýgsta þáttinn í björgun manna í Eldeyjarleið- angrinum árið 1939, er stór- viðri skall á leiðangursmenn. Fjórum góðum og velmetn- Framhald á 2. síðu. „Bæjarstjórii \;estmannaeyja samþykkir að fara þess á leit við hæstvirta ríkisstjórn íslands’og Fiskifélag íslands, 1) að leylðar verði dragnóta- veiðar innan friðunarlínunnar, ákveðinn tíma að sumrinu til á tilteknum svæðum. 2) að friðunarlínan á svæðinu Vestmannaeyjar — Reykjanes verði færð út þannig: að dreg- in verði bein lína milli grunn- I ínunnar Geirfuglaskersdrangur og Geirfuglasker og fiskveiðitak mörkin sett 4 mílur út frá því. 3) að eftirfarandi svæði verði friðuð fyrir öllum fiskveiðum 15. marz til 15 maí ár’ hvert: a) Selvogsbankahraunið (aðal hraunið, Dragnótaveiði — Friðun Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.