Fylkir


Fylkir - 14.03.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 14.03.1958, Blaðsíða 4
r Föstudagur 14. marz 1958. Bókamarkaður Neðan f rá sjó. Afli & gœftir: Gæftir hafa verið góðar þessa viku, hæg norðan og norðaustan átt, enda róið dag hvern. í heild má segja að vikan hafi skilað á land mjög góðum aíla, þó að mikið liafi tregast núna seinustu daga, og liafi reyndar verið sáratregt í gær og í fyrradag, Fiskurinn heíur aðallega fengizt grunnt undan Sandi, og er það orðið óvenjulegt á seinni árum að fá svo góðan afla þar sem nú. Þá var það einnig með tíðindum, hve almenn veiði var undir Sandi þá dagana, sem fiskurinn gaf sig þar til, því að venjan ltefnr verið undanfarin ár að einn og einn bátur hefur hitt í góðan afla dag og dag, en al- menn veiði hefur sjaldan verið þar á undanförnum árum eða jafnvel áratugum. Aflahrota sú, sem nú er afstað in byrjaði síðastliðinn föstudag, þá náði aflinn hámarki. Þann dag bárust á land 1430 tonn, síðan liefur daglega dregið úr aflanum og á miðvikudaginn var dagaflinn orðinn 521 tonn. Aflahæsti báturinn á vertíð er enn Gullborg og var hún með í gær 513 tonn upp úr sjó. Er það alveg fyrirmyndar fiskirí. Skipakomur: Vatnajökull kom hingað í fyrrakvöld beint frá Bandaríkjunum, var hann með dálítið af fiskumbúðum til frystihúsanna hér. Hér mun skipið taka fullfermi af freð- fiski til Rússlands, um 30 þús. kassa. Samningarnir: Nú fyrir skömmu var endanlega gengið frá samningum um kaup og kjör sjómanna og vélstjóra á línu-. dragnóta- og netaveiðum árið 1958 milli Utvegsbændafé- lagsins og viðkomandi stéttarfé- laga. Samningar þessir voru gerðir á grundvelli samningsins um fiskverð og fleira milli Al- þýðusambandsins og ríkisstjórn arinnar annarsvegar og Lands- sambands ísl. útvegsmanna hins vegar. Samningarnir hér eru þó í nokkru frábrugðnir samning- unum syðra, þar sem vertíðin, það er frá 1. jan. til 15. maí, er eitt tryggingartímabil með 2530 kr. mánáðartryggingu, en 15. maí hefst annað tryggingar- tímabil, en þá er mánaðarfrygg- ingin kr. 2145 kr. Á mánaðar- tryggingu þessa greiðist vísitala eins og hún er á hverjútn tírna. Bj. Guðm. í gær var opnaður bókamark aður hér í bæ á vegum bókaút- gáfunnar Flelgafells í Reykja- vík. Er liann til húsa í Hótel FIB og er opinn daglega frá kl. 4—10 síðdegis. Á markaði þessum er fjöl- breytt úrval af bókum, bæði nýrri bókum og eldri. Mér gafst á dögunum kostur á að líta inn á markaðinn. Þar var margt gamalla bóka, sem hvergi sjást nú orðið í bókabúðum og eru í fárra manna höndumi Þar eru útgáfubækur Helgafells, bæði eldri og yngri, og auk þess að geta keypt bækur með stað- greiðslu, er þar hægt að fá bæk- ur með afborgunarskilmálúm. Þegar ég kom þar inn, á mið- Hljómleikar Framhald af 2. síðu. hefur þokkalega, en ekki mikla rödd. Með góðri æfingu 'gæti Jón orðið enn liðtækari á sviði söngsins. Hins gætti mjög í með ferð hans á þessum ágætu lög- um, sem liann söng ,að hann hefur stundað jazzinn, sungið danslög á undanförnum árum. Þetta þyrfti liann að yfirvinna, en það kostar talsverða áreynslu. Þetta spjall er kannske orðið lengra en upphaflega var ráð- gert, en mér fannst ég þurfa að segja þetta, og það verður að liafa það. Eitt vildi ég þó minnast á, áður en ég skil við þetta mál. Framkoma hljómleikagesta gæti r erið mun betri á slíkum sam- komum, og er ]jó minna sagt en ástæða væri til. Þegar ein- hver hefur Jokið skemmtiatriði, kveða við blístur og fótastapp og hver veit hvað, alveg eins og við heyrum í lélegum amerísk- um kvikmyndum, sem hér eru sýndar. Þetta er ósiður, sem ætti að leggjast niður, því að hann er ljótur og leiðinlegur blettur á tápmiklu æskufólki. Það er engin sæmd að apa eftir hið allra lélegasta í fari mi'ljóna- þjóða, hitt er miklu siðmann- legra að taka upp háttu og siði, sem til fyrirmyndar eru. Hljómleikarnir voru vel sótt- ir. tikudaginn, var ekki fyllilega búið að ganga frá bókunum til sölu. En auk þess, sem þá var komið, var von á stórri send- ingu eldri bóka. Eru það bóka- leifar frá Bókaverzlun Guð- mundar Gamalíelssonar í Reykjavík, en hún verzlaði nær eingöngu með gamlar bækur og var jafnan hægt, með nokkurri árangursvon, að leita þangað að eldri bókum, uppseldum á öðr- um vettvangi. Verð á öllum bókunum á bókamarkaði þessum er mjög niðursett, og auk þess fá þeir sem bækur kaupa, 20% afslátt við staðgreiðslu. Bókin um manninn kostar t. d. 75 krónur, cn með 20% afslætti kostar hún 60 krónur. Verð hennar var við útgáfu kr. 200,—. Efnt verður til happdrættis í sambandi við bókamarkað þenn an. Enginn, sem fer inn á markað þennan, þarf að koma þaðan allslaus, því að svo fjölbreytt er úrvalið, að þar ætti að vera eitt- hvað við allra hæfi. Álmenna bókafélagiö: Félagsmenn, bækurnar, sem beðið hefur verið eftir, eru komnar. Vitjið þeirra sem allra fyrst til umboðsmanns, Þorgils Þorgilssonar, Grund. Merkisafmœli: Þprvaldur Guðjónsson, skip- stjíh'i og litgerðarmaður, varð 65 ára hinn 10. þ. m. / nnhrotstilraun: Um fyrri helgi var gerð til- raun til að brjótast inn í vöru- geymslu F’lugfélags íslands, trú- lega í leit að áfengi. Farið var inn um kjallaradyr á húsinu vestanverðu, en þaðan er eng- inn gangur upp á loftið. Þá var brotin rúða þeim megin í hús- inu og reynt að fara þar inn, en hvorugt bar árangur. Var þá ger ðtilraun til að komast inn frá Skólaveginum. Tilraunir þessar mistókust. Iðnnemar: Skv. skýrslum munu um 50 iðnnemar hafa verið við nám í Vestmannaeyjum um síðustu áramót. Bæjarfréttir. L____ _____^ Landakirkja: Guðsþjónusta 11. k. sunnudag kl. 2. Séra Halldór Kolbeins prédikar. Föstuinessur verða á liverjum fimmtudegi fram að páskum. Fólk er vinsamlegast beðið að hafa með sér Passíusálhnana. K. F. U. M. & K.: Drengjafundir á mánudög- um kl. (i fyrir dren^i 7—9 ára, kl. 8 fyrir 10 ára og eldri. Barnaguðsþjónusta á sunnu- daginn kl. 11, á sama tíma í kirkjtinni. Betel: Samkoma á sunnudaginn kl. 4»3°- Aðventkirkjan: Biblíulestur föstudag kl. 8,30. Barnasamkoma á sunnndaginn kl. 2, almenn samkoma kl. 8,30. Lœknavaktir: Föstudagur 14. E. G. Laugardagur 15. Bj. Júl. Sunnudagur 16. Bj. Júl. Mánudagur 17. E. G. Þriðjudagur 18. B. ). Miðvikudagur 19. Bj. Júl. Fimmtudagur 20. E. G. Ferðafélagið: Um fyrri helgi var haldinn aðalfundur Ferðafélags Vest- mannaeyja. Stjórn félagsins var öll end- urkjörin, en hana skipa þeir Haraldur Guðnaason, bókavörð ur, formaður, Þorsteinn John- son, Vigfús Ólafsson, Karl Sig- urhansson og Stefán Erlendsson.. Á fundinum voru sýndar tvær kvikmyndir, Heklukvik- mynd Ósvalds Knudsen og fög- ur mynd frá þjóðgarði í Banda- ríkjunúm. Á árinu voru farnar fimm ferðir, og var þátttaka góð í þeim öilum. Á árinu bættust félaginu 19 nýir félagsmenn. Þá keypti félagið kvikmyndatöku- vél, og er ætlunin, að framveg- is verði teknar kvikmyndir í ferðum á vegum félagsins. Gjafir og áheit til Landakirkju: r N. N. 100,00; S. S. 100,00; Ónefndur 100,00; M. M. áheit 175,00; G. B. 50,00; Kvenfélag Landakirkju 5000,00; Sigríður Jónsdóttir 100,00; N. N. gamalt áheit 500,00; G. áheit 100,00; N. N. áheit 100,00; N. N. á- heit 100,00; G. P. áheit^o.oo. Móttekið með beztu þökkum. Fé-hirðir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.