Fylkir


Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 1
—— Sjólfstæðis- flokksins *» 10. argangur Vestmannaeyjum 21. marz 1958 12. tölublað Happdrættislán Flugfélags íslands Svo sem kunnugt er, efndi Flugfélag íslands skömmu fyrir s. 1. áramót til sölu á happdrætt isskuldabréfum, en því fé, sem landsmenn lána félaginu með kaupum á bréfum þessum, á að verja til þess að standa við greiðsluskuldbindingar vegna kaupa á hinum nýju millilanda flugvélum, sem félagið keypti á s. 1. ári, en það var af brýnni þörf, að félagið réðist í það stórverk að kaupa tvær nýjar miililandaflugvélar fyrir um •48 millj. ísl. króna. Margur kann að spyrja, hvort ekki hafi líka verið nauð- synlegt að endurnýja flugflot- aiin til innanlandsflugs. En því er til að svara, að miðað við þær að- stæður, sem við eig- um við að búa, mun sennilega enn ekki vera til nokkur flug- vél á íieimsmarkaðn- um, sem bctur henl- av til okkar innanlandsflugs líeldur en hin gamla góða Dakolaflugvél, er hún cnnþá mikið notuð í heiminum og ekki hvað sí/.t þar, sem aðstæður eru svipaðar og okkar. Það má segja, að fyrst núna séu líkur fyrir því, að það séu að koma á markaðinn flugvél- ar, sem hafa möguleika á að leysa þessa ágætu. flugvél af liólmi, en ennþá eru þær lítt reyndar, en félagið mun kapp- kósta að fylgjast vel með hverju fram vindur í þeim málum. Vestmannaeyingar eru þann- ig í sveit settir, að þeir eiga ekki hvað minnst undir góðum sam- göngum. Flugleiðin á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja ér önnur fjölfarnasta flugleiðin ]iér innanlands. Félagið hafði því gert sér nokkrar vonir um að almenningur og einnig fyr- irtæki hér í Vestmannaeyjum myndu bregðast vel við og leggja félaginu lið með því að kaupa happdrættisskuldabréf, sem kosta aðeins eitt hundrað krónur hvert. Með því að leggja nokkurn skerf tii þessa máls, stuðlið þið, Vestmannaeyingar góðir, að bættum samgöngum innanlands sem utan, og reynsla undanfar- inna ára sannar, að með bætt- um samgöngum fylgir bætt af- koma almennings og þjóðarinn ar í heild. Eins og skýrt hefur verið frá, cr lánstíminn sex ár og greiðir SEXTIU ARA: Jrú Cára JColbcins Næstkomandi miðvikud. hinn 26. marz, verður frú Lára Kol- beins, að Ofanleiti, 60 ára. Hún er breiðfirzkrar ættar, komin af traustu, vestfirzku bænda- fólki í báðar ættir, og má með sanni segja, að hjá henni fari saman ýmsir meginkostir, er taldir eru hinir farsælustu með íslerjdingum. Frú Lára er dóttir hins þjóð- kunna bændahöfðingja og at- orkumanns, Ólafs. bónda á Hyallátrum á Breiðafirði, og á- gætrar konu hans, Ólínu Jóns- dóttur Þórðarsonar, merkis- bónda frá Skógum í Þorskafirði. í æsku sinni ólst frú Lára Dkotaflugvélarnar hafa i meira en áratug haldið velli i sarnkeppn- inni og ennþá hefur engin flugvél verið smiðuð, sem komið gceti í peirra stað.-----Myndin hér að ofan er af einni af Dakotaflug- vélum Flugfélags íslands. félagið venjulega bankavexti af bréfunum þann tíma. Á þessu tímabili mun félag- ið draga út vinninga að upp- hæð i,8 milljón króna í fár- gjöldum méð"vélum félagsins. Svo sá, sem kaupir bréf getur átt von á að hreppa álitlegan vinning. Fyrsti dráttur fer fram 30. apríl n. k. Happdirættis skuldabréfin eru til sölu á af- greiðslu Flugfélagsins, Útibúi Útvegsbankans og Sparisjóði Vestmannaeyja. upp við öll algeng störf á þeim tíma, svo sem þau tíðkuðust á Breiðafjarðareyjum, en þar mun ýmislegt hafa verið með nokkuð sérstæðum hætti. Heimili foreldra hennar var alkunnugt, a. m. k. vestra, fyrir rausn og höfðingsskap, og Ól- afur bóndi á Hvallátrum var þjóðhagasmiður ,er smíðaði marga báta þar. Árið 1924, hinn 26. júlí, gekk frú Lára að eiga séra Halldór Kolbeins, sem þá hafði nokkr- um árum áður setzt að í Flatey á Breiðafirði. Settu þau bú sitt í fyrstu í Flatey, en síðan fluttu þau að Stað í Súgandafirði, þá að Mælifelh í Skagafirði og til Vestmannaeyja komu þau árið 1945- Frú Lára hefur búið manni sínum og börnum þeirra, sem cru f), auk íosturbarna, hið á- gætasta Iieimili, og hún hefur crft í ríkum mæli rausn og höfð ingsskap feðra sinna við Breiða íjörð. Hafa þau hjón verið sam- valin í gestrisni og góðum beina hverjum, seni borið hefur að þcirra garði. í þeirra húsum eru mörg herbergi, og hver, sem þangað leitar er boðinn og vel- kominn, svo. sem væri hann heimilismaður. Frú Lára hefur staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu og verið honum ómet- anlegur styrkur í umfangsmiklu starfi að eflingu kristni og trú- aranda. Hún hefur verið mikill og starfandi kraftur í ýmsum félögum, svo sem bindindisfé- lögum og hér í bæ í Kvenfélagi Landakirkju, sem hefur unnið afarmikið starf við að fegra og prýða kirkjuna og umhverfi hennar. Á þessum merku tímamótum Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.