Fylkir


Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 4
r~-----------———^ Neðanfrásjó. <_______ ' Afli og gœftir: Afli hefur naér enginn verið það sem af er þessari viku. í óveðrinu, sem skall á um síðustu helgi, kom- ust bátarnir ekki út í tvo daga, og næstu dagar fóru í að lagfæra netin eftir óveðrið. í gær var því eiginlega fyrsti dagurinn sem menn gátu átt von á afla, því þá fyrst munu netin hafa verið komin í lag hjá allflest- um. Aflinn í gær reyndist svo yfirleitt sáralítill. Flestir bát- arnir eru með netin vestur af Eyjum og „inn og vestur" eins og sjómennirnir kalla það. Þó munu 4 bátar enn vera með netin austur frá. Netatjón: í óveðrinu um helginá mun í heild hafa orðið mikið neta- og veiðarfæratjón. Misjafnt mun það hafa verið að vísu, en teljandi munu þeir bát- ar, sem alveg hafa sloppið. Mun ekki of í farið að tjónið hafi numið 20—25 þúsundum króna á bát að meðaltali, þegar öll kurl eru til grafar komin. Hafa þessir óveðursdagar verið byggð arlaginu dýrir, þegar lagt er saman aflatap og veiðarfæra- tjón. Handfœraveiðarnar: Svt sem ölluni er kunnugt, er nokk uð fylgjast með útgerðarmálum hér í bæ, hefur afli handfæra- bátanna verið fram til þessa, fram ur hófi rýr. Eru aðeins 3 bátar níeð yfir fio tonn og yfir- borðið af öllum þessum flota, sem þessar veiðar stunda mun vera með um og yfir 20 tonn. Er ástandið því orðið all alvar- legt. hjá þessum hluta bátaflot- ans, ef ekki raknar mjög bráð- lega úr með áflabrögð. Fyrir byggðarlagið er þetta mjög al- varlegur hlutur, þar sem heima niéhn munu í miklum meiri- hluta á handfærabátunum og verulegur tekjumissir á vertíð hjá þessum mönnum, umfram venju. mun að sjálfsögðu setja sitt mark á fjárhags- og athafna- líf bæjarins. Lifrarmagn: Núna um miðjan þennan mánuð hafði Lifrarsaml. Vestm.eyja tekið á móti 1034 tonnum af lifur til vinnslu. Á sama tíma í fyrra var magnið 1019 tonn og árið 1956 768 tonn. Lifrarmagnið, sem á land kemur er að sjálf- sögðu að miklu leyti mælikvarði á aflamagnið í heiid, en þó ekki alveg éiiihiítur, fiskur „lifrar" misjafnlega, og í ár mun fiskurinn yfirleitt hafa verið lifrarmikill. ff ■ Frá Flugíélaginu Framhald af 2. síðu. Farþegar milli landa með á- ætlunarferðum félagsins í jan- úar voru 791 og er það 41% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Af þessum farþegum ferð- uðust 669 milli íslands og út- landa og 122 milli staða erlend- is. Tvö leiguflug voru farin í jan úar og í þeim fluttir 38 farþeg- ar, svo að samtals eru millilanda farþegar 829 í mánuðinum. Vöruflutningar á milli landa nám'u á þessum tíma rúmlega tuttugu lestum. Skipalcomur: - Færeysku skúturnar eru byrjaðar að koma 4 komu hingað í vikunni var ein á netum, hinar með handfæri. Létu þær allar lítið yfir afla. Enskur togari lá hér í tvo daga, var skipstjórinn veikur. Straum ey kom hingað á föstudaginn var og lá í vari undir Eyjum í óveðrinu, en kom í höfnina á mánudag og lestaði hér salt og hjallaefni ti! Hornafjarðar. Drangajökull var hér á þriðju- dag og lestaði 14 þús. kassa af freðfiski til Bandaríkjanna. Þyr ilj var hér á miðvikudag og los- aði olíu. Goðafoss er svo væntan legur í dag, á hannltð lesta hér 20 þús. kassa af freðfiski, 900 pk. af saltfiski og 850 pk. af þurrliski, allt lil Bandaríkjanna. Enn munu vera eftir af fyrra árs framleiðslu 70—80 tonn af þurriiski verkuðum fyrir Suður- Ameríkumarkað. Standa vonir til að það fari fyrir vertíðarlok og er Jiað inun fyrr heldur en venja hefur verið um „Suður- Amcríkufisk“. Áflahœstlir: Benóný frá Gröf á Gullborgu er enn afla- hæstur og það langsamlega og virðist bilið alltaf breikka milli hans og næstu báta. Á miðviku daginn hafði hann í landi 548 tonn og þegar þetta er skrifað seint í gærkvöldi var Gullborg að „koma að“ með að sögn lið- ug 50 tonn, svo að heildarafli bátsins ætti samkvæmt því að vera um fioo tonn. Bj. Guðm. Dómur fallinn Eins og kunnugt er, mest af blaðaskrifum Helga Benedikts- sonar, hóf hann málaferli gegn Vinnslustöðinni fyrir nokkru síðan vegna þess, að hann taldi sig hafa að nokkru verið hlunn farinn í viðskiptum við fyrir- tækið. Upphaf málsins var það, að honum var vikið úr fyrir- tækinu, ásamt fleirum að vísti, en hann einn hóf málarekstur. í þessu máli Helga gegn Vinnslustöðinni féll dómur nú á dögunum. Var fyrirtækið sýknað af öllum dómkröfum Helga Benediktssonar og gerðir félagsstjórnarinnar stóðu óhagg aðar fyrir dómi. Bílar á Islandi Samkvæmt opinberum skýrsl- um voru í árslok 1957 17802 bílar í eigu landsmanna, þar af í Reykjavík einni 8308. Bíla- fjöldinn jókst á árinu 1957 um 1219- í Reykjavík voru 5867 fólks- bílar, 155 langferðabílar og strætisvagnar og 2 208 vöruflutn- ingabílar. Á öllu landinu eru 11936 fólksbílar, 5438 vöru- flutningabílar, jiar af 127 yfir 7 jiungalestir. Bílar á íslaudi eru af mörg- um gerðum. Flestir bílanna eru af cftirtöldum gerðum: Willys jeppar (Bandar.) 2024 l ord (Bandaríkin) ....... 1410 Chevrolét (Bandar.) .... 1105 Skoda (Tékkóslóv.) ........ 645 Austin (England) .......... 560 Dodge (Bandríkin) ......... 528 Moskwitsch (Rússl.) ....... 492 Ga/ - G9 .................. 475 Opel (Þýzkaland) .......... 392 Plymouth (Bandaríkin) 363 Volkstvagen (Þýzkaland) 363 FJzti bíllinn á Islandi ef vöru- bíll frá árinu 1923, en elztu fólksbílarnir eru frá árinu 1926. ..-a Bæjarfréttir. L________ _______> Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnu- dag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. K. F. U. M. & K.: Drengjafundir á mánudög- uin kl. 6 fyrir drengi 7—9 ára, kl. 8 fyrir 10 ára og eldri. Barnaguðsþjónusta á sunnu- daginn kl. 11, á sama tíma í kirkjunni. Iietel: Samkoma kl. 4,30 á sunnu- daginn. A ð ventkirkjan: Biblíulestur á föstudag kl. 8,30. Barnasamkoma á sunnu- daginn kl. 2, almenn samkoma kl. 8,30. Bátstapi: Fyrir nokkru strandaði m.b. Unnur við Landeyjasand. Var í fyrstu talið, að unnt mundi að ná bátnum út, en svo reyndist ckki. Er hann nú alveg talinn ónýtur. Unnur var keypt liingað til Vestmannaeyja á s. 1. ári, en hún hafði áður verið eign Þor- steins í Laufási, byggð í Frið- rikssund í Danmörku árið 1921. M.b. Unnur var 13 lestir að- stærð. Áður í vetur fórst annar bát- ur við Heimaey, þ. e. Búrfell, sem einnig hafði verið kcyptur hingað á s. I. ári. Bó kamarkáður „Helgafells“, opinn daglega kl. 4—10, á simnudögum kl. 1 — 10. Hundr- uð góðra og ódýrra bóka. Enn- fremur bókaflokkar með hag- stæði). m afborgu narsk ilmálum. Mcrkisafmœli: Frú Ingibjörg Jónsdóttir, Hraungerði, varð 85 ára í gær. Lœknavaktir: Föstudagur 21. Bj. Júl. Laugardagur 22. B. J. Sunnudagur 23. B. j. Mánudagur 24. E. G. Þriðjudagur 25. B. J. Miðvikudagur 26. Bj. Júl. Fimmtudagur 27. E. G.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.