Fylkir


Fylkir - 12.06.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 12.06.1958, Blaðsíða 4
r Föstuclagur 13. júní 1958 Dagskrá 17. júní Kl. 2. Hátíðin sett. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Stjórnandi: Oddgeir Kristjánsson. <«i«U Ávarp. Fjallkonan: Frú Unnur Guðjónsdóttir. Kirkjukór Landakirkju syngur. Stjórnandi Guðj. Pálsson. Ræða: Einar J. Gíslason. Kirkjukór Landakirkju syngur. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Leikfélag Vestmannaeyja, leiksýning fyrir börn. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. íþróttakeppni. Kynnir verður Stefán Árnason. Kl. 8. Dans á Bárugötunni. Kl. ío. Dans í Samkomuhúsinu og Alþýðuhúsinu. •88aœí88S8Si888888888888*«»8S888888S888S»Sí8S«888S8SaiaíSí88»«888*8««88S!B8888*8888S88888888Sí«»SS88888í Nýkomin FATA- OG DRAGTAREFNl. Saumasfofa Páls Lútherssonar. húsi Vinnslustöðvarinnar við Strandveg. Vantar duglega stúlku NÚ ÞEGAR! Saumasfofa Páls Lúftierssouar húsi Vinnslustöðvarinnar við Strandveg. nægíleg trygging, þótt ekkert s Bæjarfréttir. Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4>3°- Lceknavaktir: Föstudagur 13. júní Bj. Júl. Laugardagur 14. E. V. B. Sunnudagur 15. E. V. B. Mánudagur 16. E. G. Þriðjudagur 17. E. V. B. Miðvikudagur 18. Bj. Júl. Fimmtudagur 19. E. G. Merkisafmœli : Guðrún Grímsdóttir, kona Guðjóns á Oddsstöðum, varð 70 ára á þriðjudaginn var. Tónleikar Um þesar mundir ferðast um landið hljóðfærasveit, skipuð fjórum liljóðfæraleikurum, þeim Birni Ólafssyni, fiðluleikara, konsertmeistara Sinfoníuhljóm- sveitarinnar, og Jóni Sen, auk tveggja manna frá sinfoníu- hljómsveitinni í Boston, sem talin er í fremstu röð hljóm- sveita í heiminum. Kvartett þessi hefur haldið hljómleika á Akureyri við góð- ar undirtektir og kemur hingað á sunudaginn kemur. Verða á sunnudaginn kemur. Verða liúsinu kl. 5 á sunnudaginn. Það er sjaldan nú orðið, að Vestmannaeyingum gefst kostur á að hlýða á hljómlistarmenn. Þeir telja ekki ómaksins vert að koma hingað, enda ekki til-- svo skemmtilegt sem það er til frásagnar — frambærilegt hljóð- færi (flygill) í samkomuhúsum bæjarins. Þessi kvartett, sem hingað kemur, þarf einskis und irleiks við, þess vegna gefst okk ur færi á að hlýða á leik hans. Sú tegund hljómlistar, svo- nefnd kammermúsík, sem hann hefur upp á að bjóða, hefur að vísu ekki átt upp á pallborðið hjá almenningi í flutningi út- varpsins. Sú varð reyndin, eft- ir að Sinfoníuhljómsveitin kom, að hún ruddi burtu broti af ldeypidómum þeirra, sem á leik hennar hlýddu, gagnvart sí- gildri tónlist. Það er trúa mín, að svipað verði uppi á teningn um nú, að kvartettinn muni svipta burtu einhverju af því, sem torveldað hefur mönnum að njóta stofutónlistar. Þeir, sem tónlist unna, vilja mikið á sig leggja til að auka tónlistar- flutning hér í bæ, en aðstaðan er örðug meðan ekki er til not- hæft hljóðfæri. S úviðleitni, er kemur fram í þessu hljómleika haldi, sem nú er í vændum, til að skapa tilbreytni í fábreytt menningarlíf ,er bæði virðingar og þakkarverð. Því ættu Vest- mannaeyingar að styðja öflug- lega þessa viðleitni um leið og þeir auðga sjálfa sig með því að njóta hins bezta, sem til er á þessu sviði tónmenta í flutn- ingi framúrskarandi listamanna. Nafn Björns Ólafssonar eitt er annað komi til. Bandaríkjamenn irnir eru aldir upp í hinum strangasta skóla, }>ar sem hljóm- sveitin í Boston er, og þar eru ekki til góðir menn — aðeins ágætir. Efnisskráin verður sem hér segir: L. v. Beethoven: Kvartett í c-moll op. 18 nr. 4. Franz Schu bert: 2. þáttur úr kvartett í d- rnoll (Dauðinn og stúlkan). An- tonin Dvorák: Kvartett í F-dúr op. 96. Neðan frá sjó. V_________ - _________) Norðurf arar: Bátarnir eru farnir að tín- ast norður á bóginn. Auk Sig- urðar Péturs, sem áður hefur verið um getið, er blaðinu kunnugt um, að Vonin, Kap og Fjalar eru farnir. Fara svo fleiri á næstunni. Sennilega munu 30 bátar, eða nálægt því, fara norður í sumar. Síldarleitin: Ægir hefur undanfarið verið fyrir norðan og unnið að haf- rannsóknum. Eru fregnir frá honum þess efnis, að allt líf í sjónum sé seinna til í ár en í fyrra. Síldarleitin hefur látið kanna sfldarsvæðið frá Húnaflóa aust- ur að Langanesi, en engrar síld- ar varð vart. Síldarverð og síldarsala: Auglýst liefur verið verð á síld í sumar. Bræðslusíld er á- kveðin kr. 110 fyrir málið, en saltsíld kr. 150 uppsöltuð tunna. Það kvað hafa gengið illa að selja síldarlýsi og jafnvel mjölið líka. Er það sama sagan og með þorskalýsið. Svo virðist sem feit meti sé yfirfljótanlegt í heimin- um. Gerðir hafa verið samningar um sölu á hart nær 300 þúsund tunnum saltsíldar til ýmissa landa, þ. á. m. til Bandríkjanna, en þangað hefur ekki verið seld síld í mörg ár. Unnið er að frekari sölu, og er búizt við, að nokkurt viðbótamagn umfram viðskiptasamninga verði unnt að selja til Póllands. Handf æri: Fáir bátar hafa enn sem kom ið er farið á handfæraveiðar, en þeir, sem reynt liafa, fá sæmi- legan afla, einkum ufsa. Núr „SelfossN í gær var hleypt. af stokkun- um í Álaborg í Danmörku nýju skipi, sem Eimskip á í smíðum þar. Skip þetta, sem hlaut nafn- ið „Selfoss”, er ca. 3500 lestir að stærð, að nokkru leyti kæli- skip. Smíði þess verður væntan lega lokið á árinu 1959. eS2SSS£SSSSSSS8S33SSSSSSSSSSSS8SSSSS8SSSS89S3aS8SS£ Barnavagn Til sölu er barnavagn, lítið notaður og vel með farinn. Upplýsingar á Vesturvegi 9B

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.