Fylkir


Fylkir - 31.10.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 31.10.1958, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R List um landið Málverkasýning Framhald a£ i. síðu. liafi þótt nokkurs virði að heyra það flutt. Kvintettinn lék auka lag, kafla úr kvartett eftir Joscc Haydn. Stofutónlistin hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá almenningi, og mun sú raun- in verða á, að þar þarf nokkra áheyrnarþjálfun, áður en lært verður að meta gildi hennar að réttu lagi. Hitt mun svo mála sannast, að koma strengjakvart- etts Björns Ólafssonar i sumar og leikur þessa kvintetts nú mun hafa opnað mörgurn dyrn- ar að auknum skilningi á þess- ari tegund tónlistar, og með því að auka svo enn við þennan vísi, mætti vænta þess, að menn gefi sér enn meira en áður tóm til að njóta hennar i ríkari mæli, sjálfum sér til andlegrar lieilsu- bótar og sálarstyrkingar. Jakob Thorarensen, sk.íld, las upp úr verkum sínum. Flutti hann nokkur ágæt kvæði, en ég get ekki að því gert, að ég varð í þessum efnum fyrir nokkr um vonbrigðum. Eg hafði jafn- an hugsað mér Jakob mikilúð- legan, skarpan mann, með dimma rödd og mikla. Að vísu stóðst liugmyndin um útlitið, en um röddina ekki. \;el má vera, að betra hefði verið að hafa hátalarakerfið við upplest- urinn, og maítti það Jiafa aukið rnddina nokkuð. En upplestur Jakobs missti nokkuð marks af þessum sökum, að ilia heyrðist t"' hans. Þá kom stærsta atriðið á þess ari listkynningu, óperan ,,Ráðs- konuríki", eftir ítalska tónskáld ið Pergolesi. „Ráðskonuriki,'' eða La serva padrona, er upp- haflega millispil eða þáttur úr stærri óperu, skotið inn í tii að MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Slmi: 308. — Pónthólí: íos. Prenwmiðjan EYRÚN h. f. hvíla áheyrendur. Hún er létt og glettin, flutt atbragðsvel af þeim Þuríði Pálsdóttur, Guð- mundi Jónssyni og Kristni Hallssyni, sem er að vísu „mein að“ að gefa frá sér nokkurt hljcjð. Flutningi óperunnar stjórnaði Fritz Weisshappel, en strengjakvintettinn lék undir. Ekki þarf að ræða flutning söngvaranna á verkinu framai' en að ofan var gert. Guðmund- ur Jónsson er áreiðanlega að verða — ef ekki Jregar orðinri — ókrýndur könunguv allra ís- lenzkra söngvara núlifandi, og hann er liinn fjölhæfasti lista- maður. Þuríður Pálsdéittir gef- ur ’manni tilefni til að hugsa, að auðvelt sé að lækna hina svo- nefndu „Svíasótt“ Þjóðleikhúss ins, „primadonnau" er til heima, crþarft að sækja ltaria til útlanda. Ef til vill vekur þessi óperu- Á miðvikudagskvöldið var opnuð sýning 20 málverka úr Listasafni ríkisins. Er Jjessi sýn- ing einn þátturinn í þeirri list- kynningu Menntamálaráðs og Ríkisútvarpsins, sem einnig er rætt um á öðrum stað. Björn Th. Björnsson, list- flutningur vonir um, að unnt sé að koma með eitthvað stærra og meira. Er „konsertuppfærsla" óperu kannske óhugsandi? Þeir, sem sóttu þessa góðu gesti og hlýddu á listflutning Jjeirra í Samkomuhúsinu þessi kvöld, fóru án efa glaðir heim, auðugri í anda en áður. Hafi þeir allir heila Jjökk fyrir kom- una. Á mánudaginn efndi bæjar- stjórnin til veizlu fyrir lista- mennina. fræðingur, opnaði sýninguna og bauð gesti velkomna. Flutti hann erindi urn íslenzka mynd- list til forna, þ. e. frá upphafi íslandsbyggðar fram á 18.—19. öld. Var erindi Björns stórfróð- legt og stutt fjölmörgum skugga myndum, sem sýndu greinilega þróunina í þessum þætti ís- lenzkrar menningar. Það hefur verið ríkjandi skoðun, að mynd- list hafi ekki verið til á íslandi, fyrr en á 19. öld, þ. e. með til- komu Sigurðar Guðmundsson- ár málara, og annarra. En Björn hefur fært lieim sanninn um það, að þarna er um rnikinn misskilning að ræða. Sárast er þó til þess að vita, að allur obb inn af þeim gripum, er gerðir hafa verið úti á Islandi, eru nið ur komnir á erlendri grund og dreifðir mjög. Nefndi hann þess þó nokkur dæmi, svo sem með sum altarisklæði og útsaumaða dúka, t. d. dúk Þorbjargar Vída lín, konu Páls lögmanns. Væri það verðugt verkefni að livetja til þess, að Jjjóðin vaknaði ti! skilnings á þeirri þörf að hafa þessa clýrgripi hér heima, og liafizt væri handa um að ná þessum hlutum lieim. Vafalaust mun það torvelt og gripirnir ekki lig'gja á lausu, en Jjeir eru þó margir hverjir sízt ómerki- legri en handritin sum hver. Eins og að ofan getur, eru á þesari sýningu rnyndir eftir 20 íslenzka málara, allt frá Þórarni B. Þorlákssyni til Sverris Har- aldssonar. Milli þesara tveggja manna er mikið bil, enda við- horfin ærið breytileg. Hér verð- ur ekki farið út í að ræða ein- stakar myndir. Um sumar munu skoðanir vera skiptar, eins og gengur, að vissu marki raunar um þær allar. Hitt er svo sjálf- sagt, að almeningur komi og skoði myndirnar, virði þær fyr- ir sér í ró og næði. Þær opna í vissum skilningi nýjan lieim þeint, sem eru óvanir tíðum málverka- eða listsýningum, þótt um óvenju góð tækifæri hafi verið að ræða upp á síðkastið. Sýningin mun verða opin væntanlega næstu 10 daga. Mun Björn Th. Björnsson síðar flytja annað erindi um íslenzka nútímalist, og verður það nán- "ár aúglýít siðaL Frá Bridgefélagi Yestmannaeyja Þannig er staðan eftir 3. urnferð í einmenningskeppninni (firma- keppninni) 1958: 1. Útvegsbanki íslands Helgi Bergvinsson 157-5 stig 2. ísfélag Vestmannaeyja Sigurður Sigurjónsson 155 - 3. Flugfélag Islands Pétur Guðjónsson 154.5 “ . Verzl. Georg Gíslason Ragnar Benediktsson 147.5 “ 5. Elcling s. .£ Jón Ólafsson 145.5 - «. Fiskiðjan h. f Martin Tómasson 144 - 7. Tómas M. Guðjónsson Þórður Bjarnason 143.5 - 8. Netagerð Vestmannaeyja Jóhannes Gíslason 143.5 “ 9. Blaðið Fylkir Alexander Gíslason 140,5 “ 0. Gunnar Ólafsson & Co Magnús Grímsson 139 - 11. Vesturhús h. f................... Ragnar Helgason 138,5 — 12. Verzl. Sólvangur ......... Freymóður Þorsteinsson 137 — 13. Verzlunin Borg 137 — 14. Vinnslustöðin i36-5 — 15. Sláturfélag Suðurlancls Sigmar Guðmundsson 135.5 — 16. Þórður Bjarnason Guðmar Tómasson 134 17. Kaupfélag Vestmannaeyja . Jón Pálsson 134 — 18. Olíuverzlun íslands li. f Guðni Friðriksson 133 — 19. Vöruhappdrætti S. í. B. S. Guðmundur Guðjónsson 132.5 — 20. Haraldur Eiríksson h. f Magnús Sigurðsson 131.5 — 21. Skeljungur h. £ 131 — 22. Höfn h. f 131 — 23. Verzl. Sigurbj. Ólafsd Þormóður Stefánsson 130,5 . 24. Skipasmíðastöð Ve 129 — 25. Stakkur h. f Guðmundur Kristjánssön 127 — 26. Söluturninn 126,5 — 27. Heildverzl. Gísli Gíslason Ágúst Þórðarson 126,5 — 28. Páll Þorbjörnsson Guðmundur Helgason 125.5 — 29. Mjólkursamsalan 125 — 30. Litla Bílastöðin 120,5 — 31. Einar Þorsteinsson 115 — 32. Drífandi h. f 112,5 — Sámtals 4320 Stig.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.