Fylkir


Fylkir - 06.12.1963, Qupperneq 1

Fylkir - 06.12.1963, Qupperneq 1
1 Málgagii Sjálfstæðis- flokksíni ■-■n 15. árgangur. Vestmannaeyjum 6. desember 1963 27. tölublað. Jlugfélag Fátt er það, sem við Vest- mannaeyingar sættum okkur ver við, en hið eríiða ástand, sem ríkjandi er í samgöngumál um okkar í dag. Vissulega hafa Vestmannaeyingar frá því fyrsta búið við niikla erfiðleika í þess- um málum vegna sérstöðu Eyj- anna og einangrunar frá megin- landinu. Á sínum tíma var efnt hér til borgarafundar til að ræða samgöngumálin og efna til samstöðu til kaupa á skipi, er gengi hér milli lands og Eyja. Á fundi þessum ríkti mikill á- lnigi hjá öllum fundarmönn- um um málið og var á fundin- um skipuð nefnd til að vinna að málinu. Margt þurfti að athuga, og þá ekki hvað sízt rekstursafkomu- möguleika slíks flutninga- og farþegaskips. Eg skal ekki ræða hér frekar um störf þessarar nefndar, en mér er ljóst, að flestir nefndar- manna unnu af heilum hug að þessu verkefni og vildu málið í iieila höfn og þá á þeim grund- velli, að liægt yrði að tryggja rekstur skipsins. En hvað skeð- ur ekki. Einn nefndarmanna,1 n. 1. Karl Guðjónsson, þurfti þá endilega að fara að slá sig til riddara í augum kjósenda með því, að ræna málinu úr hönd- urn hinnar borgaralega kjörnu nefndar og í trú sinni á almætti ríkisréksturs flutti hann og fékk samþykkta tillögu á Alþingi um að byggt skyldi á vegum SKIPAÚTGERÐAR RÍK.IS- INS skip, er annast skyldi flutn- inga milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Til þess að koma málinu í gegn á þingi varð að leita stuðnings þingmanna Aust urlands og þá um leið sá ann- marki settur í ferðaáætlun skips ins, að það skyldi einnig halda uppi ferðum til Hornafjarðar. Skipið var byggt og vissulega fögnuðu allir komu skipsins, og öllum var Ijóst, hvílík bót var að skipinu og er. Sá annmarki tyestmannaeyia? er þó á, að Vestmannaeyingar eiga í dag engan þann íarkost,^ er þeir ráða sjálfir yfir til mann- og vöruflutninga. Við fáum því engu um það ráðið hvort Herj- olfur verður látinn halda á- frarn ferðum til Hornafjarðar eða ekki. Væri nú þetta skip í eigu Vestmannaeyinga, væri ekki það einast, að við réðum því sjálf, hvort við teldum rétt að halda uppi ferðum til Horna fjarðar, heldur væri ekki útilok að, án þess að ég geti þó nokk- uð um það fullyrt, að reksturs- afkoma skipsins hefði nú gert okkur mögulegt að byggja enn stærra skip og betur búið fyrir farþega. Reikningar fyrir Herj- ólf einan liggja ekki fyrir, en skv. fyrstu tölum um rekstur skipsins eftir fyrsta árið, þá get- ur maður fyllilega látið sér til hugar koma, að slíkt væri ekki langt frá sanni. Þrátt fyrir endalok þeirra mála, er á sínum tíma voru ætluð til þess að renna stoðum undir eigin farþega- og vöru- flutningaskip okkar Vestmanna- eyinga, þá má ekki telja, að mál ið sé endanlega tekið úr okkar liöndum. Við höfum enn tæki- færi til stórra átaka, ef við að- eins sýnum þá samstöðu, er nauð synleg er til að hefja málið til sigurs. Við erum í þessum mál- um reynslunni ríkari og höfum af henni lært. Á öðrum vettvangi erum við snauð af eigin reynslu, og á ég þar við rekstur eigin flugfélags. Samgöngur í lofti milli lands og Eyja hljóta um ókomin ár að eiga enn cftir að stórankast. Þjónusta sú, er við höfum not- ið, í fyrstu frá Loftleiðum og Flugfélagi íslands og nú síðustu árin eingöngu frá Flugfélagi íslands, skal hér rniklu fremur þökkuð en löstuð, þó oftlega hafi mörgum Eyjaskeggja hitn- að í hamsi yfir mörgu á löng- um starfstíma. Okkur gengur oftast illa að skilja, að þá er flugveður leyfir lendingu á vell- inum hér, þá vill það oft svo fara, að er til á að taka og flug- vélin að því komin að leggja af stað í Eyjaflugið, eða jafnvel að því komin að lenda hér á Eyja- vellinum, þá eru lendingaskil- yrði ekki lengur fyrir hendi, flugvélinni snúið við, en við sitjum með súrt ennið á öðrum hvorum endanum, og þá öfuga endanum við hið fyrirhugaða ferðalag. Þá heyrum við ekki svo sjaldan: „Því fóru þeir nú ekki fyrr af stað frá Reykjavík?“ í flestum tilfellum er á þessu augljós skýring, einmitt sú, að vélin er staðsett í Reykjavík, og þar þarf að ná til farþega, sem pantað eiga flugfar, þeir eru þá gjarnan í Hafnarfirði eða enn lengra í burtu og þarf því tölu- verðan aðdraganda til. Héðan mætti efna til flugsins jafnvel með 15 mínútna fyrirvara. Nú fyrir skömmu hefur einn framtakssamur flugmaður noð- ur á Akureyri, Tryggvi Helga- son að nafni, sjálfur fest kaup á FJÓRUM FLUGVÉLUM. Þessar nýkeyptu flugvélar Tryggva eru keyptar af Banda- ríkjaher, sem nú er óðum að taka úr notkun skrúfuvélar, en notar í staðinn þotur. Þessar nýju vélar eru gerðar fyrir 10 farþega og eru búnar tveimur 450 hestafla Pratt &: Whitney- Framhald á 3. síðu Hljómleikar. Hljómleikar voru lialdnir af Lúðrasveit Vestmannaeyja í Samkomuhúsinu hér í bæ föstu- dagskvöldið, 29. nóv. s.l. fyrir fullu húsi áheyrenda. Leik Lúðrasveitarinnar var rnjög vel tekið. Það vekur at- hygli hve vandlega stjórnand- inn, Oddgeir Kristjánsson tón- skáld, liefir æft þennan litla flokk lúðurþeytara, en sveitin telur aðeins 20 manns, þar af fjórir í slagverkinu, enda vant- ar nauðsynlega til viðbótar þó ekki væri nema 1—2 básúnur og flautur. Bilið milli horn- raddanna og túbunnar var á- berandi autt á köflum og klari- nettin geta tæpast skilað hlut- verki flautunnar svo sem á væri kosið. Prógrannnið var all-fjölbreytt og virtist falla áheyrendum vel í geð. Verk eftir Hándel bar þarna af öllu öðru bæði hvað gæði og flutning snertir. „Slag- ararnir” hefðu mátt að nokkru víkja fyrir vinsælum og hressi- legum mörsum, nema „Þjóhá- tíðarlag 1963” eftir stjórnand- ann, sem var snoturlega útsett og vel spilað miðað við hin dæg- urlögin. Þrjú íslenzk þjóðlög (eftir nútímahöfunda) vöktu at- hygli mína fyrir hve vel lúðra- sveitin komst frá þeim, þrátt fyrir augljósa annmarka á út- setningunni, sem ekki virðist hugsuð fyrir hornaflokk. En í mörsunum var sveitin bezt í ess- inu sínu og sömuleiðis stjórn- andinn, sem notar látlausa en ákveðna stjórntækni og er hlað- inn af músikgleði. — Sem inter- mezzó var svo upplestur Ása í Bæ úr nýrri bók sinni við ágæt- ar undirtektir áheyrenda. Gunn- ar Sigurmundsson hafði orð fyr- ir lúðrasveitinni og kynnti pró- grammið. Þess skal að lokum getið, að ekki er venja að slökkva Ijós í áheyrendasal á hlómleikum og er hér um óþægileg mistök að ræða. Ég þakka lúðrasveitinni og stjórnanda hennar fyrir ánægju- lega kvöldstund og ómetanlegt starf í tónlistarlífi bæjarins, með von um að ég tali þar fyrir hönd allra áheyrenda. Stcingrimur Sigfússon.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.