Fylkir


Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 3
F YLKI R 3. Ræða bæjarstjóra ... Framhald af 1. síðu. að inn á fjárlög ríkisins fyrir þetta ár voru teknar kr. 225 þúsund til reksturs skólans — og var þá mið- að við hálf útgjöld — eins og þau höfðu verið áætluð árið 1965. Tel ég að stefna beri að því að ríkis- sjóður leggi fram 3/4 kostnaðar af rekstri skólans eins og hann reynist á hverjum tíma. — Einn fjórði hluti reksturskostnaðar þess arar stofnunar getur aldrei haft nein áhrif á fjárhagsafkomu bæj- arfélagsins. Þykir mér rétt að snúa mér að einstökum liðum þess útgjaldaliðs sem hér um ræðir — það er fram- lagi bæjarins til verklegra fram- kvæmda. Til íþróttamannvirkja: Það er almennt viðurkennt — að bæjaryfirvöld hafa á undanförnum árum byggt hér upp all góða að- stöðu fyrir íþróttahreyfinguna _ miðað við aðra hlðstæða kaupstaði Hinsvegar liggur það einnig ljóst fyrir _ að margt vantar enn á að aðstaða íþróttahreyfingarinnar — sé á þann veg — sem bezt verður á kosið. _ Meðal annars vantar all- ar nauðsynlegar byggingar við í- þróttavellina og smærri leikvelli. Er til þess ætlast að samráð verði haft við forráðamenn íþróttahreyf- ingarinnar um hvernig þeim kr. 500 þúsund, sem teknar hafa ver- ið inn á fjárhagsáætlunina í þessu sambandi verði bezt varið. Til náttúrugripasafns og safns lifandi fiska: Eg vil minna á í þessu sambandi — að bæjarstjórn samþykkti á sín- um tíma með samhljóða atkvæðum allra níu bæjarfulltrúa að koma á fót vísi að náttúrugripasafni. _ Má segja að lengur hafi dregist að koma safninu á fót en upphaf- lega var gert ráð fyrir. _ En ég vona að mál þetta sé komið á loka- stig og hægt verði að opna safn- ið nú á þessum vetri. _ Myndi ég telja það vel farið þar sem Vest- mannaeyingar hefðu þá forystu í þessum efnum — eins og þeir vissu lega hafa haft í fleiri málum — þar sem ekkert opinbert safn lif- andi fiska — akvarium _ eins og það er nefnt á erlendum málum — er eða hefur verið til hér á landi _ sem föst stofnun. Gæti þetta orðið skemmtilegur þáttur í bæjar- lífinu og til menningarauka og að mínum dómi mjög eðlilegt að slíkt safn komi fyrst upp hér í Vest- mannaeyjum, sem óumdeilanlega er stærsta útgerðarstöð landsins — og liggja við fjölbreyttustu fiski- mið _ sem til eru við strendur landsins. S júkrahúsby gging: Til þessarar framkvæmdar eru áætlaðar tvær milljónir króna auk ríkisframlags 1,2 milljónir. Bygg- ingin hefur nú verið steypt upp. Næsti áfangi hlýtur að verða að gera hana fokhelda og koma hita og vatns- ogr rafmagnslögnum fyr- ir, svo hsegt verði að vinna við innréttingu af fullum krafti. Er að því stefnt að þessum áfanga verði náð, sem fyrst. Byggingarsjóður: Hér er um nýja stofnun að ræða. Samkvæmt tillögu meirihluta bæj- arstjórnar sem hér hefur verið lögð fram, er til þess ætlast að stofn- aður verði byggingarsjóður, sem bæjarstjórn hafi ráðstöfunarrétt á. Er til þess ætlast að stofnfé sjóðs- ins verði þau skuldabréf, sem nú eru í vörzlu bæjarsjóðs, eftir því, sem bæjarstjórn telur eðlilegt og auk þess þau skuldabréf, sem bæj- arsjóður kemur til með að eignast í sambandi við fjölbýlishúsið við Hásteinsveg, sem nú er komið á lokastig. Er gert ráð fyrir að hér sé um heildarupphæð að ræða, sem nemur um 10 milljónum króna. Auk þess er gert ráð fyrir tveggja milljón króna framlagi á fjárhags- áætlun nú og til þess ætlast að framlög verði áfram á fjárhagsá- ætlun þar til sjóðurinn er orðinn það stór að vextir af fé hans nægi til þess að hann að dómi bæjaryf- irvalda geti starfað, sem sjálfstæð stofnun. Er gengið út frá að bæjar- stjórn ákveði hverju sinni hvort vöxtum af fé sjóðsins og framlagi á fjárhagsáætlun til hans, verði varið til áframhaldandi byggingar sambýlishúsa eða hvort féð verður lánað einstaklingum til íbúðar- bygginga. Félagsheimili: Til inréttingar á húsi því, sem bæjarsjóður keypti á síðastliðnu ári við Heiðarveg eru að þessu sinni áætlaðar kr. 1,5 milljónir. Er þar gert ráð fyrir aðstöðu til al- mennrar félagsstarfsemi, eins og bæjarstjórn hefur áður ákveðið. Sundhallarbygging: Mál þetta hefur verið lengi á dagsskrá hjá bæjarstjórn. Á síðast liðnu hausti bárust frá húsameist- ara ríkisins endanlegar teikningar af sundhöllinni ásamt útboðslýs- ingu af fyrsta áfánga af byggingu hénnar, en ágreiningur er énn við skipulagsstjórn um staðsetningu byggingarinnar. Eins og fyrr segir er mál þetta búið að vera lengi á dagsskrá hjá bæjarstjórn og má að sjálfsögðu um það deila hvort verk þetta hefði átt að ganga fyrir þeim byggingum, sem nú eru á döf inni og hafa verið um nokkurn tíma. Aðalatriðið tel ég vera nú _ þegar endanlegar teikningar hafa borizt, að hafist verði handa um verkið. Iðnskólaby ggingin: Áætlaðar eru kr. 500 þúsund til þessa verks. Bæjarstjórn sam þykkti á sínum tíma tillögur iðn- aðarmanna um að gera iðnskólann hér að dagskóla. Var öllum ljóst þá að þetta krafðist nýs og aukins húsnæðis fyrir skólann og var hin nýja viðbygging við áhaldahús bæj arins tekin til innréttingar í þessu sambandi og var það gert í sam- ráði við iðnaðarmenn. Er innrétt- ingu hússins það vel á veg komin að væntanlega mun skólinn geta flutt í bygginguna næsta haust. Til byggingar barnaheimilis: Þegar stofnað var til dagheim- ilis fyrir börn að Sóla hér við Ása- veg fyrir nokkrum árum, var gert ráð fyrir að húsið rúmaði með góðu móti um 40 börn. Var þetta álit sérfróðra aðilja sem húsið skoðuðu. Nú hefur tala vistbarna á heimilinu komizt upp í allt að 80 og og því sjáanleg þörf fyrir auk ið húsnæði hvort sem ráðið verður fram úr því með viðbótarbyggingu við það hús, sem heimilið er nú í eða nýbyggingu, og hafa verið á- ætlaðar kr. 500 þúsund í þessu sambandi. Leikhúsbyggin: Rétt þótti að taka inn á fjárhags áætlunina kr. 250 þúsund í þessu sambandi þó enn sé óráðið hvern- ig að þessari byggingu verður stað- ið. Til vatnsveituframkvæmda: Teknar voru inn á fjárhagsáætl- unina kr. 5 milljónir í þessu sam- bandi og er það stærsta fjárveit- ing, sem nokkurn tíma hefur verið tekin inn á fjárhagsáætlun til eins ákveðins verks. Er gert ráð fyrir að fénu verði varið til uppbyggingu innanbæj arkerfisins, þar sem reikn að með að fyrirhuguð stofnæð frá fastalandinu verði að fullu byggð fyrir lánsfé. Mál þetta er nú að ég tel að komast á lokastig hvað und- irbúning snertir. Þar sem hér er um stærsta mál, fjárhagslega séð, sem bæjarstjórn hefur nokkurn- tíma haft til meðferðar, tel ég eðli- legt og æskilegt að um það verði haldinn sérstakur fundur, þegar að því kemur að allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Vona ég að það verði þegar í þessum mán- uði. Sé ég því ekki ástæðu til að ræða það frekar á þessu stigi, nema að sérstakt tilefni gefist til. Aðrar verklegar framkvæmdir, malbikun gatna o.fl. Eins og áður hefir verið rætt í bæjarstjórn er gert ráð fyrir á- kveðnum áfanga í malbikun gatna á næsta sumri. Það sem á undan- förnum árum hefur mest tafið hraðari framgang í malbikun, er skortur á vinuafli. Þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt en að vel hafi tekizt í þessum efnum hér í Eyjum, þar sem við munum vera komnir betur á veg en nokkurt annað bæjarfélag utan Reykjavík- ur í gatnagerð úr varanlegu efni. TÝR TÝR B i n g ó í Alþýðuhúsinu næskomandi sunnudag kl. 5 e.h. Aðalvinningur eftir eigin vali dregin út: Grundig útvarpsfónn með Sterio tón eða húsgögn fyrir 14500 krónur. Margir aðrir góðir vinningar. Heildarverðmæti vinninga næskomandi sunnudag á milli 20 og 25 þúsund krónur. Síðast seldist upp. TÝR TÝR

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.