Fylkir


Fylkir - 28.01.1966, Síða 6

Fylkir - 28.01.1966, Síða 6
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinarhug, og heiðruðu mig með heillaskeytum á sextugs- afmæli mínu, þann 17. janúar síðastliðinn. LIFIÐ HEIL! Bjarni Guðmundsson. ÁRSHÁTÍÐ Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja. verður haldin laugardaginn 5. febrúar n.k. í Samkomuhúsi Vestmanna- eyja, og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. NEFNDIN. __ Landakirkja. Messa n.k. sunnudag kl. 2, séra Jóhann Hlíðar predikar. Betel. Samkomur, sunnudaga kl. 4,30. Sunnudagsskóli, sunnudaga kl. 1. Andlátsfregn: Kristján Þórðarson, Reykjadal, andaðist á Sjúkrahúsinu 16. janúar s.l. á 90. aldursári. Fór jarðarför hans fram frá Aðventkirkjunni, s.l. þriðjudag, Júlíus Guðmundsson jarðsöng. Kristján í Reykjadal var vel látinn sæmdarmaður, er hafði búið hér um áratuga skeið. Samsöngur: Samkór Vestmannaeyja efnir til hljómleika í Samkomuhúsinu á sunnudag kl. 5 e.h. Er þess að vænta að bæjarbúar fjölmenni að hlýða á þennan ágæta kór, sem stjórnað er af Martin Hunger. Auk kórsins syngur Reynir Guðsteins- son einsöng. Skipulagsstjórn í heimsókn: Á föstudaginn var kom Skipu- lagsstjórn ríkisins, ásamt Skipulags stjóra, íþróttafulltrúa og fleirum til viðræðna við byggingarnefnd um skipulagsmál kaupstaðarins. En nú er unnið að breytingum og við bótarskipulagi. Er þess að vænta að þessi koma skipulagsstjórnar verði árangursrík, því nauðsyn ber til að þeir menn sem slíkum mál- um ráða og hafa sérþekkingu kynni sér aðstæður af eigin raun. Þess má geta að gestir þessir höfðu orð á því hve umgengni og hirð- ing gatna og húsa hér væri til mik- illar fyrirmyndar. Sementið komið: Vegna örðugleika með útvegun skipa til flutnings á sementi hing- að, hefur það oft vantað m.a. nú um skeið. í gær kom hollenzkt skip með sement, sem bætir úr brýnni þörf. Hafði skipið lent í hrakningum við Reykjanes á leið hingað. Eins og kunnugt er, á Sementsverksmiðjan von á Nýju skipi, Faxa, með vorinu, en skip þetta er sérstaklega smíðað til sem entsflutninga. Með komu Faxa mun sementsdreifingin um landið komast í gott horf. Bridge-klúbbur Eyverja. Fyrsta spilakvöld Bridge-klúbbs Eyverja er í kvöld í Akógeshúsinu kl. 8 e.h. Geirseyrin horfinn: Segja má að síðasti minnisvarð- inn um gömlu krærnar norðan Strandvegar sé nú horfinn, er Geirs eyrin hefur verið rifin til grunna. Hús þetta mun eiga all merka sögu var reist af föður Kristjáns Sig- urgeirssonar húsgagnasmiðs í í Reykjavík og jafnan við hann kennd. Gjafir til „Krabbavarnar” Vest- mannaeyjum. Núna rétt fyrir áramótin afhentu eigendur „Reynis” undirrituðum kr. 30.000,00 — þrjátíu þúsund krónur — til minningar um frú Guðjónu Pálsdóttur, Hjálmholti hér í bæ. Frú Guðjóna var fædd 14. febrúar 1884, Gerðum Gull- bringusýslu. Hún fluttist til Eyja 1908 og giftist eftirlifandi manni sínum Ingibergi Hannessyni sama ár byrjuðu þau búskap að Litla-Gjá bakka, byggðu Hjálmholt 1912 og þar bjó hún síðan. Hún andaðist 19. 12. 1948. Þá hafa stjórnendur Samkomu- húss Ve. sýnt þá velvild að lána iélaginu húsið á gamlárskvöld eins og undanfarin ár. Fyrir þessar höfðinglegu gjafir færi ég fyrir hönd Krabbavarnar mínar beztu þakkir. Vestmannaeyjum 27. jan. 1966 E. Guttormsson. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Bóru- götu. Viðtalstími: kl. 4;30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 1 1 12 f. h. — Sími 1847. Framhald af 5. síðu. tæknilegur ráðunautur bæjarstjórn ar í sambandi við málið, til Hafnar nú eftir áramótin til viðræðna við hið danska fyrirtæki. Út úr þeim viðræðum kom það, að NKT. tel- ur miklar líkur fyrir að það geti unnið leiðsluna á þann veg, sem óskað hefur verið eftir og er þá um að ræða eina eða tvær sex tommu leiðslur, sem ekki þarf þrýstidælur við. Einnig telur þetta fyrirtæki sig hafa aðstöðu til að leggja leiðsluna ef til kemur. Tel- ur það sig þó þurfa nokkurn tíma til tilrauna áður en það sé reiðu- búið að gefa fast verðtilboð í verk- ið. Er af þessu ljóst, að bæjarstjórn hefir um þrjá möguleika að ræða til að leysa verkið. Annaðhvort með því að taka upp viðræður við hið norzka og hið ameríska fyrir- tæki á grundvelli þeirra upplýs- inga, sem fyrir liggja um tækni- lega og fjárhagslega hliða málsins og þá einnig við hið danska fyrir- tæki, þegar það er tilbúið til slíkra viðræðna, sem vonandi verður mjög innan skamms. ■ Guðl. Gíslason. ( ^ Bæjarfréttir. v______________________________^ Fjárhagsáætlunin: Á fundi bæjarstjórnar s.l. mið- vikudag var fjárhagsáætlun kaup- staðarins samþykkt við seinni um ræðu. Einu breytingarnar frá áætl- uninni sem birtist hér í blaðinu var hækkun framlags til Sjúkra- samlags kr. 200.000,00, til útgáfu kvæða Ágústar Sveinbjarnar Benó- nýssonar kr. 50.000,00; og viðbót til Lúðrasveitar Vestmannaeyja kr. 25.000,00; eða samtals kr. 275.000,00 og voru aðstöðugjöldin hækkuð um sömu upphæð. Nefndarskipun. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi sínum 26. þ.m. að kjósa 3ja manna nefnd vegna fyr- irhugaðra vatnsveituframkvæmda. Kosnir voru: Guðlaugur Gíslason, alþingismaður, Gísli Gíslason, for- seti bæjarstjórnar og Magnús Magnússon, bæjarfulltrúi. VélstjóranámskeiS. Nýlokið er Vélstjóranámskeiði Fiskifélagsins, sem staðið hefur síð an í oktober. 17 nemendur sóttu námskeiðið og luku allir prófi. Sæ- vald Elíasson, Varmadal var hæst- ur á prófinu. Þess má geta að Hörð ur bróðir hans var einnig hæstur á burtfararprófi Stýrimannaskólans hér á s.l vori. Jón Einarsson, vélstjóri frá Reykjavík var forstöðumaður nám- skeiðsins, lét Jón vel yfir árangri námskeiðsins og frammistöðu nem- enda. Hlýtur að koma til álita, hvort ekki er hægt að halda slík námskeið á hverju ári hér. Hljómleikar: Fyrirhugað er, að hinir ágætu listamenn. Björn Ólafsson og Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari, ásamt Martin Hunger haldi hér hljómleika á næstunni. Verður það nánar auglýst síðar. Kvenfélagið Líkn. þakkar öllum bæjarbúum fyrir stuðning við starfsemi sína á síð- astliðnu ári, áheit og gjafir til Sjúkrahússjóðs. Síðast en ekki sízt aðstoð við skemmtun félagsins 5. janúar s.l., prestum, kirkjukór, söngstjóra, ennfremur hljómsveit- inni Logar, svo og öllum er lánuðu bíla, og öðrum er hjálpuðu til að gera hana sem ánægjulegasta, einn ig gestum fyrir komuna. Með beztu nýjarásóskum. Stjórn Kvenfélagsins „Líknar”. Bæjarreikningarnir 1964. Á bæjarstjórnarfundinum 26. jan. s.l. voru samþykktir reikningar: Bæjarsjóðs, Hafnarsjóðs, Rafveitu, og Skipaafgreiðslu fyrir árið 1964. Verður þessa nánar getið síðar. Sjósókn: Gæftir hafa verið stirðar í vik- unni og sáralítill afli borizt á land. lee- fötin komin Dríf andi h. f. Sími 1128.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.