Fylkir


Fylkir - 04.03.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 04.03.1966, Blaðsíða 1
Hokkaím, •n , 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 4. marz 1966. 9. tölublað Frá liðnum dögum Tlaíis Oft hefur hafísinn ógnað íslend- ingum og margir hafa fallið fyrir heljarhrammi hans, bæði menn og málleysingjar*). Þá er hafþök sá- ust út við sjóndeildarhring, var voðinn vís. Þessi „landsins fjandi" að fornu og nýju, hóf venjulega för sína niður með austurströnd Græn- lands, og þá er ísbeltið nálgast ís- land er talið, að það sé að meðal- tali 80—100 sjómílna breitt. Og þá er hann varð landfastur lagðist heljarkuldi að landinu. — Oft er ísbeltið nógu breitt til þess að þekja alla strandlengju Norður- lands. Þá barst ísinn oftast nær suð- ur með Austurlandinu, og oft suð- ur fyrir land til Vestmannaeyja og jafnvel vestur um Reykjanes. Stund um bar svo til, að hafísinn torveld- aði Eyjamönnum sjósókn, og var svo síðast árið 1902. Verður nú sagt lítið eitt frá hafísnum við Eyjar það ár og fleiru, en áður minnst örlítið á nokkur ísár hér sunnan- lands, én þó ekki rakið lengra en til upphafs 19. aldar. Árið 1817 var mikið ísaár. Haf- ísinn rak þá austur fyrir, út fyrir Eyjafjöll og Vestmannaeyjar. 1821 sást ís við Eyjar. Þetta sumar sátu 30 skip hollenzk föst í ísnum, en losnuðu loks öll óskemmd. Árið 1826 vill svo einkennilega til, að eigi er getið um ís fyrir norðan land, en mikinn ís sunnanlands. 26. maí sást það ár frá Eyjum í hægu og heiðskíru veðri hafþök af ís. Rak ísinn með 3—4 mílna hraða frá Dyrhólaey og vestur með landi til Eyja. Þá er ísinn náði Elliðaey og Bjarnarey stóðu nokkrir jakar grunn fyrir austan og norðaustan *) Talið er, að 9 þús. manns hafi dáið úr hungri og frosið í hel á 2 árum í byrjun 17. aldar. Nú er öld in liðin síðan mannfellir var af völdum hafíss. þær á 60 faðma dýpi. ís þakti sund ið allt milli lands og eyja, og ekki var hægt að sjá út fyrir þann ís, sem rak fyrir sunnan Eyjar. Var ísinn 4—5 klukkustundir að fara fram hjá Eyjunum. Svo mikill Oddgeír Krístjdnsson dáinn It. febr. M Oddgeir nú Eyjarnar kveður, Oddgeir, sá snilldar maður, sorgin hvers muna seður, sem þó var áður glaður. Sól yfir fjöllum og fleyjum, fer nú að vora og þána. Hver einasta stöng hér í Eyjum er þó með syrgjandi fána. Ægi og hömrum girt hauður harmar nú skáldið sitt bjarta. Lögin þess, alþjóðarauður, óma í sérhverju hjarta. Björtustu vonirnar vakna við að hræra þá strengi. Amstursins áhyggjur slakna við óma, er bergmála lengi. Bifuðust Dalsins björgin blóm í sillum og hlíðum opnast, er heyrast um hörgin hljómar frá lúðrunum þýðum. Stjórnandi styrkri hendi stendur þar Oddgeir að vanda. Ár eftir ár hér hann kenndi öllum af snilli síns anda. Himinblær huggandi strýkur hvarm, sem er syrgjandi, hljóður. Þegar að lífi hér lýkur ljúfmenni, drengur góður. Fagna nú upphæða ómar óskmög, er hljómbrautir varðar, en hlýrri og sterkari hljómar hrynja til dapurrar jarðar. P. H. Á. kuldi var meðan á þessu ferðalagi íssins stóð, að varla var hægt að bræða hélu af rúðum. Abel sýslu- maður sagði aldrei meiri kulda kom ið hafa þau 30 ár, er hann átti heima í Eyjum. — 1835 voru hafþök af ís. Sá þá um tíma hvergi í auð- an sjó milli lands og Eyja. Frost var svo mikið, að fatnaður manna er voru á ferð á Hellisheiði 17. júní, stokkfraus. Árið 1840 var all- mikið ísaár og aftur 1866, þá um alt land. Þá var og mikið ísaár um Austfirði 1878 og sunnan. Næst koma hinir miklu fellis- og frostavetrar 1881—82 og fylgdu grasleysissumur. Gjörféll þá búfé margra bænda. Þá kom enn mikið ísaár 1888. Sást ísinn í júníbyrjun frá Lofts- stöðum. í Eyjum fyllti höfnina og flóann af ís. Hrannaís var með öll- um ströndum. Gamall Landeying- ur sagði mér, að ísinn hefði vakið mikla furðu hans og forvitni, en hann sást vel frá sjóbæjum. Voru strákar að leika sér að því, að príla upp á landfasta jaka. ísinn var svo mikill við Eyjar, að ekki voru til- tök að komast á sjó. Var útlit hið ískyggilegasta, skortur fyrir dyrum. Sagt er, að menn hafi þá leitað til Guðrúnar Pálsdóttur (skálda, prests hér nokkur ár) og beðið hana að kveða nú hraustlega á móti ísnum. Þetta gerði Guðrún og brá þá svo við, að losna tók um ísinn og var hann horfinn eftir þrjá daga. Sumir segja, að Guðrún hafi verið síðasta ákvæðaskáld á íslandi. Þá er komið að síðasta ísaárinu, sem kemur við sögu hér í Eyjum. Framhald á 2. síðu. Af vettvonoi dómsmálonna Málaferli þau, er standa yfir milli mín og Jóhanns Björnssonar, póst- fulltrúa, hófust með kæru hans til sakadómara fyrir, að ég hefði hald- ið því fram, að hann hefði mis- notað póstsjóð með því að láta hann kaupa innstæðulausar ávísan- ir af vissum aðila. Auðvitað vissi ég alveg, að ég fór með rétt má, er ég benti á þetta og að verknaður J. B. var á þeim tíma talinn vítaverður af póststjórninni og beint brot á þeim reglum, sem póstmönnum er falið að starfa eftir. Næst gerðist það, að J. B. fær yfir boðara sinn, Magnús H. Magnússon, símstöðvarstjóra, til að taka auka- spark í þessum leik í Brautinni þann 6. f. m. En svo innskeifur virðist hann vera, að hann skorar óumdeilanlega beint í mark hjá J. B. Staðfestir hann þar í einu og öllu það, sem ég sagði um þetta mál og viðurkénnir, að J. B. hafi verið kunnugt um, að engin innistæða hafi verið fyrir umræddum ávísun- um, sem póstsjóður var látinn kaupa. Aðeins loforð um, að þær yrðu einhverntíma síðar innleyst- ar. Er þetta nákvæmlega það sama og ég hélt fram og taldi embættis- afglöp og brot á fyrirmælum póst- stjórnarinnar til starfsmanna sinna. Enda eru fordæmi fyrir, að póst- mönnum hefur verið vikið úr starfi fyrir slíkan verknað þegar annar- leg sjónarmið, sem póstmálunum eru óviðkomandi, hafa leigið á bak við. Að sjálfsögðu mun allt þetta koma fram, er ábyrgir aðilar póststjórnarinnar koma til með að gefa skýrslu um málið til saksókn- ara. En furðulegt er, að M. M. skuli ótjlneyddur vera að staðfesta opinberlega, að J. B. hafi gerzt brot legur við þær starfsreglur, sem póststjórnin setti honum og það svo að hún krafðist að sögn M. M. fjár- trygginga úr hans hendi meðan enn var ekki útséð um, hvernig málinu reiddi af. Gu'ðl. Gíslason.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.