Fylkir


Fylkir - 28.10.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 28.10.1966, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. HeiiÉgflrWinp Þeim, sem lesa blöð að staðaldri og fylgjast með útvarpsfréttum, hlýtur að hrjósa hu'gur við fréttum þeim, sem berast austan frá Asíu úr Rauða Kína og aðförum hinna svokölluðu Rauðu varðliða þar. Jafnvel ráðamönnum þar austur- frá er ekki að öllu leyti farið að standa á sama, eins og skiljanlegt er. Það veit enginn þar, hver næst verður fyrir ofsóknum og ásökun- um af hendi þessa skrils. Jafnvel Maó sjálfur mun óttasleginn, þótt hann þori ekki annað en hrósa lýðn um upp í hástert opinberlega, eigi hann ekki sjálfur að verða fyrir skítkastinu. Lýður þessi hefur að eigin sögn einkennt starf sitt af hugsjón fyrir svokallaða menningarbyltingu og er höfuðinntak hennar það, að eyða skuli öllum hugmyndum, sem ekki aðlagist hugmyndum komm- únismans að einu og öllu leyti. Mannkynið hefur fram eftir öll- um öldum átt slíka „menningar- postula", sem viljað hafa afmá allt, sem ekki samrýmdist þeirra hugs- unarhætti. Innrás barbaranna í Róm. er eitt dæmið um slíkar að- farir, þótt þær hafi fremur ein- kennst af djöfulmóði og skemmd- arfýsn en beinum eldlegum menn- ingaráhuga. Kaþólska kirkjan stemmdi stigu fram eftir öldum við hvers kyns skoðunum, sem brutu í bága við hennar einskorðuðu fyr- irmæli og áætlanir og var hvort tveggja brennt á báli, rit þeirra^ sem leyfðu sér slíkar firruskoðanir, svo og þeir sjálfir til að fyrirbyggja frekari vandræði af þeirra hálfu- Hitler heitinn hafði svipaðan hátt á með þá, sem höfðu hugsanir and- stæðar hans eigin, ritin voru brennd en rithöfundunum rutt úr vegi, svo lítið á bar og þar með stemmd stigu við ranghyggjumönn- unum. Fólk hefur hugsað um þetta allt eins og ljótan draum og hugsað með sér að slíkt og þvílíkt gæti alls endis ekki gerst á vorum dögum, þetta hlyti að heyra fortíðinni til. En einmitt þetta er að gerast í dag og enn ekki séð annað en arftak- ar þeirra, sem hér að framan er minnzt og sízt af öllu betri. Kína er eitt af elztu menningar- löndum heims, eins og menn al- mennt vita og mikið af okkar menningu og framförum sótt beina leið þangað. Og nú í dag er verið að leitast við að afnema þar allt, sem minnt getur á kapitalisma til að bæja landsins börnum frá slík- um voða. Skoðanir Marx' og Maó skulu héðan í frá vera einráðar og annað ekki að komast. Meira að segja er nú gengið í berhögg við elsku vinina, sem áður voru, Sovét- menn. Með þessu hafa þeir illu heilli sett íslenzka kommúnista í hálfgerðan vanda, því að þeir vita eiginlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga um þessar mundir og leitast við að sigla milli skers og báru, eftir því, sem hægt er. Ríkisútvarpið sendi samt mann út af örkinni til að kynna íslending um menningarbyltingu varðliðanna og valdi þá auðvitað ekki mann af verri endanum til fararinnar. Stjórnmálaskoðanir hans munu hafa þótt. mjög ákjósanlegar þar austurfrá og maðurinn hafa tölu- vert lært af förinni. Yrði hann ef- laust sjálfkjörinn til að stjórna slíkri byltingu hér á landi, ef af henni yrði. í það minnsta vantaði ekki fjálgleikann í frásögn hans af atburðunum, þegar heim kom. Var útvarpshlustendum eflaust nóg boð ið, þegar líða tók á frásögnina og lýsingu fréttamannsins af fram- kvæmdum varðliðanna. Jafnvel ýmsum, sem taldir hafa verið nokk uð rauðleitir, fannst víst nóg um- Aðfarir lýðs þessa bera talsverð- an keim af anarkisma, sem tölu- vert kvað að á fyrstu áratugum þessarar aldar, og einkenndist af al gjöru stjórnleysi. Mönnum hefur oft þótt nóg um aðfarir lögregl- unnar í Austur-Evrópulöndunum, en hér tekur þó út yfir allan þjófa- bálk. Ábyrgðarlaus lýður látinn yaða uppi með leyfi yfirvaldanna, sem í raun ,og veru eru logandi hrædd við hann og þora ekki að hindra aðfarirnar. Þetta er nú þeirra æskulýðsfylk- ing þar fyrir austan. Skyldi koll- egum þeirra á íslandi ekki þykja nóg til um áhugann eða hafa þeir kannski í huga að taka þá sér til fyrirmynadar. Ný skólabygging Komin heim Framhald af 1. síðu. Það væri sama, hversu iðinn og samvizkusamur kennarinn væri, hann gæti aldrei farið eftir öllum akvæðum námsskrárinnar, þegar um lakari bekki er áð ræða, slíkt er með öllu óhugsandi. Það var eitt af helztu slagorðum vinstri manna við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, hvað bæjar- stjórnin hefði lítið gert fyrir æsku- lýð bæjarins og var þar tekið upp eitt með öðru svo sem sundhöll og tómstundaheimili. Lítið hefur þó sézt bóla á slíkum framkvæmdum hjá núverandi ráðamönnum og veld ur bæjarbúum að vonum nokkurri furðu, þar sem mönnum skildist helzt að rokið yrði upp til handa og fóta við að hrinda þeim málum í framkvæmd um leið og þeir heið ursmenn kæmust að. Hvað dvelur nú orminn langa? Vonandi fá bæjarbúar brátt skýr- ingu á því, hvað veldur töfinnL Annars eru bæjarbúar farnir að ræða um það í flimtingum, að út- svarshækkunin hafi ekki verið nægilega mikil til að standa undir kostnaðinum við þetta. Sennilega hefði þurft nokkrar milljónir í við- bót og þá ekki sízt, ef þeir heiðurs- menn ætla sér að halda áfram góð gerðarstarfsemi við hótel og lög- fræðinga úti á landi eins og við vatnsréttindasamningana frægu. Hvað sem því líður, er kominn tími til að þeir hristi af sér drung- ann og hefjist þegar handa um bygg ingu nýs skólahúss fyrir kaupstað- inn, það mál þolir enga bið. S. J. UMFERBARKENNSLA í SKÓLUM í haust stóðu Barnaskólinn og lögreglan fyrir merkilegri nýjung, sem varðar umferðarkennslu. Tek- inn var upp sá háttur, að hafa kennsluna ekki eingöngu bóklega, eins og áður hefur tíðkazt, heldur færa hana meira út á hið verklega svið. í því sambandi var Herjólfs- dalur gerður að æfingasvæði og ýmis áhöld og tæki sett þar upp. Síðan voru skipulagðar ferðir ein- stakra bekkjardeilda inn eftir, þar sem yfirlögregluþjónn staðarins var til aðstoðar. Aðallega var þarna um æfingar að ræða, sem hjálpa börnunum til að átta sig á hjólinu og fá æfingu í notkun þess, en seinna meir mun svo lögreglan heimsækja skólann og ræða við nemendurna um lög og reglur í umferðinni. Það er sannarlega ekki vanþörf á að gera eitthvað í þessum mál- um. Það má segja, að næstum hvert barn á skólaaldri eigi reið- hjól, en ekki vita þau öll, hvernig umferðarreglurnar eru. í umferð- arlögum stendur, að barn, sem orð- ið er sjö ára megi aka reiðhjóli á götum úti. í rauninni er það þó vítavert kæruleysi af hverju for- eldri að hleypa barni sínu út í um- ferðina, vitandi það, að barnið kann ekkert fyrir sér í umferðarreglum. Það er ósköp svipað og að fá því byssu í hönd með þeim ummælum, að gæta sín nú vel á henni. Með vaxandi umferð í bænum er aðkall andi, að veita nemendum sem bezta tilsögn um umferðarmál, og eiga því þeir, sem fyrir námskeiði þessu stóðu þakkir skilið. ÚTIVIST BARNA OG UNGLINGA í höfuðstaðnum er nú í fram- kvæmd mál, sem mætti taka fastari tökum hér í bæ. Þar hefur verið ákveðið að framfylgja fast eftir lögunum um útivistartíma barna og unglinga að kvöldi til. Mun lög- reglan ganga fast eftir, að skilmál- um reglugerðarinnar sé hlýtt og verði óspart sektað fyrir, ef út af ber. Þessu ráði var beitt hér í bæn um fyrir nokkru síðan og gaf það góðan árangur. Menn eru yfirleitt heldnir á lög og reglur, ef brot á ákvæðum kemur við pyngjuna, þar er oftast nær veikan blett að finna. Það væri óskandi, að lögregluyfir völd bæjarins gerðu gangskör í mál inu og tækju sér Reykvíkinga til fyrirmyndar. Það ætti að vera auð- velt í framkvæmd, nú þegar nafn- skírteinin eru komin til sögunnar. Enda er það heldur-leiðinlegt að sjá 9 eða 10 ára börn vera á vakki um göturnar allt fram undir miðnætti, eins og þráfaldlega hefur mátt sjá. Slíkt er öllum til skammar, börn- unum sjálfum, foreldrunum og bænum. +, INGRID SIGFÚSSON tannsmiður. Bárugötu 5. — Simi 1586. PHILIPSSJÓNVARPSTÆKI Vestmannaeyjaumboð: MJOLKURBARINN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.