Fylkir


Fylkir - 11.11.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 11.11.1966, Blaðsíða 4
Neðan f rá sjó. Veðráttan: Um helgina blés hann vel upp á norðan og norðaustan. Frost komst niður í 5 stig. Um miðja viku dró svo niðri í norðan- áttinni og yndislegt veður og frost- leysa var á miðvikudag, en í gær var komin sunnan og suðaustan átt. — Línan: Enn eru línubátarnir að- eins fjórir en ég veit um að minnsta kosti 2, sem eru í undir- búningi með að hefja róðra. Afli á línuna hefur ennþá verið tregur, enda sjóveður ekki verið sem bezt. Þó fékk Þristur tæp sex tonn einn daginn og Sæfaxi um 5. Afli á lín- una er mest langa og keila. Botnvörpubátarnir: Heldur er að lifna yfir hjá botnvörpubátun- um, og bátur og bátur fær góðan túr, t.d. fengu Sindri, Freyja og Heimaskagi núna um helgina 15 - 17 tonnatúr hver. En í heild eru aflabrögðin ennþá léleg og mjög misjöfn frá degi til dags, alveg steindautt annan daginn, en svo ef til vill bærilegt hinn. — Síldin: Um seinustu helgi bár- uzt hingað um 700 lestir af síld af Austfjarðamiðum. Á miðvikudag- inn barst hingað svipað magn. Öll þessi síld fór í frystingu og var nýt ing ágæt. Er það mikið happ fyrir bæjarfélagið hve frystihúsin eru vel búin af tækjum til að taka á móti svo miklu magni síldar. Er miklum fjármunum eytt til þess að auka geymsluþol síldarinnar, svo og að hagnýta hana, sem bezt, og má í því sambandi benda á að veru legur hluti af því síldarmagni, sem að berst er nú flakað. Þurrafúinn: Illa ætlar þurrafúinn að leika útgerðina hér í Eyjum. Má segja að tréskipin hrynji niður. Á síðastliðnu ári man ég eftir 3 bát- um er algjörlega voru dæmdir úr leik fyrir fúa, Atli, Þórunn og Síd- on. Allt voru þetta heppilegir bát- ar til útgerðar héðan. Er ekki lít- ið tjón af að missa svona bátana út úr „riftinni" fyrir atvinnulífið í bænum. Og ekki er ástandið betra í ár, áð vísu mun ekki búið að dæma nema einn bát ónýtan, Ing- þór, en 6 bátar, Sjöstjarnan, Gull- toppur, Marz, Björg, Faxi og Björg- vin eru „í slippnum" annaðhvort í „fúarannsókn" eða viðgerð af völd- um þurrafúa. Þar að auk er einn bátur, Elías Steinsson, í fúaviðgerð í Hafnarfirði. Ástand þessara báta mun misjafnt hvað fúann áhrærir en tjónið er tilfinnanlegt eg ekki sízt fyrir þá sök, að fullvíst er að einhverjir þessara bát'á"munu ekki komast á vertíð í tæka tíð og ein- hverjir alls ekki. Siglingarbátarnir: Sigurður seldi s.l. þriðjudag í Grimsby 20 tonn fyr Mólgagn Sjnlfstsði*- (iokluint Sonur okkar EINAR VIGNIR, sem lézt af slysförum 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Landakirkju, laugardaginn 12. nóvember kl. 3. e.h. Rósa ísleifsdóttir Einar Illugason, Heiðarvegi 46 Ódýrl kínverskl Loðskinnshúfur herra. Herrahanzkar. Dömuhanzkar. Skinnveski og buddur. Dömu regnhlífar. Herra regnhlífar. Einnig ný sending af íslenzkum kvenhúfum. Verzlunin REYNIR Bárugötu 5 — sími 2340- aBBBBCBEEBBEBSBBEa JÓN HJALTASON, hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstimi: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Simi 1847. Seljum bílalökk í mörgum litum. Fljót og góð þjónusta. Sanngjarnt verð! HJÓLBARÐINN H. F. Faxast. 37. Símar 1281 og 2181. ccbeeeebeeebbecee Rafha-eldavél vel með farinn til sölu. Uppl. í síma 1297. BCEEEEBEESEEEEEEBI ir 2595 pund. Er þetta góð sala, miðað við magn.Þá seldi Meta í Aberdeen s. 1. miðvikudag 19 tonn fyrir 1906 pund. Leó er að byrja að fiska fyrir „siglingu", en Sæunn fór áleiðis til Grimsby í gærkveldi með fullfermi af góðum fiski. Síldarsöltun: Mest allt af síldinni sem borizt hefur af Austfjarðar- miðum hefur farið í frystingu, svo sem öllum er kunnugt, en lítils- háttar hefur þó verið saltað. Ólaf- ur og Símon h.f. létu salta í um 50 tunnur á dögunum, og FiskiSjan h. f., býrjaði söltun í vikunni og er þegar búið að salta þar í um 100 tunnur. Síld þessi er söltuð fyrir Póllandsmarkað. — Bj. Guðm. BBEBBBBBEBEEB Dönuir, oihugið HAIR STOP Nýjung frá Sviss við óvelkomnum hárvexti t.d. í andliti. — Látið fjarlægja hárin og hefjið notkun HAIRSTOP, sem sveltir hára- ræturnar þannig að hárin eiga að visna. Upplýsingar og tímapantanir í síma 1149. Snyrtistofan Landagötu 21. BBBBBBBBBBBBBBEBBa BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31. (Kaupangi) — Sími 1878. Heima 2178. Viðtalstími 17,30 — 19,00 SÉEBÉEEÉEEÉECEEEEI Akóges: Hús félagsins Akóges hefur nú tekið talsverðum stakkaskiptum til hins betra. í sumar hefur verið unn ið að stækkun hússins óg öðrum endurbótum á því og er þeim breyt ingum nýlokið. Húsið er orðið mjög vistlegt og skemmtilegt og er eftir þessa stækkun orðið einkar heppilegt fyrir smærri félög til að halda árshátíðir sínar þar, enda mun félagið leigja húsið til slíks, ef um er beðið. Þar að auki er Akó- geshúsið vel fallið til málverkasýn- inga og eru þeir listamenn ófáir, sem hafa fengið þar inni með verk sín. Fylkir óskar Akógesfélögum til hamingju með þessa nýbygg- ingu sína. Landakirkja: Messað kl. 2 næstkomandí sunnu- dag. Sr. Þorsteinn L. Jónsson pred- ikar. Betel: Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 4,30. Bænavika K.F.U.M. og K. Næstkomandi sunnudag, hefst al- þjóða bænavika K-F.U.M. og K. Af því tilefni verða almennar samkomur hvert kvöld virku daga vikunnar í húsi K.F.U.M. og K. Benedikt Arnkelsson cand. theol mun anast þessar samkomur, á- samt heimamönnum. K.F.U.M og K. í síðasta blaði slæddist villa inn í tilkynningu frá félögunum. Verð- ur því tilkynningin birt hér aftur og er hún rétt núna. Sunnudaga: Kl. 11 árdegis. Barnaguðsþjónusta í Kirkjunni. Kl. 5 síðdegis. Almennar samkom- ur í húsi félaganna. Mánudaga: Kl. 6 síðdegis. Drengjafundir (10 ára og eldri). Laugardaga: Kl. 4 síðdegis. Drengjafundir (7-9 ára). Kl. 5 síðdegis. Saumafundir 10 ára og eldri). Banaslys: Það sviplega slys varð hér í bæn um s.l. mánudag, að 16. ára piltur Vignir Einarsson, féll af bifhjóli og beið bana. Vignir heitinn var sonur hjón- anna Einars Illugasonar og Rósu ísleifsdóttur. Fylkir sendir aðstandendum inni- legar samúðar kveðjur, vegna þessa hörmulega atburðar. Málverkasýning: Magnús Á. Árnason opnaði mál- verkasýningu um síðustu helgi og lauk henni í gær. Á sýningunni, sem haldin var í Akóges, voru marg ar myndir eftir Magnús auk högg- mynda hans. Þá var hann einnig með teppi, sem kona hans, frú Bar- bara Árnason hefur ofið úr ísl- enzkri ull. Aðsókn var góð á sýn- inguna og seldust nokkrar myndir, svo og öll teppin. Sjónvarpið: Frá sjónvarpsmálinu er það að frétta að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu. Er þetta stór sigur ekki sízt fyrir lögfræðinga bæjarins, sem staðið hafa í eldin- um í þessu máli. Verður nánar sagt frá niðurstöðum dómsins í næsta blaði. Auqlýsinqasími Fylkis er 2009

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.