Fylkir


Fylkir - 11.11.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 11.11.1966, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Æskulýðsmdl ERFIÐLEIKAR SMÁBÁTAÚTGERÐAR- INNAR Fyrir allnokkfu átti ég tal við Austfirðing um sjávarútveg og út- gerð almennt. Talaði hann þá með- al annars um það, hvað við Vest- mannaeyingar værum langt á eft- ir öðrum byggðarlögum, hvað snert ir bátaflotann. Við ættum svo að segja ekkert af stórum síldarskip- um eins og önnur byggðarlög ættu. Hjá okkur væru allsráðandi þessir „smápungar" eins og hann orðaði það. Með því átti hann við báta undir 100 tonnum, sem verið hafa langsamlega algengastir hjá okkur, þótt mikið sé nú hingað komið af stærri bátum. Sá ágæti maður tók bara ekki til athugunar, að þessir „smápungar" hafa staðið undir at- vinnulífi þessa bæjar, að langsam- lega mestu leyti, þótt litlir séu. Það hráefni, sem síldarbátarnir koma með að landi, skapar land- fólkinu tiltölulega litla atvinnu miðað við smærri bátana, sem leggja til bolfiskinn, sem er und- irstaða atvinnunnar í frystihúsun- um og hefur verið lyftistöng þessa bæjar. Enginn skyldi þó halda, að með þessu sé verið að gera lítið úr þeim skipum og sjómönnum, sem á síldveiðum eru, þeirra hlut- ur er á engan hátt skertur með þessu. Hitt er aftur á móti stað- reynd sem ekki verður á móti mælt að smábátarnir hafa skapað at- vinnumöguleikana í frystihúsun- um. Útgerð þeirra er þó engan veg inn á traustum fótum í dag og erf- iðleikar hennar miklir. Er þar margt, sem veldur, og þá ekki sízt hinar miklu kauphækkanir iðnað- armanna, meðan fiskverð hefur ekki hækkað að sama skapi. Það er óskandi, að sem fyrst verði fund inleið til að létta erfiðleika smá- Framhald af 1. síðu. reikninginn, og það er að þau börn serh þátt taka í námskeiðunum, hafa ekkert tækifæri til að not- færa sér danskunnáttuna. Haldið er eitt lokaball í lok námskeiðsins og síðan ekki söguna meir, þar til næsta námskeið endar með öðru lokaballi, að undanteknum skemmtunum, sem íþróttafélögin halda fyrir yngstu meðlimi sína. Þetta yrði að sjálfsögðu einnig hlutverk tómstundaheinmilisins, að gefa kost á dansi, þótt ekki væri alltaf hljómsveit til staðar. f það minnsta er það ekki raunhæft að kenna það, sem ekki er hægt að notfæra sér. Það er augljóst mál, að tómstunda- heimili verður að rísa hér innan tíðar, eins og af framangreindu sést. Þó eru alltaf einhverjir, sem ekki eru sammála um allt. Þeir menn og konur reyndar líka, fyrir- finnast hér í bæ, sem álíta, að nægt verkefni sé fyriræskulýð bæjarins fyrir utan námið. Það eigi að senda þau í frystihúsin eftir skólatíma og slá með því tvær flugur í einu höggi. Nota þeirra frístundir, sem -alltaf virðast einhver vandræði með og létta einnig undir heimil- unum fjárhagslega séð. Ekki ætla ég að skilgreina þessa skoðun neitt nánar, heldur leggja það undir dóm lesenda sjálfra, hvert álit þeir hafa á henni. Það hefir tíðkast á fsl. um árabil, að láta börn og unglinga vinna að sumrinu til við ýmiss kon- ar störf. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, svo framarlega, sem það fer ekki út í öfgar. Vinna er öllum holl, ungum jafnt sem gömlum, ef ekki er of mikið af hehni gert. Frá mínum sjónarhóli séð er ekkert því til fyrirstöðu, að unglingar vinni að sumarlagi ein- bátaútgerðarinnar svo að þessi gamalgróni atvinnuvegur bæjar- félagsins þurfi ekki að leggja niður laupana. Það hefur nú verið í athugun fyr ir Alþingi, hvort íslenzka ríkið skuli ekki kaupa eyðijarðir og þær jarðir, sem koma til með að leggj- ast í eyði, vegna þess að bændur treysta sér ekki til að byggja lífs- afkomu sína á þeim. Þá vaknar sú spurníng hvort eigendur og útgerð- armenn hinna smærri báta gætu ekki siglt í kjölfar bændanna og heimtað, að ríkið keypti af þeim þeirra báta,... þar sem ekki væri hægt að gera þá út með hagnaði. Er þetta verðugt atriði til umhugs- unar fyrir alla hlutaðeigandi. hverp ákveðinn tíma við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Það má bara ekki gera of mikið af slíku. f sum- ar var sett reglugerð um, hve lengi börn mættu vinna frameft- ir í frystihúsunum og var það bund ið við 8 tíma vinnu á dag. Þessi vinnutími er í það lengsta, ætti ekki að vera lengri en 6 stundir á dag. Það er að vísu gott og bleess- að fyrir heimilin og reyndar þjóð- ina al}a að hafa vinnukraft, en getur líka haft sínar slæmu afleið- ingar fyrir alla. Af þeirri miklu vinnu, sem börn og unglingar hafa haft, skapast hjá þeim aukin auraráð, svo mikil oft og tíðum, að þau eru þeir þjóðfél- agsþegnar, sem úr hvað mestu hafa að spila. Mörg þeirra þurfa ekkert að borga heim og geta ráð- stafað sínu eigin kaupi að vild hvað þau og gera. Þetta er í og með tíl þess að skapa hjá þeim virðing- arleysi fyrir peningum. Þau eiga nóg af þessu og eru ekkert að hugsa út í það, hvort þau eru ein- um hundraðkallinum ríkari eða fá- tækari. Hjá þeim, sem minna bera úr býtum eða þurfa að borga heim vissan hluta af sínu kaupi, byrjar svo öfund og afbrýðissemi til hinna sem allt geta látið eftir sér. Getur það stundum brotizt út í óheiðar- leika við að ná sér í það fé, sem þeim finnst þau vanta með tilliti til hinna, sem úr nógu hafa að spila. Þessi „tómstundaiðja" í frystihús unum gefur eins og áður er sagt dágóðan skilding af sér, en er um leið vegur til að skapa virðingar- leysi gagnvart peningum. Ekki bæta heimilin oft og tíðum úr skák hvað það snertir. Eitthvað mun það vera, sem heitir lámarksupphæð til afmælisgjafar til að óvirða ekki þann, sem við gjöfinni á að taka. Er með því að spenna gjöfina yfir sem mest fjárhagslegt svið, verið að sanna vinarhuginn með gjöfinni. Því dýrari sem gjöfin er, því meiri vinarhugur. Og svo upphefst æð- isgengið kapphlaup til að sýna vin arhuginn nógu rækilega í verki. Og þá bæta fermingarveizlurnar ekki úr skák. Þar er' fjárausturinn orðinn allt að því óhugnanlegur, svo að ekki sé meira sagt. Ferm- ingin sjálf er orðin hreint auka- atriði hjá börnunum og eftir at- höfnina opna þau„skrifstofu" til að taka á móti peningum frá vinum og vandamönnum og þakklætið þá miðað við upphæðina. Ekki veit ég, hvort sú hefð tíðkast hér, sem lengi hefur verið í Reykjavík, að fermingarbörnin haldi veizlur eft- ir hina eiginlegu fermingarveizlu fyrir fermingarsystkini. sín. Þar skal hver sá, sem í þá veizlu kem- ur gjalda ákveðna upphæð (venju- lega 50-100 kr. ) til að standa undir því, sem hann mun innbyrða af veizluföngum. Rekur svo hver veizlan aðra, því að auðvitað má enginn vera minni maður en sá sem leyft getur sínu barni að halda gleðskap fyrir vini sína. Og auð- vitað eru þetta útgjöld fyrir fólk bæði þann, sem veizluna heldur, svo og þá sem hana sækja. Það væri óskandi að þessi ósiður kæm- ist ekki á hér í Eyjum. Eg er nú að vísu kominn nokkuð út fyrir þann ramma, sem ég ætl- aði mér í fyrstu og varðaði bygg- ingu og starfrækslu tómstunda- heimilis, en eitt rekur annað og ekki gott að sjá„ hvað veldur hverju. En það er von mín og trú, að tilkoma slíks heimilis muni breyta verulega þeim anda, er ein- kennt hefur unglinga þessa bæjar og verða til þess að sjoppurnar missi eitthvað af því aðdráttarafli, sem þær hafa haft, en þær hafa verið hið eina athvarf unglinganna fyrir utan heimilið að kvöldlagi. Gatan er ekki heppilegur leikvang- ur fyrir börn og unglinga hvorki að degi til eða kvöldi og það er vissa mín, að tilkoma tómstunda- heimilis muni verða til góðs jafnt í andlegum og líkamlegum skiln- ingi og vera til að skapa nýtt and- rúmslöft í æskulýðsmálum bæjar- ins- S. J. ÁFENGISSALAN 1. júlí til 30. september 1966. Blaðinu hefur borizt eftirfarandi tilkynning: Heildsala: Selt í og frá: Reykjavík kr. 106.715.960,00 Akureyri — 16.149.030,00 ísafirði — 3.837.750,00 Siglufirði — 2.884.635,00 Seyðisfirði — 7.904.405,00 Kr. 137.491.780,00 Á sama tíma 1965 var salan eins og hér segir: Reykjavík Kr. 88.120.636,00 Akureyri — 12.924.250,00 ísafirði — 2.485.320,00 Siglufirði — 2.489.340,00 Seyðisfirði — 6.666.500,00 Kr. 112.686.046,00 Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaks verzlun ríkisins samtals krónum 356.714.778,00, en var á sama tíma 1965 kr. 275.465.670,00. Söluaukning um 29%.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.