Fylkir


Fylkir - 27.01.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 27.01.1967, Blaðsíða 4
BÆRINN OKKAR (------- ---------------------v Neðan frá sjó. v____________________________) Veðráttan: Það hefur verið held- ur dauft í sjávarmálinu þessa dag- ana. Allur flotinn bundinn í höfn í heila viku, vindurinn gnauðar í rá og reiða skipanna, og særokið ber utan menn og málleysingja. Og þessi þráláta austanátt setur svip sinn á umhverfið. Allt verður öm- urlegt og grátt, fáir sjást á ferli og þeir, sem einhverra hluta vegna þurfa að vera utanhúss bera varla af og flýta sér að komast í skjól. Ekki er gott að segja hve mikið svona óveðurshrina getur kostað bæjarfélagið — en áreiðanlega er það dálagleg fúlga, og sýnir oss, að þrátt fyrir að við lifum á tækni- öld erum við ennþá mikið háð veðr áttu og náttúru þessa norðlæga lands. Og allt mun svo verða um langa framtíð. Afli: Þrátt fyrir slæmar gæftir og sultarhljóð í mörgum var þann 15. þ.m. komin á land af bolfiski mun meira magn heldur en í fyrra á sama tíma. Var aflamagnið í ár 447 tonn, en í fyrra aðeins 207. Er hér nokkur munur á, svo sem menn sjá. Þetta er góð byrjun — þrátt fyrir allt, og vona menn að framhald verði á. — Kaup og sala: Nýlega hafa tveir bátar héðan verið seldir burt úr bænum. Reynir seldur til Þorláks- hafnar og Huginn til Keflavíkur. Þá hafa orðið eigendaskipti á Metu. Bræðurnir Knud og Willum And- ersen hafa selt bátinn þeim Jóni Ingólfssyni og Friðriki Garðars- syni. Gæfu og gengis óska ég þess- um nýju eigendum. Skriður: Bátarnir eru þessa dag- anna að týnast niður úr slippunum hver af öðrum. Má því gera ráð fyrir að verulegur skriður fari að komast á vertíðina úr þessu. Og lagist tíðin eitthvað að ráði munu vel flestir verða búnir að ýta úr vör upp úr mánaðarmótum. — Erfiðleikar: Margar blikur eru nú á lofti í sjávarútvegsmálum. ís- lendínga, og ekki gott að segja hvernig tiltekst. Hefur mönnum að eðlilegheitum verið tíðræddast um verðfallið á ýmsum sjávarafurðum. Hefur þetta að sjálfsögðu valdið miklum erfiðleikum og ekki alveg víst að búið sé að bíta úr nálinni með það. Mér barst í dag úrklippa úr N.Y.Times, þar sem rætt var um að vegna fjárhagsvandamála Perú- manna, væri hugsanlegt að þeir fellAi gengi gjaldmiðils síns. Ef úr verður mun þetta skapa okkur vissa erfiðleika, þar sem gengis- lækkun í Peru mun að minnsta kosti um stund skapa Perúmönn- um betri samkeppnisaðstöðu á fiskimjölsmörkuðum heimsins. Bj, GuSm. Leiðr. vegna greinar um Guðmundur Guðmundsson, yfir- lögregluþjónn, kom að máli við I sama knérunn,.. Páll H. Árnason hefur sent blað inu tvö ljóð vegna hinna sviplegu atburða, sem áttu sér stað í Reykja vík, bæði fyrir og eftir áramótin síðustu. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir sendinguna. TVÖFALT MORÐ ’66 Banaskot særðu í sölum heimkynna sálarþjáðs úrvinda manns. Áfengis-tryggðarrofs ógnvaldar tvinna ógæfuþræðina hans. Á snældur þær illhærur örlögin spinna og ólánsstakk prjóna meðe glans. Margslungið böl má í mannheimum finna sé manndóms á verðinum stanz. Áfengis, tryggðarrofs tálsnörur teyma taumlaust að ófæru skör, hjartanu oftast mun örðugt að gleyma unað frá munúðar för, en falsrök um áfengisáeðarnar streyma og örvænting bak við þess fjör. Þó veita þeir lindinni að húsveggnum heima á hrollvekjur, sem er ei spör. ENN MORÐ 6/1 ’67. í sama knérunn enn vínið vegur, vits og svo svo líkamsmorð, og morðingjann, áfengisdrenginn það dregur í dýfíissu versta á storð. En af hverju er vínið ei sótt til saka og sett á það skógarmanns bann? Að slíkum dóm er þó raunsætt til raka, er réttdæmi fár einn kann. Hver sér ekki áfengis manndóms morðin mikilla fjármuna rán, heilsuspilling og illvíg orðin, umsnúið fegursta lán, sárustu örvænting sjúklegs muna, er sveigja vill betri á leið og endurvakning þess eiturfuna, er aftur veltir í neyð. P. H. Á. skemmdir á umferSarm. okkur fyrir nokkru og bað okkur fyrir smá leiðréttingu á grein, sem birtist í blaðinu stuttu fyrir jól, og fjallaði um umferðarmerki og skemmdir á þeim. Við viljum biðja Guðmund forláts á því, hversu seint þessi athugasemd birtist, en það stafar af rúmleysi í blaðinu að undanförnu. Guðmundur vildi leiðrétta það sem í greinni stóð um skemmdir er unnar hefðu verið á merkjunum og taldi þar ekki rétt með farið, hverfandi lítið hefði borið á slíku að undanförnu. Að því er hann sagði hefði aðeins eitt slíkt tilfelli verið að ræða, og þá í rauninni ekki sem skemmdarverk, heldur hefði það orðið við árekstur. Greinarhöfundur er Guðmundi þakklátur fyrir þessa leiðréttingu, enda skal því ekki neitað, að á- stand þessara mála hefur batnað stórlega, síðan hann tók við yfir- lögregluþjónsembættinu hér. Það er vissulega ánægjuefni, að komið skuli vera í það horf, sem nú ríkir, og þessir vegvísar skuli fá að vera í friði. Sú var ekki raun in á fyrir alllöngu síðan, að það var dagleg sjón að sjá merkin brot- in niður og eyðilögð á annan hátt og það af tómri skemmdarfýsn. En nú virðist hafa brugðizt til hins betra og er það vissulega á- nægjulegt. Sem sagt, ylkir þakkar Guðm- undi fyrir þessa ábendingu og get- ur samglaðst honum og hans starfs mönnum yfir vel unnu verki og góðum árangri. Húsráðendur. Sparið olíuna, látið mig stilla kynðitækin, tek einnig að mér viðgerðir á olíubrennur um og'olíukerfi. HRAFN STEINDÓRSSON Sími 2347. Herbergi til leigu EIRÍKUR ÁSBJÖRNSSON, Urðavegi 41. \ Komin heim. Ingrid Sigfússon, Bárugötu 5 sími 1586. Landakirkja: Messað kl. 2. Séra Þorsteinn L. Jónsson predikar. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1, Almenn samkoma kl. 4,30. Slys: Enn gerðist vélhjólaslys í gærdag. Uugur piltur, Óli Þór Al- freðsson slasaðist talsvert er hann ók vélhjóli sínu á vörubifreið á Strandveginum. Hlaut hann meðal annars lærbrot og var hann flutt- ur flugleiðis til Reykjavíkur í gær. Firmakeppni í Bridge. Eftir tvær umferðir eru þessir efstir: Sturla Þorgeirsson 213 stig, keppir fyrir Harald Eiríksson h.f. Páll Þorbjörnsson 203 stig keppir fyrir Húsgagnaverzlun Marinós Guðmundssonar. Sigurður Njálsson, 299 stig, kepp ir fyrir Fiskiðjuna h.f. Martin Tómasson, 195 stig, kepp- ir fyrir Skeljung h.f. Magnús Sigurðsson, 193 stig, keppir fyrir Höfn. Jóhannes Gíslason, 192 stig, keppir fyrir Heildv. Karls Kristm. Arnar Einarsson, 190 stig, kepp- ir fyrir .Happdrætti Háskólans. Óli Þórarinsson, 187 stig, kepp- ir fyrir bókabúð Þorst. Johnsson. Ólafur Ólafsson, 186 stig, keppir fyrir Magna h.f. Haukur Guðjónsson, 186 stig, keppir fyrir D.A.S. rslit verða þriðjudaginn 31. jan. kl. 7,30. Mótstjóri er Gunnar Kristinsson. ENDURSK0ÐUN... Framhald af 1. síðu. ekki að lesa um hrifningu afai þeirra og ömmu yfir kaupstaðar- ferðum eða eilífar sögur um frá- færur og hjásetu, sem heyrir orðið fortíðinni til. Þetta eru hlutir, sem kennarinn getur hæglega sagt þeim frá, en á alls ekki að vera þeirra daglega lestrarefni. Jafnvel stærðfræðin, eins og hún er í dag, er orðin úrelt að áliti stærðfræðinga. Meira máli skiptir að kenna skilning á viðfangsefn- inu en leikni í vinnubrögðum, sem nemandinn skilur svo ekki til hlít- ar. Hinar nýju reikningsaðferðir, svo sem mengjafræðin, eru að hefja innreið . sína til okkar, enda þurfum við á slíku að halda í æ ríkara mæli. Það er mikilsvert, að til endur- skoð'unar fræðslukerfisins veljist framsýnir menn, menn sem ekki einblína um of á það sem liðið er, heldur láti framtíðina skipa sem hæstan sess. Það eru komandi ár, sem við eigum að mæta en ekki þau liðnu. Það bæri mönnum að hafa í huga. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.