Fylkir


Fylkir - 03.02.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 03.02.1967, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Akureyri ekki lengur annar stærsti kaupstaður landsins, Kópa- vogur kominn upp fyrir í íbúatölu. Hagstofan hefur gefið upplýsing- ar um, hverjir séu stærstu kaup- staðir landsins. Ef Reykjavík er ehiiþá talin til kaupstaða, (ætti raunar að teljast sem borg) er hinu gamla veldi Akureyrar loksins hnekkt, sem annars stærsta kaup- staðár landsins. Kópavogur hefur skotist upp fyrir Akureyri, var hinn 1. des. s.l. með 9933 íbúa, en Akureyringar 26 færri eða 9907. Er trúlegt að báðir þessir kaupstaðir eigi eftir að auka við íbúatöluna á árinu, og ekki ósennilegt, að þeir fari báðir yfir 10.000. Hafnarfjörður mun vera sá fjórði í röðinni, og baráttan, sem lengi hefur verið milli Vestmannaeyja og Keflavíkur um fimmta sætið, er Keflvíkingum- í vil, en Vest mannaeyingar komast þá í fyrsta sinn yfir töluna 5000 í íbúatölu. Af lestri Akureyrarblaðanna verð ur manni ljóst, að þeir Akureyr- ingar eru fremur daprir yfir þess- um úrslitum, sem vonlegt er, þar sem það hefur verið nær orðin hefð að segja, að Akureyri sé ann- ar stærsti kaupstaður landsins. Enda bera þeir í bætifláka fyrir það, og segja það sem ef til vill má segja, að sé réttmætt, að Reykja- vík og Kópavogur séu nokkurnveg inn eitt og hið sama. í framtíðar- skipulaginu minnir mig að minnzt hafi verið á svæði, sem nefna átti Stór-Reykjavík, og átti að ná ekki einungis yfir Reykjavík, Kópavog og nágrenni, heldur einnig yfir nágrannabæinn Hafnarfjörð og er alls ekki fráleitt að ímynda sér að Til ritsíjéra lyjablaðs. Góði kunningi! Hið virðulega blað þitt og Sósí- alistafélagsins birti h. 11. jan. s. 1. forsíðugrein, sem bar yfirskriftina „Flugvöllurinn". Og það er hennar vegna, sem ég reyni nú að hripa þér nokkrar línur og einkum niður lagsins. Ekki er það svo að skilja, að ég sé á einn eða annan hátt óánægð- ur og þeim mun síður argur út í eitt eða neitt af því, sem þar kem- ur fram, þótt ég nefni niðurlagið sérstaklega. Öðru nær. Mér hættir þvert á móti við að verða barnalega glaður við, þegar ég verð þess var, að leiðandi menn í þessu byggðarlagi láta sér ekki með öllu standa á sama um flug- völlinn og það sem þar gerist. Sér í lagi verður mér þetta á, þeg- ar ég þykist merkja í máli manna ómældan vinarhug í garð fyrirtæk- isins og þess starfs, sem þar er unnið. Svona getum við nú orðið kjána legir í okkur, Garðar minn, þessir gömlu sjóhlunkar, sem nær alla æfina höfum naumast trúað því, að við gætum annað gert en gefa út línu og greiða úr neti, þegar okkur er svo allt í einu, eins og fuglinum fljúgandi, lítt menntuð- um og menningarlega illa til reika, lyft upp úr slorkassanum miðjum og settir upp í ekki minna embætti en að hafa auga með allskonar til- færingum á skít á vegum hins op- inbera. Og ekki nóg með það,. Við erum líka farnir að aka um í fín- um bíl, nærri því Kádiljáki, og minna mátti nú gagn gera. Og allt þetta óverðskuldað með öllu, eins og nærri má geta með menn, sem stundað hafa annan eins atvinnu- veg og að draga fisk úr sjó. í framtíðinni sameinist þessi bæj- arfélög undir eina sameiginlega stjórn, enda yrði það að mörgu leyti hagkvæmara. Ef um svipaða uppbyggingu byggðarlaganna yrði að ræða, þeg- ar það skipulag kæmist á, yrði Ak- ureyri á nýjan leik annar stærsti kaupstaður landsins, en þá yrði líka Vestmannaeyjar númer fjögur í röðinni. Auðvitað er ómögulegt að slá þessu fram sem fullyrðingu en þetta er sem sagt hugsanlegt og ekki ótrúlegt, að svo verði. En það verður gaman að fylgjast með framvindu þessara mála og hver úrslitin verða. En svo maður komi sér nú niður á jörðina aftur, þá er þar til máls að taka, að þú (?) spyrð nokkurra spurninga, sem þeir svari, sem svarað geta, eins og komizt er að orði. Og þú skipar þessum spurn- ingum‘réttilega niður í tvo flokka, annarsvegar fjórar tölusettar spurn ingar um byggingu hinnar nýju flugbrautar og hins vegar ein spurning um annað efni. Um hinn fyrr nefnda flokkinn vil ég aðeins segja þetta: Það er ekki í mínum verkahring að svara fyrirspurnum sém þessum. Mitt starfssvið er einungis í því fólgið að líta eftir þeim framkvæmdum, sem eru á döfinni, hverju sinni og aðrir miklum mun hærra settir menn en ég ákveða. Að vísu verður ekki annað með sanni sagt, en að ég hafi allrúmar hendur um það, hvernig haga skuli einu og öðru í framkvæmdunum, en einungis inn- an þess ramma, sem fyrr var.nefnd ur. Þvíeins mun ég ekki ræða það mál frekar nema þá að annað og sérstakt tilefni gefist til síðar. Öðru máli gegnir um hinn síðari flokkinn, sem inniheldur aðeins eina spurningu og sem ég í virð- ingarskyni ætla að endurtaka hér orðrétta. „Hver kostar leigubifreið þá, sem flugvöllurinn hefur haft til sinna nota í sumar og haust?“ Það gegnir öðru máli um þessa spurningu en hinar, að því leyti til, að hún kallar beint inn í brenni punkt þeirrar umsýslu hér á flug vellinum, sem mér er sérstaklega trúað fyrir, en það er varðveizla og heiðarleg meðferð á hluta þess opinbera fjár, sem veitt er í þarf- ir flugvallarins. Ekki þarf að taka það fram, að allt þetta fé er und- antekningarlaust eign almennings í landinu og ætlað sérstaklega til nytja þess fólks, sem hér býr. Þess vegna virði ég fyllilega þau sjónar mið, sem ég þykist vita að ráði til- gangi þínum með spurningunni, sem sé að hinum réttu eigendum þ'essara fjármuna gefist kostur á, að fylgjast sem bezt með því í öll- um tilfellum, að þeim sé ekki spil- að út í hverskonar óþarfa og vit- leysu, eða kannski hreinlega stolið af óheiðarlegum og sérgóðum óráð- síumönnum, sem meira virðist vera til af í okkar landi en flesta mun hafa grunað fram að þessu. í rauninni felur spurningin sjálf í .sér sennilegt svar, því að það tæki, sem . flugvöllurinn hefur til sinna nota, virðist ekki ósann- gjarnt að hann greiði sjálfur fyrir. Enda er hið rétta svar við spurn- ingunni þetta: Flugvöllurinn kostar sjálfur leigubifreið þá, sem hann hefur haft til sinna nota í sumar og haust. Kostnaður flugvallarins af bif- reiðinni fram að þessu hefur verið sem hér segir: í júlímánuði ...... kr. 4.156,00 í ágústmánuði ..... — 4.156,00 í september ....... — 5.000,00 í október ......... — 5.000,00 Samtals eru þetta kr. 18.312,00. Meira hefur ekki ennþá verið greitt fyrir bifreiðina af fé vallar- ins, en áætlað er að kostnaður verði hinn sami í nóvember og þá sennilega líka í desember, þó að slíkt virðist ekki sanngjarnt, vall- arins vegna. En ég er enginn engill, eins og þú veizt. Þá er heildarkostn aðurinn á þessu ári samtals kr. 28.312,00. Hve mikið eða ltíið ég sjálfur greiði eigendum bílsins fyr ir þau not, sem ég hef af honum í eigin erindum eða hvort það er yf- irleitt nokkuð, mun ég ekki tíunda hér, enda því máli, sem hér er rætt, óviðkomandi með öllu. Og rétt er að taka það fram, að ég get sannað þér, svo óyggjandi sé, að þær upp- hæðir, sem ég hefi hér nefnt, eru sannar og réttar. Einn af sérfræðingum þínum við stjórn vissra bæjarmálefna hafði frétt um þetta, sem hann kall aði ótrúlega lága gjald vallarins fyrir bifreiðina og fann það strax út af reynslu sinni, að einhversstað ar lægi dulinn kostnaður undir steini og datt þá einna helzt í hug bezínkaup og viðgerðir. Því er til að svara að benzín hef ég keypt til skiptis á benzínstöðv- unum hér og veit ég að afgreiðslu- fólk þeirra stofnana myndi, ef þess væri óskað, upplýsa að flugvöllur- inn ber ekki kostnaðinn af benzín- kaupunum. Og þar sem ég þykist nú þekkja allt mitt heimafólk, hefi ég forðazt að láta gera við bílinn, það litla sem þurft hefur, hjá fyr- irtæki því, sem flugvöllurinn skipt ir við í sambandi við vélaviðgerð- ir. Það hafa aðrir gert. Að vísu, svo frómt sé frá sagt, hefur það tvisvar komið fyrir, ef ég man rétt, að vélaverkstæðið „Þór“ gerði við bílinn, þegar aðrir fengust ekki. í annað skiptið var skipt um platínur og kertaleiðslur og í hitt skiptið gert við keðjuhlekk. Mér vitanlega hafa þeir ágætu menn í „Þór“ aldrei krafið gjald af einum eða neinum fyrir þessi verk. Nú sýnist mér rétt að taka til álita, hvort flugvallargerðinni er yfirleitt nokkur nauðsyn á því, að hafa bíl til þeirrar þjónustu, sem þessi umræddi bíll hefur arinazt. Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.