Fylkir


Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 12. maí 1967. 16. tölublað. HÚN KEPPIR í SUMAR í fyrra gengust Frjálsíþróttasamband íslands og barnablaðið Æskan fyrir í- þróttakeppni meðal barna. Var um svo- nefnda þríþraut að ræða, og var keppt í þremur greinum, 60 m. hlaupi, há- stökki og knattkasti. Voru það aðal- lega íþrótakennarar skólanna, sem sáu um framkvæmd keppninnar, er fram fór um land allt. Að henni lokinni var bezti árangur í stigatolu sendur til Kolbrun Kolbeinfdóttir frjálsíþróttasambandsins, en ákveðið hafði verið, að 12 hæstu einstaklingar að stigatölu, sex stúlkur og sex drengir myndu síðan keppa til úr- slita nú í sumar. Einn þátttakandi frá Vestmannaeyjum náði þeim góða árangri að vera meðal hinna sex beztu í úrslitum, en það er Kolbrún Kolbeinsdóttir, dóttir Kolbeins Sigurjónssonar og Sigríð- ar Sigurðardóttur frá Vatnsdal. Hún varð fjórða stigahæsta í sín- um aldursflokki (stúlkur fæddar 1954), og náði mjög góðum ár- angri í greinunum, hljóp 60 metrana á 9,4 sek, stökk yfir 1,31 m í hástökki og varpaði knettinum 32 m. Úr þessu samanlögðu hlaut hún 56,7 stig, en sú stigahæsta, sem er frá Reykjavík, hlaut 63,3 stig. Kolbrún hefur æft þessar greinar síðan hún keppti í undan- úrslitunum og hefur náð mun betri árangri undanfarið, en hún náði í haust, svo vel má vænta þess, að henni eigi eftir að ganga vel í keppninni sjálfri. Ráðgert er, að hinir stigahæstu leiði saman hesta sína nú í byrj- un júní, og er í ráði að fá Laugardalsvöllinn í Reykjavík til afnota fyrir keppnina, en er þó ekki að fullu afráðið ennþá. Verðlaun verða veitt tveimur sigurvegurum í mótinu, dreng og stúlku, og er það flugfar til Grænlands, sem Flugfélag íslands veitir þeim, sem bera sigur af hólmi í viðureigninni. Við óskum Kolbrúnu alls hins bezta í þessari keppni, og vonum að hún verði frumkvöðull að því að hefja á ný á loft þá fornu frægð, sem Vestmannaeyingar eitt sinn höfðu í frjálsum íþróttum, en hafa nú legið niðri um skeið. Happdnetti Sjdl|stsðis|loklisins Nú ER AÐEINS TÆPUR HÁLFUR MÁNUÐUR þar t-il dregið verður í hinu glæsilega landshappdrætti Sjólfstæðisflokks ins. í boði eru 5 bílar, en miðinn kostar að' eins 100 krónur. Þeir, sem hafa fengið senda miða, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst á skrifstofu flokksins í Samkomuhúsinu. Sigfús J. Johnsen. Jóhann S. Hlíðar Mannaskipti á framboðslisfa Sjálfsfæðisflokksins. Sigfús J. Johnsen, framkvæmdastjóri, hefur samkvæmt neðan- skráðri greinargerð óskað eftir að draga sig til baka af framboðs- lista flokksins við í hönd farandi kosningar, af ástæðum, sem þar eru tilgreindar. Hefur séra Jóhann S. Hlíðar fallizt á aíð taka sæti á listanum í hans stað og fer greinargerð Sigfúsar hér á eftir. En hún hljóðar svo: „Að gefnu tilefni, með því að ég hef verið borinn sökum í sambandi við sjótjón á m/b Sæfaxa NK 102, sem ég veit mig sak- lausan af, en ekki mun gefast tími tii að afsanna fyrir í hönd far- andi kosningar, hef ég tekið þá ákvörðun að fara fram á, að nafn mitt verði nú tekið út af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi, þar sem ég vil ekki verða þess valdandi, að mál- um þessum verði blandað inn í flokksmálin og flokksbaráttuna, ef það yrði flokknum að tjóni í kosningunum. í framhaldi af þessari ákvörðun minni hefur Fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna í samráði við mig, farið þess á leit við séra Jóhann Hliðar, að hann taki sæti mitt á framboðslistanum og hann orðið við þeirri beiðni. í trausti þess, að stuðningsmenn mínir og flokksins skilji þessa afstöðu mína þá heiti ég á þá að veita flokknum heilshugar stuðn- ing í komandi kosningum. Vestmannaeyjum, 9. maí 1967. SIGFÚS J. JÖHNSEN.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.