Fylkir


Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 1
■A’fV 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 26. maí 1967. 18. tölubláð. Ríhisframlög lil Eyja aldrei meiri en driií 1967. Byggingarstyrkur vegna vatnsveitu, sjúkrahúss og hafnarfram- kvæmda nema um 7,7 milljónum króna. Rekstrarstyrkir vegna skóla- mála, Iögreglumála, stýrimannaskóla og af vegafé o. fl. samtals um 2,9 milljónum, auk framlags úr jöfnunarsjóði um 5 milljónum króna, eða alls um 15,6 milljónum. Þegar þetta er athugað og einnig það, að útsvör hafa verið stórhækk uð síðan að núverandi bæjarstjórn- armeirihluti tók við af Sjálfstæð- ismönnum mætti ætla að f.iarhagur Kejarins væn þ.'S run.ur a'ð frain- kvæmdir þyrfti ekki að stöðvast eða skuldpsöíi un eiga sér stcð. Hvað framkvæmdum viðvíkur hafa bæjarbúar orðið sorglega lítið var- ir við nokkra hreyfingu þrátt fyr- ir stórhækkuð útsvör. Og ekki get- ur meirihlutinn kennt því um að hann hafi verið nokkuð olnboga- barn hjá ríkisstjórninni, þar sem framlög til verklegra framkvæmda hafa aldrei verið meiri en einmitt nú í ár. Verður því ekki öðru um kennt en framtaksleysi þeirra, sem málefn- um byggðarlagsins ráða, það er fulltrúum vinstri flokkanna. Ákveðið að malbika ekki. Eina ákvörðun mun þó meiri- hlutinn vera búinn að taka í sam- bandi við verklegar framkvæmdir en það er að engar götur skuli mal bikaðar nú á þessu ári. í samræmi við þetta hefur samkvæmt uppl. frá Innkaupastofnun ríkisins ekkert asfalt verið pantað til gatna gerðar hér. Hefur meirihlutinn með því tryggt sig að hann falli ekki í þá freistni að lenda í malbik- unarframkvæmdum í sumar. Hljóta bæjarbúar að verða fyrir vonbrigðum vegna þessarar ákvörð unár, þeirra, sem bæjarmálunum ráða. Vegagerð úr varanlegu efni er sú ’ framkvæmd, sem bæjarbúar leggja einna mesta áherzlu á og er það eðlilegt. Malbikaðar götur eru ekki einasta til hagræðis fyrir all- an almenning, heldur gera þær bæ inn mun þrifalegri og fegurri á að líti. Og þegar þess er gætt að bæj- arfélagið á mjög góð tæki til þess ara framkvæmda er enn óskiljan- legra að ekkert skuli aðhafst í þess um efnum. Kvíðinn og óttinn allt of áberandí. Fulltrúar vinstri flokkanna verða að vera minnugir þess, að það voru þeir, sem báðu kjósendur um auk in völd í síðustu kosningum, til þess að þeir gætu sýnt hæfni sína í að stjórna bæjarfélaginu. Þeir voru mjög kokhraustir í kosningabar- áttunni og ósparir á að lofa gulli og grænum skógum. Lægri útsvör- um og meiri framkvæmdum meðal annars. Meirihluti kjósenda lét þetta eft- ir þeim í góðri trú. En engum mun ljósara nú í dag, en einmitt kjósend um vinstri flokkanna frá því í vor að áróður og kosningaloforð full- trúa vinstri flokkanna, sérstaklega Framsóknarflokksins, var ábyrgðar laust og haldlaust gaspur. Og það sem verra er, að mjög greinilega hefur komið í ljós á fundum bæj- arstjórnar að meirihlutinn er hald- inn hálfgerðum kvíða og ótta við þann vanda, sem honum hefur ver ið falinp...Ef minnst er á milljón; eða,meira J..samb^ndi .við.;útgjöld , bæj.ajns .bggur við.. að fulltrúar meirihlutans fölni upp. Það sama Hætfuleg skuldasöfnun Sennilega hefðu fulltrúar vinstri flokkanna talið það fjar- stæðu, ef þeir hefðu verið bornir þeim sökum, að skuldasöfnun myndi fljótlega koma í ljós ef þeir tækju við stjórn bæjarmálanna. Svo slyngir og ráðagóðir í fjármálum þóttust þeir vera í kosn- ingabaráttunni s.l. vor, að kjósendur höfðu ástæðu til að ætla að flest annað myndi geta hent þá, en slíkt. En því miður er nú komið í ljós, þótt ekki sé enn liðið ár frá því að Framsókn ásamt krötum og kommúnistum tóku við stjórn- arforystunni hér í þessum bæ, að þegar er farin að koma í ljós alvarleg skuldasöfnun hjá bæjarfélaginu. Skal hér tilfært aðeins eitt dæmi. Vanskil bæjarsjóðs við Tryggingastofnun ríkisins munu nú vera orðin rúmar sex milljónir króna. Sundurliðast það þannig. Vangreitt framlag til Almannatrygginga frá 1966 kr. 3.458.000,00 Vangreitt framlag til 1. apríl 1967 ........... kr. 1.080.000,00 Vangreidd barnsmeðlög frá 1966 ................ kr. 698.000,00 Vangreitt iðgjald til Atvinnuleysistryggingasjóðs fyrir árið 1966 ............................... kr. 1.081.000,00 _______________ Samtals gerir þetta krónur 6.317.000,00 Það getur vel verið að Framsókn með allan gorgeirinn um góða fjármálastjórn telji þetta allt í lagi, en almenningur getur bara ekki undir slíkt tekið. Er hér um að ræða mun hærri skuld við Tryggingastofnun- ina en nokkurn tíma hefur áður verið. verður þó ékki sagt ef minnst er á gjöld til bæjarins, sem hann á að innheimta. Þetta verður að teljast illa farið, þar sem hvorki þessum né öðrum verður stjórnað svo vel fari, nema að kjarkur og bjartsýni ríki hjá þeim, sem vandann hafa tekið að sér. Það gegnir því furðu, að enn skuli fulltrúar þessara flokka koma fram í þessum kosningum og biðja um aukið traust til þess að stjórna þjóðmálunum, eftir þá reynslu sem Vestmannaeyingar hafa þegar öðlast í sambendi við ; hæjarmálin.. X D Happdrsttið. Ákveðið hefur verið að fresta drætti í hinu glæsilega happ- drætti Sjálfstæðisflokksins fram til 6. júní, næstkomandi. Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ms í Samkomuhúsinu mun á-i fram taka við skilum frá þeim, sem hafa fengið senda miða heim. | Múnið að það. eru finun bifreið- |ar í hoði, og miðinn kostar að- leins' 100 krónur. . ' ; .

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.