Fylkir


Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Hvar er mann- virkið mikla? Magnús Magnússon, bæjarstjóri, er maður fjölfróður og hefur tekið að sér að uppfræða mig og fleiri um ástand veganna hér í síðasta tölublaði Brautarinnar. Kann ég honum beztu þakkir fyrir ómakið, þótt ekki sé ég alveg sömu skoðunar og hann í ýmsu, sem þar að lýtur. Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingas t jór i: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Af nouðsyn gert Stjórnarandstaðan hefur síðustu daga reynt til að þyrla upp hinu mesta moldviðri vegna efnahagsráð ‘stafana ríkisstjórnarinnar, sem ný- lega hafa verið lagðar fram. Ef tilgangurinn með ásökunum og upphrópunum þeirra væri jákvæð- ur, væri ekki við neinn að sakast, en þar sem þær byggjast eingöngu á að draga niður og misvirða, jafn framt því að upphefja sig sjálfa snýr málið öðru vísi við. Það þarf engum að blandast hug ur um, að ríkisstjórnin og þeir, er hana skipa, eru að gera það, sem þeir telja réttast og farsælast eins málin standa í dag, og að þessar ráðstafanir eru ekki tilorðnar af tómri mannvonzku eins og stjórn- arandstæðingar hafa látið skína í. Það verður að gera fleira en gott þykir, segir einhvers staðar, og á það ekki sízt við nú í dag. Það sem meginvandanum veldur, er verðfall á útflutningsvörum okkar, ásamt lélegri aflabrögðum en ver- ið hafa undanfarið. Þetta tvennt hlýtur að verða þess valdandi, að eitthvað verður að þrengja að, og ekki er hægt að leyfa sér eins mik ið og áður var. Þetta er lögmál, sem verður að hlíta og hefur ávallt orðið að hlíta. Þetta sjónarmið skilur almenn- ingur yfirleitt, nema þeir, sem al- harðastir eru í stjórnarandstöðu og álíta, að ekkert gott geti þaðan komið. Það er yfirleitt sama hvar úr flokki sá maður er, sem rætt er við þessa dagana, öllum finnst jú súrt í brotið, hvernig málin eru, en menn skilja hvar skórinn krepp ir að, og skilja að ekki tjáir að sakast um við ráðamenn þjóðarinn ar, þótt stefnt hafi í óefni. Eða eins og maður nokkur, sem talinn hefur verið vinstri sinnaður til þessa, sagði við mig um daginn: ,,Það þýðir ekki að fara að kenna Nú verð ég aftur að fara bón- arveg að honum, enda veit ég að fjölmarga er farið að lengja eftir fréttum að sama málefni og mig langar að fá upplýsingar um. Hvað líður byggingu hinnar nýju sund- hallar, sem var eitt helzta baráttu mál núverandi meirihluta fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar? Hef- ur málinu ekki verið hreyft eða er unnið að sundhöllinni á laun? Á hún kannski að koma mönnum algerlega á óvart einn góðan veður dag fullbúin? Það er ótrúlegt, að annað eins hitamál og þetta hafi farið alveg forgörðum hjá bæjarstjórn, annað eins kapp og lagt var á það fyrir kosningarnar. Nú má ef til vill segja, að stór- framkvæmdir eins og vatnslögn (og þá væntanlega líka í gatna- gerð) standi því fyrir þrifum, að hægt sé að ráðast í framkvæmdir svo sem sundhallarbyggingu, en það hefur þá komið til skjalanna eftir kosningar. Fyrir þær var það enginn hjalli á veginum að koma henni upp ásamt öllu öðru, svo að núverandi meirihluti hlýtur að geta staðið við unnin heit um að hrinda þessu í framkvæmd. Það væri einkar fróðlegt, ef bæjarstjór inn vildi gefa yfirlit um málið eins og það stendur nú í dag. Húsmæður I Um leið og þið farið í bæinn að verzla, þá komið við í Matstofunni í Drífanda. Kaffi, smurt brauð og heimabakaðar kökur allan daginn. MATSTOFAN DRÍFANDA. Sími 1181. einum eða neinum um þetta, við erum öll jafn sek í þessu, hver einn og einasti af okkur”. Ennþá veit almenningur ekki, hvort einu sinni er búið að velja mannvirkinu stað, né heldur, hvort áætlað er að hefja fram- kvæmdir á næstunni. Nefrid sú, er skipuð var til að fjalla um þessi mál hefur lítið lát- ið á sér kræla í það minnsta er hljótt um störf hennar. Það kvisað ist þó út frá einum fundi hennar, að einn nefndarmanna hefði kom- ið með þá till. að byggðar yrðu þrær við skólana, þannig að stutt yrði fyrir nemendur að fara til sund- námsins. Hin gamla laug yrði þá lögð niður fyrir fullt og allt, og sundkennslan færð upp í þrærn- ar. Það er nú svo. Það mætti kannski bera fram þá tillögu, að síldarþrærnar yrðu notaðar þann tíma^sem engin síld berst hingað? Hvað segir nefndin um það? Eða þá að taka upp gamla lagið og hafa kennsluna bara undir Löngu eða inni í botni? Án efa yrði það ódýr- ast og útgjaldaminnst. En án alls gamans er þetta mál að verða enn þýðingarmeira en áð- ur var, þegar ljóst er orðið, að gamla laugin svarar alls ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar. Þetta verður æ ljósara, ekki sízt eftir síðustu bilun, sem stöðvar alla sundkennslu um ófyrir sjáanlegan tíma. Þótt vatnsmálið sé gott og sjálf- sagt að halda því áfram, má ekki gleyma hinum atriðunum, svo sem því að það þarf líka vatn til að synda í. S. J. I helgarmatlnn! Nýtt hangikjöt. — Ný svið. — Saltkjöt á 76,00 kr. Daglega nýmalað kaffi. SPARIÐ TÍMANN, NOTIÐ SÍMANN. SENDUM HEIM! V erzlun Guðjóns Scheving Njarðarstíg 1. — Sími 1775. Skólavegi 1. — Sími 1783. [Lögtaksúrskurður. Samkvæmt úrskurði, uppkveðnum 26. þ.m., má lögtak fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðarins fyrir eftirfarandi gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum: Þinggjöldum ársins 1967, þ.e. tekju- og eignar- skatti, námsbókargjaldi, kirkjugjaldi, kirkju- garðsgjaldi, almannatryggingargjaldi, slysatrygg- ingargjaldi og lífeyrissjóðsgjaldi atvinnurek- enda, atvinnuleysissjóðsgjaldi, launaskatti, iðn- lánasjóðsgjaldi, jarðar- og lóðarleigum. Vita- og lestargjöldum, tryggingargjöldum sjó- manna, skipaskoðunargjöldum og öðrum lög- skráningargjöldum. bifreiðagjöldum 1967, bif- reiðaskatti, skoðunargjöldum, hægrihandargjaldi og tryggingargjöldum ökumanna. Skipulagsgjöldum, söluskatti og skemmtana- skatti. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum 28. september 11967. FR. ÞORSTEINSSON. ! V

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.