Fylkir


Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 4
Neðan frá sjó. v_________ J Veðráttan. Fyrir og um seinustu helgi voru all sæmileg sjóveður, 'en upp úr helginni, hvessti og brim áði svo að sjóveður var slæmt á þriðjudag og miðvikudag. í gær voru svo alveg frátök, norðan hvassviðri. Línubátarnir: í blíðunni á föstu- <3ag og laugardag í fyrri viku, var bezta „kropp” hjá línubátunum, þetta 5 til 6 tonn. En eftir helg- ina brá mjög til hins verra, 2 og 3 tonn í róðri og varla það hjá sumum. Línubátarnir eru nú orðn- ir 7, Sigurfari og Björg drógu út í vikunni. Botnvörpubátarnir: Ennþá er al- mennt tregur afli hjá trollbátun- um. Bátur og bátur kemur þó með góðan túr. Hörður á Andvara er nýbyrjaður aftur eftir „standsetn- ingu” og landaði á miðvikudaginn ’23 tonnum. Er það aldeilis prýði- legt. Var mestur hluti aflans ýsa. Rússlandssala: Nýlega hafa tekizt samningar um sölu á 2000 tonnum af fiskflökum til Rússlands. Er hér um að ræða, ufsa, karfa og lönguflök í 7 punda umbúðum. Kom sala þessi heldur betur í gagn ið, þær sem nokkrar birgðir voru fyrir af þessum fisktegundum í landinu, líklega um 3000 tonn. Breytir þetta miklu hjá „húsunum” hér í Eyjum, þar sem við þetta rýmkast mjög í birgðageymslunum og möguleikar til síldarfrystingar aukast. Gert er ráð fyrir að af- skipun á því magni er hér um ræð ir fari fram um miðjan næsta mán- uð. Síldarfrysting: Svo sem getið hef ur verið um í þessum þáttum, eru miklar vonir bundnar við fryst- ingu síldar hér á þessu hausti. Möguleikar eru nokkrir að koma frystri síld inn á V-Þýzkaland. Tékkoslóvakíu og jafnvel Frakk- land. En vissast er að vera ekki bjartsýnn um of. Framboð er mjög mikið, sérstaklega frá Norðmönn- um og þeir bjóða -lægra verö en við. En sem sé, verið er að vinna að þessum málum og með svo vel er alltaf nokkur von til að sæmi- lega tiltakist. — En þótt sölumálin leystust er sagan þar með ekki öll sögð. Síldarverksmiðjurnar hér Sunnanlands hafa tilkynnt að þær treysti sér ekki til þess að kaupa síld veidda hér sunnanlands- og vestan á því verði er Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið. Við síldarfrystingu er alltaf meira og minna af síldinni, sem ekki er hæft til frystingar og verður því að fara í bræðslu, og verði sá „úrgangur” verðlaus er vandséð hvernig hægt verður að taka suð-vestanlands veidda síld til frystingar. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á einn eða annan hátt á 75 ára afmæli mínu 23. okt- STEIN'N INGVARSSON Múla, Vestmannaeyjum. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR TÓMASSONAR, Bergsstöðum. Elín Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hljómsveit Sigurgeirs Björgvinssonar. Aðgöngumiðasala verður j Samkomuhiísinu milli kl. 5 og 7 í dag (föstudag) og verða borð tekin frá um leið. • r i Vestmannaeyjum verður haldin í Samkomuhúsinu, laugar- daginn 28. október og hefst kl. 8 síð- degis, með borðhaldi. Guðlaugur Gíslason alþingismaður, flyt ur ávarp. Ómar Ragnarsson flytur skemmtiþátt. Dansað verður til kl. 2 e.m. og mun hin vinsæla hljómsveit Sigurgeirs Björgvins- sonar leika og syngja. Stjórnin. Landakirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. f.h. BeteL Alm. samkoma kl. 4,30. Sunnu- dagaskóli kl. 1 e.h. Vinningar í merkjahappdr. S.Í.B.S. 5594, 9240, 12200, 13418, 16431, 22010, 25459, 31086, 33981, 34586. VEIZTU ÞETTA? Annar hluti getraunarinnar. Hvaða hörmungaratburður gerð- ist hér í Eyjum árið 1627. Þriðji og síðasti hlutinn birtist í næsta blaði. Nýkomnir: ÓDÝRIR KULDASKÓR. AXEL LARUSSON SKÓVERZLUN. Sími 1826. hefur gullhringur. Uppl. í síma 1880 GLERAUGU hafa tapazt. Finnandi vinsamlega hringi í síma 2189. ÚTSALA Á mánudag, 30. október, hefst okk- ar árlega útsala. Komið og gerið góð kaup. VERZLUNIN FRAMTÍÐIN Bj. Guðm.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.