Fylkir


Fylkir - 17.11.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 17.11.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Eftirvinnd ehhi leyfð Ofanbyggjari einn hefur tjáð blaðinu, að um daginn, þegar mesta snjónum kyngdi niður, hafi allt orðið ófært, þegar ofanbyggjarar hugðust fara til vinnu sinnar þá um morguninn. Umræddur atburð ur átti sér stað á laugardags- morgni. Hringt var til verkstjóra bæjarins og beðið um, að vegurinn yrði ruddur, svo að hægt yrði að komast til og frá bæjum niður í kaupstaðinn. Þau svör voru gefin, að vegurinn yrði ruddur, ef hægt væri að koma því í framkvæmd fyrir hádegi, annars yrði það að bíða, því að öll eftirvinna væri bönnuð hjá bænum. Annað fékkst ekki fram. Sem betur fór var verkinu hrund ið í framkvæmd fyrir hádegi og veghefillinn látinn ryðja veginn. En þá vaknar sú spurning, hvern ig farið hefði, ef hefillinn af ein- hverjum orsökum hefði ekki get- 'að farið fyrir hádegi til verksins. Hefði þá vegurinn verið látinn eiga sig fram til mánudags? Og hver hefði þá borið ábyrgðina af hugs- anlegum slysum eða óhöppum, er kynnu að hafa gerzt? Sennilega hefðu hús þeirra ofanbyggjara mátt brenna til ösku fyrir bæjar- stjórnarmönnum, þeirra inntak er bara að láta ekki vinna eftirvinnu. En þessi vegur er víst í þjóðvega- tölu, eftir því, sem bæjarstjóri og aðrir upplýsa og þá líklega tak- mörkuð ábyrgð, sem bæjarfélagið ber á honum og þá væntanlega líka þeim, sem um hann þurfa að fara, ef marka má skrifin í Brautinni og Framsóknarblaðinu. Bæjarstjóri gat þess líka, að vegurinn heyrði undir fulltrúa frá vegagerðinni, er gæfi úrskurð um, hvort gera ætti bætur á honum. Snjómokstur af umræddum vegi heyrir kannski einnig undir þennan fulltrúa, og hann þarf ef til vill að koma hing að sjálfur til að gefa úrskurð um, Eru það Framhald af 1. síðu. hluta af afkomu sinni í dag á því, að íbúarnir ýmist séu að fremja glæpi eða þá að gerast meðsekir í glæpnum með því að þegja yfir Tölur sem tulu Framhald af 1. síðu. veituna eðlilega hæst, en sakir þeirra framkvæmda, var lagt auka útsvar á útsvarsgreiðendur og bölv uðu því margir, en á sama tíma varpa menn glaðir 17,4 millj. á 8 mánuðum á glæ, engum til gagns, en fjölda manns til óþurftar. Eg geri ráð fyrir að einhversstaðar hefði komið hljóð úr horni, ef bæj aryfirvöldin hefðu seilst í vasa þeirra, sem Bakkusi hafa svo dyggi lega þjónað um 8 mánaða skeið, eftir ^þessum 17,4 millj. króna, og eru þó ekki öll kurl en komin til grafar, þar sem einn og hálfur mán uður er eftir af þessu herrans ári, 1967. Hér bíða mörg stórverkefni ó- leyst sakir fjárskorts, svo sem sjúkrahúsið og sundhöllin, stækk- un gagnfræða- og barnaskólans o. fl. mætti telja. Getur þú gengið glaður inn í Bakkusarhofið og lagt fórn þína að blótstalli þess gráð- uga goðs, er þú hugleiðir ofan- nefndar staðreyndir? Og hef ég þó ekki drepið á það ógagn, sem þú bakar sjálfum þér og þínum nán- ustu. Með fullkominni einurð og bróðurhug, bið ég þig, sem Bakk- usarfórnina færir, að íhuga í alvöru hvað þú ert að gera, er þú leggur fórn þína fram. Persónuleiki þinn býður hnekki, heilsu þinni er stefnt í voða, hamingju og heill þinni og þinna nánustu er háski búinn. Eg segi við þig og okkur öll, lát- ið tölurnar tala. Guð forði okkur frá áfengis- bölinu. Með bróðurkveðju, f. h. Áfengisvarnarnefnd Vest- mannaeyja, Jóhann S. Hlíðar. hvort leyfilegt sé að ryðja snjó af honum eða ekki. Og hvað er um aðra vegi á eynni að segja? Lúta þeir sömu reglum um eftirvinnu og Höfðavegurinn? Hefði vegurinn út á flugvöll verið ruddur eftir hádegi, eða flug lát- ið falla niður yfir helgina, ef sá vegur hefði teppzt? Þessum spurn- ingum væri fróðlegt að fá svarað. S. J. lögbrot? honum. Og einhversstaðar stendur að ekki sé betri þjófsnautur en þjófur. Þannig standa málin í dag. Henær skyldi ráðamönnum skilj- ast, að þau lög, sem nú eru í gildi og fara skal eftir, eru eins mikill skrípaleikur og hægt er frekast að hugsa sér. Þótt stöku sinnum séu teknir landhelgisbrjótar, færðir til hafnar og haldin sýniréttarhöld yf- ir þeim með sektarákvæðum, sem vitað er að aldrei verður gengið eftir að framkvæmd verði, fer mönnum að skiljast, að eitthvað meira en lítið er bogið við lögin og dómsframkvæmdina. Eins það, að með lagaboði skuli vera hægt að setja þann stimpil á stóran hóp fólks, að það sé í raun og veru ekki annað en ótíndir þjóf ar, er ekki gott skipulag á hlutun- um. Með lögum skal land byggja. Fyrir Alþingi mun nú liggja lagafrumvarp, sem kemur til með, Únefni. Eitthvert versta ónefni, er hægt mun að gefa einum manni í dag, er að segja að hann sé Framsóknarmaður. Er nafninu einkum dengt á þá menn, sem að öllu finna, en hafa aldrei nein úrræði við vandanum. Nafngiftin er ekki út í bláinn, síður en svo og mega Framsóknarforkólf- arnir sjálfum sér um kenna, hverja merkingu orðið hefur fengið. Öll málgögn flokksins um landið þvert og endilangt eru um þessar mundir uppfull af ! ramaveinum um ástandið í i dag og hversu ægilegt það sé. i En aldrei örlar á neinu, sem 1 bendir til ráða eða úrbóta i gegn vandanum, heldur ein- ■• 1 ungis síauknum harmagráti [ yfir ástandinu. ! Vesalings Framsóknarflokk urinn, það á ekki af honum að ganga. Fyrst var það hin leiðin, sem varð að aðhláturs- efni manna á meðal um langt skeið. Og nú bætist það við, að orðið Framsóknarmaður, er að verða eitthvert mest niðrandi orð, sem menn taka ( sér í munn. Ja, ekki er það gaman. ef samþykkt verður að veita báta- flotanum aukna heimild til veiða innan fiskveiðitakmarkanna. Því fyrr, sem skriður kemst á mál þetta, því betra, því að ekki skil ég í, að skipstjórum viðkomandi báta þyki skemmtun að alln þeirri endaleysu, sem þessi mál eru í dag. Þegar lög eru sett, er það auð- vitað markmiðið, að þau séu hald- in. En tímarnir breytast, þótt ekki sé gert ráð fyrir því í lögunum, og nýjar aðstæður kunna að knýja menn til að breyta móti lagabók- stafnum, eins og einna bersýnileg- ast hefur komið í ljós á síðustu árum. Lög og reglur eru til þess að hafa í heiðri og halda en ekki til að ganga í berhögg við. Þess verður auðvitað að gæta við samn- ingu þeirra, að hægt sé með góðu móti að halda þau, og endurnýja þau þá eða endurbæta, þegar þess gerist þörf, eins og nú er. Það er hlálegt að hugsa til þess, að stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skuli að miklu leyti byggjast á lögbrotum. Stó ra d ó m só kvæði. Og fyrst minnzt er á lög. Hvern- ig skyldi ástandið vera í dag, ef gleymzt hefði að fella úr gildi ým- is ákvæði úr Stóradómi, svo sem það, hvernig háttað skyldi meðferð kvenna, sem leiðzt höfðu út í það að eignast barn utan hjónabands? Heldur . væri leiðinlegt, ef konur ættu yfir höfði sér líflátsdóm fyrir slíkt. Það er kominn tími til að fara að fella úr gildi þau Stóradómsákvæði sem verið hafa ríkjandi í fiskveiði löggjöfinni hér á landi, fram til þessa. S. J. Til sölu. Svefnherbergissett og straupressa. Upplýsingar í síma 2117. Barnavagn sem nýr til sölu — Pedegree —. Upplýsingar að Kirkjuvegi 39 (Stóra-Hvammi). JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.