Fylkir


Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Guðlaugur Gíslason Prentsmiðjan Eyrún h. f. TVð FRAMFARAMÁL Á öðrum stað í blaðinu er birt viðtal við Garðar Sigurjónsson, rafveitustjóra, um möguleika á upphitun húsa hér í Eyjum, er virkjun Þjórsár við Búrfell er lok ið og þá væntanlega nægileg raf- orka fyrir hendi frá Landsvirkjun- inni. Kemur það fram í viðtalinu, að ef hægt væri að selja rafmagn til hitunar á 60 aura kwst. er það þegar orðið ódýrara en olíukynd- ing. Kostir þess að hita upp íbúð- ir með rafmagni í stað olíu eru augljósir. Rafmagn er lang hand- hægasta og þægilegasta orkan til heimilisnotkunar, auk þess, sem af því stafar mun minni eldhætta en hvort heldur er olía eða kol. Ber einnig að hafa í huga, að við upphitun húsa með rafmagni spar ast verulegur gjaldeyrir í sam- bandi við olíuflutning. Og verður að reikna með, að að þessu verði stefnt ,þar sem ekki er um jarð- hita að ræða, en nægileg raforka fyrir hendi. SVIFSKIP. Samgöngumálin eru og verða alltaf eitt af vandamálum okkar hér í Eyjum. Þó að þeim ,hafi þok að verulega í rétta átt á undan- förnum árum, er þar þó margt enn sem bæta þarf úr. Að því hlýtur að verða stefnd, að koma Eyjunum í daglegt sam- band við þjóðvegakerfi landsins, að minnsta kosti yfir vor og sum- armánuðina. Eins og Vestmanna- eyingar fengu að reyna á síðasta sumri, er í uppsiglingu nýtt farar- tæki, hið svokallaða svifskip, sem farið getur bæði yfir sjó og land, og sem leysa myndi vandkvæðin á flutningi bifreiða og farþega milli lands og Eyja. Enn er ekki komið á markaðinn skip af þeirri stærð, sem henta myndi til þess- ara ferða, en framþróunin á þessu sviði er mjög ör ,og er þess fast- lega að vænta, að ekki líði langur tími, þar til farið verður að fram- leiða farartæki af þessari gerð, er hent myndu okkur hér í Eyjum til beinna ferða milli lands og Eyja. Rdlmoðn til upphitunor 'Framhald af 1. síðu. ur, en með rafmagnskyndingu 69 þúsund krónur og er þá inr.ifalin aukaeinangrun rafhitaða hússirs um 10 þúsund krónur. En hvað þá með eldri hús, sem nú eru með venjulegri miðstöðvar- 'kyndingu? Hvernig yrði rafhicun fyrirkomið þar? í eldri húsunum myndi í flestum tilfellum verða sett upp rafmagns- ketill, sem er mjög fyrirferðarlítill og tiltölulega ódýr. En það hefur þann ókost í för með sér, að nýtn- in verður ekki eins góð og í nýj- um húsum, þar sem um beina kyndingu yrði að ræða. Næturhit- un kæmi einnig til athugunar, en þar er stofnkostnaður tiltölulega hár, en orkukostnaður aftur á móti talsvert lægri. Hvað telurðu að þyrfti að auka orkukaup rafveitunnar frá Sogs- virkjuninni um mikið frá því sem “nú er, ef rafmagnshitun yrði al- )mennt tekinn upp hér? Eg tel að nær þrefalda þyrfti vorkukaupin miðað við þær 12 milljón kWst., sem við kaupum nú. Hvernig heldurðu að þetta kæmi út fjárhagslega miðað við það, sem við eyðum nú til upp- hitunar húsa með olíu. Eftir því, sem ég veit bezt mun vera eytt um 15 til 20 milljónum króna til upphitunar húsa hér. Eitt einbýlishús er hitað með raf- magni. Miðað við eyðslu þar sýn- ist mér að verð á rafmagni til hit- unar mætti vera 60 til 80 aurar á kWst., til þess að það verði ekki dýrara en olíukynding. Þú vitnaðir áðan í skýrslu Gísla Jónssonar. Hvað reiknar hann verð á rafmagni í sínum útreikn- ingum. Hann reiknar með 54 aurum á kWst. Ef það verð næðist yrði kynding með rafmagni ódýrari en olíukynding, auk þess, sem um innlendan orkugjafa væri að ræða, sem óneitanlega er mjög stórt at- riði. Hvað um nýtingu hvers árskW. sem rafveitan kaupir nú. Myndi hún verða betri, ef hitun húsa væri tekin upp? Heidarnýtni á kerfinu miðað við orkukaup og orkuframleiðslu eig- in véla ætti að batna, og meðal- verð á útseldri orku ætti þá að geta lækkað. Þyrfti nýjan sæstreng milli lands og Eyja, ef orkukaup yrðu aukin þetta mikið? Fyrstu kannski allt að tíu árin þyrfti þess ekki, að ég tel. En hinsvegar myndu svona aukin orkukaup flýta því að lagður yrði annar strengur, en það skapaði meira heildar rekstraröryggi veit- unnar hér og yrði það að því leiti hagkvæmara fyrir okkur. KNATTSPYRNAN Deildarkeppni í knattspyrnu er nú lokið. Tóku Vestmannaeyingar í fyrsta skipti þátt í 1. deild í sum ar, eftir sigur þeirra í II. deild í fyrra. Fara hér á eftir úrslit einstakra leikja ÍBV. í 1. til 5. fl. og verður útkoman yfirleitt að teljast góð. 1. deild. (tveir leikir við hvert félag.) ÍBV. — Valur 3-1 ÍBV. — Valur 1—4 ÍBV. — Fram 2—4 ÍBV. — Fram 0-0 ÍBV. — KR. 0-3 ÍBV. _ KR 3-4 ÍBV. _ ÍBA. oo 1 o ÍBV. _ ÍBA. 4_2 ÍBV. _ ÍBK. 2-0 ÍBV. _ ÍBK. 1_0 sem gaf 9 stig. 16-21 II. flokkur. ÍBV. _ Haukar 1-0 ÍBV. _ FH 2—1 ÍBV _ Breiðablik 2-1 ÍBV — Akranes o 1 ÍBV. — Stjarnan 7—0 Úrslitaleikur við Fram úr A riðli 1—3 III. flokkur. ÍBV. — Fram 0-4 ÍBV. _ Valur 1—4 ÍBV. — Víkingur 3—1 IV. flokkur . ÍBV. — Valur 1-2 ÍBV. — Akranes 1-2 ÍBV. _ KR. 3-2 ÍBV. — Keflavík 2-2 ÍBV. — Fram 0-2 V. flokkur ÍBV. _ Stjarnan 11-0 ÍBV. — Vestri O 1 ÍBV. — Þróttur O 1 co ÍBV. _ Haukar GO 1 o ÍBV _ Breiðablik 3-4 ÍBV. — Grótta 4—1 Úrslitaleikur við KR eftir framl. leik 1—4 Hvað um aukinn stofnkostnað við dreifikerfið, ef rafhitun yrði tekin upp? í njýu hverfi ætti stofnkostnað- ur rafveitunnar í dreifikerfi ekki að hækka meira en 20 til 25%, svo hægt væri að flytja þá viðbót- arorku, sem húsahitun hefði í för með sér. Orkuflutningur á þessu kerfi yrði aftur á móti ótta til tíu sinnum meiri, og hefði það í för með sér lækkun á dreifingarkostn- aði til heimilisnotkunar. Að öllu þessu athuguðu tel ég að hitun húsa með rafmagni þurfi að takast til nákvæmrar athugunar þegar Þjórsárvirkjunin við Búrfell hefur tekið til starfa og fyrir liggur á- kveðið orkuverð frá virkjununum. Fasteiðnamarhaðurinn er í fullum gangi. Ef þér þurfið að kaupa eða selja eignir, vinsamlegast lítið inn í skrifstofu mína. Aldrei meira úr- val íbúða og einbýlishúsa við vægum kjörum. Nú m.a. til sölu í miðbænum verzlunarhús með kvöldsölulejrfi og fyrsta flokks íbúð. Hentugt fyr ir fjölskyldu, er vill skapa sér at- vinnuskilyrði. Fasteign er örugg fjárfesting, þegar gengið er fallvalt. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. GOLFMEISTARAMÓT VESTMANNAEYJA var haldið hér dagana 15. til 18. þessa mánaðar og varð Atli Aðal- steinsson, forstjóri .golfmeistari. Leiknar voru 72 holur í öllum flokkum nema kvennaflokki, þar voru leiknar 18 holur . Úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur. 1. Atli Aðalsteinsson, 309 högg 2. Hallgr. Júlíusson, 312 högg 3. Haraldur Júlíusson, 313 högg 1. flokkur. 1. Marteinn Guðjónsson, 324 högg 2. Sverrir Einarsson, 328 högg 3. Jón Haukur Guðl.sson 329 högg 2. flokkur. 1. Lárus Ársælsson 345 högg 2. Júlíus Snorrason, 374 högg 3. Magnús Magnússon 375 högg Kvennaflokkur. 1. Bergþóra Þórðardóttir 127 högg 2. Ágústa Guðmundsd. 134 högg 3. Ingibjörg Albertsdóttir 137 högg íbúð óskast. Óska eftir að taka á leigu 2—3 herbergja íbúð sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 1478. íbúð óskast Óska eftir góðri íbúð til leigu. Vinsamlegast hringið í síma 2068. Minningarkort. Minningarkort slysavarnardeild- arinnar Eykyndils eru seld hjá Önnu Halldórsdóttur, Bakkastíg 9, sími 1338 og Þórunni Sigurðardótt ur, Hásteinsvegi 47, sími 1370. Stjórnin.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.