Fylkir


Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 4
1 íi. I Malgogn Sjálfstjedit- floklcsins Þór 55 ára Árnað heilla. Guðjón Scheving, málarameist- ari og kaupmaður, varð sjötugur s.l. miðvikudag, 11. þ.m. Árnar blaðið honum allra heilla við þessi merku tímamót í ævi hans, og velfarnaðar í framtíðinni. Landakirkja. Breytt hefur verið um messu- tíma í Landakirkju. Verður guðs- þjónusta n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Jarðarfarir. Ingibjörg Bergsteinsdóttir var jarðsunginn frá Landakirkju sl. laugardag 7. þ.m. Hún var ekkja Magnúsar heitins Þórðarsonar, skipstjóra frá Dal, og hafði dvalið hér mikinn hluta ævi sinnar. Sama dag var einnig jarðsung- inn frá Landakirkju, Gísli Ingvars- son, útgerðarmaður, frá Uppsölum, en hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja þann 28. f.m. Þróun bfejarmdlanna Framhald af 1. síðu. það stig, að vissulega getur að því komið, nema að ráðamenn bæjar- ins breyti um stefnu og hætti að treysta á óeðlilegt langlundargeð Tryggingarstofnunnarinnar. En slík skuldasöfnun, sem hér hefur átt sér stað hjá einum aðila getur verið bæjarfélaginu stór- hættuleg. Óæskileg þróun. Eins og bent hefur verið á hér að framan, átti sú þróun sér stað á árunum 1946 til 1954, er vinstri flokkarnir höfðu hér meirihlutaað- stöðu, að mjög dró úr öllum verk- legum framkvæmdum, jafnhliða því, sem veruleg skuldasöfnun átti sér stað hjá bæjarsjóði og stoín- unum hans. Nákvæmlega eins virðist ætla að fara, eftir að vinstri flokkarmr náðu hér völdum eftir kosning- arnar 1966. Er þetta sannarlega í- hugunarefni fyrir kjósendur hér í framtíðinni, og nokkur leiðbein- ing fyrir þá, sem meira meta hag byggðarlagsins, en eigin flokks- hagsmuni. En það er staðreynd, sem ekki verður fram hjá gengið, að meðan að Sjálfstæðisflokkurinn réði hér bæjarmálunum á árunum 1954 til 1966, voru meiri fram- kvæmdir hér en nokkurntíma áð- ur og meiri en í flestum sambaeri- legum kaupstöðum öðrum, þrátt fyrir að útsvör voru hér lægri en í nokkrum öðrum kaupstað lands- ins. Þetta eru staðreyndir, sem liggja skýrt fyrir og ekki verða véfengdar. íþróttafélagið Þór varð 55 ára 9. sept. s.l. og er það elzta íþrótta- félag bæjarins. Stofnfundur félags ins var haldinn þennan dag fyrir fimmtíu og fimm árum. Félagið var stofnað af nokkrum ungum á- hugasömum mönnum um íþróttir til eflingar íþróttahreyfingunni hér í þessum bæ, bæði knatt- spyrnu, frjálsum íþróttum og glímu. Félagið hefur ávallt haft forystu hlutverki að gegna ásamt þeim fé- lögum öðrum, sem hér hafa starf- að á sama sviði. Má segja að þau tvö félög, sem elst eru ,bæði Þór og Týr, hafi um áratugaskeið verið snar þáttur í bæjarlífinu og á tímabili skiptust bæjarbúar svo að segja í tvær fylkingar ,aðra sem hélt með Þór og hina ,sem hélt með Týr og kom þetta greinilega fram á öllum Hafízt handa við sjúhrahúsið d ný Þau gleðitíðindi hafa gerst að ráðamenn bæjarins hafa nú tekið á sig rögg og hafist handa við á- framhaldandi byggingu sjúkrahúss ins nýja. Mun ætlunin að múr- kappleikjum, sem haldnir voru, sérstaklega ef um knattspyrnu var að ræða. Hafa þeir menn, sem í forystu hafa verið fyrir félagið á hverjum tíma og eytt kröftum sínum og tíma í störf fyrir það, sann- arlega unnið gott starf og þarft fyrir þetta byggðarlag og sérstak- lega æskufólk þess og eiga þeir þakkir skildar fyrir það. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Kr. Óskarsson, símritari, formað- ur, og með honum í stjórn, Gísli Valtýsson, Kristmann Karlsson, Jóhann Guðmundsson, Sigursteinn Marinósson og Birgir Jóhannsson. Óskar blaðið félaginu allra heilla við þessi merku tímamót í sögu þess, og vonar að það megi um mörg ókomin ár enn starfa af sama krafti og þrótti og hingað til. húða húsið að utan og setja gler í glugga og tekst þar með vonandi að gera það fokhelt nú á þessu ári. Er með þessu því að minnsta kosti bjargað að húsið verður ekki mosavaxið í höndum núverandi meirihluta bæjarstjórnar og að bjargað verður frá skemmdum ''glugga og dyraumbúnaða, sem í húsið var sett á síðasta ári. Stóriðjan 011 stjórnorond- stöðuflohbornir Framhald af 1. síðu. henni mestan gjaldeyri. En reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okk- ur, að verðlag sjávarafurða á er- lendum mörkuðum, er svo háð allskonar sveiflum, sem við ráðum ekkert við, að ef hér á að verða fullt atvinnuöryggi og nokkur trygging fyrir nægum erlendum gjaldeyri, til þess að fullnægja þörfum almennings til kaupa á erlendum vörum, verður annað og fleira en sjávarútvegurinn einn, að koma til þar á meðal hagnýting þeirrar orku og auðlinda, sem fyr- irfinnast, og þá að sjálfsögðu stór- iðja allskonar í framhaldi af því. íslenzkt þjóðfélag hefur tekið stökkbreytingum til batnaðar á undanförnum áratugum, þó mest hin síðustu ár. Hér hefur verið komið á fót almannatrygginga- kerfi, sem vel stenzt samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Gjör- bylting hefur orðið í húsakosti landsmanna og húsbúnaði og menn hafa vanist mun meiri lífsþægind- um hin síðari ár, en þeir áður gátu veitt sér. Bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin hafa ráðist í stór- framkvæmdir á sviði menningar- mála, heilbrigðismála, samgöngu- mála, auk margs annars til bættr- ar lífsafkomu og aukinna þæginda fyrir þjóðarheildina. Ábyggilega óskar enginn eftir, að snúið verði við á þeirri braut, eða að stöðnun verði á áframhaldandi uppbygg- ingu. En til þess að svo verði ekki verða að koma til auknar þjóðar- tekjur, meira atvinnuöryggi og fleiri atvinnugreinar til öflunar erlends gjaldeyris þar á meðal sú stóriðja, sem við verður komið. Af staða núverandi stjórnarandstöðu- flokka hefur fram að þessu verið neikvæð í því sambandi. Að vísu má segja að það hafi ekki komið að sök enn. En ólíkt sýnist það heillavænlegra og líklegra til ár- angurs, ef þjóðin í heild gæti sam einast um þau átök, sem framund- an eru í þesum efnum og ber því •sannarlega að fagna hinu breytta viðhorfi stjórnarandstöðöuflokk- anna til áframhaldandi virkjunar Þjórsár við Búrfell og stækkunar álbræðslunnar í Straumsvík, og vonandi verður það einnig svo um aðrar stóriðjuframkvæmdir, sem í athugun eru ,eða síðar kann að verða ráðist í. Er þetta óneitanlega fagnaðar- efni fyrir alla, sem áhuga hafa haft fyrir framgangi þessa máls og verður vonandi til að flýta fyrir bættri aðstöðu lækna og annai-ra, sem að heilbrigðismálum byggðar- lagsins vinna. Var þess sannarlega þörf og gef ur bæjarbúum von um að sinnu- leysi bæjaryfirvalda um þessi mál V valdi byggðarlaginu ekki óbætan- legu tjóni áður en af er vitað. Úr lögreglusamþykkt Vestmannaeyja. UM HUNDAHALD. 1. gr. í Vestmannaeyjum má enginn hafa hund, nema að hann hafi fengið til þess leyfi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn veitir leyfi því aðeins að umsækjandi hafi meðmæli lögreglustjóra og sanni að um þarfahund er að ræða. 2. gr. Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum frá 100—1000 kr. og hver hundur réttdræpur, sem fyrirfinnst í lögsagnarum- dæminu, ef ekki er fengin heimild fyrir honum. LÖGREGLAN Úr reglum um vélhjól. ÖKUMÖNNUM VÉLHJÓLA ER SKYLT: 1. Að sýna varúð í umferð, að gæta þess að trufla ekki né tefja að óþörfu aðra vegfarendur og valda eigi þeim né öðrum, sem búa eða staddir eru við umferðarleið hættu eða óþæg- indum. 2. Að hafa hjól sín í góðu ástandi, þannig að frá þeim stafi ekki ónauðsynlegur hávaði. Sérstaklega verður að gæta þess að næturlagi í nánd við íbúðarhús og haga akstri og inngjöf svo, að ekki raski næturró fólks. Ef þessu verður ekki hlýtt, mun lögreglan taka hjólin og geyma þau um óákveðin tíma. LÖGREGLAN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.