Fylkir


Fylkir - 25.10.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 25.10.1968, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R Einhæf nefndaskípan Málgagn Sj álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson Auglýsingar: Magnús Jónasson, Sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h.f. MALBIKUN Sýnilegt er nú orðið að á þessu ári verður um eng- ar malbikunarframkvæmd- ir að ræða. Hefur malbikun nær alveg legið í láginni hjá núver- andi bæjarstjórnarmeirihuta. Er hér um mikla afturför að ræða frá því í tíð fyrr. verandi meirihluta. Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn er höfðu forystu um þessar mik ilvægu framkvæmdir og und ir þeirra stjórn voru nær ár lega meiri og minni fram- kvæmdir á þessu sviði. Deyfðin um þessar fram- kvæmdir má ekki standa i » '*Q til lengdar svo þýðingar- miklar sem þær eru. Hér verður að verða breyting á. Á næsta sumri verður að gera átak í þessu efni. Til að svo megi verða verður á þessu hausti og í vetur að hefja undirbúning að mal- bikunarframkvæmdum að sumri. Eins og nú standa sakir er aðeins einn eða tveir smágötuspottar tilbún- ir undir malbikun. Það er langt of lítið. Verkefnin eru næg. Bæjarbúar eiga heimt- ingu á að hafist verði handa nú þegar, að gert verði eitt hvað, sem að kveður. Bæjar stjórnarmeirihlutinn leggur mikil gjöld á bæjarbúa, og geti meirihlutinn ekki sýnt bæjarbúum að eitthvað af viti sé gert við peningana, hlýtur hann að dæmast úr leik. Stefnan í gatnagerðarmál- um í framtíðinni á að vera sú, að ekkert ár líði svo, að ekki verði viss hluti gatna malbikaður árlega. Verði þeirri stefnu fylgt munu ekki mörg ár líða, þar til allt gatnakerfið er orðið malbikað. Kostnaður við malbikunarframkv. hlýtur alltaf að vera nokkur, en í Að undanförnu hefur kom ið fram allsterk gagnrýni vegna skipana manna í nefndir og ráð. Það hefur all lengi verið álit ráðamanna, að í nefndir, skipaðar af stjórn og Alþingi, megi ekki aðrir veljast en alþingis- menn, og sanna dæmin það. Nú fyrir nokkrum dögum var einni slíkri nefnd hleypt af stokkunum. Verksvið hennar skyldi að kanna möguleika á nýtingu fisk- veiðalandhelginnar. Ekki er ætlunin að fetta fingur út í þá ráðstöfun að skipa nefnd í það mál, en fram- ’kvæmd skipunarinnar fór nákvæmlega eftir framan- greindri formúlu, ekki mátti leita út fyrir veggi Al- þingis að fulltrúum í nefnd- ina. í hana voru skipaðir þeir Jón Á. Héðinsson, Guð- laugur Gíslason, Sverrir Júlíusson, Jón Skaftason og Lúðvík Jósepsson, allir þing menn. Allt eru þetta hinir mæt- ustu menn hver á sínu sviði og efar enginn góðan vilja þeirra til að koma lagi á hlutina. En því miður verð- ur það að segjast eins og er, að þessir menn hafa trúlega takmarkað vit á því efni, sem fyrir nefndinni liggur að skila áliti um, að einum undanskildum. Ekki var leit að út í raðir sjómanna, skip- stjóra og svo auðvitað fiski- fræðinga, sem hefðu átt að hafa sjálfskipað sæti í nefnd inni. Nei, formúlan hélt á- fram að blífa. Alþingismenn einir hafa það vit, sem þarf til að skila nefndaráliti, og þar skulu ekki aðrir nærri koma. Sanneikurinn er sá, AÐALFUNDUR Samkórs Vestmannaeyja var haldinn 23. okt. s.l. í stjórn voru kosin: Reynir Guðsteinsson, form. Sigrún Þorsteinsd. gjaldk. Dagfríður Finnsdóttir, ritári. Ásta Ólafsdóttír og Jónas Guðmundsson, meðstj. Starf kórsins s.l. ár var nær samfellt, áhugi félaga mikill og æfingar mjög vel Framhald á 4. síðu pað má ekki horfa, enda ekki skynsamlegt, þar sem sá kostnaður fæst fljótlega endurgreiddur með minnk- andi viðhaldi á lélegum og sóðalegum malargötum. að þingmenn eru margir hverjir orðnir svo yfirþyrmd ir af nefndarstörfum, að slíkt verður einungis hálf- kák hjá þeim, sökum þess aragrúa af nefhdufn, sem þeir eru skipáðir í. Vonandi er að ekki vér@i sú raunin á um hina nýskipuðu land- helgisnefnd, en því miður getur alveg eins farið svo, að hún detti í sama farið og hinar fyrri, lognist út af, ' vegna annríkis nefndarfull- trúa. Á þingi SUS nú í haust var meðal annars bent á þá óheillaþróun, sem á sér stað að stjórnmálaflokkarnir verða sífellt valdameiri í þjóðfélaginu, en hinn al- menni kjósandi ræður orð- ið sáralitlu. Var þá sérstak- lega bent á það, sem hér hef ur verið gerð grein fyrir, að ekki er leitað út fyrir veggi Alþingis með skipan í nefnd ir og talið, að úr því ætti að bæta. Fleira var og tek- ið fyrir af svipuðum toga svo sem vald stjórnmála. flokkanna yfir peningastofn unum, og verða því máli gerð skil hér í blaðinu síð- ar, og þetta látið nægja í bili. S. J. Sungiö og sopið Það heför löngum þótt snar þáttur í íslenzkri gestrisni að vera rausnar legur. Og því meiri sem rausnin er, því meiri gest risni. Ótal sögur eru til marks um slíkt, t.d. brúð kaupsveizlurnar gömlu, þégár byrjað var á kaffi og með því, áður en geng- ið var að sjálfum matn um, og svo auðvitað eins mikið og liver vildi hafa af drykkjarvörum á eftir. Bæjarstjórnin okkar hef ur vel og dyggilega hald ið þessum gamla sið og að- alsmerki íslenzkrar gest- risni. Tæplega hefur svo komið í bæinn ferðalang- ur að sunnan, svo að ekki sé nú um framandi þjóðir rætt, að honum hafi ekki verið haldið veglegt sam- sæti með mat og drykk. Það er raunar ekki rúm fyrir slíka upptalningu í stuttum blaðapistli, en þó skal hér drepið á hið helzta. Má þar fyrst telja fræga til, þá er hér voru á ferðinni utanríkisráð herrar Norðurlanda, sem boðið var til Eyja ásamt fylgdarliði. Var þeim hald ið matarboð og kokkteill á eftir. Að vísu skyggði það nokkuð á gleðina, að aðeins danski ráðherrann gat komið því við að fara til Eyja, hinir sendu að eins fylgdarlið sitt. En ekki er þess þó getið, að menn hafi ekki liaft list á dásemdunum fyrir það, enda slíkt auðvitað auka- atriði, hvort ráðherrafnir mættu eður éi. Svifskip- inu var fagnað með matar boði og kokkteil og mörg um tilboðið úi aðlinum. Rússneskur sjávarútvegs- málaráðherra Yzkov að nafni, var hér gestkom- andi og var honum lialdin veizla mikil með kokkteil. Taldist hinum rússneska gesti svo til„ að jafnveg- lega veizlu hefði liann ekki setið fyrr, og þyrfti að leita aftur til keisara- tímabilsins til að finna liliðstæðu hennar á rússn eska vísu. Norskur iðnað armálaráðherra átti hér leið um, og fékk hann svip aðar móttökur og liinn rússneski kollega hans. Viðskiptafræðinemar heiðr uðu bæinn með heimsókn sinni og var þeim að sjálf- sögðu haldin veizla ríkuleg í mat og drykk. Þeirra fyrsta verk, er til Reykja- víkur kom, var að kunn- gera í Háskólanum, hvílík ir öðlingar liér væru við stjórn mála, og mun nú vera von á félagi laganema við sama skóla ,sem hafa runnið á lyktina. Má fast- lega vænta þess, að fleiri nemendasamtök sæki okk ur heim og eykst þá auð- vitað liróðurinn út á við, ef jafn vel verður veitt og hingað til. Og svo er það nú blessað vatnið og allt, sem því fylgir. Annað- hvort þrjú eða fjögur boð hafa verið lialdin í sam- bandi við þess liingað- komu, og má vera að þau séu fleiri. Hafa ýmsir velt því fyrir sér, hvort hin mikla liækkun á tilkostn- aði við vatnsveituna úr 70 milljónum í 125 milljónir eigi að einhverju Ieyti ræt ur sínar að rekja til þess- ara boða. Tölvís maður maður tjáði mér að aflok inni stóru veizlunni, þeg- ar vatninu hafði verið lileypt á, að fyrir andvirði þess, sem aðkomnir gestir slokuðu í sig í mat og drykk, hefði mátt bjóða öllum bæjarbúum, jafnt ungum sem gömlum upp á kaffi og gott með því. En slíkt er nú víst ekki jafn greinargott merki um höfð ingsskap og matarboð og kokkteill handa nokkrum tugum Reykvíkinga. Og svo komu dönsku konurn- ar í bæinn. Það var nokk uð merkileg saga, og því bezt að hún fylgi hér með. Það berst til eyrna bæjar stjóra í sumar, að hér væri staddur hópur danskra kvenna á ferðalagi. Þótti honurn því sjálfsagt að sýna hinum veikari kyns hluta frændþjóðarinnar ein hvern vott frændsemi og vináttu, en þar sem hann mun ekki hafa haft tæki- færi til þess að sýna gest- risnina í eigin pcrsónu kom það í hlut annars úr bæj- arstjórnarmeirihlutanum ða að vera fulltrúi bæjarins við athöfnina. Veizlan til heiðurs liinum tignu er- lcndu gestum var svo haldin með pomp og prakt og sjampaní með matnum. En svo kom það bara upp úr dúrnum í miðri veizl unin, að gestirnir vor ekki alveg eins tignir og ætlað hafði verið. Hér var sem sé á ferðinni saumaklúbb- ur úr Reykjavík, skipaður dönskum konum búsettum þar. Sögðu þær, þegar þær þökkuðu fyrir sig, að það væri venja hjá þeim að fara í ferð út á Iandsa byggðina á hverju sumri. Hefðu þær farið allvíða undanfarin sumur, en hvergi fengið betri móttök ur en hér, og rómuðu þær mjög rausn bæjaryfir- valda. Má því búast við fleiri slikum heimsóknum í framtíðinni, þegar út spyist þe:ij[i ágæta gest- risni. Ja, það er aldeilis ekki ónýtt að liafa jafn skelegga og höfðinglega menn í bæjarstjórn. Það er af sem áður var. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.