Fylkir


Fylkir - 01.11.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.11.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Þoö sem þjóðinni «r farsœlast S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Ritnefnd: Björn Guðmundsson (áb) Sigurður Jónsson. Sigurgeir Jónsson Auglýsingar: Magnús Jónasson, Sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h.f. Snndhöll eðo... Á undanförnum árum hef- ur mikið verið rætt og ritað um sundhallarbyggingu. Nú verandi meirihlutaflokkar í bæjarstjórn lágu Sjálfstæðis mönnum mjög á hálsi fyrir framkvæmdaleysi í þessu efni. Áttu þeir aldrei nógu stór orð til þess að lýsa van- þóknun sinni á framkvæmda leysinu og ýmsar stjörnur og stórspámenn í þeirra hópi töldu jafnvel að íhaldið eins og þeir vanalega orða það, væri það illviljað, að bað bókstaflega vildi ekki komr. þessu þrifafyrirtæki upp. Nú eru þessir herrar bún - ir að sitja að völdum í rúrr... lega tvo ar og ekkert bólar sundhöll og sýnilegt að sú bygging á æði langt í land. Skal hér ekki neinum getum að því leitt af hverju þetta muni stafa, heldur snúa sér að sundlauginni á hvern hátt hún geti bezt komið að not- um, og hvað þurfi að gera, til þess að koma henni í það ástand að fullnægi lágmarks kröfum um sundstaði. Er þá fyrst að skilyrði til almenns hreinlætis við sund laugina eru ákafega léleg. Gæzlufólkið, sem allt er af vilja gert, hefur nær enga möguleika til þess að líta eft ir og framfylgja að frum- stæðustu kröfum um ræst- ingu, áður en farið er í laug ina sé fylgt. Þetta verður að lagast, og það verður ekki gert nema með því móti. að endurbæta ræstikefana að miklum mun og að í þá verði komizt án sundfata. Að þessu fengnu á ræsting sund laugargesta, með sæmilegu aðhaldi að geta verið í lagi og komið í veg fyrir að þurfa að taka laugina af heilbrigðisástæðum um lengri eða skemmri tíma, er komið hefur fyrir m.a. á s.L Framhald af 1. síðu. vandamál er að ræða, að nær liggur við að hugsa um, hvað þjóðinni sé farsælast. En við sem erum í flokks- forystu Sjálfstæðisflokksins treystum því ,að kjósendur Sjálfstæðisflokksins ætlist sumri. Þá er nauðsynlegt að byggja yfir laugina. Það er hægt á ódýran og hagkvæm- an hátt. Þök úr plasti ryðja sér nú mjög til rúms og eru notuð á allskonar byggingar stórar og smáar, og ekkert sýnist vera því til fyrirstöðu að það sé einmitt gert hér. Þaki þessu mætti vera þann ig fyrirkomið, að auðvelt væri að taka það niður, þeg- ar þurfa þætti, t.d., að vetr- arlagi er hætta væri á snjó- þyngslum. Með þesskonar yf irbyggingu vinnst fyrst og fremst að lengja mætti starfstíma laugarinnar að mun, og þá ekki síður að plastyfirbygging myndi draga mjög úr upphitunar- kostnaði, sem er nú mjög mikill, hátt í tvö hundruð þúsund krónur árlega. Þá er og nauðsynlegt að bæta mjög aðstöðu til sólbaða. Þetta þrennt er mest að- kallandi og getur ekki dreg- ist að framkvæmt sé, svo fremi að sundkennsla og sundiðkun eigi ekki að leggj ast niður með öllu, á meðan við bíðum eftir sundhöllinni. Bygging sundhallar tekur langan tíma, og jafnvel þótt byrjað yrði á byggingu henn ar á þessu hausti, sem því miður eru ekki líkindi fyrir, þá myndi líða a.m.k. 4—6 ár, þar til hún yrði fullbú in. Og allan þann tíma er ekki hægt að hafa sundlaug- ina eins og hún er. í ár og í fyrra munu hafa farið í viðhald á sundlaug- inni hart nær hálf milljón króna hvort ár. Þetta eru miklir peningar, sem mónn- um finnst þeir lítið hafa fengið fyrir. Væri nú ekki ráð að hætta þessu, venda sínu kvæði í kross, gera á- ætlun um framkvæn’.dir á grundvelli þess er hér hefur verið minnst á ,og vmna síó an að því á þann hátt að tjaldað verði lengur en til cinnar nætur, búa þannig um hnútana að þetta mikia arlega viðhald hverfi. og verkið unnið á þann nátt i eitt skipti að dugi, bar til sundhöll kemst upp til þess, að flokkurinn gegni áfram hlutverki sínu sem forystuflokkur þjóðarinnar. — Ef við snúum okkur að málum, sem lúta beint að bæjarfélaginu hér, og tökum þá fyrir mál málanna hér, vatnið. Ýmsum þykir fram- lag ríkisins óverulegt. Er möguleiki á, að það muni aukast? — Það hlýtur náttúrlega að aukast. Ríkisstjórnin hef- ur fullan vilja á að greiða sem bezt fyrir vatnsöflun til Eyja. Hinsvegar hefur ríkið að talsverðu leyti aðstoðað við þessa framkvæmd, og verður væntanlega meira að því gert með ríkisábyrgðum, lánum, og beinum framlög- um. Miðað við þetta mikla átak, tel ég líka sjálfsagt að meta þær kostnaðartölur, er fyrir liggja með tilliti til þess, hvert beint framlag verður til vatnsveitunnar úr ríkissjóði . — Nú flutti einn af þing- mönnum kjördæmisins þá tillögu á síðasta þingi, að vatnsveitan fengi 15% af sölu áfengisútsölunnar hér á staðnum til að standa und ir kostnaði. Hvert er álit yð- ar á því? Eg tel það aldeilis fráleitt og furðulegt, að maður, sem mikla reynslu hefur úr fjár veitinganefnd skuli bera slíkt fram, enda finnst mér það ekki sambærilegt að bera þessa tvo vökva saman í þessu sambandi. — Og að lokum. Hvernig hefur yður likað koman hing að? — Mjög vel. Það eru nú 15 ár síðan ég hef komið hér, og var það mér því kærkom- ið að koma hingað á árshá- tíðina. Breytingar hafa orðið hér gífurlegar. Hinar miklu framkvæmdir og það fram- tak, sem hér blasir hvar- vetna við, sýnir að Vest- mannaeyjar eru einn af merkisberum einkafram- taksins í landinu. Fyrirliggjandi, og væntanlegt fljótlega, kæli skápar, þrjár stærðir verð kr. 13.460, og frystikistur, þrjár stærðir, verð frá kr. 16.800. Har. Eiríksson i GERUM HREINAR: íbúðir, stofnanir, stigaganga, sali. TEPPAHREINSUN, HREINGERNING Helgi Sigurlásson, sími 1456 BRENNUR Á því hefur borið nú síðustu daga, að strákar eru farnir að hugsa fyrir áramótabrennum, og er það heldiir fyrr farið af stað með söfnun, en venjulega liefur verið. Ekki er ætlunin að fara að fetta fingur út í ára- mótabrennurnar og þann áhuga, sem strákarnir sýna við þær. Brcnnurn- ar eru orðnar sjálfsagður liður í áramótaskennntun um og auk þess þrifnaðar auki aö því að safna sam an draslinu og brenna það. Þess vegna er ekki 'hægt að ámæla neinum fyrir það, þótt hann byrji snemma að safna í brennu til að gera hana sem bezt úr garði. En þaö kemur fleira til í mál inu. Strákarnir hafa þvi miöur ,sumir hverjir safn að draslinu fyrir í bæri- um sjálfum, og fyllt úti- hús á baklóðum og jafu vel troðið því inn í kjall- ara á íbúðarhúsum. Að þessu skapast að sjáf- sögðu mikil eldhætta, og er það því skylda for- eldra að brýna fyrir börn um sínum þá hættu, sem í þessu liggur. Einnig ætti lögreglan að hafa hér liönd í bagga með að rétt sé að öllu farið. Það er sjálfsagt að leyfa strák unum að safna sér eldi- viði, en þá verður líka það skilyrði að fylgja með, að ekki sé stofnað til eldhættu með því. KOKKTEILAR 0G KAFFIBRAUD Nafni minn, Kristjáns- son, ritaði einn af sínum ágætu pistlum í siðasta Framsóknarblað. Virðist hann liálf mæddur vegna skrifa minna í síðasta Sindri, og þykir mér það að sjálfsögðu miffur. Það var alls ekki ætlunin að styggja neinn með skrif- inu, heldur var verið að bera lof á bæjarstjórn fvc ir að viðlialda sem bezt íslenzkri gestrisni. Og svo bara upptalning á á- gætinu. Það má enginn reiðast út af því. En held ur þótti mér nú draga úr rausnarskapnum, þeg- ar nafni minn ljóstraði því upp, að rikisstjórnin hefði sent kaffibrauðið með gestunum. Það er þá víst öllu fremur ríkis- stjórnin sem lofið á skil- ið fyrir rausnina. Þar fór nú í verra. Þetta var nefnilega eitt af þvi fáa, sem hægt liefði verið að gefa bæjarstjórninni plús fyrir, og svo kemur í ijós, að liún á bara alls ekki heiðurinn af því. Og kannski hefur S.K. farið að hætti kollega sinna og haft sjálfur með sér kaffi bra.uðið, þegar hann skrapp á afmælið í Frede rikshavn á dögunum. Ja, það var til mikils að út- hella bleki á pappír og prentsvertu á blað, þegar það er uppvíst orðið, að heimsækjendur taka með sér skrínukost hingað. Látum svo útrætt um kokkteila og kaffibrauð að sinni. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.