Fylkir


Fylkir - 15.11.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 15.11.1968, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R Fleiri biskupsdæmi ? Málgagn . Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Ritnefnd: Björn Guðmundsson (áb) Sigurður Jónsson. Sigurgeir Jónsson Auglýsingar: Magnús Jónasson, Sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h.f. Byggð í sorg Líf og afkoma fólksins í þessum bæ hefur öldum sam an byggst á fiskvinnslu og sjósókn. Sjósókn þó sterkari þátturinn, þar var meginupp sprettan. Þessi atvinnulega staðreynd hefur leitt af sér átök við hafið, svo öflug og mikil ,að stundum hefur virst svo, að þetta litla sam- félag á lítilli eyju væri að bresta, — þegar fámenn byggð þurfti nær árlega að sjá á bak kjarnanum úr samfélaginu í baráttunni við Ægi. Bættur skipakostur og auk in öryggistæki hafa breytt þessari ógnvekjandi stað- reynd fortíðarinnar á þann veg að sjóslys voru orðin næsta fátíð hér í Eyjum, og langt árabil leið án þess að við yrðum fyrir neinu áfalli. Og maður var innst inni far in að vona og trúa, að meiri- háttar sjóslys væru úr sög- unni. En svo kemur áfallið. Höggið er þungt. Vélbátur- inn Þráinn með 9 manna á- höfn, hverfur í hafið. Níu sjómenn í blóma lífsins hverfa af sjónarsviðinu. — Atburður, sem þessi, lam- ar byggðarlagið. Missir bæj- arfélagsins er mikill, en er þó lítill í samanburði við missi ástvina, er sjá á bak sínum nánustu. Þeirra miss- ir og sorg er mikil, og fátæk leg orð stoða lítt, en vonin er að sálarstyrkur og hjálp æðri máttarvalda styðji þá örðugustu sporin. Það hefur vakið furðu margra að eitt af aðalmálum síðasta kirkjuþings, skuli hafa verið frumvarp um skiptingu landsins í þrjú biskupsdæmi. Tvennt virðist einkum valda undrun manna í þessu sambandi. Efnahagsástand þjóðarinn ar gefur síður en svo tilefni til að auka útgjöld hennar á þennan hátt og þörfin á auk inni biskupsþjónustu er mörgum hulin. Að því er fyrra atriðið varðar, er rétt að hafa í huga, að hér er ekki um neitt nýmæli að ræða, því það koma fyrir fyrsta kirkju þingið, sem haldið var 1958 og hefur verið rætt á öllum þingum þess síðan. Býsna ólík sjónarmið, sem erfitt er að ræða, valda þess um seinagangi. Má segja, að hér endurtaki sig sagan frá endurreisn Alþingis, þegar Fjölnismenn börðust fyrir staðsetningu þess á Þingvöll- um en Jón Sigurðsson taldi Reykjavík sjálfsagðan dval- arstað þess. Þannig sjá margir gömlu biskupsdæmin aðallega í töfraljóma sögunnar, en aðr- ir telja hag kirkjunnar bet- ur borgið með því, að taka tillit til breyttra þjóðfélags- hátta og búsetu fólksins í landinu. Einn af þeim síðarnefndu, var próf. Magnús Jónsson. Nokkru áður en kirkjuþing varð til, flutti hann frum- varp á Alþingi um tvö bisk- upsdæmi á íslendi og skyldi annar biskupinn sitja í Reykjavík en hinn á Akur- eyri. Þegar verulegur skriður komst á hugmyndir manna um endurreisn Skálholtstað- ar, þótti mörgum sjáfsagt, að biskupinn yfir íslandi yrði þangað fluttur, því biskups- laus Skálholtstaður gæti aldrei orðið annað en svipur hjá sjón. Þannig stóðu málin haust- ið 1958, þegar kirkjuþing kom fyrst saman. Þáverandi kirkjumálaráðherra, Her- mann Jónasson, var eindreg ið fylgjandi flutningnum og sagði að það hefði aldrei ver ið sannað, að endurreist Al- þingi hefði á sínum tíma ver ið betur sett í Reykjavík en á Þingvöllum og að með okk ar bættu samgöngum mundi það engum óþægindum valda, þó biskupinn sæti í Skálholti. Það kom fljótt í ljós, að um þetta voru menn ekki á einu máli. Norðlendingum pótti hlutur Hóla lítill verða og þeir, sem fátækir voru að rómantískum hugmyndum töldu biskupi og starfi hans fyrir kirkjuna lítill greiði gerður með því að flytja hann út í strjálbýlið. Þess vegna var þegar á þessu fyrsta þingi tekin upp hugmynd Magnúsar Jónsson ar um tvö biskupsdæmi. Síð an hafa fimm kirkjuþing haft málið til meðferðar og unnið hefur verið að því milli þinga m.a. með því að semja frumvarp það, sem nú var borið undir atkvæði, að viðhöfðu nafnakalli, þar sem 11 sögðu já, en 4 nei. Hin fjárhagslega hlið þessa máls, er að sjálfsögðu á valdi Alþingis. Kirkjuþing á að vera ráð gefandi aðili að því er kirkju lega löggjöf snertir. Því ber þess vegna að marka stefnu, þó það geti ekki krafist framkvæmda. Alþingi getur að sjálfsögðu fellt frumvörp kirkjuþings, ef því býður svo við að horfa. Það getur einnig samþykkt slíkt frum- varp með hinum sígilda fyr- irvara. ,,Lög þessi öðlast gildi, þegar fé verður til þessa veitt á fjárlögum”. Með því er stefnan viður- kennd, þó að framkvæmdin dragist. Framkvæmdin er lika hugsanleg á fleiri en einn veg. Starf og verksvið vígslubiskupa er hægt að auka, en það er líka hægt að leggja embætti þeirra niður og stofna tvö fullgild bisk- upsembætti í staðinn. Um þörf á fjölgun biskups embætta má að sjálfsögðu deila endalaust og það því lengur, sem maður veit minna um verkefni og skyld ur þessa embættismanns. Góður maður er alltaf þarfur og þrír góðir biskup- ar geta auðvitað uppfyllt fleiri þarfir en einn. En að sjálfsögðu geta valist mis- jafnir menn í þessar stöður eins og aðrar og fer það að verulegu leyti eftir stöðu kristindómsins meðal þjóðar innar almennt. Kristilega vakandi þjóð lætur leiðtoga sína ekki skorta verkefni, en ef þjóðin er sinnulaus um kristna trú og siði, hlýtur hún að hindra starf biskupa sinna, hvort sem um einn eða fleiri er að ræða. Eg álít ,að verkefni eins biskups á íslandi öllu, séu orðin meiri en svo, að hann geti rækt þau eins og æski- legt væri. Það ætti einnig að vera styrkur að geta haft samráð við mann (eða menn) í hliðstæðri ábyrgðar stöðu, því betur sjá augu en auga. Hafi verið þörf fyrir Framhald á 4. síðu ÚRVALSMYND Það má ef til vill segja, verið sé að vekja upp gamian draug, að fara á nýjanleik að minnast á Skermálið svokallaða. Það byrjaði með því, að nokkrir menn liéldu við gamalli hefð og fóru í Skerið til súlu og fýla- tekju. Tilgangur ferðar- innar var sá að gera heim ildarmynd um forna lifn- aðarhætti hér í plássinu. Myndin var svo að sjálf- sögðu sýnd í sjónvarpinu, eins og efni stóðu til, þar sem sjónvarpið hafði for- göngu um myndunina. Ekki er ætlunin liér að fara að rifja upp allan þann úlfaþyt, sem þessi atburður hafði í för með sér, og málsliöfðanirnar, sem voru svo látnar nið- ur falla, enda munu víst flestir orðnir þeim mála- lyktum kunnugir. En rúsínan í pylsuend- anum er svo sú, að þeg- ar hin Norðurlöndin báðu íslenzka sjónvarpið um myndaefni, en skipti milli norrænu stöðvanna eru nú í fullum gangi, var fyrsta myndin af skemmtiefni, einn af þátt um Ólafs Gauks, en fyrsta fræðslumyndin, er send var, SKERDAGUR, myndin umtalaða, sem ýmsa ætlaði að æra á sín um tíma. Þar með er reyndar búið að full- sanna, að mynd þessi er hið ágætasta fræðsluefni og Eyjabúum síður en svo til nokkurrar skammar. Enda er ekki annars get- ið en hún hafi fallið frændum vorum á hinum Norðurlöndunum ágæt- lega í geð. Og með þessu myndi ég segja, að viss:- ir aðilar hefðu. fengið ær lega á baukinn. Fyrir mánuði eða svo. var boðað til mikils fund- ai hér í bæ. Ekki þó svo að segja, að hann hafi ver ið auglýstur í fjölmiðlun- artækjum eða í verzlun- argluggum, heldur boð látin ganga út milli manna um fundinn. Nú átti að endurreisa og hleypa nýju blóði í Æsku lýðsfylkinguna, félag ung komúnista í bænum. Fundurinn var síðan hald inn með pomp og prakt, en ekki er oss kunnugt um. í hvaða húsakynnum, enda þurfti víst ekki stór salarkynni til fundarins. Sú sundrung, sem ein- kennir nú leiðtoga komm- únista á meginlandinu, liefur líklega átt sinn þátt í að fundurinn varð ekki fjölmennari en raun bar vitni. Fróðir menn hafa sagt mér, að endur- reisendur félagsins hafi mátt telja á fingrum ann- arrar handar, og þeir, sem enn fróðari eru hafa sagt mér, að tveir ungir menn hafi mætt á fundin um, og skipa þeir að sjálf sögðu stjórn félagsins, en óstaðfestar fréttir herma að liún sé þannig skipuð: Gauti Gunnarsson, for- maður (eða aðalritari) eftir því hvort farið er eftir kínversku eða sov- ésku fyrirkomulagi, og Gunnar Marel Tryggva- son, sem gegnir þá öðr- um embættum í stjórn- inni, gjaldkeri, aukaritari og meðstjórnandi. Ekki er anars getið, en mikill ein- hugur liafi ríkt á fundin- um ,og fundarmenn verið sammála um, að gera nú mikil stórvirki í málefn- um þeim, sem fyrir félag- inu liggja. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.