Fylkir


Fylkir - 15.11.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 15.11.1968, Blaðsíða 4
Prá Tónlistarfélagmu NEUAN FRÁ SJÓ Veður og sjósókn: Nú er lítið að frétta neðan frá sjó. Austan og suðaustan rok og stórviðri dag eftir dag og ekki hægt að líta að sjó. Er búin að vera landlega í viku, og þar af leiðandi ekki branda úr sjó. Nýr fiskur þrotinn hjá Kjartani fisksala og verða menn því að snúa sér að saltmetinu. Gæftaleysið orsakar að ekkert er unnið í frystihús- unum, að ísfélaginu undan- teknu, en þar er verið að vinna humar. Saltfiskurinn: Skriður er nú að koma á „afskipun” á saltfiskinum og þótti mörg- um mál til komið. í fyrradag voru hér tvö skip frá Haf- skip og lestuðu samtals 12 þús. pakka. Fóru 7 þúsund pakkar til Ítalíu en 5 þús. pakkar til Portúgal. Talið er að tæplega 20 þús. pakkar af saltfiski séu nú eftir í bænum, fyrir utan það, sem fyrirhugað er að fari til þurrkunar En hér mestmegnis um 2. og 3. gæðaflokk að ræða. Gert er ráð fyrir að þessi fiskur verði allur farinn fyrir miðj an desember. Þurrkhúsið: Sagan er allt af að endurtaka sig segja menn. Hvort þetta er nú al- gilt skal látið ósagt hér, en eitt er víst, að þetta á við um þurrkhúsið. Þetta gamla hús austur á Urðum, gegndi I mikilvægu hlutverki í at- | vinnulífi okkar á árunum j fyrir stríð. Þá var mestur j hluti fiskjarins seldur þurr og sólþurrkaður, en svo komu óþurrkasumur og ekk ert hægt að þurrka úti á stakkstæðunum. Og þá var þurrkhúsið bjargræðið. Það var starfrækt allt árið. En tímarnir breyttust, farið var að selja meira af fiskinum blautverkuðum og á stríðs- árunum lagðist starfsemin að mestu niður. Og nú er þetta gamla hús aftur komið í gagnið. Nú ræður þar ríkjum Elli Berg- ur, mikill „saltfiskmaður” er handleikið hefur margan uggann um dagana. Starfs liðið er nú auk hans 6 stúlk ur. Gert er ráð fyrir að þarna verði í vetur þurrkað- ar um 600 smálestir. Nú eru komin til sögunnar sjálfvirk tæki er mæla hita- og raka- stig fisksins í þurrkklefun- um. Spara þau að sjáfsögðu fyrirhöfn og útgjöld. Til Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum bæjarins, var síðsumars stofnað Tónistar- féag Vestmannaeyja. Mark- mið félagsins er að efla tón- listarlíf í bænum með þeim ráðum, sem tiltæk eru, og einkum þó með því að efna til tónleikahalds með sem allra fjölbreyttustu sniði, ef það mætti verða til að skapa meiri fjölbreytni í menning- arlíf í bænum. Væntanlega mun iTónlistarfélagið einnig taka að sér að sjá um rekst- ur Tónlistarskólans, sem nú er orðin gróin stofnun og enginn mundi vilja missa úr því, sem komið er. Nokkrum örðugleikum hef ur það verið bundið að koma upp tónleikum, og veldur þar margt, sem hér skal ekki rakið. Hinsvegar hefur stjórn félagsins leitað fyrir sér á nokkrum stöðum, og má nú sjá árangur þeirrar viðleitni á þriðjudaginn kem ur, 19. nóvember. Ragnar Björnsson, organ- isti við Dómkirkjuna í Reykjavík, mun að öllu for- fallalausu koma til Vest- Þeirro eigin orí Brautin 30. marz 1966. („í STUTTU MÁLI”) „Það er nú upplýst, að varabæjarstjórinn liefury 22 þúsundir króna í kaup á mánuði, meðan hinn er á þingi, en það er að' minnsta kosti hálft árið. Guðlaugur hefur 11 þús- undd krónur í kaup á meðan hann er á þingi að ógleymdum bílastyrk 30 þús. kr. Hafa bæjarbúar gert sér ljóst, hvað hægt væri að gera fyrir æsku lýðslieimili í bænum fyr- ir alla þessa upphæð, sem liægt væri að spara með því að losna við þessi j óþarfaútgjöld. Væri ekki réttara fyrir bæjarbúa að reikna þetta út áður en þurrkunar eru tekin 30 tonn í einu, og fiskurinn í þurrk- klefunum sólarhring hverju sinni þá tekinn úr klefanum og látinn standa utan klefa nokkurn tíma og „brjóta” sig. Er talið að eftir 6 „breiðslur” eða 6 sólarhringa í þurrkklefa sé fiskurinn orð inn fullþurr. í febrúarlok að ári er bú- ist við að lokið verði við að þurrka þann fisk, er til þurrkunar fer. — Bj. Guðm. mannaeyja, nefndan dag og efna til tónleika í Landa- kirkju. Verða það fyrstu tón leikar á vegum Tónlistai'fé- lagsins á þessu hausti. Unn- ið er að því, að undirbúa aðra tónleika sem væntan- lega yrðu haldnir í desem- bermánuði, og verður nánar frá því skýrt síðar. Ragnar Björnssoon, er í fremstu röð organista á ís- landi í dag, enda var hann ráðinn eftirmaður snillings- ins, dr. Páls ísólfssonar, er hann lét af störfum. Hann hefur mikið látið til sín taka í tónlistarmálum höfuðstað- arins á undanförnum árum, og er að honum mikill feng- ur hingað. Stjórn Tónlistarfélagsins hefur ákveðið að hafa sama hátt á hér og víðast hvar annarsstaðar er gert um land ið, að safnað verður styrkt- arfélögum, sem verða fastir áskrifendur og (fastir gestir á tónleikum þeim, sem efnt verður ti. Gert er ráð fyrir að fast gjald verði greitt fyr ir ákveðinn fjölda tónleika, hvers starfsárs, og verður þeir ganga að kjörborð- inu í vor”. Gaman væri að vita, hvað Magnús fær í kaup. Fleiri bishupsdæmi! Framhald af 2. síðu. tvo biskupa á íslandi á fyrstu öldum kristninnar, getur ekki verið rangt að á- lykta, að sú þörf sé enn fyr- ir hendi, því þó samgöngur og samskipti manna séu öll auðveldari nú en þá, er íbúa tala ólíkt meiri nú og fer stöðugt vaxandi. Hvenær, hvar og hvernig eigi að draga mörkin, verð- ur vafalítið ágreiningsefni enn um stund, þó að kirkju- þing hafi nú sagt sitt loka- orð í bili. Steingrímur Benediktsson. Bifreiöaeigendur, athugið. Hjólbarðar á gamla verðinu í stærðunum: 600x13 560x13 560x15 SHELL SMURT ER VEL SMURT. SMURSTÖÐ SKELJUNGS Sími 2132. I reynt að hafa gjaldið eins lágt og frekast er unnt. Því fleiri, sem gerast styrktarfé- lagar, því lægra gjald og því meiri möguleikar til fjöl- breytni í tónleikahaldi. Það er einlæg von Tón- listarfélagsins, að bæjarbú- ar sýni þessari viðleitni til að auka menningarlíf í bæn- um fullan skilning og stuðn- ing í verki. Sá stuðningur mun margfaldlega borga sig, og hver einstaklingur mun um leið auðga sjálfan sig að þeim verðmætum, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Því að eitt er víst, að það er, að jafnt mun verða vandað til flutnings sem efnisvals. Þess er að vænta, að hvert sæti í Landakirkju verði skipað á tónleikunum næsta þriðjudag. Þess skal að lokum getið, að þeir, sem sækja þessa tón leika, munu geta látið skrá sig sem styrktarfélaga Tón- listarfélagsins og hafa þann- ig forgangsrétt á væntanleg- um tónleikum í vetur og framvegis. Sigurfinnur Sigurfinns son, opnar málverkasýn- ingu á morgun, Iaugardag í Akógeshúsinu. Er þetta fyrsta sýning Sigurfinns en hann er, eins og kunn- ugt er teiknikennari Barnaskólans. Á sýningunni eru 29 inyndir, kol, grafík, olíu- lita og þekjulitamyndir, og eru 26 myndanna til sölu. Sýningin verður opin frá laugardeginum 16. nóv. til miðvikudagsins 20. nóv. að báðum dög- um meðtölduin, frá kl. 14 : til 22 daglega ,að mánu- degi undanskildum, þá frá kl. 14 til 19. Landakirkja. Messað á sunnudag kl. 2 e. Altarisganga. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Barnaguðs- þjónusta ki .11 f.h. Betel Almenn samkoma á sunnu daginn kl. 4,30. Barnaguðs- þjónusta kl. 1 e.h. Afmæli. Áttræð verður á morgun, Gíslína Jónsdóttir, Helga- fellsbraut 15. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti, varð 65 ára sl. miðvikudag, 13. nóvem- ber. Hjónaband: Á morgun verða gefin saman í hjóna- band af séra Jóhanni Hlíðar, ungfrú Ragnheiður Björg- vinsdóttir frá Viðey og Gunnar Jónsson, gjaldkeri. Heimili þeirra er að Ásavegi 23. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Þorsteini L. Jónssyni, ungfrú Margrét I. Lárusdóttir Og Andrés Þórarinsson frá Mjölni. Dánarfregn: Látin er frú Sigurfinna Þórðardóttir frá Gerði. Sigurfinna heitin var 85 ára er hún lézt. Innanhúsæfingar íþróttafélagsins Þórs eru hafnar og verða æfingatöfl- urnar afhentar í Skóverzlun Axels Ó. Lárussonar frá og með morgundeginum. Frá Taflfélaginu. Haustmóti Taflfélags Vest mannaeyja er nýlokið. Sigur vegari í mótinu varð Arnar Sigurmundsson, sem hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. í öðru sæti, varð Andri Hrólfs son með 4V2 vinning og í þriðja sæti, Ásgeir Bene- diktsson, með 4 vinninga. Teflt var eftir Monrad kerf- inu. Skákþing Vestmannaeyja hefst um 20. nóv. n.k. og verður teflt í matstofunni Drífanda Æfingar félagsins eru haldnar á fimmtudögum kl. 20 og á sunnudögum kl. 13,30 á sama stað. S. IL SJi Að gefnu tilefni er rétt að taka fram, að Sigurð- ur Jónsson ritar S. und- ir greinar þær, er hann ritar í blaðið, en Sigur- geir Jónsson liefur bók- stafina S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.