Fylkir


Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 4
Veður og sjósókn: Nú er dauft við sjávarsíðuna. Veð- ur mjög óhagstætt. Storm. beljandi flesta daga, og að- eins útskot dag og dag. Aflabrögð: Hér heima við, hafa aflabrögðin verið fá- dæma léleg. Þetta eitt og tvö tonn eftir einn og tvo daga. Eg hafði aðeins heyrt getið um einn bát, Hrauney, er fengið hefur viðbragð, 8—9 tonn. Austur með landi hef- ur einnig verið tregt. Línubátarnir hafa verið að kroppa, og stundum reka þeir í góða róðra, til dæmis fékk Öðlingur í fyrradag 9 tonn og Stígandi var sama dag með, 6 tonn. Annars er þess að geta, að ótíðin c»r línubátunum þung í skauti. Aldrei hægt að leita fyrir sér, og fiskur fæst ekki á línu á þessum árstíma nema í góðu veðri. Brúarfoss: Hér var í fyrra dag Brúarfoss. Hingað kom skipið með 70 tonn, aðallega matvöru. Hér lestaði það 26 þús. ks. af freðfiski, eink- um blokkir, og einnig nokk. uð af fiski í neytendaumbúð- um. Munar mikið um þessa „afskipun”. Fisksala erlendis: Fiskverð hefur verið mjög hátt er- lendis að undanförnu. Vegna þessa er nú mikill hugur í mönnum með að sigla með eigin afla. Og til tíðinda má telja, að 5 stóru síldarbát- arnir, Bergur ,Huginn, ís- leifur og Gjafar eru allir komnir „á færi” og ætla að sigla með aflann á Þýzka- land. Er einkum verið að sækjast eftir ufsa, en verðið á honum hefur verið mjög gott í Þýzkalandi. Eg heyrði að annar ísleifurinn hefði verið búinn að fá um 20 tonn í fyrradag. Og ekki vantar kappið við að ná í afla því að í fyrra- dag kom Guðmundur Ingi á Huganum í höfn og tók um borð nokkur net og ætlar að freista þess ,að fá í þau ufsa til viðbótar við ,færafiskirí- ið”. Net: Véiskipið Óskar Magn ússon frá Akranesi fór hér framhjá í gær með 17 tonn af fiski, er báturinn hafði fengið í net úr þremur lögn- um austur við Hrollaugseyj- ar. Er það nýlunda, að net séu lögð á þessum árstíma austur þar. Minningarathöfn um skipshöfnina, sem fórst með ÞRÁNI NK. 70, fer fram frá Landakirkju, laug- ardaginn 30. nóvember 1968, kl. 2 e.h. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför SIGURFINNU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Gerði. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarð- arför fósturmóður minnar, HELGU SIGURÐARDÓTTUR, Kirkjuveg 72, Vestmannaeyjum. Dagný Ingimundardóttir og fjölskylda. Gleraugu hafa fundizt. Upplýsingar í síma 1861 Tilkynning. Frá HAGKAUP, Vestmannaeyjum. Verzlunin verður lokuð 29. og 30. þessa mán- aðar. — Opnum aftur mánudaginn 2. des- ember að Njarðarstíg 4. HAGKAUP, Vestmannaeyjum. Auglýsing FRÁ ALMENNA BÓKAFÉLAGINU. Þar sem forlagið mun innkalla öll óseld eintök Alfræðisafnsins um áramótin, vegna fyrirhugaðra hækkana á bókunum, eru all- ir þeir, sem hafa keypt hluta af safninu, og ætla sér að eignast það allt, beðnir um að athuga það, sem alra fyrst. GREIÐSLU SKILMÁLAR. SJÓMENN! Eignist bókina, Fiskar og fiskveiðar. ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ — Umboö Birkihlíð 1 — Sími 1605) NÆSTA BLAÐ er síðasta blað, sem út símar 2013 og 1311, í kemur fyrir jól (að gjgasta Iagi fyrir þriðju jólablaði undanskildu). da&skviild) en eftir Kaupmönnum og öðr „ , þann tima er ekki vist, um, er hugsað hafa ser að auglýsa í blaðinu, er að hæ&t verði að taka bent á, að snúa sér til á móti auglýsingum í Magnúsar Jónassonar, blaðið. Ivn Ui'#ihK<iiiA»,ti „Krabbavörn” hafa undan farið borist góðar gjafir, en eins og allir vita er það krabbameinsfélagsdeild Vest mannaeyja, sem er deild í Krabbameinsfélagi íslands. Frá Halldóri Jóni Einarssyni Hrauntungu 27, Kópavogi og syni hans Einari Halldórs- syni kr. 10.000,00 — tíu þús- und — til minningar um konu Halldórs Jóns og móð- ur Einars, Elínu Sigurðardótt ur frá Rauðafelli undir Eyja fjöllum, en hún var dóttir Sigurðar bónda þar og var fædd 11. maí 1899 og dáin 7. maí 1966. Þessi hjón voru bæði uppalin á þessum bæ, sem var margbýli og þau fluttust hingað til Eyja um 1920 og munu hafa gifzt um það leyti. Þau bjuggu hér fyrst að Faxastíg 15 (Höfða- brekku) en lengst af að Skólavegi 25 hér í bæ. „Krabbavörn” þakkar þessa höfðinglegu gjöf. Þá hefur kona hér í bæ, afhent mér undirrituðum kr. 1000,00 — eitt þúsund krón- ur — sem áheit á „krabba- vörn”, en þessi ágæta kona vill ekki láta nafns síns get- Fyrir báðar þessar gjafir þakkar „Krabavörn” mjög vel. EINAR GUTTORMSSON form. Kven- iindirföt er góð jólagjöf. Mjög gott úrval, tízkulitir, nýjasta snið. Allt er þetta á gamla verðinu Gerið innkaupin tímanlega, ineðan verðið er lágt og úr- valið gott. MARKAÐURINN Sími 1491. Landakirkja: Messa nk. sunnudag kl. 2 e.h Séra Jó- hann Hlíðar predikar. Barna guðsþjónusta kl. 11 f.h. Betel. Almenn samkoma kl. 4,30. Barnaguðsþjónusta kl. 1 eh. Afmæli. 65 ára er í dag Sigurður Bogason, skrifstofustjóri, Sól hlíð 8. 80 ára er í dag, Sigríður Jónsdóttir, Urðaveg 28. Hermann K. Jónsson, Há- steinsvegi 5, verður 70 ára 5. des. nk. Tónleikar. í kvöld, kl 8,30, heldur Lúðrasveit Vestmannaeyja sína árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga sína í Sam- komuhúsinu. Efnisskráin er að vanda mjög fjölbreytt og ef að líkum lætur, verður þarna fjölmenni mikið, enda um að ræða góða og ódýra skemmtun. Jarðarför: Útför Kristínar Waagfjörð Jónsdóttur, fer fram kl 2 e.h. í dag. Brúðkaup. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóhanni Hlíðar, Hrefna Sig- hvatsdóttir og Jón Óskars- son, lögfræðingur Vestmanna eyjabæjar. Þann 1. desember n.k. verða gefin saman í hjóna- band, frk Sigríður H. John- sen, Saltabergi og Þorkell Andersen Húnbogason frá Sandprýði. Séra Jóhann Hlíð ar gefur brúðhjónin saman. Utanlandsför: Um þessar er körfuboltalið úr Háskóla íslands á förum, í keppnis- ferðalag, til Svíþjóðar. Þess má geta að þrír Vestmanna- eyingar eru í liðinu, þeir Bjarni Gunnar Sveinsson, Jó hann Pétur Andersen og Steinn Sveinsson. 1. des. Kvenfélagið Líkn efnir að venju til bazars í Samkomu- húsinu kl. 5 1. des. nk. Og ekki mega menn gleyma hinu fræga kvenfélagskaffi, sem einnig er í Samkomuhús inu þennan dag kl 3. „Faxi” Blaðinu hefur borizt 3 .tbl. af skátablaðinu „Faxa’. Blað þetta er fjölritað (Faxa- prent), eingöngu skrifað af Eyjaskátum og fjölbreytt að vanda. Ritstjóri er Marinó Sigursteinsson. Þeim, sem kynnu að hafa löngun til að eignast blað þetta, skal bent á, að það fæst í lausasölu í verzl. Reyni.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.